Morgunblaðið - 29.09.1935, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
til getað huggað sig við það að
rjettarfarið í landinu hefir ekki
komist inn á ofbeldisbraut lög-
g j£,f arsamkundunnar.
Nú lítur út fyrir að stjórnin
hugsi sjer að svifta borgarana
einnig þessu öryggi. Þegar skýrt
er frá hinni nýju skipun Hæsta-
rjettar í Reykjavíkurmálgagni
dómsmálaráðherrans, segir að
hinir nýju dómendur eigi að
tryggja þjóðinni rjettlæti, í sam
ræmi við „lífskoðun hins nýja
tímai.“
Þegar nú þess er gætt, að á
máli Tímamanna hefir orðið
„lífsskoðun" og „stjómmála-
akoðun“ altaf táknað eitt og
hið sama, þegar litið er til þess
hvemig þessar lífskoðanir hafa
birst á Alþingi, og loks, þegar
þess er minst, hvemig Tíma-
menn hafa bölsótast yfir ýms-
um dómum Hæstarjettar, sem
dæmdir hafa verið að landslög-
um, þá er ekki um að villast
eftir hvaða reglum málgagnið,
fyrir sitt leyti, ætlast til þess,
að hinir nýju dómarar kveði
upp dóma sína.
Þýsk fyrirmynd.
Þýski einræðisherrann hefir
veitt dómurum sínum vald til
að dæma dóma, þótt ekki eigi
stoð í lögum, ef þeir samræm-
ast „lífskoðun hins nýja tíma“
eins og hún birtist þar í landi.
Þessi rjettarfársbreyting hefir
vakíð ugg og undrun um allan
mentan heim.
Má það vera Hitler nokkur
ánægja, að hjer í hinu íslenska
„aríaríki“, skuli valdhafamir
hafa svona1* skyldar rjettarfars-
hugmyiadir.-'
Nú skal engu um það spáð,
hvort hinir nýju dómendur
telja sig bundna af „erindis-
brjefi“ því, sem birtist í mál-
gagni dómsmálaráðherrans. Og
að óreyndu verður að treysta
því, að „lífsskoðun hins nýja
tíma“ hafi þá fyrst úrslitavald
yfir dómum Hæstarjettar, er
hún hefir birst í lögum þjóðar-
innar.
„Ein króna tuttugu og sjö“
Ekki er langt síðan milli-
þinganefnd sú, sem Búnaðar-
þingið síðasta kaus til þess að
rannsaka framleiðsiukostrað
bænda, skilaði áliti sínu. Nefnd
þessi, sem skipuð er þrem þjóð-
kunnum íslenskum bændum,
komst að þeirri niðurstöðu eft-
ir þeim gögnum, sem fyrir lágu,
að framleiðslukostnaður á
kindakjöti væri kr. 1,27 á kg.
Mörgum hnikti við, er hann
sá þessa tölu. Því ef þessi nið-
urstaða er rjett, þá virðist ekk-
ert nema opinn dauðinn bíða
landbúnaðarins með kjötið sem
aðalframleiðsluvöru. Erlendir
markaðir greiða ekkert í átt-
ina til að samsvara þessu fram-
leiðsluverði. Og innlendi mark-
aðurinn er þess alls ekki megn-
ugur, að standa undir þeim
halla, sem verður á þeim hluta
kjötsins, sem út er flutt.
Má ekki reka landbún-
aðinn vísindalega?
Út frá þessu hefir sú spurn-
ing hlotið að vakna hjá öll-
um hugsandi mönnum, hvort
rekstri landbúnaðarins væri
ekfei eitthvað alvarlega ábóta-
vant. Og svar flestra við þeirri
spurningu mun verða það, að
enn skorti mjög á að landbún-
aðurinn sje rekinn samkvæmt
kröfum tímans.
Á síðustu árum hefir risið
hjer upp ofurlítill stofn til vís-
indalegs búrekstrar. Framtíð
landbúnaðarins á hvað mest
undir því að slíkri viðleitni sje
vel tekið. En það undarlega
hefir skeð að núverandi stjórn
arvöld hafa gert sig líkleg til
að kæfa þessa viðleitni í fæð-
ingunni.
Reynslan hjer og annarstað-
ar sýnir, að nýræktarhey er
engan veginn einhlítt, til þess
að kýr nái hæstu nyt.Þessvegna
gefa Danir og aðrar þær þjóð-
ir, sem fremstar standa í land-
búnaði, kúm sínum geysimikinn
fóðurbæti.
