Morgunblaðið - 17.05.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1935, Blaðsíða 3
If O R G U N B L A Ð I Ð Föstudaginn 17. maí 1935. 3 val búnaðar- málaitjórans. Landbúnaðarráðherra segir: Jeg samþykki Steingrim Steinþórs- $on og engan annan! nSjálfstæðiM Búnaðarlfelagsins er þá ekki in< Fyrsta hótunin. Mönnum er enn í fersku minni athugasemdin, sem stjórn rauðliða setti við styrkinn til Bánaðarfjelags Islands, í fjár- lagafrumvarpinu 1935, sem lagt ▼ar fyrir haustþingið. Þar voru sett ýms skilyrði fyrir styrkveitingu til Búnað- arf jelagsins, sem í raun og veru þýddu það, að Búnaðarfjelag- ið.var búið að vera sem sjálf- s^æð stofnun. Kostirnir, sem stjórn rauð- liða setti þá þessu elsta og eina allsherjarfjelagi bænda, ▼oru þessir: 1. Annaðhvort verði Búnaðar- þing svift því valdi, að setja Ö,f lög fyrir Búnaðarfjelag Is- lands, eða 2, Jlð Búnaðarfjelag Islands verði svift því valdi, að ráða bÚTraðarmálastjórann. í>essi freklega árás á Bún- aðarfjelagið mæltist' afa'r illa fyrir meðal bænda aftiiáhd alt. Mófrnæli streymdu að úr öllum áttum. Varð það til þess, að rauðliðar þorðu ekki annað en að kippa athugasemd stjórn- artnhar burtu úr fjárlagafrum- vahþinú og settu aðra í hennar etáð, sem ekket hafði að segja. Sjálfstæði Bún- aðarf jelagsins En þetta gerræði rauðu stjórnarinnar varð til þess, að bændur gerðu nú háværar kröfur um sjálfstæði Búnaðar- fjelags íslands. Bændur höfðu lengi þráð það, að Búnaðarþing kysi alla stjórnendur Búnaðarfjelagsins og að fjelagið fengi að verða sjálfstætt. Þessi ósk bændanna hafði hvað eftir annað verið borin fram á Alþingi, því lagabreyt-* ingu þurfti til þess að koma henni á. En altaf fór það svo, að íuálið dagaði uppi á þing- inu. Þangað til nú á vetrarþing- inu. Þá flutti Jón Pálmason á Akri málið inn í þingið og með þeim krafti, sem honum er lag- ið, er hann tekur eitthvert mál að sjer. Og nú gekk málið fram og varð að iögum. Stjórn kosin í Bún- aðarfjelaginu. Búnaðarþing sat þegar þessi breyting var gerð. Kom það því til kasta þess, að kjósa þrjá 5ira en þetfa! menn í stjórn Búnaðarfjelags- ins. Þessir voru kosnir: Tryggvi Þórhallsson formaður og með- stjómendur Magnús Guðmunds son alþm. og Bjarni Ásgeirs- son alþm. Þessir menn skyldu síðan velja búnaðarmálastjórann. Var nú búnaðarmálaötjóra- staðan auglýst til umsóknar og sóttu þessir um stöðuna: Árni G. Eylands ráðunautur, Pálmi Einarsson ráðunautur, Metú- salem Stefánsson búnaðarmála- stjóri og Steingrímur Stein- þórsson skólastjóri. Búnaðarmála- stjórastaðan. Þar sem Búnaðarfjelag ís- lands hafði fengði fullkomið sjálfstæði að lögum, skyldi mað ur ætla, að fjelagið yrði nú sjálfrátt sinna athafna og gerða. En landbúnaðarráðherra rauðu flokkanna var ekki á því, að veita Búnaðarfjelaginu slíkt sjálfstæði. Stjórn Búnaðarfjelagsins helt fund þriðjudaginn 14. þ. m. Fyrir fundinum lá brjef frá Hermanni Jónassyni landbún- aðarráðherra, þar sem óskað var eftir því, að hraðað yrði sem mest tilnefningu búnaðar- málastjórans. Tók þá stjórn Búnaðarfje- i lagsins þetta mál til umræðu ! og verður hjer skýrt frá gangi málsins þar, eftir bókum fje- lagsstjórnarinnar. Tryggvi Þórhallsson lýsti yf- ir því á þessum fundi, að hann