Morgunblaðið - 19.07.1935, Side 2

Morgunblaðið - 19.07.1935, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 19. júlí 1935. Ötget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr StefAnsson. Rltstjórn og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Auglýsingastjóri: B. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742. yaltýr Stefánsson, nr. 4’220. Árni Óla, nr. 3046. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuTSi. j Utanlands kr. 3.00 á mánuöi. I iausasölu: 10 aura eintakið. (S 20 aura meC Lesbók. Úivarps- nolcndur. Fjelag útvarpsnotenda í Reykjávík boðar til almenns fundar útvarpsnotenda í K. R.- húsinu kl. 8*4 í kvöld. Á þessum fundi verður rædd sú ákvörðun útvarpsstjóra og atvinnumálaráðherra, að flæma Vilhjálm Þ. Gíslason frá út- lendum frjettaflutningi við út- varpið og gera Sigurð Einars- son einvaldan þar. Þessi ákvörðun hefir mælst mjög illa fyrir meðal útvarps- notenda, enda er það síst að undra, því að V. Þ. G. er sá starfsmaður við Frjettastofu útvarpsins, sem enginn hefir neitt út á að setja. Málfar hans og öll framkoma er þannig, að þeir sem á hann hlusta fá traust á manninum. V. Þ. G. hefk þar að auki þann mikla kost fram yfir Sig. Einarsson, að hann stendur aigerlega ut- an við pólitískar flokkadeilur. En nú er það einmitt þetta, að V. Þ. G. tekur ekki virkan þátt í stjórnmálabaráttunni, sem hefir orðið þess valdandi, að hann er flæmdur frá sínu starfi. En þessu mótmæla útvarps- notendur. einum rómi. Þeir krefjast þess, að útvarpið sje þjóðleg menningarstofnun, sem haldið verði utan við pólitíska flokkadrætti. Og það er víst, að útvarps- notendur geta sjálfir ráðið því, hvað ofan á verður í þessu máli. Útvarpið er þeirra stofn- un; þeir leggja fram fjeð til starfrækslunnar • og án þeirra getur útvarpið ekki starfað. Þetta verða útvarpsstjóri og Sigufð^r: Einarsson að gera sjer ljóstíbíöv ,, Það er skylda útvarpsnot- eruia að standa á verði um alt, sem útvarpið varðar. Og þeir eiga að sýna þeim mönnum, sem aptla sjer einræðisvald yfir þessari stofnun, að þeir eru þjpnar útvarpi^notenda en ekki herrar. (Þeasvegna, útvarpsnotendur, fjölmennið á fundinn í K. R.- húsinu í kvöld og sýnið VALD YKKAR! Eimskip. Gúllfoss kernur tíl Vestm.au KaeyjH kl. 9 árd. í dag. Goðafoss or í Hamborg. Dettifoss ,var, á ísafirðj í gterkvöldi. Brú- arfioss er á. Ieið til Leith frá Vest- manpae^juin. Lagarfoss var á Akuréýri 1 ’gær. Selfoss vaf á Önundarfirði í gærniorgtiri. ■ ' Einar Kristjánsson syngur í Höfn. SöngTarinn ffekk ágætar viötökur. MÍ-f f * < Stungið upp á því ’að liami verði ráðinn til konunglega leikhússinst. KÁtlPMANNAHÖFN í GÆR. ifílovw EINKASKEYTI til MORGUNBLAÐSINS. Einar Kristjánsson, söngvari söng í hljómleikasalnum í Tivoli í gærkvöldi. Dómum blaðanna nm söngiim ber öllum saman um að hrósa söngvaranum. Hljómlistardómari „Politiken* 1 ‘ segir að söngurinn hafi verið stór- sigur fyrir Einar. Ráðleggur blaðið Konung- lega leikhúsinu að ráða Einar til leikhússins fyrir næsta leiktímabiL þar sem því vanti tilfinnanlega bjartan tenór. Dagens Nyheder, skrifa: Einaú Kristjánsson áttí fullkomlega skilið hinar