Morgunblaðið - 01.06.1935, Side 8
8
MORGU NBLAÐIÐ
Laugardaginn 1. júní 1935.
Allir Reykvíkingar lesa augiýsingar Morgunbiaðsins. ^
3ojta3-fiUtcUS
Glænýr siiungur. Nordalsís-
hús, sími 3007.
ískökur.
Is-„kramarhús‘
Gullarmbandsúr tapaðist á ískökugerðin,
leiðinni frá Hrlingbraut aðjTúngötu 5. Sími 4134.
Bergstaðastræti. Góð fundar-
laun. Upplýsingar hjá A.S.Í.
Sfáftynturtujac
Ef þjer viljið fá sendan
heim góðan miðdegisverð, þá
hringið í síma 1289,
Þa8 er viðurkent, að maturinn
á Café Svanur aje bæði góður
og ódýr.
Munið! Matsalan, Lækjar-
götu 8, er flutt í Túngötu 5.
Sigríður Sveinsdóttir Snorra-
son, sími 4116.
Veggmyndir og rammar í
tjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Kaffistell frá Hjálmar Guð-
mundsson, Laufásveg 44, er
brúðargjöfin.
BlOflO ávalt
nm hflO besta.
Splkað kjðt
" 1 ' af ful'lorðnn á 55 og 65 aura %
Ein góð stúlka óskast strax Saltkjöt, hangikjöt af Hóls-
á Hótel Björninn, í Hafnar- fjöllum. Svið og rjúpur — og
margt fíeira.
Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131.
HaupsVslumenn!
•»1
r<
flytur auglýsingar yðar
og tilkynningar til
flestra blaðlesenda um
alt land, í sveit og við
sjó - utan Reykjavíkur.
Blaðið kemur út vikulega
Ekkert blað er lesið jafn
víða í SVEITUM lands-
ins og
Hár.
firði.
Jíaufts/htftuc
Mikið úrval af fjölærum
plöntum og sumarblómum,
fæst á Suðurgötu 12, selt til
kl. %% á kvöldin.
Glæný rauðspretta og smá- baenum, er til sölu. Litil ut-
lúða í dag. Fiskbúðin, Brekku- borgun. Góðir greiðsluskil-
stíg 8, sírpi 1689. málar. — Uppl. í síma 2099.
Húsefgn.
Steinhús á góðum stað í
Hefi altaf fyrirliggjandi hár við
íslenskan búning.
Verð við allra hœfi.
Versl. GoQafosfl
Laugaveg 5. Sími 3436.
Nýtt nautakjöfl,
Alikálfakjöt, Svínakjöt, Vínar-
pylsur, Miðdagspylsur og Bjúgu.
Isl. egg og allskonar álegg.
Mfllnersbáff.
Laugaveg 48. Sími 1505.
Lögtok.
Eftir kröfu brunamálastjóra og að undangengnums
lögtaksúrskurði, verða öll ógreidd brunabótagjöld, með
gjalddaga 1. apríl s. 1., tekin lögtaki, ásamt dráttarvöxtum,.
að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar^.
alt á ábyrgð brunamálastjóra-
Lögmaðurinn í Reykfavík.
Biit ifl mifti í Morgunblaðinu.
I SNÖRCNNI. 96.
gera mínar athuganir upp á eigin spýtur. Jeg
hugsaði sem svo: Allir hjer í gistihúsinu — við
bjuggum á Royal — vita hverjir Simpson og
Smithers eru, og þeir, sem koma í veitingastofuna
vita líka, að þeir eru frá Scotland Yard. Jeg tók
eftir nokkrum smámunum, — það getur verið að
þeir hafi verið einskisvirði, jeg sje til — en eitt
var mjer ljóst, og það var, að jeg gerði lítið gagn
meðan jeg væri á almannafæri með tveim þektum
mönnum úr Scotland Yard, og því var það, að jeg
fekk „kvef“ og fór leiðar minnar.
— Áfram, áfram, sagði æðsti maður Scotland
Yard.
— Enn sem komið er, hefir eiginlega enginn
sjeð mig með þeim. Og ef þjer viljið gjöra svo
vel og „kasta mjer út“ fer jeg til Norwich 1 kvöld.
Jeg hefi hugsað mjer að fara þangað sem um-
ferðasali og leigja mjer herbergi þar sem bílstjór-
inn bjó. Jeg mun gera rannsóknir og athuganir
eftir mínu eigin höfði, jeg hefi gert mjer vissar
hugmyndir, og vinn eftir þeim. Ef mjer skjátlast,
losnið þið við ljelegan þjón, en geti jeg hjálpað
til að gera málið uppvíst, fæ jeg vonandi stöðuna
aftur.
— Að þjer fáið stöðuna aftur, sagði Matterson
ofursti, og brosti í kampinn, — ef þjer getið sagt
okkur, hver rjeðst á sir Humphrey, þetta óheilla-
vænlega kvöld, er útilokað. Þjer verðið hækkaður
í tigninni, ekki um annað að tala, er ekki svo,
herra yfirmaður?
