Morgunblaðið - 19.03.1935, Page 5
f>ri8juðaginn 19. mars 1935.
MOROUN RLAÐIÐ
5
Athugasemd
Sveíns Benediktssonar.
Af því að Sveinn Benediktsson
2iefir í athugasemd sinni við grein
mína um fund matjessíldarfram-
leiðenda getið svo ónákvæmlega
-og vd'andi þess megin stefnumun-
ar, sem kom fram á fundinum, og
•sem varð til þess, að samkomulag
máðist ekki, verð jeg að víkja að
því nokkrum orðum til andsvara,
*enda þótt að frásögn mín sje svo
-rskvr og sannleikanum samkvæm,
-*að þess gerist varla þörf. Allir,
sem á fundinum voru, vita að
'grein mín skýnr rjett frá. Sveinn
Benediktsson veit líka ósköp vel
fhvað har á milli, þó að liann fari
'fram iijá því í greiu sinni.
Við samlagsmenn bárum frani
jþá sjálfsögðu og rjettmætu kröfu,
■tð þeir, sem eru eigendur síldar-
iinnar til útfhitnings, fengju fyllri
íhlutunarrjett á sölu síldarinnar
»en hinir, sem ekki eiga neitt í
henni 0g hafa ]æss vegna minni
'hagsmuna að gæta. Þetta ætti liver
•maður með óbrjálaðri dómgreind
■að geta fal'list á að er rjettmætt,
Þá töldum við rjett, að stjórnar-
fundir væru haldnir á Siglufirði
-eða Alcureyri, af því að öll skyn-
semi og nndanfarin reynsla mælir
með því. Við samlagsmenn vild-
um, að hje'ldist í liendur atkvæða-
magn slíipaéigenda og síldareig-
•enda í sanngjörnum lilutföllum.
iÞetta er það, sem gért var að sam-
komulagsatriöi af hálfu okkar
samlagsmanna og getur nú al-
menningur sjeð hverjir eiga frek-
-ar sökina á því að ekki gat tek-
ist samkomulag á heilbrigðum
grundvelli.
Gegn þessum sanngjörnu sam-
lagsatriðum stóð Sveinn Bene-
-diktsson með þau umboð, sem
honum hefði verið falin (tveir Alrr
uesingar veit jeg þó með vissu,
voru búnir að taka urnboð sín aft-
ur og mættu sjálfir á fundinum).
Verð jeg nú að segja það, að
mjer finst það koma úr liÖrðustu
átt, að maður, eins og Sveinn
Benediktsson, sem sóst hefir eftir
eftir að slá sjer fram fyrir þessa
hluti, sem við kemur útgerðar-
mönnum og eigendum síldar, og
notið trausts þeirra, skuli ganga
í andstöðu við sjálfsagðan rjett
öessa aðilja.
En Sveinn Benediktsson verður
auðvitað að gera það upp við sjálf
an sig, livort hann hefir verið að
gera sjer nýja skó til framdráttar
á þeirri braut, með þessari and-
stöðn sinni gegn okkur samlags-
mönnum og þá jafnframt gegn
sjálfsögðum borgaralegum rjett-
indum. Hitt er vitað, að Sveinn
Benediktsson gerði að kunnugra
manna siign, sitt ýtrasta til að
komast í stjórn matjessíldarsa.m-
lagsins, sem starfaði í fyrra, og
]>ví má vel vera að lionum hefði
verið ánægja að því, að samlagið
sem stofnað var á Akureyri 3.
mars hefði kosið hann í stjórn. A-
hugi hr. Sveins Benediktssonar á
þessum málum, skilst mjer, að
hljóti að leiða til þess, að hann
liverfi til fylgis við samlagsstefn-
una á þeim grundvelli sem samlag
olckar byggist á.
Jeg hygg, að það sje sameigin-
legt öllum þorra útgerðarmanna,
sjómanna og síldarsaltenda, að
liafa andstygð á einkasölu á síld.
