Morgunblaðið - 27.09.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.09.1935, Blaðsíða 5
Föstudaginn 27. sept. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 5 Fækkun presta og afstaða síra Eiríks Helgasonar Eftir Sigurbjörn Einarsson. Nú líður naer þeim tíma að frum- A'arp milliþingauefndar í launa- málum tem skipun prestakalia verði tekiS til athugunar á Al- Jjingi og þar gert út um örlög þess. Alþingismönnum mun vera iunnur hugur þjóðarinnar í þessu máli- Það getur naumast orkað tvímælis, að það væri meirihluta þjóðarinnar mjög á móti skapi ef horfið yrði að því ráði að breyta skipun prestakalla á þann hátt, :sem nefndin leggur til. Og þessi meirihluti er sá hluti þjóðarinnar, sem málið er skyldast, sá hlutinn, sem lætur sig kirkju- og kristin- dómsmálin einhverju skifta og telur sómasamlegt fyrirkomulag þeirra mála heyra til þolanlegs vaðhúnaðar af hálfu hins opinbera. Pjölmennur kirkjufundur, set- inn fulltnium safnaða víðsvegar af landinu, lýsti sig- mjög eindregið mótfallinn þessum tillögum. í fót- spor kirkjufundar fetaði síðan prestastefnan og allir þeir söfnuðir úti um land, sem síðar hafa gert samþyktir í málinu, en þeir eru nú orðnir æði margir. Og það er ekki •erfitt að segja, vegna hvers vilji almennings hnígur svo eindregið til einnar áttar í þessu máli. Það byggist á þeirri augljósu stað- reynd, að löggjöf í samræmi við jþessar tiHögur, myndi verða kirkju fslands hið versta skaðræði. Og íslenskum ahnenningi, þykir það skifta nokkru máli. Þetta álit á tillögum launamálanefndar er sameiginlegt öllum þeim, sem kirkjunpi unna mest og bestan hafa skijninghm og- öruggasta þekkinguna á ætlunarverki hennar og starfsháttum. Hafi því launa- málanefnd ætlað að gera kirkj- unni gagn með þessu frumvarpi, þá ber að hafa það heldur, sem kirkjan ætlar sjálf um sitt eigið gagn, því fremur, sem öll skynsamleg rqk hníga undir það, að henni sje betra, að lög- gjöfin frá 1907 — svo gölluð sem hún þó er — haldist óbreytt, en að breytt verði til á þanp hátt, sein launamálanefnd leggur til. Hitt er og vandsjeð, livers hagur það yrði ef breytt yrði til á þenn- an hátt. Ríkissjóður yrði nokkuð jafnær að því er virðist. Það verð- ur því, að vona að Alþingi fari ekki að samþykkja lög í óþökk þjóðarinnar, sem koma engum að gagni en skaða stórlega starfs- möguleika kirkjunnar. Það ætti satt að segja að geta fundið sjer eitthvað þarfara að gera. Bnda verður ekki sjeð, hvar almenning- ur hins þingráða íslands á að leita sjer trausts, hafi Alþingi að engu jafn eindregin mótmæh sem þessi. II. vinafjelög barna. Bru fjelög þessi stofnuð \í sambandi við barnaskól- ana þar. Hefir dýraverndunar- málinu þegar orðið mikdl styrkur að starfi þeirra. Og þess er að vænta, að barnakennarar, um land alt, stofni slík fjelög við skóla sína. Ekki þarf að kvíða því, að börnin nni ekki vel slíkum fje- lagsskap. Þau eru móttækileg fyrir alt það, sem er göfugt og fagurt. Þeir fullorðnir, er unna mál- efninu, þurfa líka að mynda með sjer fjelagsskap, því að það er ■ ólíkt hvað menn geta betur notið sín í starfi fyrir hugsjónarmálið, er þeir eru í fjelagsbundnum sam- tökum, en hinir, sem utan við þau standa. Til allra framkvæmda þarf fjár- magn; einnig til mannúðai'mála þarf fje. Meðal annara þjóða kveður mikið að því, að almenn- ingur styrki