Morgunblaðið - 23.10.1935, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 23. okt. 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
Stjórnarskifti og bylting
yfirvofandi i Frakklandi.
KAUPMANNAHÖFN í GÆ8.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
Ársþing1 radikala flokksins í Frakklandi
verður haldið á fimtudaginn kemur.
Ef sá hluti flokksins, sem hallast að jafn-
aðarmönnum, ber sigur af hólmi á þeim fundi,
er búist við því að ráðherrar úr radikala
flokknum, þar á meðal Herriot, muni segja
af sjer.
En afleiðing þess verður sú, að Laval-
ráðuneytið fellur. Er sennilegt að. þá verði
mynduð stjórn vinstri manna, og afleiðingin
af því er aftur talin muni verða sú, að út
brjótist uppreisn sú í landinu, sem Eldkross-
fjelögin hafa lengi verið að undirbúa.
Páll.
þær myndu leiða til ófriðar, en
þær mættu vel verða til þess að
stytta hann.
Um svar frönsku stjórnar-
innar sagði hann, að það hefði
verið algerlega fullnægjandi.
Með því væri samstarfi og sam-
ábyrgð þessara tveggja ríkja
aftur komið á fastan fót. Bæði
skildu 16. grein Þjóðabanda-
lagssáttmálans á sama hátt. Ef
ráðist yrði á breska flotann,
myndi Frakkland standa við
hlið Breta.
Loks ræddi Sir Samuel Hoare
um hernaðarlegar refsiaðgerð-
ir. Samkvæmt skoðun hans, er
allsherjar samkomulag allra
meðlima Þjóðabandalagsins
fyrsta skilyrði þess, að þær megi
hepnast. í Genf kvað hann ekk-
ert hafa verið rætt um hern-
aðarlegar refsiaðgerðir. Á-
byrgðarlaust fólk hefði sakað
bresku stjórnina um það, að
hún væri ,,ófriðarbraskari“,
„En“, sagði hann, „Þjóðabanda-
lagið er voldugt friðartæki.
Þeir gagnrýnendur, sem nú
krefjast þess, að Suez skurðin-
um sje lokað, og öðrum slíkum
aðferðum beitt, ættu vel að
minnast þess. Er það ætlan
þeirra, að vjer ættum einir að
gera slíkt? Þvílíkar ráðstafan-
ir væru hættulegar, og það er
meira að segja móðgandi að
tala um þær“.
„Enn er augnabliksfriður áð-
ur en viðskifta-refsiaðgerðun-
um verður dembt á. Er ekki
hægt að nota þetta augnablik
til þess, að gera enn eina til-
raun til að jafna deiluna frið-
samlega? Italía er enn meðlim-
ur Þjóðabandalagsins, og jeg
læt í Ijós gleði mína út af því.
Er ekki unt að nota þetta tæki-
færi hinnar elleftu stundar, til
þess að koma í veg fyrir að
vjer þurfum að grípa til þess-
ara hörðu ráðstafana gagn-
vart gömlum vini og fyrverandi
samherja?"
Attlee, núverandi leiðtogi
verkamannaflokksins, tók næst-
ur til máls, og vítti hann stjórn-
ina fýrir það, að hún hefði
dregið of lengi að gera nauð-
synlegar ráðstafanir.
1 lávarðadeildinni var einnig
rætt um utanríkismálin, Lon-
donderry lávarður var helsti
ræðumaðurinn, og fór ræða
hans mjög í sömu átt og ræða
Sir Samuel Hoare, sem áður
er greind.
Þá kom fram fyrirspurn um
það, hvenær þingi yrði slitið,
og kosningar látnar fara fram.
Baldwin forsætisráðherra varð
fyrir svörum og kvaðst mundu
gefa yfirlýsingar um þetta á
morgun.
Abyssiníumenn
ráðast á ítali
og bíða mikið
manntjón.
London, 22. okt. FÚ.
Frá Addis Abeba kemur
fregn um það í dag, að slegið
hafi í bardaga milli ítala og
Abyssiníumanna á norður-víg-
stöðvunum, og var það vinstri
armur abyssinska hersins, sem
rjeðist á Itali vestan við Aksum.
Hermennirnir voru orðnir ó-
þolinmóðir, yfir því, hve þeim
hafði verið haldið frá því, að
gera áhlaup. Rjeðust þeir þá
fram, en Italir tóku á móti með
ægilegri vjelbyssuskothríð. —-
Varð mikið mannfall í her
Abyssiníumanna, og særðist
sjálfur foringi árásarliðsins.
Mannskaðar af
völdum ofveðurs
í Norðursjónum.
Oslo, 22. okt. FB.
Nýjar fregnir hafa borist
um skipskaða og sjóslys af
völdum ofveðursins undan-
farna daga.
Eimskip frá Oslo hefir komið
inn til Kristiansand, brotið
ofan þilja, og hafði fyrsta stýri-
mann tekið út í stórsjó. Drukkn
aði hann.
