Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 6
ORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagiitn 30. april 1935. Húsmæð raffelagið og mjólkurmálið. Konsúlsfrúin frá Siglufirði I heldur áfram að helga mjer j hugleiðingar sínar, og Nýja! Dagblaðið var svo hugulsamt að birta síðustu „hugleiðing- ar‘t hennar á sjálfan páska- daginn, sem nokkurs konar páskahugvekju, vinum sínum líklega til sálubóta. En fátæk- leg var sú ,,hugvekja“, já, svo fátæk að almennri kurteisi, að hún er eiginlega ekki svara verð. Nafna mín lýsir því sem sje yfir umsvifalaust að hún trúi hvorki því sem jeg sagði í fyrri grein minni um lasleika smá- barna vegna mjólkurbreyting- arinnar, nje muni trúa því, þótt „vottorð" um það kæmi frá Húsmæðrafjelagi Reykjavíkur. Jeg vænti að henni sje það Ijóst, að með þessu víkur hún því að hartnær 700 húsmæðr- um í Reykjavík, að þær muni ekki hika við að fara með vís- vitandi ósannindi? Jeg man ekki til að nokkur kona hafi áður birt aðra eins aðdróttun í garð yeykvískra húsmæðra, og mun engan furða þótt slíkt sje talin fremur köld páskakveðja, — alveg fjarri öll um kurteisum umræðum. Hvað ætli yrði nú sagt, ef einhver úr hópi Húsmæðrafje- lagsins rjeðist í blaðagrein gegn fjölmennu kvenfjelagi á Siglu- firði eða í einhverjum öðrum kaupstað, út af innanhjeraðs- áhugamáli þess og segðist hvorki muni leggja trúnað á það sem forstöðukona fjelags- ins segði um atriði viðvíkjandi málinu eða ætlaði sjer að trúa, þótt fjelagskonur alment styddu orð hennar? Jeg held minsta kosti að frú Guðrún Bjömsdóttir tæki því ekki með þegjandi þögninni. Þar á ofan er blessuð frúin furðanlega ókunnug hjer í bæ, sem sjá má meðal annars á því að hún talar um „tiltölulega meinlausa inflúensu“. Jeg er hrædd um að sumum finnist nú eitthvað annað. Svo margir hafa orðið hart úti í við- ureign sinni við inflúensufar- aldur þann, er geysað hefir hjer um alllanga hríð. En það væri svo sem ekki vitlausara en sumt annað, þótt Nýja Dagblaðið reyndi til að gera það að flokksmáli, að in- flúensan, sem hjer hefir verið og er enn, sje „tiltölulega mein laus“, úr því konsúlfrúnni frá Siglufirði þóknast að segja það! Um ráðstafanir lækna hjer í bæ til vamar inflúensunni, ætla jeg mjer ekki að ræða við frúna, hún legði fráleitt meira upp úr þeim orðum mínum, en sumum éðrum; og hugsanlegt er að hún eigi eftir að kynnast ,meinleysi‘ inflúensunnar, komi Veikin til Siglufjarðar og verði með svipuðum hætti og hún hefir verið hjer í Reykjavík. Mjer þýkir sennilegt að æði- mörgum finnist rjettast að svara alls ekki annari eins tor- trygni og ókunnugleika, eins og fram kemur í grein frú Guð- rúnar Björnsdóttur, en vegna sanngjamra lesenda tel jeg samt sem áður rjett að nota þetta tilefni^ til þess að benda ennþá einu sinni á nokkur meg- inatriði í þessu margumrædda mjólkurmáli. Húsmæðraf jelag Reykjavík- ur var alls ekki stofnað af neinni pólitík, nje til hnekkis nokkrum pólitískum flokki, heldur vegna almennrar gremju hjer í bæ, út af ýmsum ráð- stöfunum stjómamefndar Sam- sölunnar, sem voru svo óviðun- andi að jafnvel