Morgunblaðið - 05.06.1935, Síða 6

Morgunblaðið - 05.06.1935, Síða 6
8 * M K G >1 N riUH I »> Miðvikudaginn 5. júní 1935- Rússneska kirkjan. Margar ófagrar og hryllilegar sögur hafa á tmdanfönmm árum borist af ofsóknum í Rússlandi á hendur kirkju og kennilýð. Ýmsar af þeim sögum kunna að vísu að vera nokkuð orðum auknar, en því verður þó ekki neitað, að klerk ar og kirkja hafa þar orðið fyrir svo harðvítugum og ósanngjömum árásum af hálfu Sovjetstjórnarinn ar, að ekki getur drengilegt talist. Að vísu er trúabragðafrelsi við- urkent í Rússlandi að nafninu til, en heldur ekki meira. Allar kirkju eignir hefir ríkið sölsað undir sig, rifið til grunna mörg kirkjuhús, en breytt öðmm í samkomusali, kvikmyndahús, bílskúra o. s. frv. I>ær kirkjur, sem söfnuðirnir enn fá að hafa til afnota eru skatt- lagðar hærra miklu en önnur hús, til þess að gera söfnuðunum sem erfiðast fyrir. Klerkar eru með lögum frá 8. apríl 1929 sviftir rjetti til búsetu á þeim eignum, sem ríkið á, og vilji einhver skjóta skjólshúsi yfir þá, verður að greiða fyrir það sjerstakt gjald eða skatt. Matvæli og aðrar nauðsynjar verða rúss- nesku prestamir að kaupa við þrefalt hærra verði en aðrir þegn- ar ríkisins. Kristindómsfræðsla barna er bönnuð í öllum skólum. Bn í heimahúsum má að vísu fræða börn um trúleg efni, en þó mega ekki vera þar saman komin fleiri en 3 böm í senn. Um börn presta gilda sjerstök ákvæði. Þau eru útilokuð frá hin- um almennu barnaskólum, og vinnumiðlunarskrifstofum ríkisins er bannað að veita þeim nokkra atvinnu. 1 tilskipun frá 15. maí 1932 er meðal annars þetta tekið fram: Bönnuð útgáfa allra bóka, blaða eða tímarita, er f jalli um andleg mál. Akveðið, að á árunum 1934 til 1935 skuli öllum klerkum vís- að úr landi, ef þeir ekki hafa lagt niður störf sín meðal safnaðanna. Á árunum 1935—’36 skulu sjer- stakri nefnd fengin í hendur öll umráð yfir kirkjum, samkunduhús um og bænahúsum, og skal nefnd- in annast um, að þessum bygging- um verði breytt í kvikmyndahús, fundasali eða annað þessháttar. „Eftir 1. maí 1937“, segir að lok- um í tilskipun þessari, „skal ekk- ert guðshús framar til vera í Sov- jetríkinu, og er þar með Guð út- lægur gjör úr Rússlandi“. Þegar alt, þetta er athugað, virð- ist óneitanlega þurfa að hafa tals- vert einkennilega og kollótta sam-, visku til að haldá því enn þá fram,' að trúarbragðafrelsi ríki í Rúss-! landi. J 1 náinni samvinnu við Sovjet- j stjórnina starfar hið svonefnda „Baráttusamband guðleysingja“. Árið 1932 taldi það í Rússlandi 7 miljónir meðlima. Af þeim voru ca. IV2 miljón börn á aldrinum 8—14 ára. Þetta fjelag g^fur út tímaritið „Gu i rysingjann", er kemur út vikulega í 500,000 ein- tökum. En þrátt fyrir það, þótt úfnar öldúr ofsókua, úndirróðurs og andúðar liafi j-isið hátt umhverfis hina rússned j kirkju, síðan bylt- ingin mikla varð þar í landi, þá hafa þær öldur víða brotnað á andstöðú þjóðarinnar sjálfrar og trygð hennar við trú sína og kirkju. Enn í dag mun nálega helmingur þjóðarinnar halda fast við trú feðra sinna, þrátt fyrir alla erfiðleikana, láta skíra börn sín og færa hina dánu til greftrunar í vígða mold. Hjer skal engu spáð um fram- tíð hinnar rússnesku kirkju. En þess má geta, að margar ofsóknir hefir kirkjan staðist á liðinni tíð. Margar holskeflur hafa risið hátt gegn henni um aldirnar. En þær holskeflur hafa hingað til brotnað án þess að vinna henni varanlegt mein. Og hvað sem um hina rúss- nesku kirkju kann að verða í framtíðinni, þá er það víst, að guðstrúin verður ekki borin út úr sál rússnesku þjóðarinnar með of- beldi eða harðnéskju. Það er jafn vonlaust verk, eins og að ætla sjer að bera sólskinið í vatnsfötum. S. V. „Kirkjurtiið“. Einar