Morgunblaðið - 31.08.1935, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaginn 31. ágúst 193R
Rfkasta kona heimsins, sem
giftist dönskum greifa.
Nokkur atriði úr lífi Barbara Hutton,
erfingja Woolworth miljónanna.
Kurt greifi von Haugwitz og greifafrúin snæða kveldverð á
dýrasta gistihúsi í París.
Ríkasta kona heimsins, amér-
íska miljónamærin og erfingi að
Woolworth miljónunum Barbara
Hutton, giftist danska greifanum
Kurt Hauwitz Hardenberg
Reventlov í maímánuði í vor.
Barbara Hutton var áður gift
Midivani prins, en skildi við
hann til að giftast danska greif-
anum.
í^egar hún skildi við prinsinn.
Ijet hún hann hafa 1 miljón
któná á ári, til þess að liann gæti
fhj^tt^ frain lífinu.
Snemma í þessum mánuði fórst
Midivani prins í bílslysi á Spáni,
er haim var að, aka vinstúlku
sinni, greifafrú Tyssen á járn-
brautarstöð. Pririsinn andaðist
samstundis, en greifafrú Tliyssen
slasaðist alvarlega og varð að taka
ún herini annað augað eftir bíl-
siy»ð.
Heimsókn í föSurland
núverandi manns síns.
Amerísku blöðin gerðu mikið
veðúr út af giftingunni og lijón-
in urðu næstum að flýja frá
Ameríku. Þau ferðuðust síðan um
Evfópu og gistu alla helstu staði,
þar sem efnað fólk eitt hefir ráð
á að búa.
Snemma í ágústmánuði heim-
sóttu greifahjónin Danmörku.
Bjpggu þau á herragarði Kurt v.
H^igwitz í nokkra daga.
Dönsku blöðin gerðu náttúr-
lega jafnmikið veður út úr komu
þeirra og amerísku blöðin.
Þau keptust um að lýsa því
hvernig greifafrúin hefði h^gað
sjer, þegar til Danmerkur kom.
Verður hjer aðallega sltýrt frá
]>eirri heimsókn.
Sorgleg frjett.
Þegar Barbara Hutton og Kurt
v. Haugwitz komu til Danmerk-
ur barst frjettin um lát Midivani
prins.
Sagt var að liin fráskilda kona
hans hefði tekið s.jer þetta mjög
nærri, því þrátt fyrir skilnaðinn
skildu þau í mesta bróðerni. Það
var frjettamaður frá United Press,
sem flutti frúnni þessar frjettir
og hann átti þegar að síma til
New York hvernig henni yrði við
frjettina.
Það var ekki hægt að sjá á
greifafrúnni hvernig henni var
innanbrjósts, hún sagði aðeins:
— Þessi frjett hefir sterk áhrif
á mig- Hann var húsbóndi minn í
tvii ár, og við skildum sem vinir.
Haugwitz greifi kinkaði kolli,
eins og td að samþykkja orð konu
sinnar.
100 ferðatöskur til 8
daga dvalar.
Greifahjónin ætluðu aðeins að
dvelja í Danmörku í 8 daga.
Samt var farangurinn, sem toll-
verðirnir þurftu að skoða, 100
ferðatöskur. Auk þess voru tvær
þjónustustúlkur og tveir einka-
leynilögreglumenn í fylgd með
þeim.
Það er sagt að þessi farangur
sje smámunir einir hjá því sem
Höll greifans á Lálandi.
var á fyrstu brúðkaupsferð
brúðarinnar.
Þá fór hún og Midivani prins
frá New York til San Francisco í
„luxus“ járnbrautarvagni, sem
kostaði tengdapabba 600,000 doll-
ara. í San Francisco beið jap-
anskt „luxus“-skip eftir hjónun-
um og þar fengu þau t’l umráða
5 sali og 8 káetur, en prinsessan
varð að sigla ein.
Midivani prins hVarf áður en
skipið lagði frá landi.
Ástæðan var sú, að bræður hans
tveir, annar var giftur Pola
Negri, höfðu lent í einhverju fjár-
braski og prinsinn varð að hjálpa
þeim rít úr ógöngunum.
Þegar Barbara greifinna kom
til Danmerkur, var hún klædd í
einföld grá ferðaföt.. Brúðarkjóll
hennar kostaði 25-000 krónur og
hún reiknaði sjer 900 krónur í
andlitspúður og ilmvötn á leið-
inni.
í höll greifans.
Frá ferjunni óku hin ungu
hjón til ættaróðals greifans,
Hardenberg á Lálandi.
Kurt v. Haugwitz greifi hafði
keypt nýjan bíl af nýrri tegund,
svonefndum Rolls-Bentley, sem er
samsteypa af tveim þektum bíl-
Greifahjónin skömmu eftir hjóna-
bandið,
merkjum, Rolls-Royce og Bentley.
I höllinni var mikill undirbún-
ingur. Hátíðaflagg var við hún og
heiðursbogi við innganginn í
hallargarðinn- Nokkur hundruð
manns höfðu safnast saman til að
sjá dollaraprinsessuna, og greif-
inn og greifafrúin komu út á sval-
irnar til að seðja forvitni fólks-
ins.
