Morgunblaðið - 01.09.1935, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Simnudaginn
1. sept. 1935.
JCauftsHaiiuv
Kjóla- og Blúsusilki frá 2,25
mtr. Crepe de Chine í kjóla
og blúsur, eínlit frá 2.75 mtr.
Versl. Dyngja.
Ullartau í skólakjóla, pils og
akólakápur. Sokkar, allar
stærðir frá 1.55 og 1.65 parið.
Versl. Dyngja.
Klútar og slæður í góðu úr-
vali. Vasaklútar, mislitir og
hvítir. Versl. Dyngja.
Munið SmurSs BrauSs Búðina,
Laugaveg 34. Sími 3544.
Silkisokkar, margar teg. frá
2,90 par. Baðmullarsokkar á
0.85 par. Versl. Dyngja.
Nokkrar kynblendingsgimbr-
ar af karakúlfjárstofni, verða
til sýnis og sölu í fyrstu Hvera-
gerðisrjett í haust. Sigurbergur
Jóhannsson.
Upphlutsskyrtur og svuntu-
efni í góðu úrvali, t. d. Georg-
ette, ljós frá 11,25 í settið. —
Svört svuntuefni nýkomin. —
Versl. Dyngja.
Vandlátar húsmæður skifta
við Nýju Fiskbúðina, Laufás-
veg 37. Sími 4052.
Rúgbrauð, franskbrauð og
Aormalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-'
götu 11.
Vetrarkápuefni nýkomin. —
Ullarkjólaefni, hlý og falleg.
Kjólakragar, fallegt úrval. —
Versl. Guðrúnar Þórðardóttur,
Vesturgötu 28.
Silkisvuntuefni, skotks og ein-
lit. Silkiundirsett. Silkisokkar,
barnaföt, alskonar. Verslun
Guðrúnar Þórðardóttur. Vest-
urgötu 28.
Slysavarnafjelagið, skrifstofa
við hlið hafnarskrifstofunnar í
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
Kelvin Diesel.
Sími 4340.
Káptiefni.
Dragtaefni,
Sumarkjólaefni,
Goiftreyjur,
Peysur,
Blóssur,
Fils.
o|r margt fleira.
Góðar vorur. •
Sanng-jarnt verð.
llersl. Vlk.
Laugaveg 52. Simi 4485.
Orðið snob, er frá Oxford, þar
sem synir aðalsmanna voru í sjer-
stökum deildum í gamla daga.
Deildir þessar tóku þó á móti ein-
staka námsmönnum/ sem ekki voru
aðalbornir. Fyrir aftan nofn
þeirra var skrifað sine notbilitate,
sem brátt styttist í snob.
Heimspeki- Danskt blað segir
frá því að^einn prentaranna sem
vinnur hjá blaðinu hafi á undan-
förnum árum þjálfað huga sinn
og að það sje alveg ótrúlegt hvað
hann geti látið sjer detta í hug.
jTJndanfarið hefir hann, þó verið í
stökustu vandræðum með þungt
dæmi, en það er: Getur maður
kahað ítalska ríkiskassann líru-
kassa ?
! ítalir leita að kolum. ítalir reyna
nú jafnvel meir en nokkru sinni
fyrr að vera sjálfum sjer nógir.
| Meðal annars var nýlega sett á
| laggirnar nefnd, sem á að athuga
hvort ekki finnist kol í ítalíu.
Ítikið ætlar að veita 3 miljónir
líra til rannsóknanna.
Strangur dómur.
Kvikmyndaleikkonan Camilla
Hom, sem menn mun kannast við
úr mörgum þýskum kvikmyndum,
var um daginn dæmd í tveggja
ára fangelsi fyrir að smygja gjald
eyri út úr landinu. Hún reyndi til
að fara með 1500 ríkismörk til
T jekkoslovakíu.
INmtHnwi
Ný bók.
— Af hverju kemur þú einn?
— Konan var í vondu skapi.
— Af hverju var hún það?
— Af því að hún fekk ekki
að fara með mjer!
Jón Ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bls~
í stóru broti.
Verð í ljereftsbandi kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00.
Fæst hjá bóksölum-
Bókaverslun Sigfósar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34.
Fyrirliggjandi:
Haframföl. Hrísgrjón KarföflumjöL
Ifveiti. Laukur. Epli. Kartöflur.
Eggerí Kristjdnsson & Co,
Sími 1400.
mk
Allir Heykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. -
■... 11" ...
FANGfNN FRA TOBOLSK. 31.
bágt með að skilja hann, og hann hana. Simon
gat jafnvel greint muninn á hinni hörðu mállýsku
hennar og hljómþýðu og hreinu máli Valeriu
Petrovna.
Hún sótti seytján ára gamlan pilt, lítið stúlku-
barn og gamla kerlingu, sem leit á þá votum aug-
um og hristi staf sinn framan í Simon — ekki
vissu þeir af hverju.
Enn einu sinni dró de Ricleau upp úttroðið veski
sitt og það var augsýnilegt, að enn höfðu pen-
ingar mikil áhrif á hina sparneytnu rússnesku
bændur, hvaða hugmyndir, sem fulltrúar Sovjet-
stjórnarinnar kunnu að hafa um þá hluti.
Pilturinn fór óðara að spretta af hestunum, og
teymdi þá burt, en de Ricleau greiddi ríflega fyrir
þá fyrir fram, og litlu síðar þrömmuðu þeir fje.
lagar niður eftir þjóðveginum.
„Hafið þjer íhugað hvað við eigum nú að
gera?“ Nú var það hinn þreytti hertogi, sem
spprði, aldrei þessu vant.