— Þjóðinni yfirleitt er illa við
þann óvætt. — Sporin liræða. —
(Fjaudinn er uppmálaður á vegg-
inn). Sú hrygðarmynd er uppmál-
uð á vegginn, þar sem er gamla
síldareinkasalan. Og það má mikið
vera, ef sjálfri landsstjórninni
lirís ekki hugur við að innleiða
einkasölu aftur. Að minsta væri
viðkunnanlegra að fresta, nýrri
síldareinkasölu, þar til biíið er að
gera upp þrotabúið nrikla.
Jón Björnsson.
lafnarffarftar-
veilingin.
Þess var getið lijer í blaðinu í
sambandi við veitingu Hermanns
Jónassonar forsætisráðlierra á
bæjarfógeta- og sýslumannsem-
bættinu í Hafnarfirði til Bergs
Jónssonar sýslumanns, að aÞ
væri þar á eina bókina lært. Nú
höfum vjer orðið varir við há-
værar raddir úr Hafnarfirði og
Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem
jað vonum tetja þetta eitthvert
mesta embættisveitingarhneyksti,
■em hjér hafi komið fyrir, og eru
margir sárgramir yfir þessu.
\’ildu menn almennt fá Gísla
Sveinsson sýstumann, sem auðvit-
að átti eftir rjettum reglum að
'htjóta embættið, enda á allra
vitorði, að liann er fyrvrmyndar
embættismaður, og að öðru leyti
þjóðkunnur. En fram -hjá honum
gengur dömsmálaráðherra, þótt
hann verði að viðurkenna þetta,
af einskærum pólitískum ástæð-
um og veitir embættið þjóni sín
um sem kaup fyrir fylgi. Það
verður ekki um það deilt, að
þetta er hin háskalegasta braut,
sem veitingavaldið er þannig
komið inn á, þar sem alfrjett-
læti er fótum trbðið. — Það var
talið nóg áberandi í vetur, er
Bergur sýslum. var gerður að
formanni svokallaðrar lögfræð-
inganefndar (og átti þar meðal
annars að segja Einari Arnórs-
syni „fyrir verltum“), en þessi
veiting honum til lxanda, ekki
reglusamari og skilsamari em-
bættismanni en liann er talinn,
tekur þó út yfir alt, enda má
geta nærri, að í hans sporum
myndi stjórnarandstæðingum lítt
vært í embætti hjá núvegandi
stjórn, livað þá að þeir væru
„verðlaunaðir“ á kostnað þjóð-
kunnra og viðurkendra embættis-
manna.
Lótiff ekkl dragast atf kfósa
I útvarpsráð. Muniff að kjósa
B-listann. Ef viiemi draga að
kjósa fram á síðasta dag, er
óvist atf alllr koniist atf.
Atf eins 4 dagar eftir, uns
kosnlngunni er lokitf.
KJörstofan á Lækfartorgi 1
er opin kl. 10-12 og kl. 1-7.
Jafnvel aðal-stjórnarblaðið, Al-
þýðulúaðið, hefir fundið til
þessa, því að fyrir nokkrum
dögum flutti það fregn um i
veitinguna þannig, að nú hefði'
konungurinn skipað Berg í
Hafnarfjörð; það skammaðist sín
fyrir að telja þetta verk sinnar
mætu stjórnar og hefir haldið, að
fólkið „gléypti" betta betur, ef
sjálfur konungurinn yrði látinn
standa fyrir því. — Er þetta því
mun átakanlegra, sem Alþbl. aldrei
ellá má nefna nafn þeirrar per-
sónu, og' jafnvel lög eru á þess
máli gefin út af Haraldi eða Her-
manni, en þetta afrek mátti kon-
ungurinn eiga! ]
En á laugardaginn var,‘ er Al-
þýðublaðið þó komið að þeivri
niðurstöðu, að Hermann hafi ráð-
ið þessari embættisveiLiugu, og-
fellir loks þann dóm (I forvstu-
grein), að veitingin sje hneyksl-
anlég, með því að B. J. sje hmn
mesti óreglumaður o. s. frv.
iljeriim
skaul skytluna.
i
j Það venjulega mun vera. að
skyttan skjóti hjerann, en ekki
cfugt, að hjerinn skjóti skyttúna,
eins og átti sjer stað í XTngverja-
landi fyrir skömmu.
