Morgunblaðið - 14.09.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1935, Blaðsíða 7
Laugardaginn 14. sept. 193j. Ml'kGUNBLAÐIÐ Ný saumastoia er opnuð í Hafnarstræti 22, uppi. Þar verður saumaður kven- og bamafatnaður alls- konar, eftir nýjustu tísku. Vönduð og fljót afgreiðsla. Sanngjarnt verð. — Opið frá kl. 9—7 alla virka daga. Ávextir: nýir, þurkaðir, niðursoðnir, besta fáanlegt. Nýslátrað dilkakjöt lækkað verð. Frosið kjöt af fullorðnu á 35 aura og 45 aura í lærum. Ennfremur allskonar græn- meti. Jóhannes Jóhannsson, Orundarstíg 2. Sími 4131. Nýslátrað dilkakjöt, Sviðin svið, lifur og hjörtu. Fyrsta flokks gulrófur og m. fl. Verslun Sveins Jóhannssonar. Bergstaðastr. 15. Sími 2091. Skólavörur: Skjalatöskur. Skrifbækur. Stílabækur. ’G-lósubækur. Reikningshefti. Iatblýantar. Litakassar. Strokleðua:- Sjálfblekungar. Skrúfblýantar. Pennastokkar. Pennaveski. Peimar. Pennasköft. Blýantsyddarar. Teikniblýantar. Teiknipappír. Teikniblokkir. Teiknibækur. Teiknibólnr. Teiknibestik. Horn. Reglustikur. Teiknikol. Kolahaldarar. Pixatif. Pixatif-sprautur. Tusch. BúkMúim Lækjargötu 2. Sími3736. Dagbók. Veðrið (föstud. kl. 17): Djúp lægð um 400 km. suður af Vestm. eyjum. Vindur er hvass NA um alt land. Á Hesteyri < er stormur (9 vindstig). Rigning austan lands en þurt suðvestan lands. Veðurútlit í Rvík í dag: All- hvass NA. Urkomulaust. Morgunblaðið. Nýir kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ó- keypis til næstu mánaðamóta. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, síra Garðar Þorsteinsson. Brjef frá Tongaeyjum. í Morg- unblaðinu í gær var skýrt frá hinni einkennilegu póstþjónustu á Tongaeyjum, þar sem póstinum er kastað í sjóinn við eyjarnar og menn synda síðan út eftir honum. Hafliði Helgason prentsmiðju- stjóri kom inn á skrifstofu Morg- unblaðsins í gær með brjef sem hann hafði fengið frá eyjum þess- um. Brjefið var frá bróður hans, Eðvard Helgasyni, sem er í sigl- ingum milli San Franciseo og Sidney. Brjefinu var kastað í sjó- iun við Tongaeyjar í janúarmán- uði þ. á. Frá Tongaeyjum komst það fyrst í júní og liingað barst það í ágústmánuði. Umslagið af brjefi þessu er til sýnis í sýn- ingarglugga Morgunblaðsins. Thelma Johannesson, sem aug- lýsir enskukenslu í blaðinu í dag, hefir verið kennari um 10 ára skeið í Kanda, bæði í barnaskól- um og unglingaskólum. Fluttist liún hingað til lands fyrir rúmu ári síðan og mun stunda ensku- kenslu í vetur. Eldur kom upp í gær í kjallara hússins við Pósthússtræti 17. Var slökkviliðið kallað á vettvang kí. um 12 á hádegi. Eldúrinn var í miðstöðvarherbergi hússins og hafði komist í brjefarusl og kassa, sem þar voru. Veggir kja,Harans eru úr steinsteypu og loftið með steypuhúð. Eldurinn breiddist ekki út og gerði lítið eða ekk- ert tjón. Til Hailgrímskirkju í Saurbæ: Frá N. N. 10 kr., afh. af Sigur- borgu Kristjánsdóttur Staðarfelli; áheit frá G. J. 2 kr., afh. af Sn. J. Með þakklæti móttekið. Guðm. Gunnlaugsson. Séxtugur er í dag Jón Jónsson, verkstjóri, BræðraborgarStíg 21. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni, ungfrú Ásta M. Guð- laugsdóttir og Björgvin Kr. Gríms- son, starfsmaður hjá Smjöilíkis- gerðinni „Smára“. B.v. Otur kom af veiðum í gær með 1400 korfur. Skipið fór í gær- kvöldi áíeiðis til Englands. G.S. ÍSland kom áð norðan í gær. Belgiskur togari kom hingað í gœr vegna lítilsháttar bilunar. Eimskip. Gullfoss kom til Vest- mannayja kl. 8 í gærkvöldi og var væntanlegur hingað í morgun. Goðafoss er í Hamborg. Dettifoss var á Siglufirði í gær. Brúarfoss er á leið til Leith. Lagarfoss er á leið til Kaupmannahafnar, Selfoss er á leið til útlanda- Mænuveikin. Eitt nýtt tilfelli af