góðu viðtökur, sem hann fekk. Rödd hans er ekki ýkja mikil, en hún er hljómfögur, hrein og falleg. Blaðið Socialdemokraten segir: Einar Kristjánsson er efni í sjer- staklega góðan tenórsöngvara. Ðerlinga tíðindi segja að Einar sje ágætt efni og rödd hans liggi mjög eðlilega. Þá segir blaðið, að þar sem Ein- ar Kristjánsson sje íslendingur, verði hann að teljast danskur borgari og spyr blaðið hvort Dan- ir hafi ráð á því að láta svona gott efni vera í útlandinu . Páll. Atlantshafsflug um Island. Thor Solberg* lagði af stað frá New York, en varð að snúa við. Búist við að hann hafi iagt af stað aftur í gær. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Hann neyddist þó td að snúa við og fara til New York aftur vegna þess að eitthvað var í Thor Solberg, norsk-ameríski ólagi með stýrisútbúnað vjelar- flugmaðurinn, sem ráðgert hefir innar Atlantshafsflug ttm Grænland og Solberg ráðgerir að leggja af ísland lagði af stað frá New York stað að nýju í dag. gær. Páll. Eldsumbrot á hafsbofnl fyrir utan Noregsifrðnd, veldur jarðsk júlf ta í Þrándheimi. KAUPMANNAHÖFN f GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGÚNBLAÐSINS. Mikill jarðskálfti varð í nótt í Þrándheimi í Noregi. Gluggarúður skulfu og hús hristust. Fólk þaut 1 óttaslegið upp úr rúmum sínum um miðja nótt. Stórar öldur gengu langt á land upp þótt veður væri stilt. Álitið er, að jarðskálftamir stafi frá eldsumbrotum á hafs- botni, fyrir utan ströndina. PáH. Rússar ráðgera flug l'frál Moskva til San Franeisco yfir Norðurheimskaut- ið án viðkomu. íiiCix Sb í.'.rolbrý:úv,' KAUPMANNAHÖFN í gær. fjílfiEINKASKEYTI TIL ’ MORGUNBL AÐSINS. ’. g éi I Fr^ j^íjkva er símað,, að Rúss- ar ráð55,..ri nú að lljúga frá Moskva til Sau Franciseo yfir Norðurheimskaulijð áp .yiðkomu. Til flugsinsi werður not- uð flugvjel: með einni vjel. :jv %ii .1 : í ;í ' , . Lagt, verðúr a I' st að í í'l’ng þetta undir eins og veður skilyrði leyfa. Páll. 3 MENN VERÐA I FLUGVJELINNI. Oslo 18. júlí. FB. Frá Moskva er símað, að sovjetstjórnin undirbúi flug- ferð frá Rússlandi til San j Francisco yfir norðurheim- skautið. Flogið verður til Banks Islands, Fort Simpson og Van- couver á Kyrrasafsströnd til Canada og því næst með strönd um fram til San Francisco. 1 i flugvjelinni verða þrír menn, stýrimaður, vjelamaður og loft- skeytamaður. Stjórn flugvjel- árinnar hefir á hendi hinn kunni flugmaður Clevalsekj. Flóðin í Kína auka§(. I ÍOO þús. manns hafa druknað. Um tvicr miljónir manna eni heimilislaLUSir. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Vöxturími, 8em hljóp í Gula- fljót og olli gífttrlegum flóðum, eykst ennþá. Hundruð þúsundir manna hafa flúið frá híbýlum sínum. Landstjórinn í Shantung segir að ástandið sje alvarlegra éii nokkru sinni fyr. Búist er við að tvær miljónir manna sje heimilislausir vegna flóðanna. Um hundrað þúsund manns hafa farist á sveitaþorpum af völdnm flóðanna. Fjórtán þúsnnd lík hafa fundist. Páll. Abyssiniudcilan. Abyssiníumenn berjast til hins ýtrasta, segir Ras Tafari. London 18. júlí. FÚ. Dagblað í Kairo birtir í dag viðtal við keisarann í Abyss- iníu, þar sem hann segist verða að líta á það sem fjandsam- lega ráðstöfun, ef að egypska stjórnin leyfir ítölskum hern- aðarflugvjelum að fara um eða yfir Egyptaland á leið þeirra til Abyssiníu, eða hinna ítölsku nýlendna í Afríku. 