Morgunblaðið - 02.10.1935, Blaðsíða 2
2
.aUKGllNJiLAöit)
trt*ef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
RlUtJörar: Jön KJartan«son,
Valtýr Stef&naaon.
RlUtJörn ogr afgrelBala:
Austurstræti 8. — Sfml 1401.
Auglýstngastjörl: E. Hafberg.
AuBlýalngaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sisal >794.
Hslsoastmar:
Jön KJartansson, nr. >74*.
Valtýr Stef&nsson, nr. 4*10.
Árni óla, nr. 8045.
B. Hafberg, nr. 8770.
Áskriftagjald: kr. 8.00 & mf.nuSi.
I íausasölu: 10 iura elntaklö.
20 aura meC Lesbök.
í sláturtíðinni.
ÖrlögÍR liafa verið dálítið ótukt
arleg við Gísla nokkum Guð-
mundssoií, sem oft er kendur við
Tímann, og stundum nefndur í
sambandi við kjöt.
Fyrir ári síðan birti Morgun-
blaðið viðtal við Sigurjón á Ála-
fossi, þár ’sém hann skýrði frá
réýnslu sinni af grænmetisáti. Sig-
urjón sagði að sjer liði alveg prýði
lega og hefði hann þó ekki smakk-
að kjöt í 16 ár.
Út af birtingu þessa viðtals varð
Gísli alveg tryltur. í dagblaði
klíku sinnar helti hann úr reið-
innar skálum dag eftir dag. Sjálf
stæðismenn voru eintómir „gras
bítar“ og var þeim vísað til hagr-
göngu út á Áusturvöll! f slátur-
tíðinni má. ekki nefna neitt nema
kjöt — kindakjöt, sagði Gísli.
Svo óður varð Gísli, að hann
vildi Iá(a lemja sjóinn, eins og
herkonungurinn forðum, vegna
þess að nosþkirir þvalir hlupu á
land í Fossvogi. Forsjónin hafð'
hjer gengið í lið með „grasbítun-
um“ í „íháldinu" og alt var þetta
gort íslenskmn bændum til ills og
bölvunar.
Þá stundina var ekkert mafur
fýrir Gísla nema kindakjöt. —
Grænmetiðf • var „skepnnfóður",
Iivalkjötið hundamatur, og jafn-
vel hrossakjöt engum hvítum
manpi bjóðandi.
Nú hefir Gísli stangað úr
tönnum sjer —
Það eru ekki nema nokkrir
dagar, síðan dagblað Gísla birti
grein á fyrstu síðu, með tví-
dálka fyrirsögn: „Matargerð úr
íslensku grænmeti“. Þar er frá
því skýrt, að efnt hafi verið til
mannfaghaðar á Álafossi. En til-
efnið vár það, að verið var að
slíta námskeiði í matargerð úr
grænmeti, sem Búnaðarsamband
Kjalarnesþings hafði gengist fyr-
ir. —
Þarna var framreitt tómt
„skepnufóður". Blaðið segir að
þetta hafi verið afbragðsmatur.
Yfh’. þessum kræsingum voru ræð-
ur haldnar og meðal ræðumanna
nefnir biáðíð Sigurjón á Álafossi
— og Gísla Guðmundsson!
Þetta vár í byrjun sláturtíðar-
innar 1935-
„Hjer yar alt með öðrum svip
fvrir ári um þetta leyti“.
Eimskip. Gullfoss kom til Leith
í gær. Goðafoss kom til Vest-
mannaeyja í gær kl. 3. Brúarfoss
var á Vopnafirði í gær. Dettifoss
fór frá Hull í gær á leið til Vest-
mannaeyja, Lagarfoss var á
Vopnafirði í gær. Selfoss er á leið
til Vestmannaeyja frá Leith.
Landbúnaðar-
málin hala
valdið þlngrofi
f Oanmörku.
Nýjar kosningar fara
fram 22, október.
Stauning, forsætisráð-
herra Dana ljet rjúfa
danska þjóðþingið í gær
Verður efnt tii nýrra
kosninga þ. 22. október.
Nefnd sú, sem þingið hafði
skipað til að fjalla um land-
búnaðarmálin hafði klofnað og
var ágreiningur um gengi
dönsku krónunnar, gjaldeyris-
málin og reglugekð um smjör.
Danska þingið kom saman í
gær kl. 1. Hjelt Stauning þing-
setningarræðuna og mælti á þá
leið, að úr því að landbúnað-
arnefndin hefði ekki getað
komið sjer saman, myndi deilu-
málunum verða skotið undir
úrskurð þjóðarinnar, og ættu
nýjar kosningar til þjóðþings-
ins að fara fram þ. 22. okt.
(Samkv. viðtali við sendi-
herra Dana).
Stauning.
ÞINGSETNING FÓR
FRAM EINS OG
VENJULEGA
Kalundborg 1. okt. FÚ.
