Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.04.1935, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 30. apríl 1935. MORGUNBLAÐIÐ t ' 'S húsfreyja í Stangarholti. Hinn 12. mars s. 1. andaðist að heimili sínu, Stangarholti í Mýra- sýslu, merkiskonan húsfreyja Ouðrún Jónsdóttir. Hún var jarð- sett að Borg hinn 23. sama mán- aðar að viðstöddu miklu fjöl- menni. Guðrún heitin var fædd 9. maí 1854. Árið 1892 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, rausnarbónd- anum Salómon Sigurðssyni.. Reistu þau bú að Svarfhóli og bjuggu þar til ársins 1900. Þá fluttust þau að Stangarholti og bjuggu þar síðan fyrirmyndarbúi við mikla rausn og mannvirðingar. Yoru þau bæði skörungar í lund óg höfðu þá lcosti til að bera, hvort á sínu sviði, er gera garðinn frægan. Hann var hinn mesti framkvæmda- og atorkumaður, en hún búsýslukona með afbrigðum. Bru þeir allmargir er urðu nauð- leitarmenn þeirra og var þá ekki skorig við neglur sjer og mun húsfreyjan ekki hafa dregið úr því. Svipaði henni að því leyti til Bergþóru konu Njáls. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en áður en þau giftust hafði Salomon eignast son, sem Helgi heitir. Ólst hann upp hjá þeim og býr nú í Stangarholti ásamt föður sínum, mesti dugnaðarmað- ur. Hann er kvæntUr Guðnýju Guðmundsdóttur og eiga þau tvö börn. Svo mun. Mýramönnum þykja *em stórt skarð sje orðið fyrir skildi við fráfall Guðrúnar hús- freyju í Stangarholti, og hið auða sæti hennar verði seint skipað kVenskörungi slíkum. Frá Keflavík. 29. apríl. FÚ. Línu stolið. Bátar þeir, sem rjeru frá Keflavík í dag í Grindavíkursjó, •öfluðu vel, Albert Bjamason, skipstjóri á vjelbátnum Bjama Ólafssyni, varð fyrir því tjóni í nótt, að sjö og hálfu bjóði af línu hans var stolið í Grindavíkursjó. Skaðinn er metinn 800 til 1000 krónur, og hefir Albert beðið sýslumanninn í Gullbringu- og Kjósarsýslu að taka mábð til rann sóknar. Færeyingar afla lítið. Færeyskur kútter, Ivonna, kom til Keflavíkur í dag. Skýrði skip- stjórinn, Magnús Ólsen, svo frá, að afli færeýskra skipa þessa ver- tíð sje óvenjulega lítill, og þau 18 ár, sem hann hefir verið skipstjóri muni hann aðeins eina vertíð, sem hafi verið jafn aflalítil. Sterkur hattur. Gamall ökumaðar í Neu- múnster myndi gera hattara gráhærða, ef hann fengi marga til þess að fylgja dæmi sínu. Hann hefir notað sama hattinn, stóran, svartan, harðan hatt, í 45 ár samfleytt, og finst hann -ekki nægilega slitinn enn. Dagbók. I. O. O. F. Rb.st. 1, BÞ. 844308% —0—I. Veðrið í gær: Allstór lægðar- svæði yfir hafinu fyrir suðvestan ísland, veldur SA-strekkingi (5 til 6 vindst.), við Suðvesturströndina. Annars er veður mjög stilt um alt land. Hiti víðast 7—8 st. og sumstaðar Vestanlands 10—12 st. Lítur út fyrir áframhaldandi SA- átt hjer á landi og heldur hvass- ara við SV-ströndina. Veðurútlit í Rvík í dag: SA- kaldi. Skýjað en úrkomulaust að mestu. V,er kom af veiðum í gær með 93 föt lifrar. Lyra kom í gærkvöldi frá Nor- egi. Björgun Lincolnshire. Ægir fór í gærdag suður í Skerjarfjörð til að halda áfram björgunartilraun- um við togarann Lincolnshire. Ægir hefir legið þarna í nokkrar vikur og hefir unnið að því að sprengja klappir frá skipinu og öðru, sem með þarf til að ná því út. Forláta dælu hefir Ægir feng- ið til að nota við björgunina, og var hún reynd áður en skipið fór hjeðan. Enskur sjerfræðingur í björgunarmálum er með Ægi og er talið líklegt að skipið náist út, með ærnum tilkostnaði. Páll ísólfsson hefir fengið boð frá forstöðumönnum þýsk-nor- rænnar tónlistahátíðar, sem á að halda í Lúbeck, 26.