Morgunblaðið - 23.10.1935, Qupperneq 4
M 0 R GUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 23. okt. 1935«
ÍDROTTIR
Islendingar og Olympíuleikamir.
Grein þá, sem hjer fer á eft-
ir, hefir hr. Ólafur Sveinsson
ritað fyrir Olympíunefnd ís-
lands. Skýrir hún afstöðu
nefndarinnar og ísl. íþrótta-
manna til undirbúnings og þátt
töku af íslendinga hálfu í 0-
lympíuleikunum í Berlín 1936.
Þarf ekki að kynna greinar-
höfund fyrir ísl. íþróttamönn-
um, því hann hefir unnið fyrir
þá og með þeim árum saman,
og er manna kunnugastur
frjálsum íþróttum hjer á landi.
Allir, sem íþróttum unna,
ættu að lesa grein Ól. Sv. með
athygli, því í henni er mikinn
fróðleik að finna um frjálsar
íþróttir hjer á landi og erlend-
is. Sjerstaklega má þó benda
þeim mönnum, sem koma til
með að hafa áhrif á þátttöku
okkar íslendinga á Olympíu-
leikunum í Berlín, á að lesa
greinina áður en þeir fella dóm
um það, hvort fært sje að
senda menn hjeðan til leik-
anna. K. Þ.
Eftir Ólaf Sveinssoo.
i.
: Plestum þeim, er einhver kynni
hafa af íþróttum, er kunnugt, að
á nassta sumri verða Olympíuleik-
árnír háðir í Berlín. Br það í ell-
éftá sinn eftir endurvakning
þeirra, — fyrstu leikarnir voru
háðir í Aþenu 1896. Um gervall-
an heim er undirbúningur hafinn
undir þátttöku hinnar yngri kyn-
slóðar í þessari miklu íþróttahá-
tíð; um eða yfir 50 þjóðir hafa
þegar boðað þátttöku sína í leik-
Ðí8s)á niorgaablaBstas 23. okt 1835
nthugasemdir
. ag árjetting.
unum. Er það 10 þjóðum fleira en
þátt tóku í síðustu leikum. Pæstar
þéssara þjóða hafa þó enn valið
það lið, sem senda á, nje hafið
hina eiginlegu sjerþjálfun þess
undir kepnina á leikunum. Þó
munu þeir íþróttamenn, sem
keppa eiga á vetrarleikunum í
febrúar næstk., hafa byrjað æf-
ingar fyrir alllöngu.
Nefnd sú — Olympíunefnd ís-
lands — er Iþróttasamband ís-
lands hefir skipað til að athuga
þátttökumöguleika íslenskra í-
þróttamanna og undirbúa vænt-
anlega þátttöku þeirra í leikun-
um, hefir staðið í brjefasambandi
við framkvæmdanefnd Olympíu-
leikanna um alllangan tíma, og
afráðið að taka boði hennar um
þátttöku íslenskra íþróttamanna í
leikunum, með sama fyrirvara þó
og ýmsar aðrar þjóðir: — ef fje
og menn eru fyrir hendi. Er ef
til vill ástæða fyrir okkur til að
undirstrika þann fyrirvara frem-
ur flestum öðrum þjóðum.
Tvö af undirbúningsatriðunum
í starfi nefndarinnar voru: 1- að
kynna sjer afreksgetu íslenskra
íþróttamanna, og 2. að ákveða
þátttöku-hæfni þeirra í Olympíu-
leikunum eftir því.
| Pyrra atriðið hefir nefndin
fengið upplýst með því að fylgj-
ast með þeim afrekum, sem ís-
lenskir íþróttamenn hafa unnið í
sumar, á leikmótum og utan leik-
móta.
| Síðara atriðið hefir verið erfið-
ara viðfangs, en með því að
leggja til grundvallar lágmarks-
Eftir Sig Buflmundsson,
skó amEistara.
Eftirfarandi grein um
heimavistaskóla og uppeldis-
mál, hefir höfundur ritað til
viðbótar ummælum sínum
S
um þessi efni, er blaðið birti
í viðtali við hann þann 24.
sept. s. 1.
Hr. S. B. átti tal við mig á þeyt-
ingi seinasta daginn, sem jeg
dvaldist í Reykjavík. Var jeg þá
á þönum um búðir og götur, á
flugaferð út úr bænum, í bílferð-
um, þar sem við vorum nokkrir
í för og erfitt var að halda sam-
ræðum í föstum skorðum. Var þar
vaðið úr einu og í annað, eins og
títt er í ferðalögum. Furðar mig
því á, hve vel honum hefir tekist
að hafa eftir mjer svör við spurn-
ingum hans, (í Morgunblaðinu 24.
