Morgunblaðið - 05.06.1935, Page 5
Miðvikudaginn a. júní 1935-^
FlugferHir
Pan American Airways
yfir Kyrrahaf.
New Yorlc í maí. FB.
‘Samkvæmt iipplýsingum frá
Pan American Airways er stöðugt
werið að undirbúa áform fjelags-
ins um skipulagsbundnar flugferð-
ir yfir Kyrrahaf. Er nú verið að
undirbúa lendingarstöð fyrir flug-
vjelar á Wilkes-eyju, sem er ein
iaf hinum svo kallaða Wake-
■eyjaklassa (Wake Island Group),
9.270 enskar mílur frá Honolulu,
•og eru þessar eyjar hinar afskekt-
Tistu, sem Bandaríkjamenn eiga.
Eyjar þessar eru lítt kunnar, en
•sæfarendur á þessum hluta Kyrra-
hafs forðast að koma nærri þeim,
því að í nánd við þær eru liættu-
'legar siglingaleiðir. Á Wilkes-eyju
setlar Pan-American-Airways að
hafa loftskeyta- og vegvísunarstöð
og bensínforða fyrir Clipper-flug-
vjelar þær, sem fjelagið ætlar að
liafa í póst- og farþegaflugferðum
sínum milli Californíu og Kína.
Er nú flokkur sjerfræðinga á
Wilkes-eyju að koma upp ýms-
um áhöldum o. s. frv. Wdkes-eyja
hefir til þessa verið óbygð} en nú
verða þarna nokkrir menn að
staðaldri. Clipper-flugvjelarnar,
sem nota á í flugferðunum, hafa
fjóra mótora hver og geta flutt
32 farþega og talsvei’t af pósti og
öðrum flutningi. Ráðgert er, að
þær fyrst um sinn frá því flugferð
irnar hefjast, komi við á Wilkes-
eyju vikuléga. (UP.).
MORQUNBLAÐIÐ
Suðurkantar —
— Eldeyjarbanki.
í 121. tbl. Morgunblaðsins,
þriðjudaginn 28. maí, er grein
sem bygð er á fiskirannsóknum
dr. Bjarna Sæmundssonar, þar
sem talað er um hina nýju fiski-
fiskilóð togaranna á grunninu
norðvestur af Eldey — kemur
mjer til að koma með nokrrar
hugleiðingar í sambandi við grein-
ina. Hvort nefna beri þessi fiski-
mið Suðurkanta eða Eldeyjar-
banlta læt jeg liggja milli mála,
en sannleikurinn er sá, að með
þessum kanti er fiskað alla leið
vestur að Eldeyjarboða, og Eld-
eyjarbanki er grunnið nú kallað
þegar kemur í vestur áf Garð-
sltaga, og það vestur að Eldeyjar-
skerjum.
Sennilega kemur fiskur þarna
fyrri part vertíðar, eins og í
fislcileitir Suðurnesja, og dreifir
sjer yfir grunnið, en. þjettur virð-
ist hann ekki verða fyr en seinni-
part aprílmánaðar, þegar hann
fer að hverfa af grunnmiðum.
Að þessi kantur sje „þjóðbraut"
fiskjarins minsta kosti tvö síðustu
árin, virðist ekki vafi á. Það er
sjerstaklega merkilegt atriði, að
síðan farið var að merkja lóðir í
veiðistöðvum sunnanlands, er
miklu hægar að fylgjast með
gangi fisksins, og þarna úti, þar
sem ekki hefir verið lögð lína í
sjó, fæst um þetta leyti mikið af
fiski með önglum og- öngultaum-
um merktum úr flestum veiði-
stöðum við Faxaflóa, og einnig
austan Reykjaness, einmitt um
það leyti, sem fiskur er að hverfa
af. grunnmiðum, síðan er hann
eltur af togurunum suðvestur eft-
ir djúpkantinum, uns hann hverf-
ur þar eða togast upp. Alt þetta
virðist benda til þess að fiskurinn
safnist saman af grunnmiðum,
bæði. norðan og sunnan Reykja-
ness, og fari þarna um kantinn
yfirleitt í þjettum torfum, þegar
liann fer af landi burt, ef svo
mætti að orði komast. Nú er spurn
ingin, hvað verður af honum næst,
heldur hann beint í haf út, eða
breytir hann stefnu og fer til ein-
liverra annara landshluta, því
ekki hefir alt verið togað upp í
vörpur togaranna ?
