Morgunblaðið - 11.09.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikud. 11. sept. 1935.
iMtafiMMNMMIMilMMMta
KVENDJOÐIN OQ HEIMILIN
Hanskavinnustofa frú
Guðrúnar Eiríksdóttur,
Austrarstræti 5.
Fallegar vörur
og smekklegar.
1 gær bauð frú Guðrún Ei-
ríksdóttir, sem hefir hanska-
saumastofu í Austurstræti 5,
frjettaritara Morgunblaðsins að
skoða vöru sína. Strax við fyrsta
augnatillit rekur maður augun
í, að hjer ræður mestu smekk-
vísi, og þegar betur er að
gætt, sjest, að vinnan er vel
unnin og vandvirknisleg, og það
sem einnig er mikils um vert,
hjer er um íslenska vinnu að
ræða.
Þó frúin nefni vinnustofu
sína hanskasaumastofu, er ekki
svo að skilja, að hún hafi að-
eins skinnhanska á boðstólum,
hún hefir og samstæð belti og
kraga, töskur, ýmist stakar, eða
sem eiga við hanskana, og
blóm og hnappa — alt unnið
úr skinni.
Frú Guðrún fær skinnin sjálf
utanlands frá, en sníður þau
svo og saumar. Leggur hún
mikla alúð í vinnu sína og
fylgist vel með tískunni í þess-
um efnum, hún veit að íslenska
kv.enþjóðin vill ekki það, sem
er af lakari tegund. Og hvað
verð snertir, má telja t. d.
hanskana fyllilega sambærilega
við erlenda vöru, því að þeir eru
sterkir, enda má þvo þá eftir
vild. Er hægt að fá þá í mörg-
i n litum, af ýmsum gerðum,
c ; eins kragana, beltin og hin-
; !' aðrar skinnvörur. Margir
nanu kannast við handbragðið,
] v í að öðru hvoru hefir frúin
j.aft sýnishorn af vörum sínum
í rýningargluggum Haraldar
Hagan.
Frú Guðrún Eiríksdóttir
lærði hanskasaum í Margrethe-
skólanum,í Höfn fyrir tveim ár-
um. Tvær stúlkur hjálpa henni
nú við saumana, og hafa þær
allar yfrið nóg að gera.
Fyrst í stað voru ísl. stúlk-
urnar ofurlítið smeykar við að
láta sjá sig með kraga og upp-
slög úr skinni á kjólnum sín-
um, en nú eru þær búnar að
yfirstíga feimnina — og sönn-
um til, aðalkjólaskrautið í vet-
ur verður skinnkragar og belti!
Anna Borg Reumert
fekk afar lofsamlega dóma fyrir leik sinn
I „Tovaritsch* á Dagmarleikhásinu.
Anna Borg Reumert með Stefan son sinn.
Eins og fyr hefir verið getið
hjer í blaðinu, er Anna Borg
Reumert ráðin við Dagmarleik-
húsið í Kaupmannahöfn þetta
leikár, ásamt manni sínum Poul
Reumert, hinum viðurkenda
leikara Dana.
Fyrir skömmu var frumsýn-
ing á „Tovaritsch“, fyrsta sjón-
leik leikhússins á þessu hausti,
og ljek frú Anna þar hlutverk
stórfurstafrúarinnar.
Menn höfðu beðið með eftir-
væntingu eftir að sjá leikkon-
una í þessu fjöruga hlutverki,
því að hingað til hefir hún
venjulega leikið alvarleg hlut-
verk. — Og enginn varð fyrir
vonbrigðum. Með leik sínum í
,,Tovaritsch“ sýndi frú Anna
nýja hlið á listahæfileikum sín-
um, sýndi, að hún er jafn fær
að hrífa hjörtun með sjer í
gleði og sorg. Enda fær hún
einróma lof og afbragðs dóma
leikdómenda fyrir þenna síð-
asta leik sinn.
Mönnum er enn í fersku
minni, er Anna Borg og Poul
Reumert voru hjer og Ijeku
| ,,Galgemanden“. Enginn, sem
sá þau þá og heyrði, fær gleymt
þeim. Auk þeirrar frábæru list-
ar, sem þau sýndu, duldist
m'anni ekki, hversu vel þau
i áttu saman í leiknum — og er
ifram liðu stundir kom í ljós, að
i þau áttu jafnvel enn betur sam-
t /
an í veruleikanum.
Poul og Anna Borg Reumert
eiga tvo syni, Stefan Borg
Reumert og Thorsten Borg
Reumert, sem er aðeins tveggja
mánaða gamall.
Hjer birtist mynd af Önnu
Borg Reumert með eldri son
sinn.
Vem Simillon
fegarðarsjerfræðingur
hefir verið erleodis til þess að kynna
sfer nýnngar í starfi sínu.
Heimspeki.
Konan á tvö bitur vopn, sem
hún kann vel að nota, neglurn-
ar og tunguna.
Gott ráð.
Sjerhver húsmóðir kj,nnast
við það, hve mjólkurmatur er
gjarn á að „brenna við“. Reyn-
ið að stinga silfur skeið niður
í pottinn í nokkrar mínútur.
Það á að vera gott og hand-
hægt ráð.
— Hví grætur þú, mín kæra?
— Jeg get ekki sagt það.
— Hví þá ekki?
— Það er alt of dýrt!
— Hafið þjer farið víða?,
spyr frjettaritari Morgbl. Veru
Simillon, fegrunarsjerfræðing,
sem er nýkomin heim úr kynn-
isför í stórborgum álfunnar.