mænuveiki kom fyrir hjer í bænum í fyrrakvöld. Það er full- orðinn maður, sem tekið hefir veikina. Hjeraðssaga Borgarfjarðar, 1. bindi, kemur út í haust og verð- ur um 30 arkir að stærð, í stóru 8 blaða broti. f þetta þindi rita þeir Pálmi Hannesson rektor, hjer- aðslýsingu, Guðbr. Jónsson rithöf., sögu hjeraðsins frá landnámsöld og fram yfir 1800 og Kristleifur Þorsteinsson, bóndi á Stóra- Kroppi, menningarsöguþætti; en þeir eru meginhluti bindisins. — Áskriftarlisti er á afgreiðslu blaðs- ins. Brúðkaup sitt halda í Oddfell- ow-höllinni í dag, ungfrú Ingi- björg Jónsdóttir, Hj. Sigurðssonar prófessors og Bergur G. Gíslason, sonur Garðars Gíslasonar stór- kaupmanns. Síra Bjarni Jónsson gefur brúðhjónin saman. Á drengjamóti Vestmannaeyja 1. þ. m.‘ setti Vigfús Ólafsson úr K. V. nýtt; met í 3000 metra hlaupi. Rann hann skeiðið á 10 mín. 1,4 sek. -— í fyrradag hnekti hann þessu meti sínu/og rann nú sama ^keið á 9 mín 59,5 sek. (F.Ú.). Aðalfundur Lyfsalafjelags ís- lands var haldinn í Reykjavík að Hótel Borg 7. til 8. september. Sóttu hann, auk lyfsala hjer í bænum, 4 lyfsalar utan af Iandi. Fundurin stóð yfir frá kl. 10.%—5 báða dagana og voru þar rædd ýms fjelagsmál. Meðal annars hin aukna aðsókn að faginu, fram- leiðsla á sjerleyfum, útgáfa tnna- rits o. fl. Formaður fjelagsins var kosinn Stefán Thorarensen, að öðru leyti var stjórn fjelagsins endurkosin. P. L. Mogensen, sem hefir verið formaður fjelagsins undanfarandi ár, baðst undan endurkosningu. Piltar og stúlkur á aldrinum 14—18 ára, sem ekki hafa ákveðna atvinnu í haust og í vetur og ekki stunda nám eru beðin að mæta á Vinnumiðlunarskrifstofunni í Mjólkurfjelagshúsinu eða Ráðn- ingarskrifstofu Reykjavíkur á Lækjartorgi 1, kl. 10—12 og 2—4 dagana 14.-—18. þ. m., að báðum dögum meðtöldum, og útfylla Skýrslur þær sem þar liggja frammi. Skýrslusöfnun þessi er framkvæmd að tilhlútun nefndar þeirrar, sem ríki og bæjarstjórn hefir skipað til að rannsaka at- vinnuleysi hjer í bænum og gera tillögur til bóta á því. Útvarpið: Laugardagur 14. september. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfrégnir. 19,20 Tónleikar (plötur): Gömlu dansarnir. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Leikrit: „Maðurinn í kjall aranum“, eftir Á Sutro (Soffía Guðlaugsdóttir, , Hjörleifur Hjörieifsson).. 21,00 Tónleikar: a) Útvarpstríóið ; b) Ljett kórlög (plötur). 22,00 Danslög til kl. 24. Vjelstjúraskólinn verður settur 1. október, kl. 10 f. h. í Stýrimannaskóla- húsinu. — Skólinn starfar í þremur deildum: Vjelgæsln- deild, vjelstjóradeild og rafmagnsdeild. Nánari upplýsingar fást hjá skólastjóra daglega, kl. 13—15. M. E. Jessen. s — Hvað ert þú að gera þig merkilegan, þú ert þó ekkert annað en það sem jeg hefi verið í mörg ár — aulabárður. KAUPIÐ Stærsta oq fjolbreyttasta^blað landsins. Langbesta frjettablaðið. SNýir kaupendnr fá blaðið ókeypisj’til næstkom- andi!!mánaðamófa. - - - Hringið í síma 1600 og gerist kaupcndur. Heyrið tivað Loretta Young segir um fegurð. Loretta Young talar fyrir munn 846 af 857 aðal leik- kona. — Lux Toilet sápa heldur hörundinu svo hreinu og mjúku, að hún er aðal sápan sem leikkonur nota. Hið mjúka löður henn ar, losar búðina við öll ó- hreinindi og heldur henni mjúkri og fagurri. Lux Toilet sápan er einungis búin til úr bestu efnum og umbúðimar verja hin fínu efni hennar frá skemdnm. Notið hana strax í dag. 4LLAR STÚLKUR GETA HAFT FALLEGA HÚÐ. JEG HEFI TIL ÞESS AUÐVELDA AÐFERÐ. NOTA DAGLEGA LUX TOILET SÁPU. UPPÁHALDS SÁPA LEIKKVENNA. Lux Toilet Soáp X-LTS 356-50 I.EVKR BROTHERS I.IMITED, PORT SUNLIGHT, ENGLANB Sest að angtýsa í Morgunblaðino.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.