„Hve langt er til bæjarins?“
„Fimm kílómetrar“,
„Komið þjer, gamli fjelagi“. Simon tók undir
handlegg hertogans. „Þetta gengur alt vel, við
me^um bara ekki missa kjarkinn“.
Þeir þrömmuðu áfram í rökkrinu, því að nú var
farið að skyggja töluvert. Þeim fanst hafa verið
sífeld nótt síðan þeir fóru frá Moskva, dagarnir
voru svo stuttir og næturnar langar á þessum
slóðum.
De Richleau var orðinn sljór af þreytu. Simon k
var stöðugt að brjóta heilan um, hvar þeir ættu *■'
að láta fyrirberast um nóttina, þeir máttu til að •
finna sjer athvarf einhversstáðar. Ekki gátu þeir
sofið úti í snjónum, og gistihús voru Iokuð fyrir ^
þeim á hinu forboðna svæði! ;|
Simoni lá við að óska að þeir hefðu beðið um *
gistingu á bóndabænum, þrátt fyrir gömlu nornina
með stafinn.
Þegar nær dró, stóðu húsin þjettar saman, og
er þeir höfðu gengið lengi eftir bugðóttri götu,
sem þeim fanst aldrei ætla að enda, komu þeir
að stóru torgi. Þeir námu staðar á götuhorninu.
Þarna var aðeins fátt fólk, og allir virtust skunda
frá einum bálkestinum til annars. Alt í einu fór
Simon rösklega af stað aftur, og dró de Ricleau
með sjer.
Hann hafði sjeð einkennilegan mann lalla fram
hjá Tt+j jafnvel í daufu og blaktandi götuljósinu
gat hann greint hrokkið dökt hár hans, og hið
einkennilega höfuðfat, afarhátt í kollinn, líKast
húfu matsveina, en úr svörtu flaueli.
Simon hló hinum sjerkennilega, hljóða hlátri.
„Nú ætla jeg bara að vona, að jeg sje ekki búinn
að gleyma því, sem jeg kunni í Gyðingamáli!“
Hann ávarpaði ókunna manninn á annarlegu
tungumáli. Maðurinn nam staðar og leit á hann
tortrygnum augum, en Simon Ijet það ekki á sig
fá. —
Annars gleymd orð og setningar, sem hann hafði
lært í æsku, komu nú hikandi fram á varir hans.
Það var bersýnilegt að maðurinn skildi hvað
Simon var að segja. Hann svaraði á sama máli og
spurði einhvers um leið og hann kinkaði kolli í átt-
ina til hertogans.
„Jú, hann er kristinn“, jánkaði Simon. „En
hann hefir verið mjer eins og besti faðir“.
„Jæja, komið þá með mjer“, sagði ókunni mað-
urinn. Hann var Gyðingaprestur.
Þeir gengu með honum gegnum margar, þröng-
ar götur, uns hann staðnæmdist fyrir utan stórt og
gamalt hús, að því er þeim sýndist í myrkrinu.
Simon fór ekki úr skinnkápu sinni, því að hann
sá fljótt að þetta var Gyðinga samkomuhús, þó að
það væri ólíkt hinu stóra samkomuhúsi Gyðinga í
London. Annars var Simon ekki sjerlega tíður gest-
ur þar.
Samkomuhús Gyðinga í Tobolsk var ekki notaS-
fyrir stærri guðsþjónustur, það var meira sam-
komustaður, einskonar klúbbur fyrir háttstand-
andi Gyðinga þar.
Presturinn leiddi þá gegnum bænarúmið inn í
skólann. Þar var enginn kvenmaður, en tuttugu.
eða þrjátíu karlmenn, alla vega búnir. Þeir sátu
við stórt og langt borð, lásu og ræddu lög Móses,
og hinar margvíslegu skýringar á þeim, eins og
forfeður þeirra höfðu gert í þessum og öðrum sam-
komuhúsum um þrjár aldaraðir.
Fylgdarmaður þeirra leiddi þá fyrir aldraðan
mann með síða, hvíta lokka niður á herðar. Það
var augsýnilega yfirpresturinn.
Þeir töluðu Gyðingamál í lágum hljóðum og
svo sagði hinn gamli prestur: „Þetta er guðshús.
Friður sje með yður.“
Simon og hertoginn settust í hlýjuna hjá ofn-
inum og að vörmu spori kom unglingspiltur með
stóran disk af reyktum laxi — gömlum Gyðinga-
rjetti — handa hvorum. Þeir voru báðir harð-
ánægðir með matinn, auk þess fengu þeir líka
hveitibrauð og gott te.
Þeir sátu um stund og röbbuðu saman. En svör
hertogans urðu æ styttri, og að lokum sá Simon,
að hann var steinsofnaður.
Loks var og lokið umræðunum um hin eilífu
lög og Gyðingarnir fóru að týnast burt. Á end-
anum var bara Simon, hinn sofandi hertogi, og
þrír eða fjórir stúdentar eftir. r
* Presturinn, sem hafði fylgt þeim þangað, kom
til Simons og sagði: „Þjer verðið þá hjer í nótt?
Við sjáumst í fyrramálið“.
Simon stóð á fætur og hneigði sig. „Við höfum
það þannig,“ sagði hann á Gyðingamáli.
Presturinn hneigði sig líka með spentar greip-
ar, huldar í víðum ermum skykkjunnar. Er hann
var farinn, sveipáði Simön sig í loðfeldi sínum og
settist við hlið hertogans og steinsofnaði.
Næsta morgun kom vinur þeirra presturinn tií