Morgunblaðið - 31.08.1935, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardaginn 31. ágúst 1935»
Sjaldgæfur viðburður.
Jáuyis/í&puÆ
Oxfordbuxur, húfur og fleira.
Karlmannahattabúðin, Hafnar-
stræti 18. Hattaviðgerðir, hand-
unnar, sama stað.
Altaf er silungurinn ódýrast-
ur í Fiskbúðinni, Frakkastíg 13.
Sími 2651.
Munið Smurðs Brauðs Búðina,
Laugaveg 34. Sími 3544.
Góður reiðhestur til sölu. —
Upplýsingar í síma 3128.
’8fff !m!S 'uoa ! uignq^of^
Jjiíeq gtcj gijUH -Jnijo^uit
auf^H unjoainS JUfÁs^ ’ijuq
-jnqu'jj j£m *jq_f5iupuiJi gujjnis
--ÍN 'S3l Vi ’BJnu gg 'jofJiussojq
guqing -qiajs i jofqussoJH 'jjnq
| jofqussojq qujjuis^ '«oa
ódýr húsgögn til sölu. Göm-
ul tekin í skiftum. — Hverfis-
götu 50. Húsgagnaviðgerðar-
stofan.
Vanti ykkur mat á kvöld-
borðið, þá kaupið fisk frá
Risnu. Matstofan Risna, Hafn-
arstræti 17.
Vandlátar húsmæður skifta
við Nýju Fiskbúðina, Laufás-
veg 37. Sími 4052.
Lítil íbúð óskast til leigu í
Hafnarfirði. Upplýsingar í[
.Yerslun Jóns Matthiesen.
Víntwi'
Háskólastúdent óskar eftir
kenslu, gegn fæði. Upplýsingar
í síma 4004.
1 Töllöse í Danmörku er gömul
köna, Karen Jeppesen, sem sat um
daginn gullbrúðkaup sonar síns.
Sjálf er hún 101 árs.
ítalir reiðir Carnera.
ítalir geta ekki gleymt því, að
Carnera skyldi láta svertingja
sigra sig á dögunum, einmitt þeg-
ar þeir eiga í deilum við Abyssin-
íumenn. Þeir eru æfareiðir út í
hann, og vegabrjef hans hefir
verið ónýtt a. m. k. um stundar
sakir, svo að óvíst er, að hann
komist til þess að keppa við
Walter Neusel í Amsterdam í
næsta mánuði.
Nógu herðabreiðir.
í Þýskalandi er nú harðlega
bannað að hafa „úttroðnar axlir“,
þó það gefi glæsilegt vaxtarlag.
Efni það, er fer í slíkar axlir, á
að nota á anuan og þarfari hátt,
segir Nasistastjórnin.
vandaðar af ýmsum gerðum,
ávalt alveg tilbúnar á
Líkkistuvinnustofu
Tryggva Árnasonar,
Njálsgötu 9. Sími 3862.
Líkbíll leigður fyrir lægsta
leigu, bæði hjer innanbæjar
og til Hafnarfjarðar.
Dálítið skyldir.
Það er hægt að skifta mann-
kyninu í tvo flokka, segir danskt
blað: Akandi fólk og fótgangandi.
— En til þess að segja sannleikan
hreint út má bæta því við að ak-
andi fólk eru þó einskonar afkom-
endur fótgangandi manna.
Hljómfallið er aðalatriðið.
Um daginn var jazz-söngkonan,
Ann Howard í Kaupmannahöfn.
Hún Ijet svo um mælt að allir
tekstar við jazzlög væri tóm
hringavitleysa. En það væri til
allra hamingju ekki eins mikið
undir efninu komið eins og hljóm-
fallinu. Það væri aðalatriðið.
Til Akureyrar.
Á tveimur dögum:
Alla þriðjudaga, fimtudaga og laugardagsu
Á einum degi:
Hraðferð um Borgarnes, alla þriðjudaga og
föstudaga.
Frá Akureyri áframhaldandi ferðir:
Til Austf jarða.
Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. —»
Sími 1540.
BilreÍðastöH Akureyrar.
Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins.
FMGIM IRA TOBOLSK. 30.
Klukkan um eitt um nóttina, komu þeir að ánní
Tavda. Engin brú var á ánni, aðeins lítilfjörleg
trjeferja.
Þeir vöktu ferjumanninn upp, en hann neitaði
að ferja þá yfir um þetta leyti nætur. Hertoginn
gerði enga tilraun til þess að tala um fyrir hon-
um. Hestarnir þurftu að fá hvíld, ef þeir áttu að
vera ferðafærir um morguninn, og þeir fjelagar
sem höfðu verið á fótum frá því klukkan sex um
morguninn, voru dauðuppgefnir.
Þeir komu hestunum fyrir í hlöðu ferjumanns-
ins, en sveipuðu sig í loðfeldi sína og lágu á gólf-
inu í stofu hans. Hvílan var hörð, en þeir sofn-
uðu þó báðir vært.
Snemma næsta morgun hjeldu þeir ferðinni á
fram, hestarnir voru hörku klárar, frískir og vel
fyrirkallaðir. Allan daginn þutu þeir óðfluga
áfram og hvíldust með jöfnu millibili, með næst-
um hermannlegri reglusemi.
Um hádegi fengu þeir sjer máltíð, í mesta flýti,
á afskektum bóndabæ.