Opinber móttaka var engin. En
hreppsstjórnin hefði sjálfsagt ekki
haft neitt á móti því að greifa-
frúin hefði lcunnað svo vel við
sig að hún settist að fyrir fult
og alt í höllinni. Úr þessu varð
þó ekki, því greifafrúin og maður
hennar fóru nokkrum dögum
seínna áleiðis til Ameríku.
Þjóðverfar í Addis
Aheba búa sig gegn
gasárá§um.
London, 30. ágúst. FÚ.
f þýska hverfinu í Addis
Abeba búa íbúarnir sig undir
það, að verjast loftárásum. Er
nú verið að grafa jarðhvelfingu,
þangað sem hægt verða að
flýja, til að verjast eiturgasi eða
sprengjum.
Fundurinn í Bolsano
ber vott um bug-
bvarf Mussolini, seg-
ir New York Times.
London, 30. ágúst. FÚ.
New York Times telur yfir-
lýsingu ítölsku stjórnarinnar
eftir fundinn í Bolsano bera
vott um hughvarf, og segir 1
ritstjórnargrein í dag, að Musso
lini hafi nú gert sjer grein fyrir
því, að almenningur óttist að
ófriður í Abyssiníu breiðist ó-
hjákvæmilega til Evrópu, og
af því stafi hin breytta afstaða
hans í gerð Breta.
Blaðið segir að enn sjeu þó
ekki öll stjómmálaleg ráð þrot-
in, og enn kunni að takast að
stilla til friðar.
Verðbr jef fafla í gildi
í Ííalíu.
London, 30. ágúst. FÚ.
Fregnir frá Róm bera vott
um það, að ráðstafanir þær
sem stjórnin gerði á fundinum
í Bolsano, viðvíkjandi viðskifta-
og iðnaðarmálum í landinu á
næstunni, hafi þegar orðið til
þess að fella verðbrjef í gildi,
og draga úr viðskiftum. Eink-
um hafa hlutabrjef í bifreiða-
verksmiðjum fallið í verði.
ítafir fflytja bergögn
og hermenn til
Afríku.
London, 30. ágúst. FÚ.
í dag lagði skip af stað frá
Neapel með hernaðarflugvjelar
til Austur-Afríku-nýlendanna.
Þá fór einnig annað skip, með
liðsforingja, svartliða, flugmenn
og rauðakrossmenn.
Hánsferð til Abyssiníu
frá franska Somali-
landi.
London, 29. ágúst. FÚ.
Frá Addis Abeba kemur sú
frjett, að nýlega hafi 60 inn-
fæddir menn úr Franska Somali-
landi farið ránsför inn fyrir
landamæri Abyssiníu, ráðist á
abyssinska hirðingja, rænt naut
peningi þeirra, og skilið 60
menn dauða eftir á.vígvellinum.
Einn læknir á hverja
1000 íbúa í Englandi.
London, 30. ágúst. FÚ.
I breska lækningatímaritinu
segir, að í Englandi sje nú
einn læknir fyrir hverja 1000
íbúa. Árið 1934 voru alls 57.500
læknar í landinu, eða 1500
fleiri en árið áður. Læknum
hefir fjölgað um 19000 í Eng-
landi síðan 1905. Rúmlega 10
af hundraði lækna eru kven-
menn, og segir í skýrslu þess-
ari, að óðum fari í vöxt að
kvenlækna sje vitjað.
Dýrt naut. Dýrasta naut í heimi
á Marchall óðalseigandi í Eng-
landi. Um daginn voru honum
boðnar 68.000 krónur fyrir bolan,
en hann vildi ekki selja.
NýslátraO
ililkakjöt. lifnr og
§við kaupa allir
í sunnudagsmat*
inn í verslunum
okkar.
Ennfremur ný-
slátrað naufakjöt
og allskonar
grænmeti.
Grettisgötu 64.
í Verkainannabústiiðunum.
Antony Eden á förum
til Genf.
Hann kemur við
í París.
Anthony Eden.
London, 30. ágúst. FB„
Anthony Eden leggur af sta®
áleiðis til Genf á mánudag, til
þess að taka þátt í ráðsfundi
bandalagsins 4. sept. Á leiðinnr
kemur hann við í París til við-
ræðna við Laval. — (United.
Press). ,
Leiðinlegur heiroa.
Eftirfarandi smásaga ér sögð.Uria
kímnisskáldið ameríska, Irviu
Cobb-
Elisabeth litla dóttir Cöbhs var
spurð að því í sbóhuuim, hvað
pabbi hennar væri. Hún svaraðv
að hann væri kímniskáld, eins
og hún hafði heyrt, aðra segja„
en vissi ekki sjálf hvað þýddi-
Þðgar hún kom heim úr skólanum,.
spurði hún mömmu sína, hvað
pabbi sinn gerði eiginlega.
„Hann skrifar skemtilegar smá-
sögnr í blöðin“.
„En mamma, af hverju er pahbi
þá ekki skemtilegur heima líka“.
Fyrir 150 árum var pappírs-
framleiðsla á mann í Danmörku
3 kíló — í ár er framleiðslan 30
kíló á mann, eftir því sem prófesg
or Hannover segir í nýútkominni
bók um pappírsframleiðslu.