Morgunblaðið - 17.05.1935, Blaðsíða 6
UORGCT N BLAÐIÐ
Föstudaginn 17. maí 19315.
ftalskar
og
spanskar
APPELSÍNUR
afbragðs góðar.
Verð: 10—65 aura.
”wu*mdl
Fisksölusambandið verður endurreist.
Þátttakan í samtökunum nær yfír
75% af aflamagní.
Eins og vikið var að í Morg-
unblaðinu í gær, má telja víst
að Fisksölusambandið verði end
urreist, því að þátttakan í sam-
tökunum hefir orðið mjög mik-
il. —
Miðað við það fiskmagn, er
komið var á land 1. maí í ár,
með áætlaðri viðbót til ára-
móta, þeirri sömu og á sama
tíma í fyrra, er þáttíaka fisk-
framleiðenda um 75%.
Þetta er talsvert meiri þátt-
taka en atvinnumálaráðherra
krafðist, til þess að Fisksölu-
sambandið yrði endurreist.
Má því telja fullvíst, að inn-
an skams verði boðað til stofn-
fundar í Fsiksölusambandinu.
G.s. Island,
fer laugardaginn 18. þ. m.
kl. 6 síðd. til ísafjarðar,
Siglufjarðar og Akureyrar.
Þaðan sömu leið til baka.
Pantaðir farseðlar sækist í
dag; annars seldir öðrum.
Fylgibrjef yfir vörur komi
í dag.
Skipaafgreiðsla
Jes Z'KHsexi.
Tryggvagötu. - Sími 3025.
KÁPU-
og
KJÓLATÖLUR
mikið úrval.
Nora-Magasín.
Fljótur — þægilegur — ódýr
rakstur með:
Flugbíta.
Spikað kföl
af fuiiorðnu á 55 og 65 aura % kg.
Saltkjöt, hangikjöt af JHóisfjölluin
Svið og rjúpur — og margt fleira
Jttfrris Jóharnsson,
Orundar.stj<' 2. Sími 4131.
§fúkrahú$
Hvítabandsins.
Ágreiningur í bæjar-
stjórn út af því hvort
veita eigi því styrk.
Hvítabandið hefir sótt um að
bæjarsjóður veiti 5000 kr. styrk
til sjiikrahússins á Skólavörðu-
stíg, eða veiti lán úr sjúkrasjóði
bæjarins, vegna þess að spítalinn
væri í fjárkröggum og ekki væri
annað sýnt, en að honum yrði að
loka, ef hann fengi ekki hjálp.
Fylgdu umsókninni skýrslur og
reikningar spítalans fyrir árið
1934, eða þá 10 mánuði, sem hann
starfaði á því ári.
Samkvæmt skýrslunni höfðn 519
sjúklingar verið í spítalanum og
legudagar þeirra alls 9481. Sjúkl-
ingar hafa greitt sama gjald eins
og í Landakoti, nema þeir, sem
ern í sjúkrasamlaginu. Fyrir þá
hefir verið borgað lægra gjald.
En þetta hrökk ekki fyrir kostn-
aði. Bygging spítalans, varð dýr-
ari en búist var við í fyretu og á
það sinn þátt í í þröngnm fjár-
hag hans.
Beiðni Hvítabandsins fylgdu
eindregin meðmæli 22 lækna í
bænum, og . sjerstök meðmæli frá
landlækni. Kom öllum saman um
það að spítalinn væri ágætur og
svo mikil þörf væii fyrir sjúkra-
rúm hjer í bænum að hann mætti
alls ekki leggjast niður.
Á bæjarstjórnarfundi í gær-
kvöldi var þetta mál til nmræðu
og voru mjög skiftar skoðanir um
hvernig átti að snúast við því.
