Morgunblaðið - 31.08.1935, Síða 7
7
Langardaginn 31. ágúst 1935
MOEGUNBLAÐIÐ
Spikfeitt kjöt
af fullorðnu á 55 aura og 65
aura y2 kg- Saltkjöt, Hangi-
kjöt af Hólsfjöllum. Nýjar
kartöflur, lækkað verð.
Jóhannes Jóhannsson,
■Grundarstíg 2. Sími 4131.
Ráðningarstofa ( Sínii
Eeykjavíkurbæjar i .q66
fi-œkjariorgi 1 (1. lofti). |
Karlmannadeildin opin frá
kl. 10—12 og 1—2.
Kvennadeildin opin frá
k'l. 2—5 e. h.
Vinnuveitendum og atvinnuumsækj-
ondum er veitt öll aðstoð við ráðn-
ingu án endurgjalds.
Kýsláfrað
dilkakjöt,
nýit grænmeti.
Kjötbúðin Herðubreið,
Hafnarstræti 18. Sími 1575,
Til minnis.
l>egar þjer þurfið að kaupa ný-
reykt sauöakjöt, spaðsaltað dilka-
kjöt og 1. flokks frosið dilkakjöt
|)á hringið í undirritaða verslun.
Verslun
Sveins Jóhannssonar.
Bergrstaðastræti 15. Sími 2091.
Nítt dilkakjðt
og nautakjöt.
ísl. gulrófur og ísl. hvítkál
með lækkuðu verði.
Melónur ódýrar, Laukur
og Blómkál.
Milnersbúð,
Laugaveg 48. Sími 1505.
Tómatar
ng allskonar grænmeti
Vrrshinin
Kjöt & Fiskur.
Símar 3828 og 4764.
Nýja Hvammstanga
er komið.
Vesturgötu 16. Sími 4769.
Afkomandi Lincolns.
Menn gæti ætlað að þetta væri
mynd af Abraham Lincoln Banda-
ríkjaforseta, en hún er af einum
af liinum fáu aflcomendum lians,
sein nú er gnllnemi í Kalifornía.
Einkennilegur dómur. Menta-
skólakennari einn í U. S. A. var
um daginn tekinn fastur fyrir
að hafa ekið of hratt í bíl sín-
um um þjóðveginn. Dómarinn
skipaði kennaranum að fara
heim og skrifa 1000 orða stíl
um öryggið á þjóðvegunum.
Jamboree bannað. Amerískir
skátar urðu fyrir miklum von-
brigðum nýlega. Roosevelt for-
seti bannaði þeim að halda
skátamót, sem þeir ætluðu að
halda síðast í ágústmánuði. Á-
stæðan er barnaveikisfaraldur,
sem gengur í Bandaríkjunum.
George Arliss, kvikmynda-
leikarinn frægi, afþakkaði boð
um 130.000 króna launahækk-
un nýlega. Hann átti að fá
þessa upphæð fyrir aukavinnu
við kvikmynd, sem átti að flýta
sjer með. Ástæðan fyrir því að
hann gekk ekki að boðinu var
sú, sagði hann, að sjer var
meiri hagur í því að myndin
yrði góð, en fjelaginu, sem tek-
ur hana.
í Englandi eru nú 2 miljónir
atvinnuleysingjar. Það eru að-
eins flugfjelögin, sem kvarta
yfir því að þau fái ekki nógu
marga sjermentaða menn til
vinnu.
Æskumenn í Rússlandi eiga nú
að fara að læra mannasiði. Rarl-
mennirnir eiga að bera virðingu
fyrir konunni og vera kurteisir
við hana í allri umgengni. Ef þeir
vilja ekki hlýða þessu boði verða
þeir réknir úr kommúnistaflökkn-
um.
Andlitsfarði bamiaður.
Dómsmálaráðuneytið í' Tyrk-
landi hefir sent út reglugerð, þár
sem tyrkneskum konum, sem vinna
hjá ópinberum stofnunum er
bannað að „mála“ sig. Einnig voru
þær skyldaðar til að mæta í sjer-
stökum vinnúklæðnaði á skrif-
stofurnar.
Pjetur: Hann pabbi rninn, liann
er nú duglegur, hann bvgði Aip-
ana, þú veist.
