Morgunblaðið - 14.09.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1935, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 14. sept. 1935, Hvaða þýðinpu hefir kristin trú 09 kirkjumenning fyrir þjóðfjelagið? Það gétur engan veginn talist heppileg leið, til úrlausnar á þeim vandamálum, sem íslensk þjóð og stjórnarvöld eiga nú við að stríða, að ráðast á kirkjuna, með því að fækka svo prestum, og stækka svo starfssvið þeirra, að kirkjan verði gerð óstarfhæf og áhrifa- laus. Það hefir verið talsvert um þetta mikla mál rætt, og nokkuð ritað. Einkum ytri hlið þess. Og flestir eru á einu máli um það, að frumvarp það, er launmaálanefnd hefir smíðað kirkjunni til handa, sje fjarstæða. í fyrsta lagi hef- ir veriig með rökum á það bent, að launakjör presta yrðu lítið bættari, og ríkissjóði sparaðist ekki svo mikið fje; og í þriðja lagi yrði mjög illa sjeð fyrir mál- efni kirkjunnar, ef tillögur nefndarinnar næðu fram að ganga. Um það þarf ekki að þrátta. Það liggur opið fyrir, að kirku- hald og kristni mundi líða undir lok. Prestum yrði ókleyft að und- irbúa börn til fermingar. Og áhrif- in, sem þau fengju af þeirri hlaupafræðsíu yrði ekki mikil. Safnaðarlíf dæi út, þó að messað yrði einu sinni eða tvisvar á hverri kirkju á ári. Tæplega meira. Eða hvað mundi Stykkis- hólmspresturinn messa oft á Ingjaldshóli, yfir veturinn, svo að jeg néfni að eins eitt dæmi. En svo er ætlast til, að prestar iiytji tvær messur á hverjum ) 'gidegi. Það er fjarstæða. Jeg 1 " prestana sjálfa um að svara þvý . !að hefir annars oft verið um ]>:ið rætt, hvort launa eigi prestastjett landsins viðunan- iega eða ekki. Og í því felst vit- anlega það, hvort þeir sjeu þjóð- inni þarfir menn, eða ekki. Og þar eiga þeir fyrst og fremst málstað sjálfir. Jeg lít svo á, að það sje sjálf- sagt, að laun þeirra sjeu svo, að þeir geti lifað af þeim, ekki síður en aðrir starfsmenn ríkisins. Ekki eingöngu þeirra vegna, heldur vegna kristninnar í landinu. Það þyrfti jafnvel að losa þá við sveitabúskapinn. Hætta að beita þeim á grasið, með útiganginum. Prestsstarfði er svo margþætt og umfangsmikið, ef það er vel rækt. En það geta prestar svo best, að starfssviðið sje ekki of stórt, og þeir þurfi ekki að vinna einyrkj- ar á stórum jörðum, eins og nú á Sjer stað. Ríkinu ber skylda tíl að vernda kirkjuna, og sjá henni fyrir nóg- um starfskröftum. Fjölga kirkj- um, þar sem þess er þörf, og þess er þörf sumstaðar. Yeit jeg þess dæmi að prestur verður að messa utan kirkju, af því að kirkju vantar. Það er sjálfsagt að messað sje á öllum kirkjum landsins, hvern einasta helgan dag Annað er óhæfilegt. Kirkjur eru ekki reistar til þess að standa tómar, og ónotaðar' mestalt árið. Heldur ciga guðsþjónustur að hljóma frá idrkjunum, hreinum, hlýjum og vistlegum út um allar bygðir landsins sem oftast. Fólkið þarf þess með, jafnvel þó það finni ekki til þess sjálft, nema að nokkru leyti. Kirkjurækni og trú- aráhugi minkar, þegar sjaldan er messað, en tómlæti og andleg deyfð kemur í staðinn. Eldurinn getur ekki haldið á- fram að brenna, nema iu num sje veitt eldsneyti við og við. Eldur andans ekki heldur. Vel veit jeg að það er hægra að ávíta landsstjórnina, fyrir gjörðir hennar ,en stánda í henn- ar sporum, á erfiðum tímum. En þess verður þó að krefjast, að ekki sje hinu besta fómað fyrir annað, er heldur má missast. Einnig get jeg mjög vel skilið, að þegar flokksbundnir þingmenn starfa að stjórnmálum, með hags- muni eins lítils stjómmálaflokks fyrir augum, að þá eiga þeir ekki ávalt samleið, með hugsjónum, og kenningu lcirkjunnar. Finnist hún standa í vegi fyrir gangi mál- anna, og vilji þess vegna þoka henni til hliðar svo að áhrifa hennar gæti minna. Einu sinni var samþykt á Al- þingi, þó að langt sje síðan, að þar sem greindi á um guðs lög og landslög, þá skyldu guðs lög ráða. Vera má að leiðtogum þjóðar- innar sje ekki að öllu leyti ljóst hvert stefnir andlegum þroska