Borgarstjóri var á móti því, að
veita styrkinn. Hann benti á það,
að bærinn stæði nú þegar í ábyrgð
fyrir 79 þús. krónhm af skuldum
spítalans, sem alls væri taldar
209 þús. krónur. Bæjarstjórn hefði
ekki viljað taka upp á fjárhags-
áætlun fyrir þetta ár styrk til
spítalans, og hann væri á móti því
að samþykkja nýjar fjárveitingar
á miðju fjárhagsári; enda sæi hann
ekki að neitt hefði breyst í málinu
síðan bæjarstjórn synjaði nm styrk
til spítalans í désember. Fjárhag-
nr bæjarins liefði aldrei verið
jafnn þröngur og nú. Bæjarfull-
trúarnir yrðu að gera sjer það
Ijóst, að hjer væri um það að ræða
hvort bærinn ætti að taka það á
sig að standa straum af rekstri
spítalans framvegis, með öðrum
orðum að taka á sig ábyrgð á
þeim 130 þúsundum sem spítalinn
skuldar um fram það, sem bæjar-
s.jóður er nú í ábyrgð fyrir —
bvort bæjarsjóður ætti að tryggja
hinar og aðrar skuldir sem á spít-
alanum hvíla.
Ýmsir bæjarfulltrúar tóku und-
ir það, að óheppilegt og óvarkárt
væri af bænum að ganga í ábyrgð
fyrir fjelög sem rjeðust í einhver
fyrirtæki, því að um leið byndi
hann í rauninni sjálfum sjer þann
bagga -að styrkja þau fyrirtæki,
ef þau gæti ekki borið sig sjálf.
En vegna hinnar eindregnu áskor-
unar læknanna, vildu þeir ekki
synja þessari beiðni og verða þess
þannig máske valdandi að spítal-
anum yrði að loka, þegar hans er
mest þörf.
Að lokinni umræðu var svo mál-
inu vísað til 2. umræðu með 8 :7
atkvæðum.
Uinnustöðuunjn
og Sogsuirkjunin.
Það mál var til umræðu á bæjar
stjórnarfundi í gær. Utmálaði
kommúnistinn hvað mikið atvinnu-
leysi væri nú hjer í bænum og
kom fram með tillögu um það, að
bæjarstjójm skuldbindi sig til 'þess
áð sjá um að verkaménn fái öll-
um kröfum sínum framgengt og
hefja svo málsókn á hendur Höj-
gaard & Schultz. Ennfremnr bar
hann fram tillögu um að fjölgað
yrði nú í átvinnubótavinnu eða
i bæjarvinnu um 200 majxus.
Jón Axel Pjetursson bar fram
tillögu um það að bæjarstjórn
samþykti að skora á bæjarráð að
gera sitt til að deilan leysist á við-
unandi hátt fyrir verkamenn, og
ef það verði ekki fýrir næstu
helgi, þá samþykki hún að f.jölgiT
|um 200 manjis í bæjarvinnnnni.
' Kommúnistinn sagði að veikind-
in í bænum stöfuðu af atvinnuleys
inu, en Ólafur Friðriksson dró í
efa að barnaveiki, skarlatssótt og
kíkhósti stafaði af því.
Bjarni Benediktssön kvað það
óþarft af bæjarstjórn að skora á
bæjarráð að ieysa þetta mái. Bæj-
«arráðið hefði gert alt sem það
hefði talið” heppilegast á hverjum
tíma til þess að jafna deiluna. Það
hefði meira að segja verið rætt
um þetta á seinasta bæjarráðs-
fundi, éti þá hefði fuiltrfiar Al-
þýðuflokksins sagt að það væri
ekki tímabært að tala við hinn
aðilann í málinu. Það væri því
hart að þeir skyldi nú koma fram
með þessa tillögu. Hitt væri bæj-
arráðinu Ijóst, að það væri skylda
þess að gera sitt ítrasta til þess að
leysa málið.
Kom þá fram tillaga um, að vísa
tillögum Björns Bjamasonar og
Jóns Axels Pjetjirssonar tiJ bæjar-
ráðs og var það samþykt með 8 : 7
atkv.
Dánargjöf dr. Hannesar Þor-
steinssonar, þjóðskjalavarðar.
Hann ánafnar Háskóla íslands
helming eígna sinna.
