Morgunblaðið - 04.10.1935, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 04.10.1935, Qupperneq 5
Föstudaginn 4. okt. 1935, MORGUNBLAÐIÐ Islensk viðskiffi og * Vestnr-Islendingar. Frá högum landa vorra vestra. Asmundur P. Jóhannsson seglr frá. Ásmundur P. Jóhannsson fasteignasali frá Winnipeg hef- ir verið hjer á landi síðan í -vor. Hann fór heimleiðis í gær aneð Goðafoss. I gær hitti tíðindamaður 'blaðsins hann að máli á hótel Skjaldbreið, þar sem hann var að týgja sig til ferðar. — Mjer er ekki mikið um jþað gefið, segir Ásmundur, að skrifað sje um mig í blöð, en ór því við hittumst vil jeg nota tækifærið til þess að biðja Morgunblaðið að flytja mínar alúðarfylstu þakkir til allra 'jþeirra mörgu, sem sýnt hafa :mjer frábæra gestrisni á þessu sumri. Oft hefi jeg haft ánægju af heimsóknum mínum til gamla landsins, en mjer er nær að halda, að jeg hafi aldrei mætt annaxn eins gestrisni og í þetta skifti. Síðan barst talið að starf- semi Þjóðræknisfjelagsins, en Ásmundur er, sem kunnugt er meðal helstu forgöngumanna þessa stórmerka fjelagsskapar. Bókakostur Vestur-Is- lendinga. Þjóðræknisfjelagið á íslenskt ibókasafn, og eru bækur þess lánaðar fjelagsdeildunum. — En við fáum of lítið af ’þeim bókum, sem korna út hjer heima, segir Ásmundur.Á þessu ,þarf að ráða bót. Hefi jeg hreyft því máli, og vona að leið- ir verði fundnar til þess að því verði kipt í lag. Bókasafn Þjóð- ræknisfjelagsins þarf að geta >eignast allar þær bækur, sem koma hjer út, og nokkuð er varið í. Hvert eintak sem safnið fær af nýtum bókum, fær marga lesendur. Og með því móti kynnast Vestur-íslendingar ís- ienskum bókakosti. Gæti þetta orðið til þess að auka sölu ís- lenskra bóka vestra. Fjelagið hefir lítið fje til bókakaupa. Stafar þetta m. a. af því, að við höfum á síðustu árum lagt megináherslu á, að auka kenslu bama og unglinga í íslensku. Við höfum t. d. sett upp námsskeið í íslensku í Winni- peg, og fengið bestu kennara til kenslunnar. Kensla þessi fer fram á laugardögum í Jóns Bjarnasonar-skóla. Hefir að- sókn að námsskeiði þessu vei'ið ;mjög mikil. Órannsakaðir markaðs- möguleikar. — Mjer finst stundum, held- ur Ásmundur áfram, að þið hjer heima gefið því ekki nægi- lega mikinn gaum, hve mikils- virði það er, eða getur verið fyrir ykkur, að svo margir Is- lendingar eru vestanhafs, sem hafa hinn mesta áhuga á því, að greiða götu allra þeirra mál- efna, sem íslensku þjóðinni mætti að gagni verða. Það mun t. d. mega rekja ■* Ásm. P. Jóhannsson. til starfsemi Vestui'-íslendinga, að nú skuli vera haldið uppi kenslu í íslenskum fræðum í 31 háskóla vestra. En svo vikið sje að öðru efni. Það er, að því er jeg best veit mjög órannsakað mál ennþá, hvern markað er hægt að fá í Ameríku fyrir íslensk- ar afurðir. Meðan heimsstyrjöldin stóð yfir, komust allmikil verslun- arsambönd á milli íslands og Ameríku. En því miður lögð- ust þau viðskifti niður er styrj- öldinni lauk. Til þess að rannsaka þetta mál að nýju, þarf ísland að fá sinn verslunarerindreka í Vesturheimi. Hann þarf að vera starfhæfur maður í besta lagi, með mikla og góða sjerþekk- ingu í viðskiftamálum þjóðar- innar. Það yrði ekki heppilegt að fela þetta starf Vestur-íslend- ingi, því hann yrði þar vestra ekki skoðaður að öllu leyti sem erindreki Islands, þareð hann yrði amerískur ríkisborgai'i. En það megið þið vera vissir um, að íslendingar búsettir vestra, myndu styðja mjög starfsemi þessa manns og greiða götu hans. — Hvaða vörur íslenskar myndi helst vera hægt að selja vestra ? — Um það er ekki mikið hægt að segja í fljótu bragði. Á síðustu árum hafið þið feng- in góðan markað fyrir lýsi ykk- ar þar. Hver veit hve mikið væri t. d. hægt að selja þar af síld, þegar þið næst hafið síld aflögu. Og jafnvel saltfisk. — Norðmenn selja bæði ,,lút“-fisk og harðfisk til Ameríku. E!f um framtíðarviðskifti yrði að ræða í stórum stíl, þá er og þess að gæta, að í Ameríku er hægt að kaupa á móti, þær vörutegundir, sem ísland þarf, og þjóðinni eru hentugar. Og þegar markaður á annað borð er fenginn fyrir einhvei'ja vörutegund í Amei'íku, þá er sá markaður tryggur. Hvað um Roosevelt? Talið barst síðan að núver- andi stjórn í Bandaríkjunum og stjórnarháttum Roosevelts. 