Morgunblaðið - 23.05.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1935, Blaðsíða 4
4 MORGUN BLAÐIÐ Fimtudaginn 23. maí 1935, Huert orð fer af siðmenn- ingu okkar íslenðinga? Eigum ujer sjálfir þar sök? Frásöí^n Guðmundar Kambans, Guðmundur Kamban. lingum bókleg fræði. Pyrsta mark mið skólans annarstaðar er að kenna þeim prúðmannlegt dagfar — það starf taka allir kennarar að sjer, hver sem kenslngrein þeirra annars er} én jeg veit ekki til að nein áhersla sje lögð á það hjer. Ef skólar vorir kendu prúðmannlegt dagfar — Ef svo væri, þá hefði þessi kona áreiðanlega ekki sjeð reykvískan hótelþjón þerra nefið á ser.viett- unni eða dauðan fisk liggja í götubrún fyrir framan Landsbóka- safnið, eða heyrt sí-gripið til djöf- uls og helvítis til að gefa hugáun sinni sjerstaklega þróttmikið form, eða drukna og jafnvel ódrukna menn ráðast óboðna inn í sleginn hóp, eða skóladrengi biðja sjer sjálfsagðs greiða á götu með orða- lagi og framkoihu sem mundi á- reiðanlega skelfa hvern lögreglu- þjón í London: „Heyrðu, manni — hvað er klukkan?“ Guðmundur Kamban rithöfund- ur er nýkominn hingað til bæjar- ins. Hann hefir dvalið í Englandi síðastl. ár. Hefir hann alveg ný- lega lokið við að endurskoða enska þýðingu á „Skálholti“? en ! ])ýðing þessi kemur út bæði í Eng- j landi og í Ameríku í haust. Hefir ' ensk kona, Miss C. E. Kamsden að ; nafni, annast þýðinguna. Hún hef-1 ir m. a. þýtt síðustu bækur Sig- rid Undset á ensku. Útgefandi bókarinnar í Eng- landi er Ivor Nicholson & Watsou, London, eitt af þektustu bóka- forlögum í Bretlandi. En í Am- eríku er það bókaforlagið LittleJ Brown & Co. í Boston, sem gefur bókina út. — Jeg er mjög ánægður yfir því, segir Kamban, er tíðindamað-! ur blaðsins hitti hann á Hótel Borg í gær, að jeg hefi fengið svo víðkunn og merk bókaforlög bæði í Englandi og Ameríku til þess að gefa „Skálholt“ út. Meðal stór- þjóða er mjög erfitt að koma bók-! um á framfæri svo vel sje, með því að fá lítil forlög og vanmegn- { ug til að taka útgáfuna að sjer.' Erfiðleikar íslenskra rit- höfunda erlendis. En? heldur Kamban áfram} erf- j iðleikar fyrir íslenska rithöfunda úti í heimi eru margvíslegir. Eitt meðal annars, hve tómlátir — svo að jeg stilli orðum mínum í hóf — i erlendir lesendur eru um íslensk ! i efni; þau eru þeim að mestu al- j veg framandi, og þeir hafa að j minsta kosti engan áhuga á þeir.i; fyrirfram. Þar kemur og það til greina, að innilokunarstefnan sem nú er uppi j meðal þjóðanna er svo rík, að er- lendar bókmentir og Hstir hafa sjálfsagt aldrei átt slíkt undir högg að sækja sem nú. En mest svíður fslendingi það, hve stórþjóðirnar vita enn lítið um hans land. Almenningur á Bretlandi, mentaður eða ómentað- ur, heldur enn í dag, að við Is- lendingar sjeum Eskimóar eða a. m. k. þeim nátengdir. Hvernig er viðkynning er- lendra manra, er hingað koma? — Er ekki unt að breyta þess- ari skooun með því að leggja á- herslu á að kynna landið og þjóð- ina út á við? — Menn ]íta svo á hjer heima, segir Kamban. En hvernig er svo viðkynningin ? íslendingum, sem heima eru hættir til að veita því ekki eftirtekt hvernig erlendir gestir líta á siðmenning þjóðarinn- ar, skilja það oft ekki, hvernig margt stingur hjer óþægilega í augu þeirra. Hún hætti við að síkrifa bókina. Jeg var t. d. samferða enskri konu hingað til lands lijer um árið. Hún sagði við mig? að er- indi sitt hingað væri að skrifa bók um land og þ.jóð, með það fyrir augum sjerstaklega að bera blak af íslendingum, koma umheimin- um í skilning um, að hjer byggi siðuð mentaþjóð. Hún var li.jer nokkra mánuði. Jeg hitti iiana eftir að hún kom heim til Englands. Jeg' spurði hana um erindislokin. Hún svar- aði, að hún hefði enga bók skrif- að, og