Dr. Hannes Þorsteinsson
Dr. Hannes Þorsteinsson
þjóðskjalavörður hefir í erfða-
skrá sinni ánafnað Háskóla ís-
lands nærfelt helmingi eigna
sinna.
Skal með þessari giöf stofna
sjóð, er beri nafn gefanda, og
skal verja vöxtum hans til
styrktar ungum námsmönnum,
er leggja stund á íslenska sagn-
fræði hjer við háskólann.
Háskólaráðið semur skipu-
lagsskrá fyrir sjóðinn og á-
kveður, hve lengi sjóðurinn
skuli standa á vöxtum, þangað
til farið verður að veita styrk.
úr honum. Háskólaráðihu er
heimilt að ákveða, að styrk-
veitingar sjeu ekki bundnar víð
nemendur í íslenskri sagnfráeði
við háskólann, heldur megi
einnig verja nokkrum hluta aif
vöxtum sjóðsins til rannsókna
ög rita um íslenska sögu . oaf:0
persónusögu, ásamt ættfræði,
eða til útgáfu rita um þessi
efni, sjerstaklega rita frá síða.ri
öldum, eftir 3iðaskiftin.
Síðustu tónleikar
Friedmans.
Friedman fór af landi burt í
*
gær, eftir að hafa haldið hjer
fimm píanóhljómleika við ágæta
aðsókn og geisimikla hrifningu
áheyrenda.
Það hefir verið minst hjer í blað-
inu á þrjá fyrstu tónleikana og
er í rauninni litlu við að bæta
Jim tvo þá síðustu. Á ,,kveðjutón-
leikunum“, sem haldnir voru á
laugardaginn var, var meðal ann-
ars d-moll-tokkata Baehs í bún-
ingi Tausigs og að nokkru leyti
Busonis, b-moll sónata Chopins
og smærri verk, þar á meðal ,,La
Companella“ Paganinis í húningi
Liszts-Busonis-Friedmans — ægi-
legt galdraverk t.ækninnar. Á síð-
iistu tónleikunum (vegna áskor-
ana) í fyrrakvöld var síðasta són-
ata Beethovens (op. 111), Chopin-
lög og svo hin óhjákvæmilegu
„bravour“-lög að lokum (Arabeska ;
um „An der schönen, blauen Don-
au“ eftir Schulz-Elver, etc.).
Alt fær sterkan persónulegan
svip í höndum þessa mikla píanó-
meistara og dauða punkta er
hvergi að finna þótt deila mætti
ef til vill um það, hvort t. d. Beet-
hoven sje altaf leikinn í anda
Beethovens.
Hjá Friedman eru tilþrifin
mögnuð að alt ólgar af lífi og
f jöri. Hann hrífur áheyrendan.
óumflýjanlega með sjer.
Leikni Friedmans er einstök og
vald hans yfir hljómborðinn 6-
takmarkað. Þarna situr hann t, d.
við flygilinn og æfir þríunda-
raðirnar úr gis-moll, Etude Chop-
ins með hægri hendinni, en sam-
tímis níðþungar áttundir úr öðru
verki með þeirri vinstri, á meðan
les hann æfisögu Tallyrands eftir
Duff Cooper og virðist vera sokk-
inn niður í það, sem hann les.
Þríundimar glitra og áttúndimar
þruma — „ágæt bók“, segir hann,.
„einhver besta æfisaga sem jeg
liefi lesið“. — Jeg vil ekki segja
að þetta hafi hljómað vel saman,
en það gefur skemtilega hugmynd
um afburða getu, sem virðist vera
án minstu fyrirhafnar. Og slík
kunnátta og vald yfir hljóðfærinu
skapar m, a. möguleikann til þess
að listamaðurinn geti lagt heim-
inn undir sig eins og Friedman
hefii’ gert.
?. f.
Svefnleysí
er miklu útbreiddari veiki en
menn halda. Þannig segja lækn-
ar, að IV2 miljón manna í Eng-
landi líði af svefnleysi, og orsök-
in er áhyggjur út af fjármálum
eða ástamálum.