— Jú, að mjer heilum og lifandi, svaraði Moore
hlýlega.
— En látum okkur nú heyra eitthvað um ráða-
gerð yðar, Pank, sagði Matterson.
— Jeg vona, að þjer misvirðið það ekki við
mig þó jeg segi ekki frá öllu, sagði Pank næstum
biðjandi. — Jeg vil ekki vekja falskar vonir. Og
eitt orð talað í ótíma gæti eyðilagt alt. En eitt er
jeg viss um, og það er, að farið var með sir
Humphrey til Norwich þetta kvöld.
— Hví þá til Norwich?
— Jú, jeg heyrði eitthvað 1 þá átt á einni
knæpu. Jeg þekki Norwich út og inn. Þar er jeg
borinn og barnfæddur. Veitingakrárnar þar eru
ekki eins og annars staðar. Maður fer út að
kvöldi dags, gengur eftir litlum bröttum og bugð-
óttum gangstíg og kemur að litlu húsi, glugga-
tjöld eru dregin niður og hlerar fyrir. Dyrnar
eru eins og gengur og gerist, nema áletrun fyrir
ofan þær. Maður opnar dyrnar og kemur inn í
stofu með búðarborði, þetta er einskonar krá, en
fyrir innan er lítil dagstofa — einka veitingastofa.
Þangað fór jeg eitt kvöld þegar hinir hjeldu, að
jeg lægi í kvefi. Þá kom þar náungi, sem jeg
kannaðist við, en hann þekti mig ekki. Hann kom
með athugasemd, sem gaf mjer hugmynd. Jeg
gat varla sofið um nóttina fyrir spenningi. En
næsta morgun fekk jeg mjer reiðhjól og rannsak-
aði gaumgæfilega nágrenni Norwich og athugaði
lóðirnar, sem verið er að byggja þar. Þegar jeg
kom heim aftur, var jeg vissari í minni sök en
áður.
— En hví í ósköpunum sögðuð þjer Simpson
og Smithers ekki frá þessu?
— Nú megið þjer ekki halda, að jeg hafi sjálf-
ur viljað hafa allan heiðurinn. Nei, jeg vissi, að
ef jeg ljeti sjá mig á þessum slóðum með þeim,
væri öll von úti, um að jeg fengi nokkrar upp-
lýsingar á þessum vettvangi.
— Þetta er all-leyndardómsfult, Pank, það
verðið þjer að játa, sagði Matterson.
— Að vísu, svaraði Pank, — en það var eitt
enn. — Maðurinn, sem bifreiðarstjórinn bjó hjá
er frændi minn, og jeg er viss um að komi jeg
þangað og fái að búa þar, segir hann mjer alt,
sem jeg vil vita um manninn. En aftur á móti
þori jeg að hengja mig upp á, að hann fengist
ekki til þes sað segja eitt einasta orð um fyrver-
andi leigjanda sinn, ef jeg kæmi frá ScotlancR
Yard.
— Jæja, Pank, þjer getið farið, sagði Matter--
son. — Þjer þóttust vera veikur og vilduð ekki.
hjálpa yður æðri mönnum við rannsóknina, það
er nóg ástæða, til þess að segja yður upp. Farið
þjer til gjaldkerans og fáið það, sem þjer eigið<
inni um leið og þjer skrifið undir uppsögnina.
Sjaldan hefir nokkur maður tekið uppsögn eins
ljett og Pank gerði. Hann var alveg himinlifandi,.
þegar hann stóð á fætur.
— Jeg held að jeg geti lofað því, að senda inn-
an skamms upplýsingar, sem enginn hefði nokkrui
sinni getað útvegað, hefði jeg ekki af tilviljun
boðið ókunnum náunga upp á bjór í lítilli knæpu..
Jeg fer þangað annað kvöld, og óska af öllu
hjarta, að hann verði þar líka.
— En hvernig er með peninga? Auðvitað fáið>
þjer alt, sem þjer þurfið hjá okkur.
— Þakka yður fyrir. En jeg hefi nóg fyrir
mig. Jeg er sparsamur maður og hefi engan að'
hugsa um nema sjálfan mig. Nú fer jeg út í búð
og kaupi mjer notaða ferðatösku, og svo fer jeg
af stað með lestinni, sem umferðasali, sem hefir
ágætis dömuhæla á boðstólum.
— Og vonandi koma dömuhælarnir yður aftur
til Scotland Yard, sagði yfirmaðurinn hlæjandi.-
— Það vona jeg líka,. svaraði Pank ánægður á.
svip og kvaddi.
14. KAPÍTULI.
Næsta morgun um klukkan hálf níu var Ernst
Pank á leið frá brautarstöðinni í Norwich upp í
bæinn. Hann þrammaði upp brattan stíg við hlið-
ina á handvagni með farangri hans og dömuhæl-
um. Það var rok og rigning, og Pank var hvað
eftir annað hugsað til hinnar vistlegu og hlýju
dagstofu í Hótel Royal eða Maid Head. En hann
hjelt samt rólegur áfram, uns hann kom að litlu,
snotru húsi í langri götu. Pank barði að dyrum,