—29. júní næst komandi, til þess að halda þar orgelhljómleika. Óvíst er hvort hann hefir tök á að þiggja þetta góða boð. t Verslunarskólanum verður sagt upp í dag kl. 4 í Kaupþingssaln- um. Ignaz Friedman, helt fyrstu hljómleika sína í Gamla Bíó í gær- kvöldi fyrir troðfullu húsi. Þessi óviðjafnanlegi snillingur hreif á- heyrendur svo, að fólk ætlaði ekki að fá sig tú að standa upp til brottferðar. Hann ljek nokkur aukalög. Frá Húsavík er blaðinu skrifað seint í þessum mánuði; Hjeðan er ekkert að frjetta nema harðindi og vesöld. Inflúeusa gengur hjer, og eru margir lasnir. Hey eru víða að þrotum komin og ef ekki batn- ar nú úr sumarmálum, má búast við að fje gangi illa undan vetri, einkum í útsvéitum, því að þar eru snjóþyngsli mikil og meiri en fram í dölum. Dánarfregn. Björn Jósefsson, hjeraðslæknir, á Húsavík og frú hans hafa nýlega orðið fyrir þeirri sorg að missa uppkominn son sinn, Jósef Jón, álitlegt mannsefni. — Banamein lians var botnlangá- bólga. Eimskip. Gullfoss fer til til Breiðafjarðar og Vestfjarða í kvöld. Goðafoss er á leið til' Hull frá Hamborg. Dettifoss fór tú Ilull og Hamborgar í gærkvöldi kl. 8. Brúarfoss er í Hull. Lagar- foss er á Akureyri. Selfoss er í Antwerpen. Kristilega samkomu lialda Eric Ericson og Sigmundur Jakobsen frá Vestmannaeyjum í K. F. U. M. húsinu í Hafnarfirði, á miðviku- dagskvöld, kl. 8% síðd. Landsbókasafnið. Allir lántak- endur safnsins eiga að sltila bók- um, sem þeir hafa frá safninu 1.—-14. maí, kl. 1—3 síðdegis. Skátinn. blað Skátafjelagsins Ernir, er nýkomið út. Blaðið hefir legið niðri nú um tíma, en nú er í ráði að gefa það út reglulega. Hjeraðslæknirinn óskar þess að börn, sem ekki hafa áður fengið kíkhósta, verði ekki látin koma á Berklavarnastöð Líknar, fyrst um sinn. Ungbamavemd Líknar. Sökum ótta við" útbreiðslu kíkhósta verð- ur Ungbarnavernd Líknar lokað fyrst um sinn. Fljót ferð. Kl. 2 í fyrradag fór Bjarni Finnbogason einn á opnum trillubát hjeðan vestur að Búðum á SnæfellsneSi, og var kominn þangað kl. 10 um kvöldið. Bjarni var aðeins 8 tíma á leiðinni, og er það hraðbyri um þetta leyti árs. Betanía. Samtalsfuiidtir og biblíulestur í kvöld kl. 8%. Allir velkomnir. Út á Reykjanes. Ferðafjelag ís- lands fór í fyrradag (sunnudag) út á Reykjanes um Grindavík. Á suðurleiðinni var staðnæmst á Vogar-Stapa, og þegar á Reykja- nes kom var gengið um nesið, vitinn skoðaður og öll helstu nátt- úru-undur. Var svo farin sama leið til baka, og staðnæmst um tíma í Grindavík. Var þar landburður af fiski — bestu dagar á vertíð- inni — voru margir farþeganna leystir út með gjöfum, svo fæstir komu ,,grallaralausir“ heim. — Á Reykjanesi hefir Höjer, sem áð- ur var í Hveradölum, reist skála til veitinga, og gjörir síðar ráð fyrir að hafa gistingu, er þar gott að koma. Veitingar fást einnig hjá vitaverðinum. Næsta för Ferða fjelagsins verður farin á sunnu- daginn kemur. Á íþróttakvöldi