1 borginni Kecel átti heima
ungverslcur veiðimaður. Einn góð-
an veðurdag fór hann á veiðar.
Ekki leið á löngu, áður en hann
’ hafði upp á hjera, skaut hann
einu myndar-skoti að honum
fannst sjálfum og setti í mai; sinn.
Þetta var nægjusamur veiðimaður.
Eftir þenna feng helt hann af
stað heimleiðis með hyssuna tun
öxl.
Eu hjerinn var ekki eins stein-
dauður og skyttan helt. I’að hef-
ir samt líklega verið í (iauðateygj-
unum, sem liann stakk fram einxii
löppinni og kom við gikkinn á
tyssunni. En ]>að hafði þær af-
{leiðingar, að skyttan fekk skot' I
hnakkan og- fell dauð niður.
og með lögum frá 1876 var
stofnaður sjerstakur lækna-
.skóli. Síðan kom svo lagaskól-
inn, sem tók til starfa 1. okt.
1908.
En sjálf Háskólahugmyndin
lifði þó ætíð í hugum ýmsra
■bestu manna þjóðarinnar og
þykir þar fyrst hlýða að minn-
.ast afskifta Benedikts Sveins-
sonar, er bar fram á Alþingi
1881 frumvarp um stofnun Há-
;skóla og barðist ötullega fyrir
því máli þar af hinni þjóðkunnu
rmælsku sinni. Mjer þykir rjett
að tilgreina hjer nokkur um-
mæli hans til rökstuðnings Há-
skólahugmynd hans: ,,Eins og
vísindí, framför og frelsi hafa
jafnan verið samfara hjá þjóð-
unum yfir höfuð, þannig hefir
innlend mentun, framför og
frelsi jafnan verið þrjár skyld-
.getnar himinbomar systur sem
hafa háldist í hendur og leitt
hverja einstaka þjóð að því
takmarki, sem forsjónin hefir
:sett henni. Lítið á sögu sjálfra
vor. Oss hefir aldrei leiðst að
renna augum vorum til hinnar
fögru og frægu fornaldar vorr-
ar. Má ég spyrja: Voru það
ekki þær hinar sömu þrjár him
inbornu systur sem hjeldust í
hendur éínnig hjá oss? Og fór
það ekki svo, að þegar þær
hurfu þá var allri vorri frægð,
öllum vorum frama lokið. Það
var þannig ekki úr lausu lofti
gripið, er hið fyrsta endurreista
Alþingi 1845 bar hina innlendu
þjóðmentun fram mála fyrst.
Eins og orðið ,,mamma“ er hið
fyrsta orð sem vér heyrum af
vörum barnsins, þannig var orð
ið í nafni og umboði þjóðarinn-
ar af þeim manni, þeirri frels-
ishetju, sem nú er að vísu lát-
inn, en hin andlega og líkam-
lega ímynd hans mænir yfir
oss hjer í salnum og jeg vildi
óska, að hún æ og æfinlega
hefði sem mest og best áhrif á
oss innan þessara helgu vje-
banda“. Ennfremur sagði hann:
,,Að vjer erum bæði fátæk og
fámenn þjóð er einmitt hin
sterkasta ástæða með frum-
varpi mínu, því þess meiri háski
er oss og þjóðerni voru búinn,
að vjer hverfum sem dropi í
hafinu inn í önnur sterkari og
aflmeiri þjóðerni, á móti tilætl-
un forsjónarinnar, sem gaf oss
sjerstakt þjóðerni og því meira
verðum vjer að leggja í sölurn-
ar til þess að svo verði ekki“.