Nú hefir stjórnin fyrir milli-
göngu innflutningsnefndar synj
að bændum hjer í nágrenninu
um innflutning á kraftfóðri. Er
ekki annað sýnna, en að ríkis-
stjórninni sje mikið í mun að
hegna þeim mönnum, sem með
mikilli fyrirhöfn og kostnaði
hafa fært búrekstur sinn til
nútímahorfs.
Fyrsti einræðisherrann
fallinn.
Linnet heitir bæjarfógetinn
í Vestmannaeyjum. Honum hef-
ir stigið það svo til höfuðs, að
hann er hjerumbil eins lítill
og Napóleon, að hann hefir
ráðist í að umturna öllu í ríki
SÍI¥U.
„Je suis l’empereur“, sagði
Linnet, stakk hendinni í frakka
barminn og setti hattinn þvers-
um á höfuðið. Alveg eins og
Napóleon.
Og svo dró Linnet sverðið úr
slíðrum. Niðurjöfnunarnefnd og
skattanefnd fjellu í einu höggi.
Síðan settist hann niður og fór
að diktera: Þetta skal Jóhann
hafa, þetta skal Gunnar hafa
og, þetta skal jeg hafa. Á einni
dagsstund breytti Linnet fimm
hundruð útsvörum í Eyjum.
Svo stóð hann upp og strauk
sig fyrir speglinum.
En Eyjamenn neituðu að
borga, og skutu máli sínu til
ríkisskattanefndar. Og ríkis-
skattanefndin úrskurðaði allar
aðgerðir Linnets tóma mark-
leysu. Þá sagði Linnet: Water-
loo!
Svo sagði hann ekki meira
þann daginn.
Sumir einræðisherrar eru
taldir valtir í sessi um þessar
mundir. En þeir geta huggað
sig við það, að svona fór líka
fyrir „stóra manninum“ í Eyj-
um, sem var hjerumbil eins lítill
og Napóleon.
DagbóÞ.
T.O.O.F. 3 sl 179308 = 8l/i. 0
□ Edda 59351017 — atkv.
Fjárhagsst.: Listi í □ og hjá S-
Mtil mánudagskvölds.
Veðrið (laugard. kl. 17): Við
S-Grænland er djúp lægð á
hreyfingu norðaustur eftir. Mun
hún valda vaxandi SA-átt og
rigningu hjer á landi, einkum
suðvestan lands. Vindur er nú
víðasthvar hægur A. Talsverð
rigning austan lands en úrkomu-
laust vestan lands. Hiti 8—10 st.
Veðurútlit í Rvík í dag: Vax-
andi SA-átt. Rigning öðru hvoru.
Mænusótt. Bæjarfógetinn á Ak-
ureyri hefir samkv. tillögum
hjeraðslæknis og ákvörðun heil-
brigðisnefndar bannað ungling-
um undir 15 ára að sækja opin-
berar samkomur, svo sem dans-
leiki, bíó og aðrar skemtanir.
Jafnframt skorar hann á „ alfan
almenning, að sækja ekki sam-
komur á meðan þessi ægilega
veiki stendur yfir.
Valur — K. R. Kappleikurinn
milli K. R. og Vals, sem fer fram
í dag, verður kl. 2 en ekki klukk-
an 4, eins og áður var skýrt frá.
Gagnfræðaskóli Reykvíkinga. —
Kennarar skólans eru beðnir að
koma til fundar í kennarastof-
unni kl. 10 á inánudagsmorgun
til undirbúnings bekkjarprófun.
Kolaskip kom í fyrradag til
Hafnarfjarðar, með kol til Versl.
Einars Þorgilssonar.
Síldarsöltun við Faxaflóa. Á
föstudagskvöld var alls búið að
salta í um 16 þús. tunnur af síld
í verstöðvunum við Faxaflóa.
4000 síldartunnur, tómar; voru
settar á land í Hafnarfiíði úr
Dr. Alexandrine í fyrradag. Áður
voru komnar 1000 tunnur. Er
ætlunin að reýna að veiða sild í
þessar tunnur; eru 6—8 bátar
komnir frá Norðurlandi til þess,
að stunda síldveiði frá Hafnar-
firði. Alls munu 10—12 bátar
stunda síldveiði þaðan.