þjóðarinnar, ef starfi kirkjunnar verður hnekt með hinni væntan- legu löggjöf. Líti kann ske nokk- uð einu auga á hinar ytri fram- farir, og hinn mikla yfirvöxt, er átt hefir sjer stað, í þjóðlífi voru nú um langt skeið. Kristin kirkja er samvaxin þjóðlífí voru. Og jeg veit að óhætt er að segja þjóðinni hjartfólgin, Enda á íslensk alþýða kirkjunni ofmikið að þakka, til þess að vilja nú losna undan áhrifavaldi henn- ar. Á hallæris og neyðartímum hef- ir ávalt verið athvarf að finna í kristinni trú. og þegar öldur ó- friðar, og siðleysis gengu yfir þjóðina, á niðurlægingartímum, svo að engu var eyrt, var þá í lengstu lög grið og öryggi að finna í kirkjunni. Og nú, alstaðar þar sem ráðist hefir verið á kirkjuna og starf hennar lamað, höfum vjer áhrif- in af því daglega fyrir augum. Það er hæpið að fullyrða, að kristin trú og andleg menning sje sitt hvað. Allar listir og alt, sem er gott og fagurt á rót sína að rekja til þeirrar uppsprettu allrar tilveru er trúin er komin frá. 1 bestu kvæðum skáldanna, og fegurstu tónverkum, og pensli málarans, glitra andlegir geislar frá hinu eilífa. Enda hafa bókmentir og listir, frá því fyrsta þróast í skauti kirkjunnar. Jeg sagði hjer að framan, að vjer íslendingar ættum kirkju Krists margt og mikið að þakka; svo mikið, að jeg held að oss ríði lífið á. Jeg held ag þjóðin mundi deyja þjóðardauða, ef vjer ættum nú fyrir höndum að missa áhrif og vemd kirkjunnar. Og skal það þó, með sorg játað, að kirkjumenning vor, stendur ekki á háu stigi, svo sem vera ætti. En hvaða þýðingu hefir þá kristin trú og kirkjumenning fyr- ir þjóðfjelagið ? Og þá kem jeg að kjama máls míns. Sannur óbrjálaður kristindóm- ur er það eina, er gerir mennina hæfa til að lifa og starfa. Og taka öllum viðfangsefnum, eins og vera ber, með hetjuhmd, drengskap og þrótti. Jeg veit ekki neitt annað, sem gefur lífinu það gildi; og heimtar og býður mönnum, að leggja ávalt það besta fram. Það er þetta þrek og kraftur, sem trúin veitir, sem vjer getum ekki án verið. Kristin trú, kenningar hexmar og siðalögmál er grundvöllur, sem þjóðfjelag skal byggja á, er vill lifa athafnaríku menningarlífi. Og mjer finst vera komið meir, en mál, fyrir menn og konur þessa lands, að fara að hugsa í þá átt. Vel mentuð og sannkristin þarf íslenska þjóðin að vera. Það er eina leiðin, sem henni er fær, út í sjálfstæðisbaráttu sína, á komandi tímum. Kristin trú á að vera lifandi sverð, og skjöldur þjóðarinnar; eins og hiin hefir ávalt verið. Það á að vera siguraflið, er leiðir hana gegn um öll vandamál, og mótar stjórnmálin, utan lands og innan. Oft heyrist nú talað um nýjan og gamlan tíma, þó vitanlegt sje að „fortíð og framtíð fljettist saman“ í óendanlegu áframhaldi. Einkum var glamrað með þetta slagorð eftir ófriðinn mikla. Alt sem gamla tímanum tilheyrði, menn og menning, átti að líða sem fyrst undir lok, og gleymast. Og þá átti líka kristin kirkja að fara með, í ruslið, svo að hún skygði ekki á nýfædda tímann. Eða að minsta kosti að sníða svo upp kenningar hennar, að þær mót- mæltu ekki. En líklega hafa menn aldrei verið meira vonsviknir, en nú. Heimsstyrjöldin leiddi í ljós, að mannkynið stendur ekki eins hátt að andlegu göfgi, eins og ytri tækni. Svo að nú standa menn ráð- viltir, og vilja hverfa niður í myrkur heiðindóms aftur. Það er grátleg hugsunarvilla hjá þjóðum, er alið hafa kynslóð- ir sínar í næstum 19 aldir, við hina háleitu kenningu kristinnar trúar. Áður en vor litla jörð var til, og fjöll hennar fæddust, var Sálarfræðingur segir (rá sjerkennum Ivars Kreuger. Dr. P. Bjerre pró- fessor ritaði bók um hann frá ssál- fræðilegu sjónar- miði. Ivar Kreuger. Fyrir samtíðarmenn Ivars Kreuger, f járglæframannsins mikla, verður þessi sjerkenni- legi maður hin mesta ráðgáta. Þrjú ár eru nú liðin frá dauða hans. Síðan hann fjell frá hafa hagfræðingar unnið að því að Jesiís Kristur í dýrð hjá föðurn- um, eins og hann vitnar sjálfur. Kirkja