ætlaði sjer ekki að skrifa hana. Hefði jeg sagt satt og rjett frá því sem jeg sá og heyrði á ís- landi, þá hefði jeg ekki unnið því landi neitt gagn. Jeg kaus því að segja ekkert . — Hvað var það^helst sem þessi ferðakona fyrirhitti og henni þótti mestur ómenningarvottur ? — Jeg þekti satt að segja sjálf- ur ástandið of vel til að þurfa að spyrja hana sp.jörunum úr. Mark- mið skóla vorra er því nær ein- göngp að kenna börnum og ung- Landið, sem lögbannar ættarnöf n! Öll siðmenning er fast form} og föstu formi kunnum vjer íslend- ingar yfirleitt nauðalíti] deili á. Það er t. d. alveg óhætt að full- yrða, að sú siðleysis-skurn, sem heimsækjendur eða viðskiftamenn landsins eiga þegar í byrjun einna erfiðast með að samræma við það sem okkur er svo ant um að sje kallað meningarstig', eru nöfnin okkar, þetta, að vjer erum nú — eftir að Mustafa Kemal hefir af- numið það með lögum á Tyrklandi síðasta ár — hin eina „siðaða“ þjóð sem heldur áfram að berjast gegn ættarnöfnum, landssiður, sem nú að eins ríkir meðal villi- þjóða og hinna þjóðernishróðugu Islendinga, en er þó það villi- mannslegri bjer en nokkun§taðar, að vjer verndum þessa ómenning með lögum, afgreiddum á Alþingi á sama áratugnum sem það helt þúsund ára afmæli sitt. Símaskrá Reykj»víkur — einstæð í heimi. Voru það ekki einmitt breskir blaðamenn sem sneru þá hjeðan heimleiðis með það kröftugasta áskyn um íslenska menning, að símaskráin í Reykjavík væri sam- in eftir upphafsstöfum skírnar nafnanna! Þessi smánarlegu þrælalög Al- þingis eiga í mínum augum á sjer jafnlítinn rjett eins og ef vjer vildum leggja á konur vorar og dætur þá lögskyldu, samþykta í báðum deildum þingsins, að þær yrðu að ganga í peysufötum og skottbúningi, með óklipt hár og óræstað hörund og neglur. — Geta fornbókmentirnar ekki hjálpað til að hrinda af okkur ó- menningar-orðinu ? Fornrit vor — skjól horf- innar dýrðar. — Þjer snertið hjer við atriði, svarar Kamban, sem mikils væri um vert, að farið væri að skilja rjettara og almennara með þjóð vorri en nú er gert. Það er óhugs- andr að nokkurt land geti fengið gullaldar-bókmentir sínar hamr- aðar rækilegar og lengur inn í fleiri miljónir heila en Grikkland hefir fengið. En hvað hefir það hjálpað Grikkjum vorra daga? Ef Grikkir eða íslendingar sem nú lifa fá það orð á sig að vera ekki sem skilvísastir fjárreiðu- menn, þá stendur jafnvel háment- uðustu viðskiftamönnum þeirra erlendis nákvæmlega á sama þó að Sofokies hafi skrifað Antigone eða Snorri Sturluson Heims- kringlu. Það getur ekki einu sinni greitt götu neins grísks dramatista eða íslensks sagnfræð- ings, hvað þá manna í öðrum at- vinnúgreinum. Hvernig Norðmenn fóru að. Nei( engin þjóð getur lifað í skjóli horfinnar dýrðar. Og þetta held jeg að Norðmenn t. d. hafi skilið einna manna best. Þeim tókst að snúa þessu alveg við. Þeir eignuðust rithöfunda, málara, komponista, myndhöggvara ,sem urðu þeim meira virði en allar okk- ar íslendingasögur hafa orðið okk- ur. Þeir byrjuðu að vísu með því að lítilsvirða mestu menn sína og jafnvel ofsækja þá, eins og Björn- son og Jbsen. Það var sjálfsagt nokkuð fyrir baráttu sína heima fyrir, að Hen- rik Ibsen var orðinn 52 ára áður hann náði verulegri fótfestu í þýskum leikhúsheimi. En þá höfðu Norðmenn þó árum saman greitt honum árslaun, fyllilega næg til að ]ifa og skrifa áhyggjulaust, og .