Alþýðublaðið flutti harðorðar aðfinslur, þeg- ar samsalan var nýhyrjuð. Hefði Húsmæðrafjelagið mætt samningalipurð og sann- gimi hjá meirihluta forráða- manna mjólkursölunnar, hefði sú gremja þó fljótlega þverrað, og viðskiftin orðið greið og góð á báðar hliðar. En því var nu ekki að heilsa. Ekkert var gert af bví sem far- ið var fram á, en nýrri ósann- gimi bætt við, þegar bannað var að sjermerkja mjólk, sem margir kusu helst. Og jafn- framt gekst Nýja Dagblaðið, og Alþýðublaðið um tíma, fyrir því að gera það að pólitísku kaþps- máli, að engar breytingar fengj ust til batnaðar á mjólkursöl- unni. Blaðaskömmum rigndi yf- ir konur Húsmæðraf jelagsins, og málsókn var hafíh gegn þrem konum í f jelagsstjórninni. Minna mátti það ekki kosta að krefjast lagfæringar á gjörsam- lega óviðunandi ástandi- Leiðtogum Framsóknarflokks ins var það sýnilegt kappsmál að kúga Reykvíkinga í þessum efnum, og berja niður allar að- finnslur, hvað rjettmætar sem væru. Og teiðtogar Alþýðufl. höfðu vissra hagsmuna að gæta, sem urðu þyngri á metaskál- unum heldur en hagsmunir al- mennings. Þegar þannig var ástatt var eðlilegt að Húsmæðrafjelagið leitaði styrks hjá andstæðinga- blöðunum, og ,,pólitíkin“ slædd ist þá stundum inn í umræð- urnar, t. d. í útvarpi og á Al- þingi. En það er eingöngu sök stjómarflokkanna. Frá Hús- mæðraf jelagsins hálfu, hefir verið unnið algerlega ópólitískt að málinu. Því síður var Húsmæðraf je- lagið stofnað „til að spilla fyrir bændum“, eða til að koma í veg fyrir að mjólkurframleið- endur fengju fult verð fyrir vörur sínar. Þvert á móti var það skoðun fjelagskvenna og er það enn, að sumar óvinsælustu ráðstafanir mjólkursölunefndar mundu verða kúaeigendum ærið kostn- aðarsamar, og bændum, sem skifta við Reykjavík, yrði stór- hagur að því að aðrir menn tækju við stjóm Samsölunnar, menn, sem líta með sanngirni á óskir kaupenda jafnt og selj- enda. Allur þorri bænda á mjólk- ursölusvæði Reykjavíkur virðist vera svipaðrar skoðunar, minsta kosti hafa þar verið gerðar margar fundarsamþyktir, er fara í svipaða átt og óskir Hús- mæðrafjelagsins. Aðstandendur Flóabúsins eru þeir einu, sem engu vilja breyta, og fyrirlíta óskir Húsmæðrafjelagsins, rjett eins og þeir vilji engin við- skifti hafa við húsmæður í Reykjavík. Hátt á þriðja þúsund hús- mæður hjer í bæ, sendu áskor- un til Alþingis í vetur, um að greiða vel fyrir mjólkurmálinu, svo að allir gætu vel við unað. Þm. Árnesinga, Bjami skóla- stjóri, gat þess að þar hefði hann sjeð nöfn margra sunn- lenskra bændadætra. Hann virtist furða sig á því, en það er öldungis óþarfi. Meirihluti húsmæðra hjer í bæ eru ýmist ættaðar úr sveit eða aldar þar upp. Þær þekkja því vel flestar örðugleika og baráttu sveitalífsins, hafa fylstu samúð með húsmæðrum sveit- anna, og mundu sístar allra manna vilja bæta við erfiðleika þeirra eða vinna þeim tjón, enda held jeg að það sje óhætt að segjá að viðskifti sveita- bænda við Reykjavíkurheimilin eins og þau hafa gerst og geng- ið til þessa, beri vott um það, því samkomulagið hefir verið gott. Þrátt fyrir pólitískan