Eins og sjá má af sjóuppdrætti
Faxaflóa eru feikna mikil grunn
eða sjór með togandi dýpi alla
leið 90—100 sjómílur vestur af
Garðskaga. Ekkert er líldegra en
einhversstaðar á þessu svæði sje
botnlagið þannig, að fiskur slái
sjer niður, eða stöðvist um stund-
ar sakir, á einhverju svæði þessa
grunns, Hg’gi leiðin um það til
Grænlands, en enginn má missa
tíma til að leita. Og hverjum væri
skyldast að leita ?
Auðvitað ríkissjóði. Nú vill svo
vel til, að ríkið hefir skipi á að
skipa, útbúnu sem togara, þó það
sje kannske vafamál, að það
geti togað að gagni á 150—160
föðmum, en líklega tækist það í
sljettum sjó. Væri nú þetta skip
haft þarna úti, seinnipart apríl,
og fram eftir maí, tvær tíl þrjár
vikur alls, og leitaði eftir fiski
um sama tíma sem togararnir
væru að fiska á kantínum, feng-
ist væntanlega úr því skorið,
livort fiskurinn færi þama um,
Dagheimflli
fyrír börn i Hafn-
arftrði.
í bæum og þorpum hjer á landi
þurfa liúsmæður oft að ganga til
algengrar vinnu utan heimilisins,
við fiskþvott, fiskþurk o. fl.
En kúsmæðurnar eiga oft erfitt
með að skilja börn sín eftir heima,
sjerstaklega — eins og oftast á
sjer stað — ef þær hafa litla
aðstoð við gæslu þeirra.
Ur þessu hafa menn reynt að
bæta með dagkeimilum. — Börnin
koma á dagheimili á morgnanna
og clvelja þar til kvölds og fá
þar þá aðklynningu, sem þau
þarfnast. Móðirin, getur því verið
óhult um barn sitt á meðan hún
er við vinnu sína. Dagheimili
fyrir börn eru algeng erlendis og
eru nú að ryðja sjer tíl rúms hjer
á landi.
Fyrir tveim árum gekst Yerka-
kvennafjelágið Framtíðin í Hafn-
arfirði fyrir því, að komið var
upp dagheimili á sumrin fvrir
börn á aldrinum 3—7 ára. Heim-
ilið fekk til húsa í bæjarþings-
salnum, en Þuríður Guðjónsdóttir
veitti heimilinu forstöðu.
Áhugasamar konur í fjelaginu
liafa nú komið því til leiðar, að bú
ið er að byggja myndarlegt hús
fyrir daglieimilið og var það vígt
s. 1. sunnudag.
Húsið stendur utarlega í bæn-
um á afgirtum bletti.
I húsinu er einn stór salur fyrir
börnin og eru húsgögn í honum
v;ð liæfi barnanna, lítil og snotur.
Auk þess e,r eldhús og baðherbergi
liaganlega fyrirkomið.
Sunnanvert við húsið er sólbað-
skýli, þar sem börnin eru látin
livílast klukkutíma á degi hverj-
um eftír hádegismáltíðina.
Börnin, sem eru öll á aldrinum
3—7 ára, koma kl. 7 á morgnana
og fá þau fæði og aðra. aðhlynn-
ingu, sem þau þarfnast til kvelds.
Á hinu afgirta svæðl dagheim-
ilisins eru rólur og’ sandkassar
til leika.
Þuríður Guðjónsdóttir veitir
heimilinu forstöðu nú, eins og áð-
ur, og hefir sjer tíl aðstoðar þrjár
stúlkur.
Vígsla hússins var haldin hátíð-
leg með því að Yerkakvennafje-
lagið hafði kaffiboð í hinum bjarta
og- rúmgóða sal dagheimilisins.