En þrátt fyrir þennan ágæta
rökstuðning Benedikts Sveins-
sonar náði þetta mál eigi fram
að ganga á þessu þingi, en á
næsta þingi 1883 bar hann
mál fram að nýju og náði
það þá samþykki Alþingis, en
ögunum var synjað staðfest-
ingar frá konungi. Þrátt fyrir
Jiað, var málinu hreyft á næstu
þingum og það samþykt enn á
ný á Alþingi 1893, en því var
sem fyr synjað staðfestingar.
Síðan lá málið í þagnargildi
um hríð, en samþykt var þál.
í neðri deild Alþingis 1907 þess
efnis að skora á landsstjórnina
að semja frumvarp um stofnun
Háskóla, er skyldi lagt fyrir
Alþingi 1909. Þáverandi ráð-
hei*ra, Hannes Hafstein, tók þá
málið í sínar hendur og fól for-
stöðumönnum hinna æðri menta
stofnana að semja frumvarp til
laga um stofnun Háskóla.
Sömdu þeir frumvarpið að
mestu eftir nýjum norskum há-
skólalögum og var þetta frum-
varp samþykt á þinginu 1909.
Er Hannes Hafstein lagði það
fyrir þingið kvaðst hann fela
það „velvild þingmanna, sem
eitt af helstu velferðarmálum
þjóðarinrmr sem ætti að geta
orðið ein æf lyftistöngunum til
þess að hefja menningar- og
framtíðarþroska þjóðarinnar og
auka henni gengi og álit í aug-
um annara þjóða“. Loks rak svo
Alþingi 1911 smiðshöggið á
þetta mál þar sem það veitti
fje til þess að Háskóli íslands
gæti tekið til starfa 17. júní
1911 á aldarafmæli Jóns Sig-
urðssonar, sem eins og að fram-
an greinir, má telja fyrsta for-
vígismann þessa máls hjer á
landi, sem og fleiri menningar-
og nytjamála þjóðarinnar. I
hinni fyrstu setningarræðu Há-
skólans, fór dr. Bjöm M. Ólsen
þeim orðum um markmið Há-
skólans, er mjer þykir rjett, að
tilgreina í sambandi við það
mál sem hjer er til umræðu.
Hann komst svo að orði:
„Markmið háskóla er fyrst
og fremst þetta tvent:
1) að leita sannleikans í hverri
fræðigrein fyrir sig, — og
2) að Ieiðbeina þeim, sem eru
í sannleiksleit, hvernig þeir
eigi að leita sannleilcans í
hverri grein fyrir sig.
Með öðrum orðum: háskólinn
er vísindaleg rannsóknarstofn-
un og vísindaleg fræðslustofn-
un.
í þessu sambandi get jeg
ekki bundist þess að drepa á
afstöðu háskólanna við lands-
stjórnina eða stjórnarvöldin í
hverju landi fyrir sig. Reynsl
an hefir sýnt, að fullkomið rann
sóknarfrejsi og fullkom»ð
kenslufrelsi er nauðsynlegt skil
yrði fyrir því, að starf háskóla
geti blessast. Á míðöldunum
voru oft háskólar settir :a stofn
við biskupsstóla eða klaustur,
og gefur að skilja, að klerka-
valdið, sem rjeð slíkum stofn-
unum, var þröskuldur i ve£i
fyrir frjálsum vísindaiðkúnum.
Síðar, einkum eftir reformat-
ionina, settu konungar eða aðr-
ir stórhöfðingjar oft haskóla á
stofn og lögðu fje til þeirra.
Þóttust þeir því hafa rjett til
að leggja höft á rannsóknar-
frelsi og kenslufrelsi háskól-
anna, og hafði það hvervetna
hinar verstu afleiðingar. Frjáls
rannsókn og frjáls kensla er
eins nauðsynleg fyrir háskóiana
og andardrátturinn er fyrir ein..
staklinginn. Landsstjórnln á því
að láta sjer nægja að hafa eft-
irlit með því, að háskóla skoi'ti
ekki fje til nauðsynlegra nt-
gjalda og að þeir fýlgi þeim
lögum, sern þeim eru sett, enn
láta þá að öðru leyti hafa sem
frjálsastar hendur um starf
þeirra og málefni“.
Meira.