5 1 — Hvað haldið þjer um stjórnarstetfnu hans, verður hún framtíðarstefna Bandaiikj- anna? — Það er víst enginn spá- maður fæddur enn, sem getur um það sagt, hvort Roosevelt forseti er maður, sem er að koma eða fai'a; segir Ásmund- ur. Hann er maður vandaður og drenglyndur og öllum velvilj- aður. En það er þungt bákn að stjórna 115 miljóna þjóð, á þessum tímum, með þeim milj- ónum atvinnuleysingja, sem nú eru í Bandaríkjunum. Er íslenskan að hverfa? — Þjer vikuð áðan að ís- lensku kenslunni vestra. Á ís- lenskan erfitt uppdráttar meðal ungu kynslóðarinnar? — Það vil jeg ekki segja, enda er það mjög mismunandi eftir því, hvar fólkið elst upp. I borgunum er henni meiri hætta búin en úti um sveitir. Enn eru íslensku landnámssveit- irnar alíslenskar. Eins og t. d. í Norður-Dakota. Þar var jeg í vor á einhverri þeirri skemtilegustu Islendinga samkomu, sem jeg hefi þekt. Það var 75 ára afmæli hins víðfræga og góðkunna kímni- skálds okkar, sem allir þekkja undir nafninu Káinn. Samkoman var haldin í sam- komuhúsi í Mountana. Þar var á 6. hundrað manns. Samkoman stóð yfir í 7Vsi klst. frá kl. 7V4 um kvöldið tjl kl. 3 um nóttina. — Svo þröngt var í húsinu að 80—90 manns gátu ekki fengið sæti. Alt þetta fólk varð að standa allan þenna tíma, nema hvað setið var undir borðum í eina klukkustund. Allan tímann fóru fram ræðuhöld og kvæðaflutn- ingur. Enginn hreyfði sig til brottferðar fyr en að samkom- unni var lokið. Hið aldraða skáld var vitan- lega krókur alls fagnaðar þarna og ljek við hvern sinn fingur. Á þessum slóðum tala ungir og gamlir ekki annað en ís- lensku. íslensk tunga breiðist út! I sambandi við íslenskuna get jeg sagt yður skrítna sögu, heldur Ásmundur áfram. Eins og kunnugt er, eru mikl- ar fiskiveiðar í Winnipegvatni. Þar sem þær eru stundaðar af mestu kappi hafa íslendingar alveg yfirhöndina. — Greinargóður íslenskur Winnipeg búi fór nýlega norður í þessar verstöðvar. Hann sagði mjer, að ekki einasta íslend- ingar töluðu þar íslensku, held- ur og Galizíumenn, Portúgalar og Indíánakynblendingar, er vinna þarna með íslendingum. Menn af þessum þjóðflokkum hefðu lært íslensku í samver- unni við hina íslensku fiski- menn þarna. Nú er öldin önnur. Nú er líka öðru máli að gegna, en á fyrstu árum Is- lendinga vestra. Þá þótti eng- in upphefð að því að vera Is- lendingur. íslendingar komu þangað flestir fátækir og umkomulaus- ir. Þeir byrjuðu oftast sem erf- Sveskjur! fást nú aftur í verslunum okkar. Góð vara, því miður eru hirgðirnar ekki miklar (UUiUaldi, Okkar ágæla Rágmjðl frá Aalborg Ny-Dampsmölle, kemur nú með e.s. Brúarfossi. Geta því allir viðskiftavinir okkar, sem hafa pantað það, fengið það eftir daginn á morgun. ! ETii:%kkishólms alla fimtudaga og laugardaga. Frá Stykkishólmi alla þriðjudaga og fösturlaga. Afgreiðsla í Reykjavík: Bifreiðastöð íslands Sími 1540. BifreftðastöH Sftykkftsliólnis. Saumastofa mfn er flutt á Óðinsgötu 4. Sauma eins og að undanförnu, samkvæmiskjóla, dömukápur og kjóla. ÞÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR. ÓlafsvíkurbíUinn fer frá Borgarnesi til Ólafsvíkur hvern föstudag og til baka hvern laugardag meðan bílfært er. Upplýsingar á afgreiðslu Laxfoss. .. HELGI PJETURSSON. iðismenn. En brátt reyndist sá töggur í þeim, að þeir urðu margir verkstjórar. Jafnframt jukust þeir að áliti og mann- virðingum. Margir klufu þrí- tugan hamarinn til þess að koma börnum sínum til menta. Enda sýnir það sig, a$ fram- sækni landa vestra, hefir komið því til leiðar, að tiltölulega margir menn af íslensku bergi brotnir, hafa fengið virðuleg- ar og vandamiklar stöður í þjóð fjelaginu. Enda er það nú orðið svo vestra, að íslendingar eru tald- ir meðal bestu innflytjendenda í Canada; talið að þeir standi þar jafnfætis Bretum. Lengra verður ekki komist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.