Var þangað boðið bæjarstjóm
Hafnarfjarðar og barnaverndunar
ráði, Barnaverndunarnefncl Reykja
vílcur, fulltrúum dagblaðanna o.fl
Fór hófið liið þesta fram og
voru margar ræður haldnar.
Síðar um daginn var húsið til
sýnis fyrir almenning. Um kvöldið
var dansleikur í Góðtemplarahús-
inu til ágóða fyrir dagheimilið.
Einnig voru mérki seld á götunum
allan daginn.
Morgunblaðinu er gleðiefni að
geta óskað Hafnfirðingum til ham
ingju með hið myndarlega nýja
dagheimili.
eða kæmi að botninum á ferð sinni
vestur.
Þetta væri vel þess virði, að
reyna það, gagnið getur hver mað-
ur sjeS ef árangur yrði.
30. maí 1935.
Jón Sigurðsson.
Jón Árnason,
prentari.
er sextugur í dag.
Þá menn, sem gerst hafa braut-
ryðjendur, á hvaða sviði sem störf
þeirra hafa legið — skihu- samtíð
þeirra ekki nema að Htlu leyti
og kann því venjulega ekki að
meta störf þeirra eins og vera.
ber.
Jón Árnason er einn af þeim
mönnum. Hann er brautryðjandi
um margar þær lífsskoðanir} sem
samtíð vor metur að litlu, en síð-
ari tímar því betur. Á jeg þar sjer
staklega við: Guðspeki, talnaspeki,
stjörnuspeki og glöggan og djúp-
an skilnig á táknfræði (symbolik).
Oll þessi fræði, er jeg nefndi
hjer að framan, eru umfangsmeíri
námsatriði og merkari en margnr
hyggur og ótæmandi fræðslu-
lindir þeim, sem í þeim vilja kafa.
En fáa menn, lijer á landi, hygg
jeg jafn fróða og áhugasama og
Jón Árnason} um þessi fræði, og
jafnvel þótt víðar væri ieitað. Jóri
er sjálfmentaður, g-áfaður, glögg-
ur og ráðhollur skapfestumaður
og tryggur vinur vina sinna; fynd
inn og gamansamur í kunningja-
lióp, en heldur fast á skoðunum
sínum og lætur ekki hluta sinn
fyrir neinum, þegar honum
finst málstaðurinn góður.
Jón er ekki eins og fjöldixm —
og liefir enga löngun til þess að
líkja eftir honum. Hann fer sínar
eigin götur og helst þær sem ó-
troðnar eru. Þess vegna er hann
ekki að allra skapi. En. vjer sem
höfum átt því láni að fagna, að
þekkja hann um mörg ár, vitum
hver hann er: Maður, sem ekki
vill vamm sitt vita í neinu. Yík-
ingur við ritstörf og heill í hugsua
og athöfnum.
íslenska þjóðin á alt of fáa
slíka menn. Þökk sje þjer} Jón
Árnason, fyrir öll þau störf er
þú hefir unnið til heilla þjóð vorri
og þökk fyrir ágæta vináttu.
Sigurður Ólafsson.
Yfirlýiflng.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að grein í Alþýðublaðinu í
dag um brottrekstur starfsstúlkna
á Elliheimilinu er á engum sann-
leika reist, heldur er þar farið
rangt með mál og vísvitandi reynt
að láta líta svo út að starfsstúlk-
ur þær, sem hlupu fjTÚrvaralanst
frá starfi sínu, hafi verið reknar.
Sumar stúlkumar eru og komn
ar aftur á Elliheimilið og tekn&r
við störfum sínum þar.
4- júní.
Gísli Sigurbjömsson.
Skipskaðar
við Islandsstrendur
árið 1934.
í Áxbók Slysavarnaf jelagsins,
fsem er nýkomin út, er skýrsla
aim þá skipskaða, sem nrðu hjer
við land árið seai leið. Eru þar
talin 22 íslensk skip, sem hlekst
ihefir á, 6 ensk, 1 þýskt, 1 franskt,
:2 færeysk og eitt norskt.
Af íslensku skipunum fórust
'tvö gufuskip, flutningaskipið
Edda, sem strandaði 25. janúar
vestanvert við Hornafjörð, og
togarinn Walpole frá Hafnarfirði,
■sem strandaði við Gerpi, 16. sept-
■ ember. Ekkert manntjón varð við
’þessi strönd.
