Morgunblaðið - 11.09.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.1935, Blaðsíða 8
 8 MORGUNBLAÐIÐ Káputau, ljós og dökk. Ullar- tau í kjóla og pyls. Kápufóður frá 2.15 mtr. Versl. „Dyngja“. Crepe de Chine í kjóla og folússur frá 2.75 mtr. Silkiefni í kjóla og blússur á 2.25 mtr. ^olur og hnappar í góðu úrvali. jVersl. „Dyngja“. Miðvikud. 11. sept. 1935. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrorauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Kelvin Diesel. Sími 4340. Barnasokkar frá 1.55 og 1.65 parið. Silkisokkar frá 2.90 par- áð. Ekta silkisokkar á 4.65 parið iYersl. „Dyngja“. Astrakan á kápur, svart, brúnt og grátt. Versl. ,Dyngja‘ Hvít efni í fermingarkjóla, margar teg. Versl „Dyngja“. Hvít og mislit Georgette með flöjelisrósum eru enn þá til. — Versl. „Dyngja“. Vil kaupa andaregg. Benóný, eími 3964. „SpíreIIa“. Munið eftir hinum Viðurkendu „Spírella“-lífstykkj- um. Þau eru haldgóð og fara vel við líkamann. Gjöra vöxt- inn fagran. Skoðið sýnishorn á Bergstaðastræti 14. Sími 4151. Tit viðtals kl. 2—4 síðd. Guð- rún Helgadóttir. JPtorgrmibtítíið Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Slysavamafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í Hafnarhúsinu við Geirsgötu. Seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Vandlátar húsmæður skifta við Nýju Fiskbúðina, Laufás- veg 37. Sími 4052. Regnhlífar teknar til viðgerð- ar. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Bamavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. Sólrík forstofustofa til leigu. j Ásvallagötu 27. Sími 3964. Síðasti svarti þrællinn. í ríkinu Alabama í U. S. A. er nýlátinn seinasti svarti þrællinn, sem fluttur var frá Afríku til Ameríku. Hann hjet Cudjó Lewis og var 105 ára gamall er hann dó. Það var hinn illræmdi þræla- sali, kapteinn Farster, sem flutti hann til Ameríku og þar var hann seldur ekrueiganda. Hjónavígsla í fangelsi. Fyrverandi einræðisherra í Lithaugalandi, Waldemaras, situr um þessar mundir í fangelsi fyrir síðustu byltingatilraun sína. Hann hefir nú reynt að gera lífið fjöl- breyttara í fangelsinu með því að kvænast. Hraðskreiður bátur. Um þessar mundir er verið að hyggja hraðskreiðan vjelbát í Debrau, sem búist er við að hnekki öllum fyrri metum. Til þess að báturinn geti betur haldið jafn- væginu, verða settir á hann nokk- urskonar vængir, neðanjarðar. Báturinn á að geta farið 270 km. á klukkustund. — Jeg vildi gefa helming ævi minnar fyrir einn koss af vörum yðar. — Æ, góði minn takið tvo, og verið fljótur að lúka þessu af. ili) tfemaM a Qhseim (( Yinber koma síðast í þessum mánuði. aðeins lífið eitt óselt. Eggert Kristjónsson & Co. Srnii 1400. Til KefMur og Grindavfkur eru ferðir daglega frái Bifretðailðð. §leindórs. Sími 1580. HirBiBbiaðli ieð morgunkafiimi. Allir Reykvíkingar lesa auglysingar Morgunblaðsins. FMGINN FRA TOBOLSK. 38. „Nei, honum var bláalvara. Hann sagði mjer jafnan aðeins lítið eitt í einu, og svo varð hann órór og dulur, sagði, að þegar hann hugsaði sig foetur um, sæi hann, að kommúnistarnir myndu aldrei finna gimsteinana ef þeir yrðu kyrrir, þar sem þeir væru, þó leitað yrði að þeim til efsta d§gs. En ef hann segði mjer, hvar þeir væru, næðu Tcommúnistarnir kannske í mig eftir að jeg hefði fundið þá og þá — þá — nú þá kæmust þeir samt sem áður í klærnar á kommunistunum". „Og hvar átti þessi mikli fjársjóður að vera fal- inn?“, spurði hertoginn og brosti. „Já, hvar þeir eru! Það er aðalspurningin". Rex skellihló. „Hvern árann veit jeg um það!“ „En — Rex. Þú færir þó ekki að hætta þannig lífi og limum, ef þú vissir ekki, hvar dýrgripirnir eru faldir!“ mótmælti Simon. „Nei, jeg hefi hugsað um það“, játaði Rex. „Það er hárrjett, að þeir eru faldir í Romanovsk. Prins- inn gamli var rjett að því kominn að lýsa staðnum nákvæmlega fyrir mjer, þegar —“. „Þegar hvað? Neitaði hann eftir alt saman að segja þjer það?