Morgunblaðið - 23.05.1935, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Allir Reykvíkingar lesa
Fimtudaginn 23. maí 1935-
Mmmmmmmmu—mmm—mammmm-mmmmmá
auglýsingar Morgunblaðsins. ^
Jíaufi&izanue
Eldavjel, hvít emalieruð,
lítið notuð, til sölu. Upplýsing-
ar síma 3265.
Stór Svendborgarofn, lítið
notaður, í mjög góðu standi,
til sölu. Upplýsingar í síma
3265.
Tveir lítið notaðir armstól-
ar til sölu, Vonat-stræti 12, 2.
hæð, eftir kl. 6.
Hefi fengið ný undirfataefni
(prjónasilki). Saumað eftir
máli. Einnig margar tegundir
af ódýrum undirfötum fyrir-
ligkjandi. Húllsaums- og plíser-
ingarstofa Ingibjargar Guð-
jónsdóttur, Austurstræti 12.
(Gengið inn frá Vallarstræti).
Kaupum gamlan kopar. —
Vald. Poulsen, Klapparstíg 29.
Athugið hina afaródýru sokka
©g nærföt, niðursett um helm-
aa£. Lífstykkjabúðin, Hafnar-
stræti 11.
" " ~“V-- ' ' —
Kjötfars og fiskfars, heima-
töbúið, fæst daglega á Frí-
kiricjvegi 3. Sími 3227. Sent
leitn.
Það er viðurkent, að maturinn
6 Café Svanur sje bæði góður
og jódýr.
„Spírella“. Munið eftir hinum
viðurkendu Spírella-lífstykk*-
um. Þau eru haldgóð og fara
yél við líkamann. Gjöra vöxt-
inn fagran. Skoðið sýnishom á
Bergstaðastræti 14. Sími 4151.
Til viðtals kl. 2—4 síðd. Guð-
rún Helgadóttir.
'ItÍMVO'
Þrjár stúlkur vantar til að
þvo fisk. Uppl. á Hótel Heklu,
herbergi nr. 4, kl. 1—3.
Eins og undanfarin ár tek
jeg að mjer að gera við leiði.
Hefi um 30 tegundir af plönt-
um að velja úr. Johann Schröd-
er, garðyrkjumaður. Til viðtals
í síma 4881 eftir 7 á kvöldin.
SZŒynnvngac
Kenni byrjendum píanóspil.
Er heima eftir kl. 7 síðd.
1 Laufásveg 25, niðri.
Guðríður Pálsdóttir.
Munið! Matsalan, Lækjar-
götu 8, er flutt í Túngötu 5.
Sigríður Sveinsdóttir Snorra-
son, sími 4116.
Húsmæður! Munið fisksím-
ann 1689.
Dömur og herrar geta feng-
ið 1. flokks fæði í Tjamargötu
16, 2. hæð. Sími 1289. Þórama
Thorlacius.
Kögur etc.
Höfum mikið af kögri af ýmsum
litum. Einnig gullleggingar, snúr-
ur og dúska.
SKERMABÚÐIN,
Laugaveg 15.
Sími 2812.
KaupsMmenn!
flytur auglýsingar yðar
og tilkynningar til
flestra blaðlesenda um
alt land, í sveit og við
sjó - utan Reykjavíkur.
Blaðið kemur út vikulega
8 síður samanlímdar.
Ekkert blað er lesið jafn
víða í SVEITUM lands-
ins og
^Siðjið kaupmann yðar um
BEflSOÖRP
Bu9S»M-Hou«úto
J3&n£ílvi*p
W
Origlnal Senklng
Gaseldavjelar.
VERSLUNIN
Guðm H. Porvarðsson.
Skólavörðustíg 3.
BUSSUM - HOLLAND
Það er drýgst og best og því ódýrast.
Faest í pökkum með 1/8 og 1/4 kg.
og pokum með 5 kg. Hefldeölubirgðir.
Sfml 123*4.
Laus §taða.
Rafveitustjórastaðan við rafveituna í Borgarnesi er-
laus til umsóknar. Umsækjandi þarf að hafa rjettindi til
raflagninga, hafa fengist við mótorgæslu, og vera regju--
maður. Umsóknarfrestur til 30. júní n. k.
Upplýsingar gefur oddvitinn í Borgarnesi, sími 4.
Horður l lund.
Alía Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga.
Ágætir bifreiðastjórar og bifreiðar.
Sími 1580.
Bifreiðastöð Steindórs.
I SNORUNNI. 30.
veikindum yðar, og við þurfum nauðsynlega á að-
stoð yðar að halda. Það eru víst ein tuttugu mál-
efni sem yfirmaðurinn ætlar að bera undir yður,
og við vorum að vona, að þjer gætuð veitt okkur
viðtal.
— Þetta mun ekki halda mjer frá störfum mín-
um. Jeg hefi annríkt allan morgundaginn og ann-
að kvöld, en fyrir hádegi gæti jge veitt ykkur
viðtal, eigum við að segja kl. 10—12?
-— Fyrirtak. Eigum við að koma upp í ráðu-
neytið í White Hall, eða viljið þjer koma til Scot-
land Yard?
— Jeg kem þangað., Það er aldrei friður í
White Hall. En nú skuluð þjer ekki láta mig
halda yður lengur, Matterson.
— En kæri, sir Humphrey, mótmælti ofurstinn.
— Jeg get með engu móti farið að svo stöddu.