1 sama við- tali heldur keisarinn því enn- fremur fram, að ítalska stjóm- in hafi reynt að egna til deilu milli þeirra þegna hans, sem eru múhameðstrúar og ann- ara, en þetta hafi mistekist. Þá ræðir keisarinn einnig um hernaðarbrag þann, sem orðinn sje á stjórn Mussolini og víg- búnað hans, og segir, að þetta komi engan veginn á óvart, nema að því leyti, að hann skuli láta svo mikið á vígbún- aði sínum bera í augsýn alls heimsins, og án þess að virða alþjóðalög. Loks segir hann, að Abyssinía sje við því búin að verjast til hins ýtrasta. Aukafundur þjóða- bandalagsráðsins kem- ur saman innan skams til að ræða Abyssiníu- þjóðabandalagsráðherrann Anfc hony Eden spurður að því, hvort breska stjórnin vildi lýsa því yfir fyrir þjóðabandalag- inu, að Bretland mundi ekki beita neinum þeim ráðstöfun- um gagnvart Abyssiníu, sem gætu knúið hana til þess að sættast á deiluna við ftali á neinn þann hátt, sem haft gæti í för með sjer tap eða skerð- ingu rjettinda eða sjálfstæðis Abyssiníu. Antljony Eden svaraði á þá leið, að breska stjórnin hefði í allri viðleitni sinni til þess að leysa deiluna, tekið ýtrasta til- lit til Abyssiníu, sem meðlims þjóðabandalagsins, og svo mundi verða framvegis. Engin sildveiði í»« undanfarna sólarhringa. Siglufirði 18. júlí. FÚ. Engin síldveiði hefir verið tvo síðustu sólarhringa, og síð- ustu 3 sólarhringa hefir verið óslitin norðaustan rigning. Flest minni veiðiskip liggia í höfn, mörg óafgreidd. | Tankskipið Mitra tekur 1300 smálestir síldarlýsis hjá Síldar- verksmiðjum Ríkisins. 1 ísland bíður afgreiðslu vegna rigninga, en ætlar að taka síld- armjöl hjá Snorra og Hjaltalín. málin. London 18. júlí. FÚ. Skrifstofa þjóðabandalagsins í Genf hefir sent viðvörunar- boðskap til allra meðlima sinna, þar sem heitið er á þá að vera við því búnir að mæta á auka-þjóðabandalagsráðs- fundi innan skamms. Þessi boð- skapur er sendur að tilhlutun Litvinoffs, forseta þjóðabanda- lagsráðsins, sem nú er staddur í Norður-Ítalíu. Búist er við, að þessi fundur geti orðið und- ir lok þessa mánaðar, og um- ræðuefnið verður að sjálfsögðu deilumál Ítalíu og Abyssiníu. Bretar hafa tekið tillit til Abyssiníu, sem með- lims í þjóðabandalag- inu. London 18. júlí. FÚ. Á fundi í neðri málstofu breska þingsins í dag var AFLI ALLIANCE SKIPANNA. í dag og tvo undanfarna daga hefir verið stormur og dimmviðri á hafinu fyrir norð- an land og engin síldveiði. Þessa dagana hafa lagt á land í Djúpuvík við Reykjar- fjörð: Tryggvi gamli 1358 mál, Ólafur 918 mál, Surprise 280 mál, Hannes ráðherra 400 mál, Kári 493 rtiál og Garðar 1368 mál. < I Þýsku cimsbipaf|e> lögin tapa á rekstri skipa sinna.. Oslo 18. júlí. FB. Eimskipafjelögin þýsku, sem hafa skip í förum milli Þýska- lands og Bandaríkjanna, hafa tapað miklu fje á rekstrinum og verða nú fjelögin Hapag og Lloyd endurskipulögð undir nýrri átjórn og með stuðningi ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.