Það var langt á milli bæja á þessum slóðum,
og þeir sáu varla nokkra lifandi veru. Feikna
stórar snjóbreiður og drugnalegir, þögulir og
leyndardómsfullir skógar skiftust á. Landið var
í vetrarskrúða, og alt landslagið var svo vetrar-
legt, að það var erfitt að hugsa sjer hið töfrandi,
en stutta sumar í Síberíu, þegar akrarnir eru
huídir þúsundum litskrúðugra blóma.
Þegar sólin hneig til viðar eins og dumbrauð
kúla, bak við skóginn, sem þeir voru rjett komnir
út úr, sáu þeir fyrsta bóndabæinn, og litlu síðar
fóru þeir fram hjá öðrum og loks, er þeir komu
upp á hæðarbrún, blöstu við þeim húsaþyrpingar
—- þetta var bærinn Tobolsk.
ELLEFTI KAPÍTULI.
Gyðingamálið kemur að góðum notum.
Þeir námu staðar við vegbrúnina og ráðguðust
um það hvað þeir ættu að gera við stolna sleðann.
Því að það var enginn vafi á því, að eigandi hans
hafði tilkynt lögreglunni í öllum nágrannaborgum
þjófnaðinn.
„Eflaust væri best að skilja hann eftir hjer í
þessum skógi á vinstri hönd“, sagði hertoginn um
leið og hann skreið niður úr sætinu, stirður. „Við
sprettum af hestunum, þeir finna sjálfsagt afdrep
einhversstaðar".
„Nix“, mótmælti Simon. „Gætum við einhvers
staðar fundið handa þeim hesthús, þá gætu þeir
komið okkur að haldi seinna“.
„Eins og þjer viljið“, samþykti hertoginn þreytu
lega. Hann var kominn yfir sextugs aldur, og hinn
langi akstur hafði verið þreytandi fyrir hann. —
„Hverju stingið þjer upp á?“
„Bóndabæ“, sagði Simon, „Það er nóg af þeim
hjer í kring“.
„Haldið þjer ekki að það veki grun. Fólk hlýtur
að undrast yfir því, að við skulum ekki aka til
borgarinnar og koma hestunum fyrir þar“.
„Við skulum helta annan þeirra“, sagði Si-
mon fljótlega.
„Hvað eruð þjer að segja! Helta hestinn?“ Sú
hugsun fekk næstum því eins mikið á de Richleau
og það hafði fengið á Simon þegar hertoginn drap
mann fyrir þrjátíu og sex klukkutímum.
„Þá skulum við segja, að hann sje haltur“,
leiðrjetti Simon.
„Við skulum nú ekki vera að hugsa um það,
þeir hýsa þá áreiðanlega fyrir okkur. En eitt er
víst, það er ekki þorandi fyrir okkur að aka inn
í bæinn; við megum ekki skilja þennan sleða eftir
á götunum, og að staðnæmast fyrir framan veit-
ingahús myndi vera það sama og að aka beina
leið upp á lögreglustöð“.
Simon kinkaði kolli í ákafa. „Við skulum held-
ur reyna bóndabæ. Ef lögreglan finnur okkur,
neita þeir að afhenda okkur hestana; en förum
við að eins og þjer segið, þá sjáum við þá aldreb
framar“.
De Richleau herti sig upp og skreið aftur upp
í ekilsætið. „Guð minn góður“, andvarpaði hann^
„mikið vildi jeg nú gefa til að sitja núna í Hispano
bílnum mínum á leið til Curzon Street. Og hugsið
þjer yður, samkvæmisföt og miðdagsmat! Bölvað-
veri Sovjet og alt sem því er áhangandi!"
Simon hló svo skríkti í honum. „Jeg hefði nú
heldur ekkert á móti því, að Ferraro benti mjér
á gott borð!“
De Rischleau notaði keyrið á þreytta hestana
og ók góðan spöl niður veginn, þá bankaði Simon,
í bak honum.
„Hvernig lýst yður á þennan þarna?“ spurði.
hann og benti á húsaþyrpingu á vinstri hönd.
„Jú“, svaraði hertoginn snögglega, hann var
að sofna yfir taumunum. „Já, því ekki það“. Því
næst beygði hann inn á hliðargötuna, sem lá upp
að bóndabænum. „Heyrið þjer nú minn kæri vin-
ur, Simon“, bætti hann við dapurlega um leið og
hann enn steig niður úr ekilsætinu, „hversvegna.
hafið þjer aldrei lært að keyra hesta og tala rúss-
nesku“.
„Úr þessu gerir það lítið til, nú erum við alveg
að koma“, sagði Simon uppörfandi. Hann hafði
sofið vel um nóttina í stofu ferjumannsins og hálf
mókt allan daginn, meðan hertoginn stjórnaði
liestunum, og þess vegna var hann vel fyrir kall-
aður og vongóður nú, er þeir voru svo nærri tak-
markinu.
„Erum að koma!“ endurtók hertoginn. „Það
hlýtur að vera eitthvað að yður, sonur sæll, nú
erum við rjett að byrja þeA . vitfirru ferðalag.“
Dökkleit kona, sveipuð svo miklum druslum, að
engin lögun sást á henni, opnaði fyrir þeim dyrn-
ar. Hún stóð kyr og starði á þá undrandi augum.
Alt í einu var sem öll þreyta væri farin af her-
toganum. Hann gekk til hennar og sagði eitthjiað
á rússnesku. En það var augljóst að hún átti jafx.