Morgunblaðið - 26.06.1935, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 26. júní 1935
MORGUNBLAÐIÐ
5
Mði
aða, er fundarmenn áttu að
heimkynnum. Bar söfnuður 1
Hvammssókn í Skagafirði kvört
un yfir því, að prestur þeirra,
síra Arnór, er orðið hefir að
láta af embætti vegna aldurs-
ákvæða embættismanna, skyldi
eigi hafa fengið leyfi til að
gegna embætti áfram þrátt
fyrir eindreginn vilja og óskir
safnaðanna. — Hófust nú fjör-
ugar umræður um málið og
takmarka þurfti mjög ræðu-
tíma. Fulltrúar og prestar ljetu
sínar skoðanir þar í ljós og
har margt á góma, sem athygl-
isvert er og ef til vill verður
vikið nánar að síðar. En gegn-
um ræðu hvers og eins lýsti
sjer megn óánægja gegn frum-
varpi launamálanefndar og bar
hiti og orðhersla ræðumanna
þess órækan vott, að hjer eru
menn að verki, sem hafa vak-
andi vilja, og reiðubúna starfs-
krafta til að vinna að eflingu
kirkju og kristn hjer á land.
Að afloknum sálmasöng var
fund slitið. Um kvöldið flutti
síra Friiðrik Rafnar erindi um
fækkun presta, í dómkirkjunni.
og var því útvarpað. Á mánu-
dag kl. 9y2 árd. voru fundar-
menn aftur samankomnir og
hófst fundur með bænagerð, er
síra Friðrik Hallgrímsson
stýrði. Fundarstjóri var nú síra
Árni Sigurðsson fríkirkjuprest-
ur. —
Samstörf presta og
safnaða.
Hóf Ásmundur Guðmunds-
son því næst inngangsræðu sína
um samstörf presta og safnaða.
Kvað hann þörf fyrir auknu
safnaðarlífi m. a. byggjast á
þeim skipulagsbundna andróðri
er kirkja og kristnilíf hafi sætt
upp á síðkastið. Skipulagið sje
þegar til — en blása þurfi í
það meira lífi, koma þurfi upp
starfsflokkum í hverri sókn er
vinni að glæddum áhuga fyrir
kirkjusókn, skreytingu kirkna
og fræðslustarfsemi innan safn
aða með fyrirlestrum og les-
hringum o. fl. Hver starfsflokk
ur kjósi annað hvort ár full-
trúa og sendi á almennan
an kirkjufund, en hitt árið sjeu
safnaðarmót innanhjeraðs. Var
ræðan hin merkilegasta og
þökkuðu fundarmenn með því
að standa upp. Því næst tók
Ólafur Björnsson kirkjuráðs-
maður til máls og reifaði málið
ennfremur. Gerði hann m. a.
eftirtektarverðan samanburð á
þeim áhrifum og fræðslu, sem
unglingar nú á dögum fá í trú-
arefnum og þá er hann ólst
upp. Þá tíðkuðust húslestrar
„augnablik helguð af himinsins
náð“. „Annar blær kom við það
á heimilislífið", segir Ólafur.
Kristin kirkja þarf að vera afl
er þjóðfjelagið komist ekki
fram hjá að taka tillit til —
en kirkjan er beiningamaður
nú sem stendur. Af hverju? Af
því að okkur vantar samaka-
máttinn til þess að hrinda af
henni beinimgamannsálitinu. —
Peninga vantar, myndi einhver
segja. En, ef samtökin treyst-
ust, myndi þá fremur skorta í
baráttunni fyrir guðs ríki,
fremur en baráttu stjórnmála-
flokkanna, er ausa þeim út í
fundarhöld, bílferðir nótt og
dag um land til að segja tak-
markaðan sannleika?“
Ræðan var þökkuð með því
að fundarmenn stóðu upp. —
Hófust svo umræður um málið
af miklu kappi með takmörk-
uðum ræðutíma. Kl. 12 var
fundi frestað til 4 síðd. en kl.
3 drukku fundarmenn kaffi
sameiginlega. Er fundur hófst
á ný var samþykt eftirfarandi
fundarályktun er kom frá 15
manna nefnd þartilkjörinni
fyrsta fundardaginn:
Samþyktar tillögur
Almennur kirkjufundur í
Reykjavík 23.—25. júnímán.