sæi sjer ekki fært að skifta um mann í búnaðarmálastjóra- stöðuna og um leið leysa Metú- salem Stefánsson frá því starfi, sem gegnt hefði því vel og dyggilega um langt skeið, nema honum yrði jafnframt trygð sómasamleg staða. Bjarni Ásgeirsson skýrði þá frá því, að sjer væri kunnugt um, að landbúnaðarráðherra hugsaði sjer að styrkja Búnað- arfjelagið til að halda úti bún- aðarblaði og væri Metúsalem ætlað að annast útgáfu blaðs- ins. Bjarni lýsti því ennfr. yfir, að hann kysi Steingrím Steinþórs- son sem búnaðarmálastjóra. Magnús Þorláksson, vara- maður Magnúsar Guðmunds- sonar vildi fá staðfestingu ráð- herra á ummælum Bj. Ásg., viðvíkjandi framtíðarstarfi Metúsalems. Var því fundi frestað. Jeg samíiykki Stein- grím og engan ann- an! Næsta dag, miðvikudaginn 15. þ. m. helt stjórn Búnaðar- fjelagsins fund af nýju til þess að ræða þetta mál. Lá nú fyrir brjef frá land- búnaðarráðherra viðvíkjandi búnaðarblaðinu og að hann teldi eðlilegast, að Metúsalem annaðist ritstjórn blaðsins. Lof- aði ráðherra því, að greiða úr ríkissjóði halla þann, er kynni að verða á rekstri blaðsins. Varðskipið Ægir „tekur niðri“ í Skerjafirði við björgunartiliaunir á enska togaranum Lincolnshire. Fyrsta rannsókn á skemdunum fer fram á ytri höfninni, en nauðsynlegt reynist að draga Ægi í Slippinn til viðgerðar. I niðurlagi brjefs ráðherra segir svo: „Ráðuneytið mun samþykkja hr. skólastjóra Steingrím Stein-, bórsson sem búnaðarmála- stjóra". Menn voru í fyrstu ekki ai- veg á því hreina með hvað þessi ummæli váðherra ættu að þýða. En Bjarni á Reykjum skar fljótt úr þeirri óvissu, því eftir honum er bókað: ,,Að gefnu tilefn-' tók Bjarni Ásgeirsson það fx-arn, að sjer væri kunnugt um að ummæli ráðherra. viðvíkjand’ samþykki á ráðningu Steingríms Stein- þórssonar sem búnaðarmála- Sljóra. bæri að skilja bannig, að ráðherrann samþykti hann e i n a n af umsækjendunum“. Hefir því átt að standa í brjefi ráðheri’ans, að hann samþykti Steingrím og engan annan "i ^ • ilagnús Þorláksson kvað það tvímælalaust á valdi stjórnar Búnh.ð^Jfíjelagsins að veita bún- aðajrmálastjórastöðuna, Hanp taldi Árna G. Eylnnds hæfast- an umsækjendanna, en gat þó mælt með öðrum hvorum þeixra Árna eða Pálma, ef um það gæti orðið samkomulag við Ti-. Þórhallsson og meiri hluti þann ig fengist með öðrum þeirra. Tryggvi Þórhallsson ljet nú bóka langt mál eftir sjer, en segir að lokum, að ,,með skír- skotun til þeirra gagna sem fyrir liggja um alveg ákveðna afstöðu ríkisstjómarinnar og f járveitingavaldsins, tel jeg ekki fært að stofna til þess ó- friðar og þeirra afleiðinga, sem það hefði í fþr með sjer fyrir búnaðarfjelagsskapinn að rísa gegn krofum íandbúnaðarráð- herra“, þá fjellist hann á að veita Steingrími stöðuna. Var það þvínæst samþykt með 2 atkv. (Bj. Á. og Tr. Þ.) gegn einu (M. Þorl.), að veita Steingrími Steinþórssyni búnað- armálastjórastöðuna. Þetta er fyrsta stóra ákvörð- unin, sem stjórn Búnaðarfje- lagsins tekur eftir að fjelagið átti að hafa fengið fult sjálf- stæði! Landbúhaðarráðherra, Her- mann Jónassdn, virðir lögin frá síðasta þingi að vettugi og segir: Jeg samþykki Steingrím og éngan annan! Hvað finst bændum um þessa framkomu landbúnaðar- ráðherra gagnvart