Þjóðþing Dana kom saman
í dag og hófst þingsetning með
guðsþjónustu eins og venja er
til.
Þingmnnn komu síðan saman
í þingsal og fór fram kosning
skrifara og forseta.
Stauning forsætisráðh. tók
því næst til máls og gat þess
m. a. að lanclbúnaðarnefndin
hefði starfað með nefnd frá
L(andbrugernes) S(ammen-
slutning).
ÞINGROFIÐ VELDUR
ÆSINGUM í HÖFN
Boðskapurinn um þingrofið
óg nýjar kosningar hefir vald-
Frh. á 7. síðu.
Miðvikudaginn 2. okt. 1935.
50 þúsundir manna láta llfið ef ítalir
hefja loftárás á Addis Abeba.
Mussolini á hersýnmgn
KAUPMANNAHÖFN í GMR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Stríðsæsing' fer vaxandi í Addis Abeba með
hverjum degi sem líður. Safna íbúarnir miklum
matvörubirgðum. Stórkostleg verðhækkun á sjer
stað.
Hinn alkunni ameríski blaðamaður Hubert
Knickerbbocker símar að íbúarnir í Addis Abeba, j
óttist mjög ítalska loftárás. Lítil sveit af ítcilsk-
um stórskotaflugvjelum geti lagt Addis Abebaí
gersamlega í eyði, svo að þar standi ekki steinn
yfir steini.
ítölsk loftárás á Addis Abeba sje sama og
hópmorð 50 þús. manna. ;
Hvarvetna er nú um það rætt
manna á meðal, hvort ítalir
muni gera loftárás með stór-
skotum á varnarlausa borg.
Ennfremur er spurt hvort Ev-
rópumönnum verði gert viðvart
svo að þeir geti forðað sjer
burtu úr borginni áður eri loft-
árásin er hafin.
En allir eru á eitt sáttir
um það, að ítalir geti gert
loftárás með stórskotum á
Addis Abeba, án nokurra
áhættu fyrir sjálfa sig, en
af því myndi laáða eitt
hryllilegasta blóðbað ver-
aldarsögunnar.
Síyður fran§ki flof-
inn breska flofann
í Miðjarðarhafí?
Svari bresku stjórnarinnar
við fyrirspurnum frönsku
stjórnarinnar um refsiaðgerðir
gegn friðarofa í Evrópu, sem
stahdi utan Þjóðabandalagsins,
hefir verið tekið vel í Frakk-
landi.
Er jafnvel búist við, að
Bretar hafi gefið í skyn,
að þeir væri fáanlegir til
enn frekari skuldbindinga,
einkum um Austurríkis-
málin, ef Fr?»kkar lofa að
veita Bretum siuðning í
Miðjarðarhafi.
Bretar hafa sent frönsku
stjórnínni fyrirspu.rn um
það, hvaða afstöðu Frakkar
muni taka ef breska og
ítalska flotanum skyldi
lenda saman á meðan á
framkvæmd hinna við-
skiftalegu refsiaðgerða
I stendur. Benda Bretar á
það, að breski flotinn
muni framkvæma refsi-
aðgerðimar í nafni Þjóða-
bandalagsins, en þær
refsiaðgerðir, sem til
greina komi sjeu fyrst og
fremst lokun Suezskurðar-
ins eða innilokun ítalskra
hafna.
Franska stjómin var kölluð
á skyndifund í dag til þess að
ræða þessa fyrirspum.
Páll.
BRESKI SENDTHERR-
ANN FER Á FUND
LAVALS.
London 1. október.
Breski sendiherraim í París
gekk í dag árdegis á fund Lavals
forsætisráðherra og átti við hann
alllangt viðtal.
Að því er IJnited Press hefir
fregiiað, ræddi sendiherrann við
Laval um samvinnu Breta og
Frakka á Miðjarðarhafi, ef til
þess kemur, að Þjóðabandalagið
samþykki að beita refsiaðgerðum
gegn ítalíu.
Viðræðurnar fóru fram til
til þess að Samuel Hoare gæti
fengið fullnaðar vitneskju
um afstöðu frakknesjku rík-
isstjórnarinnar, áður en hairn
gefur skýrslu sína um ástand
og horfur vegna Abyssiniu-
deilunnar á fundi bresku rík-
isstjórnarinnar, en hann verð-
ur lialdinn á morgun (mi5-
vikudag). (United Press FB).
ÚTLEWDINGAR SENDA
FJÖLSKYLDUR SÍN-
AR FRÁ ADDIS
ABEBA.
Kalundborg 1. okt. F. Ú.
í Addis Abeba er alment
álitið að ekki verði nema
nokkra daga bið þangað til
ófriðurinn brýst út. Útlend-
ingar eru í óða önn að senda
fjölskyldur sínar á brott. Þó
eru ennþá nokkrir ftalir eft-
ir í Abyssiniu.
Ras Tafari.