starfsemi dýravernd- unarinnar f járhagslega. Þar senda memi, eftir efnum og ástæðum, til fjelaganna smáar og stórar fjárhæðir. Sjóðstofnanir og áheit og minningagjafir tíðkast mjög erlendis. Hin síðari ár liefir lítið verið að því gert að styrkja starf Dýra- verndunarfjelags íslands á slíkan hátt. Gleymið því ekki, íslending- ar, að fjelagið vinnur fyrir fag- urt og nytsamt mál, sem horfir til þjóðarheilla. Og þótt nú sjeu erfiðir tímar, og þröngt fyrir dyr- um á fjármálasviðinu í landinu, má ekki dýraverndunarstarfsem- in á neinn hátt veikjast. Dýra- verndun er slíkt menningar- og hagsmunamál fyrir þjóðina, sem hún ætíð hlýtur að styrkja í orði og í verki. ^aunmálanefnd á í þessu máli við að styðjast fylgi eins prests á öllu landinu, svo vitað sje. Það er síra Eiríkur Helgason í Bjarna- nesi. Fyrstui' allra manna kvað hann sjer hljóðs um þetta mál og tjáði sig' fylgjandi prestakallasam- steypunni, alHöngu áður en tillögur launamálanefndar voru komnar fyrir almenningssjónir og er ekld kunnugt að hann hafi áður látið kirkjumál verulega til sín taka. Og nú hefir hann aftur tekið til máls (í Alþýðubl. 23. ágúst þ. á.) í tilefni af grein eftir mig í Mbl.’ í vor um fækkun presta og af- stöðu kirkjunnar. Er auðsætt að presti finst mikið við liggja að ljá þessu þrifamáli fylgi sitt, .er hann leggur sig niður við að láta mjer „ekki alveg ósvarað“ þrátt fyrir mitt „fljótfæmisfum“. En skýr- ingin á þessu lítillæti er sú, að jeg „virðist vera mjög áhugasamur ungur maður“. Er það vel og vonum framar að hann metur á- hugann. En sleppum nú öllu gamni. — Síra Eiríkur Helgasön lætur þess getið með nokkrum þjósti, að naumast muni mikið mark á mjer takandi eftir fullyrðingum mínum og rökum að dæma. — Grundvallar hann þennan dóm sinn á nokkuð augljósum mislestri eða misskilningi á upphafii greinar minnar og vona jeg að hann sje einn um þann skilning. Hvað rökunum viðvíkur, þá veit jeg vel, að ekki var „nógu vel“ til þeirra vandað. Gjarnan hefði jeg viljað gera betur. En hitt er auðsætt, að röksemdir mínar hafa reynst síra Eiríki ofvaxnar, hafi hann ætlað að hnekkja þeim, því allar standa þær jafnrjettar eftir á- ldaup hans. Það er engin fremd í þessu fyrir mig. Því síður þarf iað að vera nein tæmandi bending um gáfnafar síra Eiríks. Minn mál- staður er góður og augljós, hans illur og erfiður viðfangs. Það er alt og sumt. — Annars skýt jeg pessu til lesendanna. III. Síra Eiríkur Helgason tekur upp röksemdafærslu launamála- pefnday um hinar bættu sam- göngur. Hann játar að þekking hans á staðháttum nái ekki yfir nema Skaftafellssýslur og Rangár- vallasýslu austanverða, en telur sig þó þess um koininn að saka iá, sem sent liafa andmæli gegn till. þessum víðsvegar af landinu, um fleipur, það eð andmælin bygg- ist ekki á nógu víðtækri staðhátta lekkingu- Á kirkjufund var þó saman komið fólk af öllu landinu — enginn þó úr prestakalli síra Eiríks —, þar lagði öll þjóðin saman sína staðhátta-þekkingu og virðist mjer hæpið og furðu djarf- legt að telja þvílíkar samþyktir fleipur eitt og að engn hafandi. Mjer er nær að halda að þögn Aiistur-Skaftfellinga sje meiri markleysa, lýsi ver þeim hug, sem ieir bera til kirkjunnar og' mann- viti þeirra yfirleitt. Nú var það, að því er virðist, óþarft að taka upp þykkjuna fyr- ir Rangæinga, enda þarf engan „fagmann“ til að veita upplýsing- ar um þær samgöngubætur, sem þar hafa orðið < á allra síðustu tímum. Hinsvegar hefir síra Ei- ríkur gjarna mátt benda á hlið- stæð dæmi um samgöngubætur úr Skaftafellssýslum. Myndi það vera erfiðara viðfaúgs'. Mjer virð- ist alveg óleyfilegt áð taka Rang- árvallasýslu austanverða til dæmis í þessu máli og draga af því ályktanir um samg'öngubætur á íslándi, sem rjettlæti hinar víð- tækustu umbyltingar. En annars skal ekki frekar út í það farið. Það, sem mestu máli skiftir er það, að öll þessi röksemdarleiðsla launamálanefndar og síra Eiríks er vægast sagt hæpin. Til hvers eru samgöngubætur ? Eru þær tak- mark í sjálfu sjer eða aðeins leiðin að öðrum takmörkum ? Eiga þær eklti að vera undirstaða undir menningarlífið í landinu ? Eða á að draga saman seglin að því er snertir hverskonar þrifamál í rjettu hlutfalli við það, sem skil- yrðin til þess að vinna að þeim batna? Eða gildir þessi undarlega regla, e. t. v. aðeins um kirkju- og kristindómsmál ? Víst hefir margt breyst síðan 1907, enginn neitar því. En það hefir fleira breyst en samgöng- urnar á fslandi. Það hefir m. a. eina hlið, sem sjaldan er athuguð: Hvað var veitt á fjárlögum til kirkjunnar árið 1907, og hvað var það mikill hluti af saman- lögðum útgjöldum ríkisins þá? Hefir það lilutfall haldist óbreytt? Jeg hyg-g ekki. Öll þessi ár hefir kirkjan fengið sinn skamt óbreytt an — ekki þó umtölulaust — til þess að leysa af hendi hið þjóð- hollasta starf, á sama tíma, sem þjóðarauðurinn margfaldast. Kirkj an bgr þá byrgðarnar með þjóð- inni á meðan liagur hennar var aumastur. Raunirnar voru báðum sameiginlegar. En þegar sjálfstæð- ið var fengið og samtímis því liin margvíslegu tök nútímans á hag- nýtingu náttúrunnar, þá breytir um; kirkjan, sem áður sat í önd- vegi — og sat það vel eftir at- vikum — verður nú hornreka og hvers manns bitbein. Öll svið þjóð- lífsins hafa tekið stakkaskiftum fyrir aukna fjárhagslega getu, kirkjan ein hefir staðið í stað. Prestarnir eru kvaldir á sultar- launum í erfiðum prestaköllum. Kirkjuhúsin eru svo úr garði gerð að fullmikið menningarhneyksli er að. Og svo er ekki nóg með þetta, að kirkjan fari varhluta allra þeirra gæða, sem sjálfstæði þjóð- arinnar og vaxandi verkleg menn- ing liafa til vegar komið á Íslandi, heldur á hún nú beinlínis að gjalda þessa. Kirkjan skilaði mannaðri alþýðu og allmikliim eignum í liendur hins sjálfstæða íslenska ríkis. Þessu ríki hefir síðan farist við kirkjuna eins og óartar-krakka við góða móður. Það er sagan um gauksungan, sem etur upp fóstru sína, undir eins og hann liefir kjaftinn til þess. Það er ljót saga. Nei, samgöngubætur og aðrar verklegar framfarir eiga fyrst og fremst að verða skilyrði aukinnar menningar í landinu, aukinna þrifa í mannfólkinu, því „uppgróður lýðsins er allra mest varðandi gróður, uppgróður landsins er samhliða þarfur og góður. (Brynj. Jónsson). Sv.ona er þetta allsstaðar þar, sem þjóðlíf er heilbrigt og sá ís- lendingur, sem djarflegast hefir dreymt um stórkostleg verkleg afrek á íslandi, Einar Benedikts- son, sjer sýnina við Dettifoss, hvernig fossarnir leggja til ork- una og þá „Einn dag rís fallin gulls og gróðrarsnauð tii gæfu nýrrar undir sólarblossa og færir himni hærri, dýrri auð og hækkar sína vegsemd lífs og dauð með nýja turna, háa