Hans: Ha — það er nú ekkert.
Þú þekkir Dauðahafið, það var
pabbi minn, sem drap það!
DagbóR.
Veðrið (föstud. kl. 17); Víðast
hæg NA-átt og yfirleitt bjartviðri
sunnanlands og vestan, en skýjað
loft norðanlands og austan. Lítils-
háttar úrkoma sumstaðar á Norð-
ur- og Norðausturlandi. Hiti 10—
17 stig sunnanlands og austan, en
6—10 stig- á Vestur-, Norður- og
Norðausturlandi. Lægð yfir Skot-
landi, en háþrýstisvæði fyrir
norðan og yestdn Island.
Veðurútlit í Rvík í dag: Hæg-
viðri, Ijettskýjað.
Messur á morgun:
I dómkirkjunni kl. 11, síra
Friðrik Hallgrímsson.
I fríkirkjunni kl. 5, síra Árni
Sigurðsson.
I Hafnarfjarðarkirkju kl. 2,
síra Garðar Þorsteinsson.
Sado, fiskflutningaskip, fór
hjeðan í gær áleiðis til Vest-
mannaeyja, tekur þar fisk til út-
flutnings.
Skallagrímur kom af síldveiðum
í fj'rrinótt.
Hannes ráðherra kom af síld-
veiðum í fyrrinótt.
Enskur togari, sem hjer var til
viðgerðar fór í gær.
Kaldhreinsaða mjólkin. Einstæð-
ingskona kom inn á skrifstofu
Morgunblaðsins í gær og bað fyr-
ir eftirfarandi fyrirspurn: Hvers-
vegna er ómögulegt að fá kald-
lireinsaða mjólk á liálfpottsflösk-
um? — Fyrirspurninui vísai* Mbl.
til Samsölunnar og er þess væiist,
að liún svari opinberlega. Því
sátt að segja er óskiljaiiíégt, að
ráðamenn Samsölúnnar fáist ekki
til að' gera svona lítið fyrir Úð-
skiftavinina.
Bry^g'jan á Akranesi. í sumar
liefir verið steypt á Akranesi ker
eitt mikið, sem setja átti framan
við ,nýju bryggjuna. Var kermu
sökt í gærkvöldi við bryggju-
sporðinn. Er búist við, að innan
mánaðar verði lokið við brvggj-
una og verður þetta mikil bót
fyrir útgerðina á Akranesi.
Hjálpræðisherinn. í kvöld verð-
ur skrúðganga með hornablæstri.
Sámkoma á Lækjartorgi, því
næst samkoma í salnum. Ofursti
Halvorsen talar. Allir velkomnir.
Samkomur sunnudagsin.s: kl. 11
f. h. lielgunarsamkoma, kl. 4 e. h.
útisamkoma á Lækjattorgi, kl.
Sy2 hjálpræðissamkoma. Ofúrsti
Halvorsen talar. Adjutant og frú
Molin o. fh' aðstoða. Söngur og
hljómleikar. Allir velkomnir.
Notið sjóinn og sólskinið.
Kvennaskólinn í Reykjavík. —
Morgunblaðið hefir verið beðið að
geta þess, að Ragnheiður Jóns-
dóttir, kennari við skólann, Tjarn-
argötu 49, sinni skólaumsóknum
meðan að forstöðukonan dvelur er
lendis. Stúlkur, sem nám stund-
uðu í 3. bekk síðastliðinn vetur,
eru beðnar að hafa tal af Ragn-
heiði sem fyrst, sími 2019.
Kristján Sveinsson augnlæknir
er kominn heim og tekur nú á
móti sjúklingum aftur.
Fjelag Sjálfstæðra drengja fer í
berjaför austur í Ölfus n. k.
sunnudag (á morguu). Lagt verð-
ur af stað frá Varðarhúsinu kb 9
f. h. stundvíslega. Stjórnarmeðliin-
ir veita allar nánari upplýsingar.
Fagranes fer hjeðan til Akra-
ness í dag kl. 5. Núna um mán-
aðamótin A’erður sú breyting á
ferðum skipsins, að það fer frá
Akranesi alla þriðjudaga, fimtu-
daga og laugardaga kl. 8y2 að
morgni, en lijeðan frá Revkjavík
til Akraness söniu daga kl. 4.