þessum elsta og eina allsheriarfjelagsskap þeirra, Búnaðarf jelagi Islands? Hvað er nú orðið um hið marglofaða ,,sjálfstæði“ Bún- aðarfjelagsins? Varðskipið Ægir. Varðskipið Ægir tók niðri í Skerjafirði á þriðjudagsmorg- un, og laskaðist svo mikið að draga verður skipið í Slippinn til viðgerðar. Hefir Ægir nú verið tafinn frá landhelgisgæslu mánaðar- tíma við björgunartilraunir á enska togaranum Lincolnshire, sem strandaði í Skerjafirði í vetur. Var Ægir við tilraunir þarna, er hann laskaðist. Ægi tókst að losa sig af grunn inu af eigin ramleik, og var síðan siglt af Skerjafirði inn á ytri höfn. Þar fór fram fyrsta skoðun á skemdum þeim, sem orðið höfðu á skipinu. Var kafari lát- inn athuga skemdirnar á meðan Ægir lá á ytri höfninni. Er dálítið einkennilegt, að slík skoðun skuli hafa verið látin fara fram þar, því vitan- lega hefði verið hentugra að láta slíka skoðun fara fram á innri höfninni. Bendir þetta til þess, að ráðamenn skipsins hafi hugsað sjer að láta ekki meira bera á þessu skipsstrandi en al- veg nauðsynlegt var. En þetta tókst miður en ætl- að hefir verið í upphafi, því eftir fyrstu rannsóknina á skip inu mun það hafa komið í ljós, að hjer gæti ekki oi’ðið um neitt launungarmál að ræða, Ægi myndi þurfa að draga á þurt land áður en honum væri ætlaðar sjóferðir eða björgun- artilraunir. Ekki er gott að segja hve skemdirnar eru miklar. En af- ráðið er að draga Ægi upp í Slipp undir eins og það er hægt, en svo lágsjávað hefir verið undanfarið, að ekki hefir þótt tiltækilegt að koma skip- inu í. Slipp. Búist er þó við að það takist með flóðinu í kvöld. Skemdsrnar trúnaðarmál. M. E. Jessen vjelskólastjóri hefir fengið skýrslu um skemd- ir á skipinu, en hann skýrði blaðinu svo frá í gær, að skýrsl- an væri trúnaðarmál, og að hann gæti ekki gefið neitt upp um málið nema leyfi eigenda skipsins kæmi til. Pálmi Loftsson gerir lítið úr skemdunum. Blaðið átti tal við Pálma Loftsson í gær og spurði hann um strand Ægis. Honum var sýnilega umhugað um að gera lítið úr skemdunum. Hann kvað skipið hafa „slegið afturendan- um við, í kviku“. Skemdir sagði hann að væru smávægilegar á „hælnum“ að aftan og mundi taka 1—2 daga að gera við þær í Slippnum. Blaðið spurði hann þá hvort sjópróf yrði í málinu. Sagði hann, að það yrði aðeins, ef vátryggingai’fjelagið, sem skip ið er trygt hjá, æskti þess. Ufn björgunina á enska tog- aranum kvaðst Pálmi ekkert geta sagt að svo stöddu. Undan- farið hefði alt eyðilagst af kviku það sem búið hefði verið að undirbúa við björgunina. — En vátryggingarfjelagið enska, sem Lineolnshire er trygður hjá, kostaði björgunina. í Skerjafirði skildi Ægir eft- ir ýmiskonar áhöld, sem hann hefir notað við björgunarstarf- ið. T. d. á hann þar 5 ankeri, 2 dælur o. fl. Hætta er á, að eitt- hvað af því eyðileggist ef veður breytist eitthvað til hins verra. Varðskipið hefir nú verið taf- ið frá landhelgisgæslu í einn rnánuð. Og t)ú er beðið eftir því, að það komist í Slippinn. Gott væri, ef það þyrfti ekki að tefja nefhá stutt í Slippnum, en um það er vitanlega ekki hægt að segja til fulls, fyr en fyllri rannsókn hefir farið fram á skipinu á þurru landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.