hans hefir starfað frá ei- lífð, og mun starfa til eilífðar, með heilögum sigurkrafti. Þar er upp- spretta lífsins, en ekki í fornum heiðindómi. Nú eru að vísu myrkra og hættutímar. Óvinurinn hamast, og hefir öll brögð í frammi, eins og hann búist við að úrslit sjeu í námd. En nú er líka, lcirkjan að efl- ast; og er reiðubúin að koma ör- vita mannkyni til Iijálpar, og leysa það úr þeim dróma, er það sjálft hefir reynt sig í. Kirkja krists er og verður eld- stólpinn, sem fer með þjóðunum í lífsbaráttunni, og lýsir þá best, er dimma tekur. Einnig nú í yf- irstandandi heimspólitík, koma á- hrif hennar í Ijós. Það eru menn frá best kristnu þjóðunum, sem nú ganga fram fyrir skjöldu, til þess að reyna að afstýra vand- ræðum. Jeg geri ekki ráð fyrir að tillög- ur launamálanefndar verði sam- þyktar, að því er kirkjumálin snertir. Eða nein ákvörðun tek- in, er gengur í þá átt aQ draga úr starfi kirkjunnar. Jeg vil miklu heldur vona, um Ieið og það er hjartanleg ósk mín, að hjer á landi mætti rísa upp blómlegt safnaðarlíf, að öll alþýða taki höndum saman við prestana, að efla kristinfræðslu og guðrækni, og leggja rækt við að guðsþjón- ustur verði sem veglegastar. Svo að kristin kirkja fái óhindrað, að vinna sitt mikla ætlunarverlc, landi og lýð til farsældar . Þá sígur aldrei rökkur heiðin- dóms og niðurlægingar yfir þjóð vora. Kirkjuvinur. greiða úr hinum miklu fjár- málaflækjum hans — og ekki tekist það nærri því að öllu leyti. En allan þann fjárglæfra- vef hafði hann svo að segja á bak við eyrað, og gat sjeð svo- um, að hann hefði þar alla þræði í sinni hendi. Nokkru eftir að hann fjell frá ritaði merkur sænskur sál- fræðingur, dr. P. Bjerre bók um Ivar Kreuger. Hjer um daginn var dr. Bjerre á ferð í Oslo. Blaðamaður frá Aftenposten hafði tal af dr. Bjerre. Talið barst m. a. að Ivar Kreuger. Talið barst að tvískiftingu í eðli manna, hvemig ýmsir virt- ust hafa mismunandi mann að geyma. Einn af þeim mönnum, segir doktorinn, var Ivar Kreuger. Hann var ákaflega hjálpsamur maður annað veifið, og virtist öllum vilja gott gera. En jafn- framt var hann harðbrjósta fjársvikari, er gat reitt menn inn að skyrtunni, án þess það virtist fá hið minsta á hann. Meðan hann var á lífi, var hann hafinn til. skýjanna og talið að hann ætti ekkert mis- jafnt til í fari sínu. En eftir að hann var fallinn frá hætti mönn um við að fara út í gagnstæðar öfgar og halda því fram, að hann í einu og öllu hefði aldrei verið annað en svindlari og glæpamaður. En í raun og veru var engu líkara en hann í hegðun sinni og framkvæmdum væri tvær eða fleiri ólíkar persónur. Þegar honum bauð svo við að horfa var hann siðlaus (,,umoralsk“), hann hafði ekki samviskubit af því illa sem hann gerði, eins og flestir menn hafa. Þegar jeg vann að rannsókn- um mínum á manni þessum, komst jeg að þeirri niðurstöðu, að hann myndi hafa verið ó- venjulega tilfinningaláus líkam- lega. Og mikið rjett. Tannlæknir, er hafði gert að tönnum hans, sagði mjer, að sú hefði sín reynsla verið. En þó hann væri þessi glæfra maður, sem hann var, þá má ekki gleyma því, að hann gat líka bygt upp mikil og lífvæn- leg fyrirtæki. Má þar t. d. nefna Boliden-námurnar og Eldspýtnahringinn, fyrirtæki sem hafa verið endurreist og nú eru í blóma. Gaman er, heldur doktorinn áfram, að athuga gróðaaðferðir þessa manns. Eitt sinn ætlaði hann að fá einokun á eldspýt- um í Frakklandi. En það tókst ekki. Þá tók hann að sjer að breyta eldspýtnaiðnaðinum í Frakklandi. Og það af eld- spýtum, sem Frakkar gátu ekki gert, áttu þeir að kaupa í Sví- þjóð. En Kreuger líkaði ekki þetta. Fannst hann ekki fá nægilega mikið upp úr því. Þá tók hann það bragð að framleiða það sem hann kallaði „Luxus“-eld- spýtur. Það varð mikið gróða- fyrirtæki. Hann setti fallega mynd á eldspýtustokkana. En í stokk- unum voru ekki nema 40 „lux- us“-eldspýtur, í stað þess að í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.