Ver lagði af stað frá Norðfirði
í gær méð 70 tonn áf bátafíski.
Sunripe Melónur, Epli, Appelsínur, Sítrónur,
allar tegundir af grænraeti — Tomatar
ódýrir í dag, Marmelade, Cream Cracker,
Knáckebrauí, Isl. smjör, Ostar, Egg,
Ávaxtasafar, hollir, vítamínríkir, hressandi,
Nesti. Notií góía veírið.
féUUi/öUÁ
Til fötluðn telpunnar, Frá S.
kr. 4,50. — Samskotum þesSum er
hjer ,með lokið.
Hilmar Stefánsson bankastjóri
við útibú Landsbankans á Selfossi
liefir verið skipaður aðalbanka-
stjóri Búnaðarbankans.
Knattspyrnukepni fór fram í
gærdag milli skipAærja á eim-
skipunum „Edda“ og „Katla“.
Leiknum lauk með rigri skipverja
á Heklu, 2:0. Leikurinn var
fjörugur og skemtilegur. Það er
gleðilegt að sjómenn skuli nota,
þessa hohu og skemtilegu íþrótt
til að eyða tómstundum sínum í
landi og ættu skipverjar á fleiri
skipum að gjöra hið sama.
Farþegar með Brúarfossi í gær
frá útlöndum voru m. a.: Evjólf-
ur Jóhannssön framkv.stj., Bérg-
ur Jónsson bæjarfógeti og frú,
Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastj.,
og frú, Kristín Magnússon kaup-
maður, Dúlla Skúladóttir, Soffía
Skúladóttir, Hildur Kalman, Anne
Marie Östergaard, Magnús -J.
Kristjánsson, Jóhann Kristjáns-
son, Sveinn Ingvarsson forstj.,
Sigurður Einarsson, Inga Þórð-
ardóttir, Ásta Þórðardóttir, Geir
Þórðarson, Sigríður Magnúsdóttir,
Hólmfríður Ingjaldsdóttir, Dag-
ný Ellingsen. Ennfremur nokkrir
útlendingar.
Ingibjörg Sigurgeirsson kenn-
ari frá Kanada, fædd þar og upp-
alin, kom hingað í fyrra og stund-
aði enskukenslu í bænum í vetur.
Fór hún. gangandi um landið
í sumar, alla leið norður í Keldu-
hverfi. Varð hún svo hrifin af
landinu, að hana langar til að sjá
meira af því, og hefir þess vegna
ákveðið að dyeljast hjer eitt ár
enn, þótt hún hefði ákveðið að
fara vestur um haf í haust. Ætl-
ar hún að kenna ensku í vetur,
og býr á Skólavörðustíg 12.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Leith frá Vestmannaeyjum. Goða-
foss var á Akureyri í gær. Detti-
foss er í Hamborg. Brúarfoss kom
til Reykjavíkur frá útlöndum í
gær. Lagarfoss var á Blönduósi í
gærmorgun. Selfoss er í Leith.
Útvarpið:
Laugardagur 31. ágúst.
10,00 Veðurfregnir.
12.10 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19,20 Tónleikar (plötur): Kvik-
myndalög.
20,00 Klukkusláttur.
20,00 Upplestur; Úr- kvæðum
Steþlians G. Stephanssonar
(Steinn Steinarr).
20,30 Frjettir.
21,00 Tónleikai*: a) Útvarpstríóið;
b) Sumarlög (plöturj.
21,50 Danslög til kl. 24.
Iiiðjið uni
Melóniir,
óskemdar 1,50 pr. kik».
1,80 pr, kilo,
Grænmeti,
alt fáanlegt.
Hefi altaf fyrirliggjandi hár vi8
íslenskan búning,
Verð við allra hæfi.
Versl. Goðaíoss.
Laugaveg 5. Sími 3436.
Vií
nákvæmar
teikningar
eru
Stabilo
bestir.
Þeir fást
í 16 mis-
munandi
hörðum
gerðum.
Bdkidaiah
Lækjargötu 2. Sími 3736.