1935 lýsir yfir því:
1) Að hann er mótfallinn
frumvarpi því um skipun
prestakalla, sem fram er kom-
ið á Alþingi frá milliþinga-
nefnd í launamálum, og telur,
að yfirleitt beri alls eigi að
fækka prestum frá því ,sem nú
er, nje heldur að sameina
prestaköll landsins frekar en
gildandi lög (frá 1907) gera
ráð fyrir.
Samþ. með öllum atkv.
2) Að þær breytingar, sem
til greina gætu komið á nú-
verandi skipun prestakalla, eða
kirkna og sókna, — hvort sem
er til sameiningar eða aðskiln-
aðar í einstökum tilfellum —
eigi því aðeins að fara fram,
að þær verði að teljast sam-
kvæmar eðlilegri þróun kirkju
málanna og hlutaðeigandi
söfnuðir æski þeirra.
Samþ. með öllum atkv.
3) Að loks gæti komið til
greina, ef almenningsvilji
reyndist að vera fyrir því, að
lögin um skipun prestakalla
nr. 45, 16. nóv. 1907 yrðu end
urskoðuð í heild, með það á-
kveðna markmið fyrir augum
að lagfæra það, sem ábótavant
þykir, svo að kristni og kirkju
landsins verði enn betur borg-
ið en nú er. Getur þar eins vel
komið til mála, að fjölga verði
prestum á ýmsum stöðum í
landinu, svo sem í Reykjavík
og víðar, sem er aðkallandi,
svo og að fela þjónandi prest-
um nokkur kenslu- og skóla-
störf, um leið og kjör þeirra
yrðu bætt.
Sþ. með öllum greiddum at-
kvæðum gegn tveimur.
Að því loknu hófust umr. á
ný um umræðuefni dagsins,
töluðu þar margir og virtust
allir gerðir af einni sál og ein-
um huga, að efla og treysta
samtökin lærðra og leikra og
knýja fram þrótt meira líf og
starf í þágu kirkju og kristn-
innar. Fundi var slitið kl. 7.
Um kvöldið flutti að lokum
Valdemar Snævarr, skólastjóri
frá Norðfirði útvarpserindi
frá Dómkirkjunni um safnað-
arfræðslu.
P. O.
144 matsveinar. Það er ekki að
sjá að Frakkar þekki málshátt-
inn: „Margir matsveinar eyði-
leggja matinn", að minsta kosti
hefir risaskipið „Normandie“ 144
matsveina um borð. Kanske eru
menn aðeins hræddir um að mat-
urinn verði annars of einhliða.
Landvinningar Japana
Eftir irfetfaritara Morgnnblaðsins í Kaupmannahöfn.
Japanskt fótgöngulið fer yfir brú sunnan við kínverska múrinn.
Athygli heimsins beinist aftur
að viðburðunum í Austur-Asíu.
Japanar færa sig stöðugt upp á
skaftið. Haustið 1931 tóku þeir
Mansjúríu lierskildi .í byrjun árs-
ins 1933 lögðu þeir Jehol undir
sig. Á síðastliðnu ári hafa þeir
náð stöðugt méiri fótfestu í Mon-
gólíu. Og nú eru þeir farnir suð-
ur fyrir kínverska múrinn og eru
að leggja Norður-Kína undir sig.
Aðferðirnar eru stöðugt hinar
sömu. Japanar segja ekki Kín-
verjum opinberlega stríð á hend-
ur. Og Japahar segjast ekki leggja
þessi landsvæði undir sig. Þeir
segjast að éins „friða“ þau, gæta
reglu, halda kínverskum stigá-
mönnum í skefjum o. s. frv. Svona
fóru Japanar að í Mansjúríu. í
sept. 1931 var japönsk járnbraut-
arbrú í Mansjúríu eyðilögð. Jap-
anar kendu Kínverjum um eyði-
leggingu brúarinnar, og Japanar
tóku landið herskildi, ekki til
þess að leggja það undir sig, held-
ur td þess að gæta reglu, að því
er Japanar sjálfir lýstu yfir í
Genf. Formlega sjeð er þetta rjett.
Japanar gerðu Mansjúríu að sjálf-
stæðu ríki að nafninu, en í reynd-
inni að japanskri hjálendu.
