Morgunblaðið - 05.07.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.07.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 5. júlí 1935.. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. ^ JCnufis&ajuie 5 manna drossía (Essex) til feölu með sjerstöku tækifæris- verði. Upplýsingar á Baldurs- götu 28. Athugið! Hattar og aðrar karlmannafatnaðarvörur, ný- komnar. Hafnarstræti 18. Karl- mannahattabúðin. Handunnar hattaviðgerðir, þær einustu bestu, sama stað. Silki- og ísgarnssokkarnir okkar eru komnir aftur. Versl- ■unin „Dyngja“. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími •024. Veggmyndir og rammar i iíölbreyttu úrvali á Freyju- lOtu 11. Postulínskaffistell með heild- eöluverði á Laufásveg 44. Ung, barnlaus hjón, vantar 2 herbergi og eldhús 1. októ- ber. Helst sem næst miðbænum. Fyrirfram greiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 4995 kl. 9—12 og 1—6. Stúlka óskar eftir hrein- gerningum og þvottum. Upp- lýsingar á Bergstaðastræti 17. ÍfcCJíynnintfaB Ef þjer viljið fá heimsendan góðan miðdegisverð þá hringið í síma 1289. Ferðaskrifstofa Islands, Aust urstræti 20, sími 2939, hefir af- greiðslu fyrir flest sumarhótel- in og gefur ókeypis upplýsing- ar um ferðalög um alt land. Til Stykkishólms fastar bílferðir alla mánu- daga og fimtudaga. — Frá Stykkishólmi alla þriðjudaga og föstudaga. Bif reiðastöðin Hckla Sími 1515. Sflgr, Zoega & Co Rjett nýgengin út. Galdramað- Framköllun, kopiering Og urmn el Neco nýtur mikillra vm- gtækkanir. Fleiri pappírsteg- sælda í Svíþjóð, þar sem hann1 ferðast nú um þvert og endilangt undir. — Filmur, rammar og landið með hin einkennilegu verk- albúm til sölu. færi sín. Sydsvenska Dagbladet segir eftir- farandi sögu um el Neco: Dag nokkurn hafði el Neco tek- ið sjer gistingu í gistihúsinu Gustav Vasa. Hann stóð rjett hjá símanum þegar hringt var. Enginn var viðstaddur tíl að svara í símann, svo el Neco svar- aði. Rödd í símanum spyr: Halló, er það Gustav Vasa. El. Neco: Nei, hann er nýgeng- in út. Þjer talið við Erik 14. Amatördeildin. Til nlnnls: Þegar þjer þurfið að kaup* ný- ueykt sauðakjöt, spaðsaltað dilkakjöt og 1. flokks frosið dllkekjöt þá hringið í undir- ritaða verslun. Verslon Sveíns Jóhannaeoner, ^T^fgTitrPtifftirwtl Mk Wwl 8BMl Ráðningarstofa Reykj avíkurbæjar Mljtrtngi 1 (1. lofti). KarlmannaaleiMin ojtin frá kl. 10—12 «g 1—2. KvennadeiMin opln frá kl. 2—6 e. h. Síml 4966 Vinnuvoiteudum og atvimHuumaakj* m4«9I er veitt öU aðrteS viS rðön* ittgu án entfeMspJtilSs. JMALTIN" ÚIBOÐ. Þeir, er gera vilja tilboð í að byggja ofan á starfs- fólkshús á Vífilsstöðum, vitji uppdrátta á Teiknistofui. Húsameistara Ríkisins. Reykjavík, 4. júní 1935. Einar Erlendsson. Vænfanlegl. LAUKUR í kössum, ný uppskera. KARTÖFLUR, aðeins lítið eitt óselt. Eggert Kristjdnason & Co,. Slml 1400. í 8N ÖRUNNI. 49. Dómsmálaráðherra lagði heyrnartólið á, og vann síðan í tvo tíma samfleytt, án þess að líta upp úr vinnunni. Ronald Carthew hafði seinna orð á því, að hann hefði sjaldan sjeð sir Hump- hrey vinna af meira krafti og með jafnmikilli skarpskygni og gaf fyrirskipanir sínar skýrt og skorinort eftir skamma íhugun — hann hafði augsýnilega náð aftur fyrra starfsþreki og skarp- skygni. En þeír höfðu faríð í gegnum öll skjölin og af- greitt þau mál, er lágu fyrir, sagði sir Humphrey: — Það er best, að þjer verðið kyr hjer í hús- inu, Carthew, herbergið yðar mun vera tilbúið. Síminn hringir áreiðanlega látlaust í alt kvöld. — Jeg skal svara í símann, sir Humphrey, svaraði Carthew. Sir Humphrey lagfærði leslampann, og náði sjer í heilan bunka af dagblöðum. En hann gat með engu móti fest hugann við lesturinn. Með skarpskygni og glöggri íhugun velti hann fyrir sjer hinu nýja vandamáli, sem nú hvíldi á honum, ein sog farg. En stálminni, ímyndunarafl og dómgreind — alt kom fyrir ekki. öll hugsun hans snerist um þetta eina kveljandi orð: Hvers vegna? En sir Humphrey fekk ekki