Eimskip. GuUfoss er á leið til
Leith frá Austfjörðum. Goðafoss:
fór frá Akureyri síðdegis í gær
til Húsavíkur. Brúarfoss fór aust-
ur um land í hringferð í í gær
kvöldi. Dettifoss fór frá Ham-
borg í gær á leið til Hull. Lágar-
foss kom til Djúpavogs í gærnjiorg-
un kl. 10—11. Selfoss fór frá Leith
í gær á leið til Vestmannaeyja.
Jón Sigurðsson alþm. á Réyni-
stað kom til bæjarins í fyrrakvöld
óg fer nú að vinna í fjárveitinga-
nefnd. Jónas Guðmundsson á
Norðfirði er einnig nýkominn til
bæjarins, til þess að vinna í nefnd
inni. Vantar þá aðeins Bjarna
Bjarnason á Laugarvatni, til þess
að fjárveitinganefnd sje full
skipuð.
Gullfoss fór frá Eskifirði í gær
síðdegis áleiðis til Leith, en til
Eskifjarðar fór skipið til þess að
taka þar dönsku landmælinga-
mennina, sem vpru á Austfjörðum
í sumar.
Gamla Bíó, sýnir þessa dagana
danska taL'Ogt hljómmynd, sém í
dönskum blöðum hefir hlotið lof-
samlega dóma. Mynd þessi hefir
verið nefnd Mdjónaarfurinn, og
leikurv.’ aðalhlutverkið hinn góð-
kunni gamanlekari GhrA Arhoff,
sem hvergi verður ráðafátt. í
þessu tilfelli kemur hann í veg
fyrir, að miljónirnar, sem voru
30 talsins fellu í skaut fjárglæfra-
manna. En ekki mátti tæpara
standa, því til þess varð hann að
snúa skemtiferðaskipinu „Staf-
angerfjord" hring eftir hring um
há nótt, áður en það slapp yfir
dagbauginn (Dato-Linien). En
hvað Arhoff varð að þola til að
komast að stjórnveli skipsins,
munu bíógestir skemta sjer við
að sjá og heyra. Þó skal það tek-
ið fram, að sorglegt augnablik er
hvergi í myndinni. — Myndina
hefir tekið hinn heimsþekti kvik-
myndasnillingur Paul Fejos.
Þóroddur Guðmundsson frá
Sandi, sonur Guðmundar skálds,
hefir verið settur kennari við al-
þýðuskólann á Eiðum um eitt ár,
frá 1. okt. þ. á. að telja
Styrkþegar í Hafnarfirði halda
fund í Goodtemplarahúsi Hafnar-
fjarðar í kvöld kl. 81/2, til þess að
ræða um mötuneyti bæjarins.
Sunnudaginn 29. sept. 1935.
Ný bók.
Jón ófeigsson: Þýsk-íslensk orðabók, 944 bl&
í stóru broti.
Verð í ljereftsbandi kr. 25.00, í skinnb. kr. 29.00
Fæst hjá bóksölum
[Bóhaverslun Sigfúsar Eymundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 34.
508 Afsláttur 508
Nú gefum við helmings afslátt af öllum fyrirliggj-
andi glerjum og umgjörðum. Til dæmis Celluloid um-
gjarðir með gyltum eyrnagormum, sem hafa kostað kr.
13,25, eru nú seldar fyrir kr. 6,65 o. s. frv. Skoðið vörur
vorar og sparið helming krónunnar.
Komið og notið tækifærið.
Gleraugnasalan, Lækjargötu 6 B.
gegnt Amtmannsstíg.
...........I..
„ , V' /■.'■’ tí; <.;//! '5 jf (1:1 Vf
Vinber
koma þann 30. þ. m.
Alfeins lítið Oselt.
Eggert Knstjon-,son & Cö
Sími 1400. ..
Okkar ágæfa
Rúgmjöl
frá Aalborg Ny-Dampsmölle,
kemur nú með e.s. Brúarfossi Geta því allir viðskiftavinir
okkar, sem hafa pantað það, fengið það eftir daginn á
morgun. ,v i, - I
Ný saumasfofa.
Tek að mjer að sauma samkvæmiskjóla. Sel tilbúna
kjóla og Kápur.
Lá retta Hjtggan,
Austurstræti 3.
(Gengið inn um sömu dyr og í úrsmiðaverslun Haraldar Hagan).