— Jeg var mest í Berlín og
Kaupmannahöfn, fór á helstu
snyrti- og fegrunarstofur þar
og kynti mjer það helsta, sem
vísindin hafa framleitt á þessu
sviði upp á síðkastið. í Berlín
var jeg hjá dr. von Adelheim,
fegrunarlækni, sem er m. a.
sjerfræðingur í nýjum andlits-
aðgerðum, andlitsdiathermi, í
samtandi við andlitsgrímur.
— Eru slíkar aðgerðir ekki
dýrar!
— Ju, afardýrar, og því fáir
sem efni hafa á að njóta þeirra.
En jeg hefi hug á að gera þær
ódýrari hjer smátt og smátt,
segir fegrunarsjerfræðingurinn
og brosir full af áhuga. En til
þess að meðhöndlun með diat-
hermi beri fullan árangur,
þarf mikinn tíma, tæki — og
þolinmæði.
— Sáuð þjer mörg ný fegr-
unartæki og meðul?
— Já, já, margt nýtt bar
fyrir augu. T. d. er einp fegr-
unarlæknir, sem jeg hitti, að
gera tilraunir með nýtt „hor-
monasmyrsl“, og hvatti mig til
þess að reyna þá aðferð, því
að hún hefir gefist vel. Hvað
fegrunartæki snertir, kemur
ávalt nýtt fram á því sviði,
sumt ágætt, sumt lakara, en þá
er að velja úr.
— Fáið þjer ný tæki á stofu
yðar?
— Ekki fyrst um sinn. Sá
ekkert, sem mjer líkaði, að svo
komnu. En þó fæ jeg, áður en
langt um líður, nýja háreyð-
ingarvjel frá París, er kend er
við dr. Peytourneau, sem er
einn elsti sjerfræðingur á þessu
sviði. Á hún að geta unnið án
þess að valda sársauka. Þá
kyntist jeg og nýjum tækjum,
er notuð eru við hárroti og
skalla, smásjárlækningum o.fl.
— Haldið þjer að hægt sje
að vinna bug á skalla?
— Það fer mikið eftir því,
hvað veldur skallanum. En jeg
geri mjer góðar vonir um að
ná, a. m. k. betri árangri en
hingað til hefir fengist, bæði
hvað snertir hárrot og skalla.
— Eina spurningu enn; finst
yður íslensku stúlkurnar standa
að baki stallsystrum sínum í
stórborgum, þegar fljótt er á
litið?
— Nei, síður en svo — en
jeg myndi þó ráða Reykjavík-
urstúlkunum til þess að fara
varlega í sakirnar með að
„mála“ sig. Andlitssnyrting
(„make up“) er góð í hófi, en
mest er jafnan um vert að halda
hörundinu hreinu og heilbrigðu.
Matreíðsla.
Rfeftir úr kald-
reyktri síld,
Kaldreykt síld, steikt í öli.
7 reyksíldar, 1 matskeið feiti
og 1 bolli öl.
Sje um flatta reyktsíld að
ræða, er höfuð og sporður
skorið af og helmingarnir að-
skildir. Ef hinsvegar um heila
reyksíld ræðir, eru aðeins inn-
yflin tekin úr og höfuð og
sporður skorin af. Heil reyksíld
er afvötnuð í 12 klst. eða leng-
ur, (flatta síldin þarf litla eða
enga afvötnun), og þerruð eða
lögð á fat með gatrist. 1 heilu
síldina eru skornar skorur
beggja megin, en flöttu síldina
aðeins þeim megin, sem hrygg-
urinn er.
Fyrst er feitin brædd á pönn-
unni og ölinu helt á og í þessu
er síldin steikt þar til er hún
er skorpin.
Eigi má lok verá yfir pönn-
unni meðan steikt er.
Soðin kaldreykt síld.
6 reyksíldar eru skornar eins
og til steikingar, en ekki af-
vatnaðar eins lengi með því
að nokkuð af saltinu fer burtu
við suðuna. Flött síld þarf því
enga afvöntun. Hún er soðin
í svo miklu vatni að það nái
upp fyrir síldina, þar til sjest
að hún er farin að losna frá
beinunum.
Með henni eru bornar steytt-
ar kartöflur, gulrófur, næpur,
gulrætur, makaroni, ertur eða
baunir.
Tíska.
Skélafðlln.
Sumarfríinu er lokið. Börnin
sem farið hafa upp í sveit er»
komin til bæjarins, hress eftir
útiveruna í sumar — skólinn
kallar.
Litli snáðinn, sem fer í skól-
ann í fyrsta sinn, kemur hreyk-
inn í nýju dökkbrúnu skólaföt-
unum sínum, með rennilás og
ómissandi vösum, undir segl-
garn, vasahníf og annað því
um líkt, sem mannalegir dreng-
ir fylla vasa sína með.
Systur hans (neðst til vinstri)
finst ekki jafn spennandi að
fara í skólann, henni er það
engin nýjung. En það er nokk-
ur bót í máli að fá nýjan skóla-
kjól. Kjóllinn hennar er blár,
kraginn, uppslögin og speldin^
sem eru í stað vasa, blá- og
hvítdropótt. Ilann er með beru-
stykki og djúpum fellingUm, að
framan og aftan. Það væri auð-
vitað öllu hentugra að hafa
langar ermar fyrir veturinn.
Vinstúlkur hennar koma báð-
ar í nýjum kjólum líka. Önnur
er í mjög snotrum kjól, úr rönd-
óttu ullarefni, með kraga upp
í háls. Kjóllinn er reimaður
saman að framan með rauðri
lakksnúru. Hin er í rósóttum
kjól, með vöfluspori og poka-
ermum.
Hin þekta kvikmyndaleik-
kona, Claudette Colbert, ser»
Kleopatra fagra.