kirkjukrossa“ Hitt er alt annað mál, þó tekið sje tillit til breyttra staðhátta- Það mun vera einróma krafa allra, sem kirkjunni unna. Hvað er nú langt síðan núverandi skipun prestakalla var gerð í Reykjavík og hvílikar breytingar hafa ekki orðið þar á staðháttum síðan? Ekki hefir þó síra Eiríkur og framfaramenn sömu tegundar ris- ið upp til þess að fá því breytt td meira samræmis við breytta stað- hætti og kringumstæður, nje styrkja tillögur til bóta á þessu, sem fram hafa komið. Væri nú ekki þetta „ágætt dæmi þess, hvað heimskan er fastheldin á það, að vilja ekki taka tillit til breyttra staðhátta, þegar um skipun presta kalla er að ræða“, svo notuð sjeu orð síra Eiríks? Jeg ætla nú að leyfa mjer að vona, að Alþingi hafi þessar tillög- ur launamálanefndar að engu, þrátt fyrir öruggan stuðning síra Eiríks, og að hann snúi sjer að öðrum þarfari verkefnum, en að ljá fylgi sitt þvílíkum málum. En hins munu margir óska að Alþingi taki innan skams til meðferðar kirkjulöggjöfina og beri gæfu til að gera hana svo úr garði, að hvorki verði til háðungar því sjálfu og þjóðinni, nje kirkjunni misboðið. frh. Verslunarmál. Viðskiftaleg viðreisn i Bandaríkjunum. Septemberskýrsla National City Bank ber það með sjer að betri tímar eru framundan í Bandaríkj- unum. Afkoma iðnaðárins er betri en um sama leyti í fyrra, umsetning í smásölu hefir aukist og alt virðist benda til þess ai tregða sú, sem verið hefir í nt- anríkisverslun sje nú að liverfa- Alment er litið björtum augum á hautskauptíðina. Óróinn, sem skapaðist utan um viðreisnarlöggjöfina (N- R. 7\..) virðist einnig vera að hverfa og sá tími er nú kominn, að iðnaðurinn getur farið að skifta á nýjuín vjelum fyrir gamlar, án þess að óttast tjón af yfirvofandi hruni. Skýrslan ræðir ítarlega í sam- bandi við iðnaðinn hinn geysilega vöxt í byggingaiðnaðinum. Bendir hún á, að vöxturinn komi fyrst og fremst á einstaklingsfyrirtækin í byggingaiðnaðinum, en það sje einmitt takmarkið að lyfta undir framtak einstaklingsins og koma viðskiftalífinn á rjettan kjöl, svo að fyrirtækin géti staðið ein og óstudd. Sje því full ástæða til að fagna núverandi viðskiftaþróun. Jafnvel baðmullariðnaðurinn, sem verið hefir vaiidræðabarn ameríska iðnaðarins fram til þessa, horfir nú fram á betri tíma. Kolaiimflutningur til íslands. Kolainnflutningur liingað til lands nam 156.622 lestum frá ágústbyrjun í fyrra til jafn- lengdar í ár. Þar af voru 126-570 lestir frsj Englandi eða 80.8%. En í verslup arsamningi vorum við England er það tilskilið að vjer flytjum frá Englandi 77% af kolainnflutningi vorum. Pólverjar koma næst Englend- ingum í kolasölu hingað til lands. Kaffi og kaffibœtir. Neysla á kaffi og kaffibæti nam 7 kg. á mann (meðaltal) 1916 til ’20, en var ekki nema 4 kg. 1886—’90. Innflutningur hefir verið eitt- livað lægri á þessum vöruteg. undanfarin ár, en hinsvegar hefir síðan 1931, risið upp í landinu kaffibætisframleiðsla, sem eykst ört. Framleiðslan í landinu á kaffi- bæti, nam 26 þús. kg. árið 1931, 182 þús. kg. árið 1932 og 237 þús. kg. árið 1933. Innflutníngur á kaffibæti nam 900 kg. árið 1933. ölneysla. Neyslan á öli í landinu hefir minkað síðan 1931. Árið 1931 var hún 642 þús. Htrar, 1932 ekki nema 494 þús. lítrar og 1933 ekki nema 436 þús. Htrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.