Kristjánsson óperusöngvari er tvímælalaust einn hinna efnilegustu ungu listamanna okkar Islendinga. Um upptöku hans við eitt stærsta og þektasta söngleik- hús heimsins — Staatsoper í Dresden — þarf ekki að fjöl- yrða hjer, því íslensk blöð hafa þegar birt ítarlegar frásagnir um söngferil hans. Hinsvegar mun það fullvíst, að sjaldan hefir ungur söngv- ari náð jafn skjótum frama. Einar er aðeins 24 ára að aldri, og hefir nú þegar sungið tenor- hlutverk, smærri og stærri, við Dresdenar óperuna í hálft ann- að ár gegn fullum launum. Að afloknu söngnámi hjá hinum þejcta kennara, Dr. Vald. Staegemann, var Einar ráðinn til 3ja ára sem lyriskur tenór hjer við óperuna. ■— Hlutskifti, sem margur ungur söngvari berst fyrir árum saman áður en röddin nær þeirri fullkomn- un, sem fellur þeim háu herr- um í geð, sem stjórna söng- kröftum þessa mikla söngleik- húss, og margir eru um boðið þegar slík staða losnar. — Ritdómar blaðanna um frammistöðu Einars og hæfi- leika hans eru jafnan mjög lof- samlegir. Vinnur hann áheyr- endur með hinni hljómfögru rödd sinni og frjálsmannlegri framkomu á leiksyiðinu, því hann er auk þess gæddur góð- um leikara hæfileikum sem er mjög mikils um vert við með- ferð hinna mismunandi óperu- hlutverka.i Fyrir skömmu hjelt Einar sjálfstæðan konsert í Dresden fyrir fullskipuðu húsi, og sýndi' það best hverri hylli hann á hjer að fagna meðal söngunn- enda. Á söngskránni voru lög eftir Franz Schubert, Hugo Wolf, Edvard Grieg, Richard Strauss, og íslensk lög eftir þá Sigfús Einarsson og Árna Thorsteins- son. Einari var tekið með mikl- um fögnuði af áheyrendum, og að lokum varð hann að syngja mörg aukalög. Læt jeg nægja að birta hjer ritdóm eins helsta blaðsins í Dresden um hljómleika þessa: Dresdner Neueste Nachricht- en: „Einar Kristjánsson, hinn ungi tenor Ríkisóperunnar, hjelt konsert í Palmengarten fyrir fullskipuðu húsi, og veitti hinum mörgu, sem þekkja hann úr óperuhlutverkum, óblandna ánægju. — Hin fagra og hreina rödd hans hefir tekið óvenju miklum framförum, bæði hvað snertir hæð og fylling. Er ánægjulegt til þess að vita að söngvarinn skuli sýna svo mikla ástundun við þjálfun raddar sinnar. Einkum verður maður þess var í „diminuendo" og eins þegar hann fer yfir í „píanissi- mo“, sem kom honum að góðu gagni við meðferð margra lag- anna. Það sem einnig vakti sjer- staka ánægju meðal áheyrenda var hinn góði framburður og hreimur málsins (vocalitation) — hreint afrek þegar um út- lending er að ræða, og verð- skuldar slíkt hið mesta lof. Á söngskránni voru meðal annars tvö ólík lög eftir Grieg og sömuleiðis íslensk lög eftir (Árna) Thorsteinsson og (Sig- fús) Einarsson, sem voru ein- kennandi fyrir hiná norrænu hljómlist, og sem við mátti bú- ast nútu þau sín til fullnustu í meðferð listamannsins, og vöktu mikla hrifningu meðal áheyrenda. Ennfremur sýndi hann glögt kunnáttu sína (das tragende piano) í lögum svo sem Der Gártner eftir Hqgo Wolf og hinu fagnandi vor- ljósi (Frúhlingslied) eftir sama höfund. Að lokúm var söngvaranum tekið með dynjandi lófaklappi, og varð að syngja mörg auka- lög“. —x— Hinn 26.