þessum launum, sem hann helt alla ævi, geta þeir fyrst og fremst þakkað heimsfrægð hans og í kjölfar hennar þær miljónir sem runnið hafa inn í landið, er áður var óþekt, og nú er í langfremstrr tölu allra ferðamannalanda. Sama máli gegnir um Grieg, og síðan hafa Norðmenn smátt og smátt lært að meta útverði menn- ingar sinnar, afreksmenn sína í bókmentum og listum ekki síst, meta andleg verðmæti þau er þeir færa þjóð sinni og meta þá um leið til peninga, óteprað og ó- klökkvað, með árangri miklu bein- harðari myntar hins lifandi lífs heldur en hægt er að ausa upp úr gröfum Sofokless og Snorra. — Hvað er það að yðar dómi, spyrjum vjer Kamban} sem fyrst og rækilegast getur breytt áliti stórþjóðanna á menning okkar? Róttæk breyting — ef vjer skiljum vort eigið tímabil. Vjer erum svo hepnir, svar- ar hann, að það tímabil, sem vjer lifum á, svarar sjálft spurning- unni. Vjer eigum tU útverði ís- lenskrar menningar — og vantar það eitt að skilja það. Það er eins og sú menningarþrá sem dýpst hefir legið hjer í landi undir allri vorri erlendu kúgun hafi alt í einu hitt á óskastundina, um leið og kúgunin hvarf. Pyrir þrem ára- tugum kunni varla nokkur íslensk höníl að halda á pensli. Nú hafa risið hjer upp málarar svo tugum skiftir. En tugina er ekki mest um vert. Það sem nú er hægt að benda á er þetta: Vjer eigum að minsta kosti fjóra eða fimm inálara, tvo myndhöggvara, tvo eða þrjá rit- höfunda^ að líkindum tíu lista- menn alls, sem eru hæfir til að ganga undir og standast a]þjóð- legan dóm. Það er tala sem miklu stærri þjóðir gætu jafnvel öfund- að okkur af. En enginn getur öf- undað þessa listamenn. Þeir berj- ast hver í sínu horni baráttu sem er svo hugprúð, að hún er fyrir þær sakir vottur um blindni þjóð- ar þeirra. Gefið þessum mönnum kost á að lifa. og starfa, ekki ið sult og seyru, heldur við mannleg kjör. Hvað haldið þið ekki að það myndi fljótt breyta hljómn- um í nafninu „fsland“, ef mál- verk og höggmyndir sona þess væri sýnd um öll menningarlönd} ef film eða leikrit þéirra gengi um höfuðborgir heims? Til þess vantar ekkert nema að þeir geti komið vöru sinni á markaðinn. Varan sjálf er til. Menning og markaður. Markaður okkar á Spáni og- ítalíu liefir rýrnað til muna, og hvort sem það ágerist eða ekki, getur ekki farið hjá því, að vjer verðum að víkka framleiðslu okk- ar og jafnvel snúa henni í annað horf. Vjer gætum á skömmum tíma farið að flytja út betra öl en flestar ef ekki allar aðrar þjóðir, vjer gætum látið hvannarætnr ryðja út selleríi af öllum miðdags- borðum tveggja álfa, vjer eigum skyr sem hefir það einkenui áð bragða betur þegar það er búið til af íslenskri húsfreyju heldur en það gerir erlendis, þó að upp- skriftinni sje fylgt út í æsar. En ef vjer ætlum að selja matvörur öðrum en fátækasta fólki í Suður- löndum, er fyrsta skilyrðið það} að neytendur , hans viti að þær sjeu búnar til á heilsusaman og þrifalegan hátt. Til þess þurfum vjer að breyta því áliti sem vjer erum í meðal alls þorra hins ment- aða heims. Það geta listamenn vor- ir gert best og fljótast — þeir geta orðið sem stendur okkar verðmætustu menn . Berjumst ekki lengur gegn mannorði sjálfra vor. Jeg las lijer í blaði í dag, að ísland gæti orðið eitt hið helsta ferðamannaland álfunnar. Það er laukrjett. Það er svo rjett, að það er vafasamt, livort ekki mætti veita hingað ferðamannastraum sem flytti landinu meira fje en aliur iðnaður vor til samans, enn sem komið er. En það er óhugsandi, fyr en skólarnir fara að kenna börnum okkar mannasiði, íslenskar konur að hætta að láta sjá sig í peysu og með skott, Alþingi íslands af- nemur lög sem banna siðaðra manna nöfn, og framar öllu öðru — fyr en vjer skiljum hve gíf- urlega ódýra og áhrifamikla menn- ingarauglýsing vjer eigum þar sem listamenn vorir eru, jafnvel hversu hátt sem vjer þyrftum að borga verk þeirra. Ef þjóð vor sjer ekki þetta, á hún ekki skilið annað orð en af henni fer. Okkur er í sjálfsvald sett að hrinda því — ef vjer höf- um vit á að gera það ekki of seint.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.