“ Hin gráu og glöggu augu her- toans hvíldu rannsakandi á Rex. „Nei, karlinn gaf alt í einu upp öndina. Það yar afar óheppilegt. Honum fór annars dagbatn- andi, en svona fer það stundum með gamla fólkið. Einn morgun, þegar jeg kom í sjúkrahúsið, var mjer sagt, að hann væri dáinn. — Og þetta er alt og sumt“. „Já, en kæri vinur“, de Richleau lyfti hinum gráu augnabrúnum og horfði á hann spyrjandi augnaráði. „Þú lætur þig þó ekki dreyma um að finna fjársjóðina eftir þessum fáu upplýsingum, sem þú hefir fengið? Þú gleymir hve margir hafa árum saman freistað þess að finna fjársjóðina á landareignum Shulimoffs!" „Þær eru nú ekki svo afleitar”. Rex hristi höf- uðið. „Þegar óeirðirnar byrjuðu í Leningrad 1917, beið Shulimoff ekki átekta, heldur hafði sig þeg- ar á brott og fór til þessarar landareignar í Ro- manovsk með alla sína dýrgripi. Hann taldi sig vera úr allri hættu hjerna megin við úralfjöll, uns aftur væri komin kyrð á, og ef illa tækist til hugð- ist hann ávalt geta farið lengra austur á bóginn. En hann gleymdi því, að hann var allra manna verst liðinn í Rússlandi. Þeir rauðu sendu út leið- angur, sem átti að hengja hann í næsta trje, — og það gerðu þeir líka, hjerumbil. Þeir komu gamla bragðarefinum að óvörum, og það hefði verið úti um hann, ef einhver gárungur hefði ekki gert það að gamni sínu, að skera hann niður, til þess að fá þá nægju að hengja hann næsta dag! En kjallari gamla mannsins varð honum til björg- unar. Því að um kvöldið gerðist allur hópurinn ölvaður, og þeir lokuðu hann inni í steypuhúsinu, án þess að setja nokkurn vörð.“ „Steypuhúsinu, einhversstaðar úti í þorpinu?“, spurði hertoginn. „Nei, nei, í hans eigin húsi. Prinsinn var vjel- fræðingur góður, og hafði gaman af að fást við allskonar smíðar í tómstundum sínum. Steypuhúsið var einskonar smiðja og skrifstofa. Þeir hafa valið það sem fangelsi fyrir hann af því að þar voru járnstengur fyrir gluggunum. En þeir hirtu sjálfir drykkjarföngin í kjallaranum! En allir í rauða hernum eru jafnir. Því vildi enginn fara á mis við sopann og standa vörð“. „Hvernig komst hann út, þegar járnstengur voru fyrir glugganum?" „Það var auðvelt. Hann hafði öll verkfæri sín hjá sjer í steypuhúsinu og gat sagað þær í sund- ur. Og það vildi svo heppilega til, að gimstein- arnir voru líka geymdir þar. En sá gamli hafði vit á að taka þá ekki með sjer, ef ske kynni, að þeir næðu í hann aftur. Hann útbjó því dálítið í smiðj- unni til þess að fela þá í“. „Hvað var það?“ spurði Simon ákafur. „Já, hvað var það!“ Rex hristi höfuðið. Það var nú einmitt það, sem jeg aldrei gat veitt upp úr gamla bragðarefnum, áður en hann fann upp á. því að gefa upp öndina. Það eina, sem jeg fekk að vita var, að hann setti þá í einhverskonar málm hylki, sem hann lóðaði fast í steypuútbúnaðinn,. svo að það leit út, eins og það væri einn hulti af honum, sem ekki mætta fjarlægja án þess að eyði- leggja hann. — Þið hefðuð átt að heyra hvað sá gamli var drjúgur, þegar hann var að segja mjer,. hvað hann hefði verið sniðugur.“ „Jeg hefi enga trú á, að það sje þar enn. Þeir hafa áreiðanlega leitað gaumgæfilega í steypuhús- inu og hljóta að hafa tekið eftir steypuútbúnað- inum, sjerstaklega þar sem hefir verið nýlóðað." „Shulimoff gamli var snillingur. Jeg þori að hengja mig upp á að það er þar enn þá innan um gamlan vjelaútbúnað. Honum var það vel ljóst, að þeir myndu strax reka augun í nýlega hluti í steypuútbúnaðinum, og því smurði hann þetta, svo að það var alt eins að sjá. Og hvað haldið þið, að hann hafi síðan gert?“ „Hefi ekki hugmynd um það“, sagði Simon. „Hann kveikti í húsinu og laumaðist á brott. Það getur aldrei hafa verið mikið eftir af steypu- húsinu, þó þeir rauðu hafi farið að leita daginn eftir. Hann bjóst sjálfur við að koma aftur, þegar kyrð væri komin á. En það varð aldrei. Hann var svo heppinn, að rekast á nokkra hvíta liðsforingja og með þeim komst hann síðar yfir landamærin til Persíu. Jeg þori að veðja um að--------“ En þeir fengu aldrei að vita, um hvað Rex þorði að veðja, því að alt í einu heyrðu þeir svipuskell og stukku á fætur. Sleðinn var að fara af stað svo sem tuttugu metra frá þeim. Þeir höfðu allir verið svo niður- sokknir í samtalið, að þeir höfðu steingleymt fanganum. En jafnskjótt og þeir sneru í hann bak- inu, tók hann hestana, spenti sleðan fyrir kaldur og rólegur og var nú að þeysa af stað. Hertogin*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.