und- irróður, sem stöðugt er alið á, hefir góð samvinna átt sjer stað á milli sveitaheimilanna og heimila hjer í bænum og alla- vega viðskifti, sem báðum að- ilum hefir komið jHfn vel. Þegar eftih áð Húsmæðrafje- lagið hóf göngu sína á s.l. vetri, og sýnt var að stofnun þess og verkefni átti að nota til þess að spilla á milli seljenda og neytenda, reyndu fjelagskonur til þess að koma í veg fyrir misskilning í þessu efni, með því að kynna utanbæjarkonum málavöxtu, var því kvenfjelög- um í nærsveitunum sent svo- látandi ávarp: „Háttvirtu konur! Eins og yður sjálfsagt er kunnugt um, hefir síðastliðnar vikur verið mikið rætt og ritað um hið svonefnda mjólkurmál í Reykjavík og óánægju þá sem framkvæmdir nefndar þeirrar, sem skipuð hefir verið til að sjá um mjólkursöluna, hafa vak ið manna á meðal. Þar sem vjer álítum það sam- eiginlegt hagsmunamál fram- leiðenda og neytenda, að full samvinna og vinátta geti hald- ist með þessum aðilum og þar sem bæði í stuðningsblöðum nú- verandi stjórnar og í umræðum í útvarpi þar sem konum var ekki gefinn kostur á að svara fyrir sig, hefir verið ráðist á oss með ósvífni og ókurteisi í orðum, var það samþykt á fundi sem haldinn var í Nýja Bíó þ. 13. þ. m., að send'a kven- fjelögum í nærsveitum Reykja- víkur, helstu samþyktir og á- kvarðanir þessa fjel. og tveggja kvennafunda, er haldnir voru á undan stofnun Húsmæðrafje- lags Reykjavíkur. Þetta er gert til þess að gefa konum í nær- sveitum Reykjavíkur tækifæri til þess að kynnast máli þessu, eins og það liggur fyrir, frá fyrstu hendi. í trausti þess að þjer munuð skilja afstöðu voi’a í þessu máli og í von um stuðning yðar og góðan hug. Kveðjum vjer yður með vin- semd og virðingu. Reykjavík, 16. febr. 1935. Stjóm Húsmæðrafjel. Rvíkur“. Jeg tel rjett að láta þess get- ið í sambandi við þetta ávarp, að er útvarpsráð sá ekki ástæðu til að leyfa oss konum þátttöku í útvarpsumræðum um mjólk- urmálið, sneri jeg mjer per- sónulega til forráðamanna Sjálf stæðisflokksins, sem voru þó það miklir kvenrjettindamenn, að þeir miðluðu mjer nokkrum mínútum af sínum takmarkaða tímaskamti, svo að jeg gæti lítilsháttar borið hönd fyrir höfuð reykvískra húsmæðra, er gerst höfðu svo djarfar að krefjast umbóta á fyrirkomu- lagi, sem olli heimilum þeirra ýmiskonar vandræða. Gerði jeg þá um leið lítils- háttar grein fyrir gerðum hús- mæðra í máli þessu, sem vissu- lega hefir kostað óþarflega mörg og stór orð. Húsmæðrafjelagið hefir vilj- að vinna með hagsmuni og þæg indi fjöldans fyrir augum, en hvorki af illkvitni í garð bænda eða hlutdrægni vegna sjer- stakra framleiðenda, eins og andstæðingar þess hafa þrá- sinnis oft brigslað því um, en slík brigslyrði falla um sjálf sig, er í ljós kemur að kröfur húsmæðra eru svo sanngjamar að þær koma sjer jafn vel fyrir þá, sem vöruna selja, og þá sem kaupa. Að þeir tveir aðiljar mætist í innbyrðis sátt og samlyndi, er fyrsta skilyrði til góðrar úr- lausnar á málum. Fyrir því seg- ir Húsmæðrafjelagið hiklaust: Burt með alla kúgun, tor- trygni og pólitíska hlutdrægni í viðskiftum kaupstaða og sveita, en