—30. apríl var haldið söngmót í Wiesbaden að tilhlutun Deutsche Akademie og Nordische Gesellschaft er nefnt var „Nordische Musik- tage“. — Við það tækifæri var Ein- ari sýnd mjög mikil viðurkenn- ing, því auk hans var aðeins þrem öðrum söngvurum boðin þátttaka í mótinu, og sem telja má með bestu söngkröftum Ev- rópu. Söngvarar þéásir voru: Norðmaðurinn Ivar Andersen frá Staatsoper Berlin, sem er besti bassisti Þýskalands, An- toinette Toini finsk , söngkona frá Scala í Milano, og hin fræga sænska, söngkona Nanny Larsen-Todsen, sem talin er besta núlifandi söngkona í hlutverki Isolde eftir Wagner, og sem meðal annars hefir sungið við Metropolitan oper- una í New York og hina tradi- tionellu söngleiki Wagners í Bayreuth. —- Birti jeg hjer nokkra ritdóma um frammi- stöðu Einars á móti þessu: Deutsche Allgemeina Zeit- ung, Berlin (5. maí. 1935): Sá, sem langmesta at- hygli og hrifningu vakti kvöld þetta, var hinn ungi tenórsöngv ari Ríkisóperunnar í Dresden, íslendingurinn Einar Kristjáns- •••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••*•••••••*• •••••••**••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• I! Timbarverslun P. ^MTe j0iC©llSGll & HÍflldB Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur tímbur í stærri og smænri sendingum frá Kaup- mannahöfn. — Eik til skipasmiða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við ísland í meir en 80 ár. K • j •1 •1 •1 • j • 1 •] •j •j • j •j •] • ] •] • j •] •] •] son. Með hinni óþvinguðu og hljómfögru rödd sinni söng hann íslensk ljóð eftir tónskáld in Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Áma Thorsteinsson og Sigfús Einarsson, ásamt þrem lögum eftir Edvard Grieg . . . . “ Völkischer Beobachter (3. maí 1935): ....... Með töfr- andi lyriskum blæ söng Einar Kristjánsson. Hin íslensku ijóð sem hann flutti, vöktu með lát- leysi sínu óendanlegan fögnúð meðal áheyrendanna. Er betur hægt að hrekja þá fordóma, að Norðurlönd sjeu fátæk að ljóðum, en með túlkun slikra verka ? . . . . “ Leipziger Neueste Nachrichfc- en (3. maí 1935): ,,.... Hinir ágætu söngvarar mótsins iÖgíðu einnig sinn skerf til Ivar Andersen, hinn radd- mikli bassisti Ríkisóperunnar í Berlín, með framúrskarandi söngleikum, Antoinette Toini frá Scala í Milano, Einar Krist- jánsson frá Ríkisóperunni í Dresden með bjartri og hreinni tenorrödd og óperusöngkonan Nanny Larsen-Todsen frá Stock holm með þroskuðum söng- kultur . . . . “ Wiesbadener Zeitung (2. maí 1935): ,,.... Ekki síður ánægjulegt var að heyra söngv ara kvöldsins Einar Kristjáns- son, hinn hreimfagra tenór, sem Ríkisóperan í Dresden hef- ir ráðið til sín. Á söngskránni voru íslensk lög eftir Sveinbjörn Svein- björnsson, sem gert hefir ís- lenska þjóðsönginn, Árna Thor steinsson og Sigfús Einarsson, lög, sem vöktu slíka hrifningu að flest þeirra varð að enaur- taka. Að lokum söng listamaður- inn, sem tekið var með inni- legum fögnuði, mjög einfalt vögguljóð (Bí bí og blaka). Þetta barnslega lag söng hann með svo listrænni smekkvísi (kunstlerischen takt) og laus við alla tilgerð í röddinni (Stemmprotzentum), að ósk- andi væri að þessi „kultiver- aði“ söngvari, sem gæddur er framúrskarandi sönggáfum, veídi sjer einnig Ijóðasöng að viðfangsefni .....“ Dresden í maí 1935. H. B. iSumarkjólar aSlwi nýjustu efni og snið. —1 Afar mikið af faÍlegTmas \ B1 ú s s u m 0 g skemti- legum P e y s u m tekið upp til hvítasunnu. — Komið tímanlega. N IN O N hefir besiafe úi*val og sanngjarnt verð NINON Austurstræti 122. Opið 11—-12% og 2—7. 4 dyra í góðu standi, lítið keyrð, tii söiu. Ludvig SÖorr. Sími 3333. A) Hangik)öl á; 0,75 pr. kg. Hifitbúðin Herfiubreið. ; Hafnarstræti 18. Sími 1575. Sigurjón Sæmundsson prentari hefir keypt Sigluf jarðarprent- smiðju af Henrik Thorarensen lyfsala. Eftirlitsmaður Sundlauganna hefir verið ráðinn Kristbjörn Bjarnason til septembermánaðar- loka. Þegar þjer þurfið að kaupa »ý~ reykt sauðakjöt, spaðsaKað dilkakjöt og 1. flokks frosi© dilkakjöt þá hringið í uncKPn ritaða verslun. Verslun S vems Jóhaimbsonar, HergstaéhKtrmti 16 Sbni 2091 #V»W?r.tr <v Steindórsprent prentar fyrir yður I ;—------> «‘í. Aðal.strceti 4 ■ Sími 1175

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.