Jeg vildi gjarna heyra árangurinn af fyrirspurn-
um yðar, og svo getum við á hverri stundu fengið
endanlegar fregnir.
— Eins og þjer viljið.
— Ef þjer hafið ekki á móti því, sir Hump-
hrey, vildi jeg gjarna vera hjer til miðnættis. Ef
ekkert hefir upplýst þá, fer jeg beina leið til
Scotland Yard og sendi menn af stað. — Mætti
jeg annars fá lánaðan einkasíma yðar, svo að jeg
geti vitað hvort sá maður, sem jeg kannske fæ
not fyrir, er við.
— Gjörið þjer svo vel, svaraði sir Humphrey.
Síminn er í skrifstofunni hinum megin við gang-
inn. Ef yður er sama, verð jeg kyr hjer á meðan,
ef síminn hjer skyldi hringja.
— Já, verið þjer kyr hjer fyrir alla muni. Jeg
vea-ð aðeins nokkrar mínútur, sagði Matterson.
Hann flýtti sjer út og sir Humphrey hringdi á
IParkins til þess að taka af borðinu. Þegar Parkins
var búinn að því, setti hann Portvínsflöskuna á
hið skínandi mahogniborð fyrir framan ráðherr-
ann. En sir Humphrey sá ekkert, sem fram fór.
Hann sat í stól sírium og starði á símann.
Það voru varla liðnar fimm mínútur, þegar
Matterson kom inn aftur.
— Þá er það í lagi------»— byrjaði hann, þeg-
ar hann kom í dyrnar, en þagnaði jafnskjótt.
Gluggatjöldin bærðust aðeins fyrir opnum
glugganum, vínflaskan stóð á borðinu, alt var
með kyrrum kjörum, — en dómsmálaráðherrann
var allur á bak og burt.
10. KAPÍTULI.
Sir Harald Moore, yfirforingi, æðsti maður
Scotland Yard, var hár og þrekinn maður, sem
virtist ekki láta sjer alt fyrir brjósti brenna. En
þegar hann næsta morgun sat í skrifstofu sinni
með morgunblaðið fyrir framan sig, hafði hann
djúpa skoru milli augnanna, og það var langt frá
því, að hann væri eins hraustlegur og hann ann-
ars átti að sjer. Rjett hjá honum sat Matterson
ofursti, yfirmaður sakamálalögreglunnar, og næst-
ur honum Cowling aðstoðarmaður í sakamálalög-
reglunni. Þetta var hin fræga ,,þrenning“, undir
hana heyrði m. a. „dularfult hvarf“.
— Nú er jeg til rjett strax, sagði yfirmaðurinn.
— Jeg verð bara að ganga úr skugga um það, að
auglýsingarnar standi í Times.
Hann fann auglýsingarnar fljótlega. Önnur stóð
undir fyrirsögninni „Frá samkvæmislífinu“ og var
heldur stutt:
„Frú Katherine Brandt er farin frá Savoy Court
og er á leið til útlanda. Ekki tekið á móti brjef-
um“.
Hin auglýsingin var dálítið lengri og stóð undir
fyrirsögninni „Frá því opinbera“:
„Hjer með tilkynnist, að hans hágöfgi, sir
Humphrey Rossiter, hinn vinsæli dómsmálaráð-
herra vor, hefir aftur fengið snert af fyrri sjúk-
dómi sínum óg orðið að fara á sjúkrahúg. Heim-
sóknir bannaðar, og hvorki tekið á móti brjefumt
eða öðrum tilkynningum“.
— Það var þó gott, að þær eru þarna, sagði
yfirmaðurinn og var hughægra. — Það gefur okk-
ur altaf eins til tveggja daga frest.
— Já, svaraði Cowling. — Undir slíkum kring-
umstæðum er það fyrir mestu, að koma í veg fyrir
alt umtal. Jeg vona, að við getum komist fyrir
þetta, áður en nokkurn grunar.
— Já, það veit hamingjan. Funduð þjer nokkuð
heima hjá sir Humphrey, sem á er græðandi?
— Ekkert sjerstakt, var hið varkárna svar. —
Húsið er eitt af þessum gömlu húsum með glugga
niður við jörð með hlerum fyrir. Sjeu þeir opnir
getur hver og einn sem vill eins gengið út og inra
um þá eins og dyrnar.
— Hvað er langt niður að jörðu, spurði Matt-
erson.
— Nokkrar álnir og stjettin fyrir neðan. Það’
leit ekki út fyrir a*ð átt hefði verið við glugga-
krókana. En Parkins játaði, að glugginn gæti vel
hafa staðið opinn ókræktur. En það er þetta, serm
mjer finst undarlegt. Hvernig hefir sir Humphrey
getað annað en orðið þess var ef komið var inn?
Og hvers vegna hrópaði hann þá ekki á hjálp.
— Já, segjum tveir, sagði Matterson, — og
hann, sem vissi af mjer á skrifstofunni.
— Jeg skil eljki, hvernig í ósköpunum þið ætlið
að komast til botns í þessu, sagði Moore.
— Jeg skil það ekki heldur sjálfur, að svo
stöddu, sagði Matterson kaldur og ákveðinn. —
Það eina sem við vitum að svo komnu máli er, að
stór bíll nam staðar fyrir utan húsið stundarfjórð-
ung fyrir ellefu. Það kemur heim við tímann, og
lögregluþjónn, sem var staddur rjett hjá, tók eftir