lengi tíma, til þess að sökkva sjer niður í draumóra, því að ekki leið á löngu, áður en Carthew kom inn aftur. — Jeg bið yður að afsaka, sir Humphrey, mælti hann. — Jeg gerði mitt, til þess að þjer fengjuð að vera í næði, en Matterson offursti er á leiðinni hingað, jeg gat ekki ráðið við það. Sir Humphrey, sem var næstum því feginn að vera vakinn af hugsununum, sem ásóttu hann, ypti öxlum. — Jæja, jæja, látið hann bara koma. — IIIu best aflokið. Litlu síðar heyrðu þeir bíl koma á fleygiferð og nema staðar fyrir utan húsið. Síðan var hringt á dyrabjölluna, og að vörmu spori kom Parkins, ráðsmaðurinn, og sagði, að offurstinn væri kom- inn. — Kæri sir Humphrey. Það er indælt að sjá yður aftur, sagði Matterson, er hann kom inn. — Fáið þjer yður sæti, kæri vinur, svaraði dómsmálaráðherrann, — einhvern tíma hlaut að líða að því, að jeg kæmi aftur. Matterson sendi honum forvitnislegt augnaráð. — Má vera, svaraði hann. — En er að furða, þó maður sje dálítið* kvíðafullur, þegar sjálfur dómsmálaráðherrann fer út um glugga klæddur smoking, hverfur síðan gersamlega og lætur ekki eftir sig eitt einasta orð til skýringar? — Má jeg bjóða yður eitthvað að drekka, Matterson, sagði sir Humphrey. — Nei, þakka yður fyrir, ekki núna. Jeg er altaf spentur að heyra sögu yðar. Sir Humphrey kveikti sjer í vindlingi. — Jeg hefi enga sögu að segja, sagði hann svo. — Frá engu að segja! Matterson reis til hálfs upp í sæti sínu. Við hvað eigið þjer? Þjer hafið ekkert að segja? — Jú, auðvitað, ef yður finst það einhverju máli skifta, sagði sir Humphrey með meðstu ró- semi. — Jeg fór hjeðan, úr þessu herbergi, út um gluggann þarna, á sunnudaginn var. Og í kvöld kom jeg heim aftur, en inn um dyrnar, þar eð glugginn var lokaður. Og aðrar frjettir af mjer má lesa í blöðunum. Jeg hefi verið á sjúkrahúsi. Offurstinn átti bágt með að halda sjer í skefj- um. — Rossiter, tók hann til máls. — Viljið þjer gera það fyrir mig, að draga ekki dulur á neitt. Ef þjer hafið sjerstakar ástæður til þess, er öðru máli að gegna. En jeg bið yður að hafa í huga, að jeg er hjer sem fulltrúi allsherjarlögreglu Eng- lands, og mjer finst að yður beri að segja sann- leikann! Og þegar kringumstæðurnar eru þannig,- að einn af ráðherrum landsins hefir áður rjett aðeins með naumindum komist lifandi af, eftir líkt hvarf, bið jeg ekki um sannleikann — jeg krefst hans! — Þetta var vel sagt, offursti, sagði sir Hump- hrey og kinkaði kolli í viðurkenningarskyni. Jeg beygi mig fyrir yður og þetta er svar mitt: Tuttugu sekúndum áður en jeg fór út um glugg- ann, óraði mig ekki fyrir, að je ætti eftir að gera það, af fúsum vilja. En svo kom nokkuð óvænt fyrir, og jeg gerði það. Jeg hefi verið í burtu nokkra daga, en nú er jeg kominn aftur, og verð- að hugsa málið vandlega. Hjer er mikið í húfi. Og jeg veit að svo komnu ekki, hvers vegna mjer er blandað í þetta. En jeg hefi ekki í hyggju að tala um þetta frekar, við yður eða aðra, fyr en jeg veit betur, um hvað er hjer eiginlega að ræða.- Matterson sat lengi án þess að mæla orð. — En haldið þjer ekki, að þjer með þessu móti, hjálpið glæpamönnunum, sir Humphrey, sagði hann svo með nokkurri þykkju. — Það má vel vera. En hins vegar kemur það niður á mjer sjálfum, ef jeg breyti ekki rjettilega. — Þjer neitið með öðrum orðum að gefa þeim mönnum, sem hafa unnið að máli yðar, nokkrar upplýsingar? Þjer viljið láta okkur bera það út að þjer hafið verið á sjúkrahúsi. — Stendur heima. — Mjer þætti fróðlegt að vita, hvernig jeg á að koma mönnum mínum í skilning um það, sagði Matterson, og dróg niður í honum. — En hví þá að vera að reyna það? Látið það eiga, sig.-------- Matterson offursti svaraði fastmæltur. — Jeg hafði, margra hluta vegna, vænst þess, að þjer segðuð okkur alt hreinskilnislega. En ef þjer haldið fast við þann ásetning yðar, að vilja ekk- ert segja, verð jeg að tilkynna yður, að við erum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.