Eimskipið Bella frrá Gauta-
borg hefir farist með ellefu
manna áhöfn.
Kosningarnar
i Danmörku.
Aðsókn að kjörstöð-
um meiri en nokkru
sinni áður.
Kalundborg, 22. okt. FÚ.
Eftir útlitinu að dæma, verð-
ur kosningaþátttaka í Kaup-
mannahöfn og á Friðriksbergi
meiri en dæmi eru til nokkru
sinni áður. Sama máli gegnir
um Sjáland í heild. Klukkan
fjögur i dag (ísl. tími) var
kosningaþátttakan í Árósum
orðin met í kosningaþátttöku í
Danmörk á jafnstuttum tíma,
og um sama leyti höfðu um
60% kjósenda og þar yfir kos-
ið á ýmsum kjörstöðum, bæði
á Fjóni og víðar í Danmörku.
BLEKKINGAR JAFNAR-
ARMANNA.
Prentari nokkur slasaðist í
óeirðum, sem urðu á Amager
í gærkvöldi. Hann var fluttur
á Sundby Hospital. Síðdegis í
dag ók bifreið með hátalara á
fleygiferð um götur Kaup-
mannahafnar, og tilkynti að
prentarinn væri dáinn. Vakti
þetta talsverðar æsingar. Við
nánari eftirgrenslan kom í ljós,
að þetta var uppspuni, og stöðv-
aði lcgreglan bifreiðina.
Kosningaáróður var meiri í
Kaupmannahöfn í dag, en
menn minnast áður í ' kosning-
um. Fóru bifreiðar með hátöl-
urum um allar götur, og var
fólki drjúgum leiðbeint um það,
hvernig kjósa skyldi.
Síðustu kosningatölur
Klukkan 11 i/o í gærkvöldi
var frjett um kosningaúrslit í
57 kjördæmum og voru þau á
þessa leið:
Kommúnistar 5.646 atkv.;
aukning 2.336 atkv.
Nazistar 7.968 atkv.; aukn-
ing 7.496 atkv.
Rets Forbundet 18.312 atkv.;
aukning 94 atkv.
Frí Folkeparti 29.644 atkv.;
nýr flokkur, klofningur úr
Vinstri.
Ihaldsmenn 103.423 atkv.;
tapað 1.764 atkv.
Sósíalistar 242.837 atkv.;
aukning 28.848 atkv.
Radikalir 71.502 atkv.; tap-
að 1.206 atkv.
Vinstri 164.797 atkv.; tapað
46.331 atkv.
Sljesvíkurflokkurinn 8.166
atkv.; tapað 1.758 atkv.
Alls eru þarna fram komin
652 þús. 295 atkv., eða um
þriðjungur þeirra, er á kjör-
skrá voru.
Verður auðvitað ekki sjeð
fyrir um úrslit kosninganna af
þessu, en tölurnar benda þó
ótvírætt til þess, að sósíalistar
muni auka atkvæðamagn sitt
verulega og bæta sennilega við
sig 8—10 þingsætuih.
Út úr Vinstri flokknum hefir
klofnað „Det frie Folkeparti“,
en frótt atkvæðatölu þeirra sje
bætt við Vinstri, verður þó um
__3
Luxusflakkarinn!
Oðrum fórsM
Eins og öllum er kunnugt, er
Luxus-flakkarinn nýkominn
heim, eftir 5 mánaða ferðalag,
— í lúxusbílnum með fjölskyld-
una — milli lúxushótela stór-
bæjanna í nágrannalöndunum.
Enginn gengur þess dulinn, að
þetta ferðalag hefir kostað þús-
undir og jafnvel tugi þúsunda
króna. Allir vita, að gjaldeyr-
irinn er ófrjáls, og nú er smátt
og smátt að komast upp, að það
er ekki einusinni svo vel, að
Sambandið hafi gefið honum
peningana úr sjóðum bænda,
sem það hefir yfir að ráða,
heldur mun „ferðakostnaðin-
um“ að meira eða minna leyti
hafa verið hnuplað úr ríkissjóði
og er nú verið að keppast við
að finna erindi, sem flakkarinn
á að látast hafa leyst af hendi
fyrir peningana.
Ferðalög lúxus-flakkarans
hafa auðvitað vakið almenna
hneykslan, á þessum þrenginga-
tímum, og eru hjer rifjuð upp
vegna þess, að þessi maður, —
lúxus-flakkarinn, er nú byrjað-
ur að skrifa um fisksölu Islend-
inga í dagblað Tímamanna, og
alveg augsýnilega í því skyni,
að reyna að rægja og sverta
þá menn, sem með fisksöluna
fara, og auðvitað í þeim til-
gangi, að spilla hinum frjálsu
samtökum útvegsmanna, sem
verið hafa sterkasta vígi þeirra
og vörn gegn ásælni og ofsókn-
um valdhafana á undanförnum
árum.