Ellefu vjelbátar af ýmsum
•ktærðum fórust alveg, flestir við
•strand, en sjö vjelbátar, sem
■strönduðu, náðust út aftur og var
;gert við þá.
Tvö gufuskip strönduðu, eu náð
ust út aftur, Bjarki sem rak á
lancl í ofviðrinu mikla í Siglu-
firði 27. okt., og Súðin, sem
•strandaði bjá Slcagaströnd 16.
\des.
Vjelskipið Elín sökk í Siglu-
firði í rokinu 27. okt. en náðist
upp aftur.
Af ensku skipunum fórust þrjú,
„,Sabie“ eftír árekstur við annan
togara fyrir vestan Dýrafjörð'
hinn 26. janúar, „HoIborn“
straudáði 25. okt. á Ásafjöru í
Meðallandi, og „Macleay“. strancl-
aði 29- olctóber í Ytrivíkum í
Mjóafirði. Skipverjum af því
bjargaði togarinn „Garðar“ frá
Hafnarfirði, en skipverjum af
Holborn björguðn menn úr landi.
Af Sabic fórust 12 menn.
Hin ensku skipin þrjú ströncl-
’uðu, en náðnst á flot aftur.
Þýska skipið var togarinn
„V odin“. Sökk liann 26. febr.
fyrir sunnan land, en skipverjar
’komust í annan togara.
Franska skipið var togari, sem1
stranclaði 10. apríl á Bæjarskers-
eyri. Komst á flot af eigin ram-
leik og til Reykjavíkur og var
þar gert við hann.
27. mars fekk færeyska fiski-
skipið „William Stefansson1 áfall j
rnikið er braut bæði siglutrje, tók;
út skipsbátinn og braut skipið. |
Skipverjum bjargaði frönsk fiski-
slcúta. Síðan kviknaði í færeyska
slcipinu og það sölck.
Hitt færeyska skipið hjet
„Standa,rd“ og strandaði 12. maí
yið Mánáreyjar. 13 menn af
skipshöfninni voru fluttir á land
í Lágey. Slcipið losnaði af grunni
og ætlaði skipstjóri að sigla því
á land, en það sökk á sundinu-
Skipverjar, sem í því voru náðu
landi hjá Máná á skipsbátnum,
en hinum sem í eynni voru hjörg-
uðu Húsvíkingar með mikilli
hættu.
Norslca skipið, sem talið er, er
„Kongshaug", sem rak á land í
Siglufirði 27. okt. Skipverjar
björguðust og skipið náðist út og
var selt og siglir nú undir íslensk-
mn fána.
Bændaflokkurinn
gerir kröfu til að
Stefán Stefánsson
í Fagraskógi taki
sæti Magnúsar
Torfasonar.
Blað Bændaflokksins ,Fram-
sókn‘, sem kom út 1. þ. m.,
skýrir frá því, að á miðstjórn-
arfundi flokksins 28. maí hafi
verið samþykt í einu hljóði eft-
irfai’andi ályktun:
„Magnús sýslumaður Torfa-
son, sem hlaut 1. upphótar-
þingsæti Bændaflokksms viS
Alþingiskosningarnar 24. júní
f. á., hefir meS hrjefi dags. S.
þ. m., tilkynt miSstjórn Bænda
flokksins, aS hann hafi slitiS
samvinnu viS flokkinn.
Út af þessu ályktar miS-
stjórn Bændaflokksins aS lýsa
yfir því, að hún telur, að
Magnús Torfason sje ekki
lengur uppbótarþingmaður
flokksins samkvæmt ákvæSum
stjórnarskrár og kosningalaga,
sem þar að lúta.
Telur miSstjómin þar af
leiða, aS varaupphótarþing-
manni flokksins, Stefáni Stef-
ánssyni bónda í Fagraskógi,
tilfalli, eftir sömu lögum, þing-
sæti það, er Magnús Torfason
hefir setið í sem uppbótarþing-
maður fyrir Bændaflokkinn.“