Morgunblaðið - 27.09.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.1935, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 27. sept. 1935 I --------wm. Æ.4fm fjtgot.: H.f. Árvakur, Reykjavlk, Rltatjðrar: Jön KJartansaon, Valtýr Stefánsson. Rltatjörn og afgrreiBala: Austurstrœti 8. — Sini 1408. Auxlýslngastjörl: E. Hafberg. Au.lýslngaakrifstofa: Austurstrœtl 17. — Slml 8700. Helmasimar: Jön KJartansson, nr. 8742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árnl Óla, nr. 8045. K. Hafberg, nr. 8770. ÁskriftasJald: kr. 3.00 á mánuSl. 1 lausasölu: 10 Jura elntakiB. 20 aura meti Lesbök. „Húsaleigan hækkar!“ ‘tyhfimg hljáðaði risa-fyrirsögnin yfir mtii greininni í Alþýðu- blaðinu í 'fýrradag. Segir blaðið, 'áS leigarí fyrir smærri íbúðír hækki um 10—15%. Síðaii kemur Alþýðublaðið með ýmsar hugleiðingar í sambandi við þetta. Segir, sem rjett er, að bygt hafi verið með minna móti f sumar, en fólksfjölgunin í bæn- úm og viðkoman krefjast 3—400 nýrra íbúða á ári. ‘ Það er'vafalaust rjett, að mi er talsVerð húsnæðisekla í Reykja- vík, einkum er vöntun á litlum íbúðum, tveggja og þriggja her- bergja. Og þáð er einnig rjett hjá AI- þýðúb!aðinu, að þetta stafar fyrst óg ffeltist af því, að bygt hefir verið'm’e'ð minna móti í sumar — og reyíictar síðustu árin. En Alþýðublaðinu láist alveg að skýra frá því, hversvegna dregið hefir mjög úr byggingum í Reykjávík sfðustu árin. Þögn Alþýðublaðsins um þetta er skiljanleg, því að alt á þetta rót sína að rekja til aðgerða rauðu flokkanna. Rauðu flokkarnir lokuðu veð- deildinni hjer um árið, því að það var eina lánstofnunin, sem Reykvíkingar gátu leitað til með byggingarlán. Þegar svo Reykvíkingar stofn- uðu fjölment byggingarfjelag, sem njóta skyldi góðs af hlunnindum laganna um verkamannabústaði, komu rauðu flokkarnir óðara fram á Alþingi og steindrápu þetta fjelag! Enginn mátti njóta góðs af hlunnindum þessara laga, neiha hann fyrst játaði pólitíska trú Iljeðins og annara burgeisa sósíalista. Ef byggingarfjelag sjálfstæðra verkamanna, sem þegar taldi mörg hundruð fjelagsmenn, hefði fengið að lifa, er sennilegt, að reist hefðu verið 100—200 íbúðarhús nú í * sumar á vegum fjelagsins. En rauðliðar bönnuðu þetta! Rauðliðar hafa yfirleitt gert alt .sem þeir hafa getað til þess að koma í veg fyrir nýbygging- ar hjer í Reykjavík. Smiðshöggið ráku þeir á þetta í sumar, með því stórlega að minka innflutning á byggingarefni. Svo koma fáráðlingamir í Al- þýðublaðinu og virðast undrast það, að með minna móti skuh hafa verið bygt hjer í bænum í sumar! Þeir vakna nokkuð seint, herr- arnir við Alþýðublaðið. En verkamennirnir, sem nú verða að sætta sig við 10—15% hærri húsaleigu, geta þakkað burgeisum sósíalista þann greiða — eins og svo margt annað. ítalir á flótta undan herkvaðningu Mussolinis! Þjóðabandalagsráðið á ráðstefnu. ítölsk herskip í flóanum hjá NeapeL Vesuvius sjest í baksýn. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.. Á Jdví leikur ekki nokkur vafi lengur, að Mussolini er orðinn valtur í sessi. Madame Tabouis, frjettaritari Parísarblaðs- ms „L’Ouvre“, hefir nú skýrt nánar þær upplýs- ingar, sem hún birti í gær um stjórnmálalegt ástand í Italíu. Segir hún að f jölmargar fregnir frá Róm beri það með sjer, að útlitið fyrir hið fasistiska skipu- lag í Ítalíu sje alt annað en glæsilegt. Hafi Federzoni ráðherra gagnrýnt stjórmálastefnu Mussolinis vægðarlaust á ráðherrafundinum síðastliðinn þriðjudag. Þá hafi Badogli marskálkur farið á fund ítalska konungsins, Victors Emanuels, og látið í ljósi mikinn kvíða um sigurhorfur í Afríku. Og síðast en ekki síst, virðist margt benda til þess að Bretar óski þess að ný stjórn, sem sam- þykki sjónarmið Englands í öllum málefnum, er varða yfirráðin í Miðjarðarhafi, verði látin taka við í Italíu. Þjóðabandalags- sáttmálinn $ 15,4. Nú tekst ráðinu ekki að jafna ágreininginn*og sem- ur það þá og birtir skýrslu, er það hefir samþykt í einu hljóði eða með meirí hluta atkvæða? um málavöxtu, ásamt úrlausn þeirri á mál- inu, sem það mælir með og telur sanngjaraasta og hentasta eftir ástæðum. manna, til að semja skýrslu um alla málavöxtu um Abyssiníu- deiluna og- þær úrlausnir, sem stungið hefir verið upp á og ráðið telur sig geta mælt með. Á meðan verið er að semja þessa skýrslu, halda sátta- Mr. Eden. I, , II , Iaginu kynni að berast á rneðan 13 manna nefndin væri að ganga frá skýrslu sinni. Anthöny Eden studdi tillöguna- Hagði hann meðal annars, að á meðan þessu færi fram fengju stjórnir hinna einstöku ríkja tækifæri, til þess að yf- irvega hvað unt væri að gera til þess að varðveita friðinn. í Þykir ekki ólíklegt, að með «.