fram með sanngimi og víðsýni, sem lítur jafnt á allra hag. Tölum saman í hreinskilni og bróðurhug um vandamál og ágreiningsmál, en hlustum ekki á æsingamenn, sem ala á ill- deilum, til framdráttar pólitísk- um flokkum. Þökk sje þeim öllum, hvar sem þeir búa, sem þegar hafa sjeð að það er leiðin út úr ó- göngunum. En húsmæður sveita og kaup staða þyrftu að hittast oftar, kynnast betur og ræða saman um áhugamál sín, til þess að kuldahret tortrygninnar hverfi, ef nokkur eru, en fullkomin samúð og skilningur á lífskjör- unum komi í staðinn. Að svo mæltu óska jeg öll- um húsmæðrum er lesa þessi orð mín gleðilegs sumars. Á sumardaginn fyrsta 1935. Guðrún Lárusdóttir. Hagsýnar stúlkur. Silkisokkar í París af nýjustu tísku, eru stungnir með gull- þræði kringum mjóalegginn, þannig að eins lítur út og mjó gullkeðja sje undir þunnum sokknum. Stúlkurnar í París eru hagsýnar. Gullsaumur er töluvert ódýrari en gullkeðja. Rrossaregn i Moskva. Berlín 29. apríl. FlJ. Ýmsir hershöfðingjar og háttsettir embættismenn í Rúss landi voru í gær sæmdir heið- ursmerkjum. Kalinin, forseti miðstjórnar kommúnista út- býtti heiðursmerkjunum — „Rauðustjörnunni", og „Rauða- fána-orðunni“ og „Leninorð- unni“ meðal þeirra, sem sæmd- ir voru. Mannarán Þjóðverja. Bertold Jacob ekki skííað til Svíss. London, 29. apríl. FÚ. Þýsk yfirvöld hafa nú entt neitað því að verða við kröfö. Svissnesku stjórnarinnar, um það að framselja Bertold Jakob, serai Svisslendingar segja að Þjóðverj- ar hafi rænt frá Sviss. Svissnesk stjómarvöld krefjast þess nú, að málið verði lagt í gerð. Annað áþekt tilfelli varð opin- bert í dag í Tjekkoslóvakíu. Yfir- völdin halda því fram, að maður einn, sem var að ganga út úr jámbrautarstöð í Tjekkóslóvakíu, skamt frá landamærunum, hafi verið hrifsaður af þýskri leyni- lögreglu og fluttur yfir landa- mærin til Þýskalands. Flotaæfingar Banda- ríkjamanna byrjaðar. Hverníg geta þeír varíð vestarströnd- ína? London, 29. apríl. FÚ. , Flotaæfingar Bandaríkjanna hóf ust í Kyrrahafinu í dag, og muntt standa yfir í sex vikur. 153 skip fóru með leynd frá San Pedro í myrkrinu í nótt sem leið. Tilgangur þessara flotaæfingá er sá, að fá leyst úr hinu svo- nefnda 16. úrlausnarefni, sem sje því hvernig verja megi vestur- ströndina gegn hernaðarárásum. Þær eiga meðal annars að sýna það, hver mundi verða afstaða og 'horfur óvinaflota ef til árása kæmi. Nokkur hundruð flugvjelar taka einnig þátt í æfingunum. Franskar flugvjelar gæta landamæranna. London, 29. apríl. FÚ. Sex franskar lögregluflugvjelar hafa, verið sendar til Strassburg, til þess að vera á verði við Austur- landamærin og varna þýskum flug vjelum að fljúga yfir frönsk landamærasvæði. Þegar erlend flugvjel sjest, fará lögregluflugvjelararnar af stað, fljúga framfyrir hina flugvjelina, taka mynd og géfa henni merki um að snúa við. Lögregluflugvjel- arnar geta flogið með 250 mílna hraða á klukkustund. — Ertu búinn að gleyma, að þú skuldar mjer tíu krónur? — Nei, nei, ekki enn. En vertu bara rólegur, jeg gleymi því brátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.