K. R., síðast- liðinn miðvikudag, fór fram feg- urðarglímukepni í ísl. glímu, og varð Björgvin Jónsson frá Varma- dal sigurvegari, hlaut 11% stig. Einnig fór þar fram fimleika- sýningar, fyrst drengja og svo telpnar-- undir stjórn Benedikts Jakobssonar fiiúleikákennara. — Tókust báðar sýningarnar prýði- lega. Farþegar með Dettifoss til út- landa í gærkveldi: Mr. F. J. Hailer, Þór Sandholt, Rich, Thors framkv.stj., Arthur Guðmundsson, Jón Árnason, Svava Þorleifsdótt- ir, Hulda Sigurðardóttir, John Wright, John Dadswell, Ogden, Vera Madsen, Edith Östergaard, Karolína Ólafs, Guðni Jónsson, Frú Einarsson. Bókasafn „Anglía“ í breska konsúlatinu, er opið í kvöld, kl. 8 til 9. Útvarpsstöðin í Motala, hefir nú tekið við útsendingu ríkisútvarps- ins sænska. Hefir sendikraftur stöðvarinnar í loftnet verið auki- inn úr 30 í 150 kw. og er Motala því nú næststerkasta útvarpstöðin í Evrópu. Sú sterkasta er útvarps- stöðin í Moskva. Stýrimannaskólinn. Prófi er nú lokið í Stýrimannaskólanum, og verður skólanum sagt upp í dag. Tveir nemendur luku farmanna- prófi, Jón Kristjánsson og Sverrir Þór. Þessir nemendur tóku fiski- mannapróf: Finnur Daníelsson, Gunnar Árnason, Haraldur Thorla cíus, Hermann Sigurðssónj Karl Sigurðsson og Tómas Joehums- son. Útvarpið: Þriðjudagur 30. apríl. 10,00 Veðurfrégnir. 12.10 Hádegisútvarp. 12,45 Ensknkensla. 13.10 Húsmæðrafræðsla (Ilelga Sigurðardóttir). 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. JL Mínar innilegustu þakkir, til allra ættingja og vina, fyrir mjer auðsýnda vináttu á 70 ára afmælisdegi mínum. Sigríður Jónsdóttir frá Hofi. é 1 Til SfllD með tækifærisverði og góðum greiðslu- skilmálum 1 bifreið 14 manna 1 bifreið 5 manna 3 bifreiðar 7 manna Biirolðastðð Stelndórs. Sími 1580. YERIÐ ÍSLENDINGAR. Kaupið og notið Álafoss föt. Pokabnxur. - Dreogfaföl Hvergi betra en frá Álafossi. AFGR. ÁLAFOSS, Þingholtsstræti 2. Til fermingargjafa. Burstasett — Manucure — Saumasett — Hanska- kassar — Saumakassar — Dömutöskur — Herraveski — Sjálfblekungar — Skrautskrýn — Klukkur — Hálsfest- ar — o. fl. K. Einarsson & B|ðrnsson. Bankastræti 11. nMnnilBvslsskfislir. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamann, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna, í Goodtemplarahúsimi við Vonarstræti, 2., 3. og 4. maí, n. k. frá kl. 10 árdegis til kl. 8 að kveldi. 1 *• .-i- ui . .... . Í. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársf jórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstjett, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfjelagi menn sjeu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum, mánaðarlega og um tekjur konu ogbarna. . ilfll! Borgarstjórinn í Reykjavík, 29. apríl 1935. Í'S^1101111111^ ísbjðmsson, settur. 19,20 Tónleikar: Lög- fyrir ýms hljóðfæri (plötur). 19,50 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Erindi: Úr frönsku stjórnar- býltingunni, I: Hálsmenið (Guð- brandur Jónsson rithöf.). 21,00 Tónleikar: a) Píanó-sóló (Emil Thoroddsen); h) Lehár- hljómleikar (65 ára afmæli Le- liárs) (plötur); c) Danslög. E.s. Esfa fer austur um, fimtudag 2. maí, (snýr við á Seyðisfirði). Vörur mótteknar í dag og til kl. 12 á miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.