Andann í þessum skrifum
lúxus-flakkarans geta menn
sjeð af þessum orðum hans:
„Milli þeirýa, sem framleiða
fiskinn, og hinna sem versla
með hann, er engin brú. Heim-
ur fisksalanna er aðskilinn frá
veröld hinna fátæku og veður-
bitnu sjómanna . . . Víða um
landið ólgar óánægja erfiðis-
manna. Þeim finst lífsbaráttan
harðna með hverjum degi.
Þeim finnst svo margt óskiljan-
legt og dularfult, sem þeir
frjetta úr heimi hinna ,,fínu“
manna, sem seija fisk þeirra í
fjarlægum löndum" — o. s.
frv.
Þetta sýnishorn er einkenn-
andi fyrir alla greinina, alveg
eins og það er einkennandi fyrir
höfundinn sjálfann, „lúxus-
flakkarann“. Hann hefir löng-
um barist með því vopninu, að
reyna að ala á öfund og slá
á lægstu hvatir manneðlisins.
Og nú á að reyna að brjóta
niður hin frjálsu samtök út-
vegsmanna, með því að spana
til öfundar gegn stjórnendum
allverulegt atkvæðatap að,
ræða.
Nazistar hafa ekki hingað til
átt fulltrúa í þinginu, en líkur
benda til að þeir muni fá 1—2
þingsæti.
Ihaldsflokkurinn og Radikalir
hafa báðir tapað örlitlu og ó-
sjeð hvort það hefir áhrif á
þingmannatölu þeirra.
þess, vegna launakjara þeirra,
og það alveg jafnt, þótt vitað
sje, að sá þeirra, sem hæst mun
hafa launin, er Jón Árnason
forstjóri S. I. S., sem auk for-
stjóralauna sinna í S. I. S., hef-
ir 5 þús. krónur fyrir að vera
bankaráðsformaður Landsbank-
ans, nokkur þús. króna fyrir að
stjórna fisksölunni, auk ann-
ara launaðra starfa, svo sem
kjötsölunefndina o. fl.
Rógsiðja Jónasar Jónssonar
og ótugtarinnræti, hefir fyrir
löngu vakið óskifta andstygð
allra þeirra, sem nægilegíin
kunnugleika hafa haft til þess*
að skilja baráttu-hvatir þessa
manns. En eigi er fyrir að.synja,
að úti umlandkunniennaðvera
menn, sem eigi hafa til fulls
skilið hver maður þar fer. En
myndi nú ekki þessum mönnum
vera nokkur skilningsauki í
þessum tilraunum Jónasar Jónsy
sonar, til þess að vekja öfund
gegn forstöðumönnum fisksöL
unnar, fyrir það, að þeir bera
meira úr býtum en almenning*
ur, i— nú, eftir að mönnum
hefir gefist kostur á nokkurri
innsýn í hans eigið líf. I mörg
ár hefir hann hafst við í einni
ríkulegustu og dýrustu íbúð
þessa bæjar, — aldrei þurft að
neita sjer um nokkurn skapað-
an hlut, árlega henst með ærn-
um kostnaði fram og aftur,
utanlands og innan, og nú §íð-
ast í 5 mánuði í sínum eigin
lúxsusbíl, með allri sinni fjöj-
skyldu.
Slíkur maður, sem aldrei hef-
ir unnið ærlegt handartak á æfi
sinni, en nú í áratugi lifað sem
sníkinn ómagi á rógmælgi um
aðra menn, getur ekki leyft sjer
að ráðast með fúkyrðum á þjÓð-
þekta dugnaðarmenn, og getur
heldur ekki búist við, að al-
menningur sje svo skyni skrÓþp
inn, að hann öfundist af því,
að iðjumennirnir taki laúh, sem
svara svo sem hálfum kostriaði
við framfærslu Lúxusflakkarans
Hann verður að gera sjer ljóst,
að með öllu sínu lífemi, og nú
síðast með 5 mánaða lúkus-
flakki á kostnað „hinna fátöéku
og veðurbitnu fiskimanna“, hef-
ir hann fyrir fult og alt af-
salað sjer rógsrjetti á hendur
hinum „fínu“ mönnum, og eigi
að eins innritað sig í samfjélag
þeirra, heldur stendur hann nú
berstrípaður sem höfuðprestur
hálaunagræðginnar í þessu
landi.
Verkamenn og sjómenn telja
ekki bitana ofan í sína ágæt-
ustu athafnamenn, en þeir ætl-
ast til þess, að þessi lítilsigldi
lúxusflakkari, sem áður rupl-
aði, en nú hnuplar, haldi hræsn-
inni í skefjum og að þeir sem
vit hafa fyrir honum segi hon-
um að þegja.
Þegar Jónas Jónsson talar
um „háu launin" og „fínu“
mennina, svarar allur almenn-
ingur í landinu:
„Þjer ferst Flekkur að gelta“.