Svo rjeðust Japanar inn í Jehol
og lögðu hjeraðið undir hið nýja
Mánsjúríuríki. J.ehol er norðan
við kínverska múrinn. Það á því
í rauninni heima innan takmarka
Kort af Chihli-hjeraði, sem Jap-
anar hafa lagt undir sig. Hlykkja-
strikið á myndinni sýnir kínverska
múrinn.
Mansjúríu-ríkisins, sögðu Japan- Shantung og stjórn þessara hjer-
ar. Með samskonar rökstuðningi aða verði um leið lögð í hendur
eru þeir byrjaðir að leggja Mon- manna, sem sjeu Japönum viu*
gólahjeraðið Chahar undir Man- veittir. Með þessum kröfum
sjúríu. j stefna Japanar að því, að fá í
------- i reyndinni yfirráð yfir Norður-
Og nú er röðin komin að hjer- Kína al'la leið suður að Gula fljót-
uðunum í Norður-Kína, sunnan inu. Kínverjar hafa aftur mót-
við kínverska múrinn. mælt. En jámbrautarlestir flytja
Eftir stríðið í Jehol sömdu dag og nótt japanska hermenn frá
Kínverjar og Japanar frið. Kín- Jeliol suður fyrir múrinn, og Kín-
verjar urðu þá að sltuldbinda sig
til að afvopna breitt belti sunnan
við múrinn. En sunnan við af-
vopnaða beltið í Hopei- (Chihli-)
hjeraðinu, ræður Yu Hsueh-Chung
hershöfðingi yfir fjöhnennum her.
Hann var fyrrum hershöfðingi í
Mansjúríu, en fluttist með her
sinn suður fyrir múrinn til Hopéi-
hjeraðsins, þegar Japanar lögðu
Mansúríu undir sig. Yu Hsueh-
Chung er duglegur herforingi og
hefir góð sambönd í Mansjúríu.
Japönum hefir því lengi blætt
í augum, að hann fer með völd svo
nálægt landamærum Mansjúríu.
Japanar hafa því lengi óskað að
bola honum burtu frá Hopei-hjer-
aðinu.
í byrjun þessa mánaðar sögðu ' ' sssbi
Hirohito Japanskeisari.
verjar hafa enga möguleika til
þess að hindra, að Japanar knýi
kröfur sínar fram.
Japanar, að Yu Hsueh-Chung hafi
rofið samninginn um afvopnaða
beltið sunnan við kínverska múr-
inn. Og nú sendu Japanar Kín-
verjum hverja úrslitakostina á
fætur öðrum. Fyrst heimtuðu
þéir að Yu Hsueh-Chung, her Hvatirnar til japönsku landvinn
hans og yfirleitt albr kínverskir inganna í Kína eru sumpart' af
hermenn verði fluttir frá Hopei- ^ hernaðarlegum og sumpart af
hjeraðinu. Ennfr.emur að öll em- efnahagslegum rótum runnar.
bætti í lijeraðinu verði skipuð Með yfirráðunum yfir Norður-
mönnum vinveittum Japönum, og Kína efla Japanar hernaðaraðstöðu
að japanskir herforingjar ráði úr- sína á meginlandi Asíu. Þeir fá
slitum um skipun allra embætta. þarna yfirráð yfir járnbrautinni
Kínvérjar mótmæltu, en sáu sjer frá hafnarborginni Tientsin til
þó ekki annað fært en að verða Kalgan- og geta sent japanska
við kröfunum og byrjuðu að hernum í Mongólíu nauðsynja-
flytja herinn frá Hopei. í þessu vörur beina leið frá Japan um
lijeraði er Peldng, fyrv. höfuð- Tientsin í stað þess sem nú að
borg Kína, og þar að auki hin sentia • vörurnar langa krókaleið
stóra liafnarborg Tientsin. lum Mansjúríu og Jehol. Japanska
En Japönum var þetta ekki herlínan í Mongólíu nálgast meira
nægilegt. Það liðu að eins 2 eða og meira hagsmunasvæði Rússa.
3 dagar og svo heimta Japanar, Hin bætta aðstaða Japana á þess-
að kínverski herinn verði fluttur um slóðum stofnar yfirráðum
frá hjeruðunum Chahar, Shansi og RúsSa í Austur-Asíu í voða. En