þesáúm orðum hafi Anthony Ijlden liaft í huga þá heiðni Abyssiniu, að alþjóðleg nefnd yrði send þangað, til þess að liafa gát á landamærunum og yrði hún þá á verði í Abyssiniu meðan 13 manna nefndin Iýkur störfum. Kunnugt er að þessi beiðni Abyssiniu hefir mætt samúð í Genf. IÚNDI ÞJÓÐABANDA- LAGSRÁÐ3INS VERÐ UR EKKI SLITIÐ. Anthony Eden stakk ennfrem- ttr upp á því, að Þjóðabandaíagið heldi fundum sínum áfram til þess að vera tii taks ef eitthvað' kæmi fyrir, að minsta kosti þangað til 13 manna nefndin hefði lokið störfum. Laval studdi þa tillögu og sama gerðu fuirtrúar Rúss- lands og Danmerkur. PULLTRÚT DANA ÞAKKAR PIMM MANNA NEFNDINNI. Dr. Muneh, utanrikismálaráð- herra Dana, tók til máls á fundi Þjóðabandalagsins, 0g kvaðst vilja þakka fimm manna nofnd- UNGIR MENN FLÝJA ÍTALÍU! Frjettaritari danska blaðsins 5,Dagens Nyheder“, símar frá Genf, að ítalir flýji land sitt af ótta við stríðið. Fer tala flóttamanna þess- ara vaxandi með hverjum degi sem líður, og er grip- ið til hinna ótrúlegustu loddarabragða, til þess að komast yfir landamærin. Skilja flóttamenn eft- ir í Ítalíu aleigur sín- ar og vinna það til, að koma slyppir til fram- andi lands, heldur en að eiga það á hættu að vera kvaddir til vígstöðvanna í Austur Afríku. 80 AF HVERJUM 100 ÆSKUMÖNNUM FLÚNIR. Þessi tíðindi bera þó á sinn hátt von um það, að flóttamenn irnir geri ráð fyrir, að stjórn- arbreytinga,r sjeu í vændum í ítalíu. Geti þeir þess vegna snúið aftur til heimkynnanna innan skamms. Flóttinn er víða geysi- legur. I nokkrum bæj- um í ítalska Tyról, hafa jafnvel 80 pró- sent af ungum karl- mönnum lagt á flótta yfir landamærin. Vegna atburða þessara hefir verið hert mjög á landamæra- gæslunni í Ítalíu. ÞjóðabandaiagsráOið skipar nýja nefnd. Fundur Þjóðabandalagsins í morgun samþykti í einu hljóði að fara að eins og fyrir er mælt í fjórðu málsgrein 15. greinar Þjóðabandalagssáttmál- ans. Voru allir meðlimir þjóða- bandalagsráðsins, nema full- túri Italíu, skipaðir í nefnd 13 tilraunir áfram og standa að þeim fyrst og fremst sendiherrar stórveldanna í Róm. Páll. FRÁ PUNDI ÞJÓÐA BANDALAGSINS. London í gær (F. Ú-). 1 Á fundinum í morgun var eng- inn ítalskur fulltrúi viðstaddur. Senor Madariaga las upp skýrslu fimm manna nefndarinnar og kvaðst engu hafa við að bæta. Skýrslan var samþykt í einu hljóði. Pulltrúi Abyssiniu lýsti þá yfir að stjórn hans myndi taka til vinsamlegrar yfirveg- unar hverja þá tillögu, sem Þjóðabandalagsráðið kynni að bera fram. FIMM MANNA NEFND IN HELDUR ÁFRAM STÖRFUM. Þá stakk forsetinn upp á því, að fimm manna nefndin skyldi enn halda áfram störfum og veita viðtöku og taka til athugunar hverja tillögu, sem Þjóðabanda- inni fyrir það starf, sem hún hefði unnið, þó að árangur þess hefði ekki orðið sá, sem menn vonuðust eftir. Því næst lagði hann áhersln á það, að hjeðan af væri ekki annars kostur en að fylgja í öllum atriðum Þjóðabanda- lagssáttmálanum. CHURCHILL STYDUR þjódabandalagið. Afstaða íhaldsflokksins enska til Ábyssiniudeilunnar kom greini- lega fram í morgun í orðum Winston Churchill, þar sem hann kemst svo að orði: „Öll breska þjóðin og alt breska veldið styður ríkis- stjórnina í þeirri viðleitni hennar að styrkja vald Þjóða- bandalagsins. Ótvíræð skylda þjóðarinnar og áhugi henn- ar fyrir að varðveita friðinn, alt knýr þetta hana til þess að láta ekki sitt eftir liggja, til þess að lög megi ráða í al- þjóðaviðSikiftum og til þess að hinum ægilsgn afleiðing- um ófriðar verði afstýrt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.