áept., 219. tbl.). Samt þekkist jeg
með þökkum boð Valtýs ristjóra
Stefánssonar, að hnýta til árjett-
ingar viðbæti við frásögn hans af
samtali við mig um Mentaskól-
ann á Akureyri og um nokkur
uppeldisráð.
Lífið hefir troðið því í mig, að
á fáum eða fáu megi liafa óbif-
anlega trú, hvort sem heldur eru
menn eða ráðstafanir, venjur eða
lagaboð. Á rjetthverfu er löngum
ranghverfa. Plestum atgerðum
og fyrirkomulagi fylgja nokkrir
gallar og nokkur hætta. Eigi má
samt skilja svo ,að jeg telji alla
umbótaviðleitni árangurslausa og
hjegómann einn. Taki menn eft-
ir, að jeg segi „löngum“ og „flest-
um‘‘, en ekki altaf nje öllu. En
það er mikilsvert, að muna, að
umbætur og gæði veitast ekki
ókeypis, og kostum eru löngum
samfara nokkrir ókostir, þó að
stundum gæti meir — og það
jafnvel stórum meir — hlunninda
heldur en galla.
Því má ekki gleyma, að það
fylgir því altaf nokkur áhætta, að
stofna til heimavistar í skólum. Ef
stjórn á heimavistarskóla mis-
tekst, í hann komast ósiðir, óloft
og óáran, getur hann orðið hið
skaðsamlegasta pestarbæli, miklu
háskalegra heldur en heimavist-
arlaus skóli, sem óstjóm og ólag
er á.
Börnum og óráðnum ungling-
um er altaf meiri hætta búin í
fjölmenni en í fámenni. Hversu
skilyrði, er Alþjóðasambandið (I.
A.A.P.) hefir sett til þátttöku í að-
alkepni í sumum greinum, hefir
nefndin getað skapað sjer mæli-
kvarða (Standard) til að ákveða
þátttökuhæfni íslenskra íþrótta-
manna í flestum greinum. Hefir
nefndin þó haft önnur gögn til
hliðsjónar, til þess að athuga
rjettmæti þessa mælikvarða og
skapa sjer mælikvarða á þær
greinar, sem honum varð ekki við
komið. Gögn þessi eru: Skýrslur
framkvæmdanefnda Olympíuleik-
anna í' Amstérdam og Los Ange-
les og hin nýja finska afreks-
stigatafla, sem Alþjóðasamband
áhugamanna í útiíþróttum (I. A.
A. P.) hefir samþykt og sent 1.
S. 1.
Áðurnefnd lágmarksskliyrði til
þátttöku í aðalkepninni (compe-
tition proper) í köstum og stökk-
um eru (í þeim greinum, sem
fleiri en 18 keppa — sem að lík-
indum verður í flestum) :
Hástökk 1.85 m. (846 stig)
Langtsökk 7.00 — (804 —)
Þrístökk 14.00 — (784 —)
Stangarstökk 3.80— (818 —)
Spjótkast 60.00 — (782 —)
Kringlukast 44.00— (834 —)
Kúluvarp 14.50 — (868 —)
Á f'yrri Olympíuleikum hafa
slík lágmarksskilyrði aldrei ver-
ið sett, en aðeins ákveðið, að þeir
keppendur, sem stykkju 1.83 í
hástökki og 3.66 í stangarstökki,
skyldu fara til úrslita.
Af því, livað þessi lágmarks-
skilyrði eru há, má því telja, að
gott lag, sem á heimavist er, verð-
ur og aldrei við því spornað, að
nemendur komist þar upp á ýmis-
konar óhollustu, sem þeim, ef til
vill, liefði verið forðað frá í ein-
angrun og sveitakyrð. Þetta verða
þeir að hafa hugfast, foreldrarn-
ir, sem útvega börnum sínum
rúm í heimavist. Á heimavist
verða altaf óþægilegir agnúar, t,
d. nokkur skerðing á frjálsræði
nemenda.
Af þeirri sök var Jón A. Hjalta-
lín heimavistum hjer í skólanum
algerlega mótfallinn. Hann lagð-
ist fast á móti þeim í brjefi til
þáverandi landsstjórnar. Umsjón
með heimavistum er og verður, að
minsta kosti mörgum, hvimleitt
starf. Gegnir furðu, hve margir
fást til slíks. En slíkt á raunar
heima um ýmsar stöður, t- d.
dómaraembætti og margvísleg
dómarastörf.
En hvað sem líður annmörk
um, er við heimavistir loða, vann
Stefán Stefánsson áreiðanlega hið
mesta nytsemdarverk, er hann
fekk sigrast á rammri andstöðu
gegn þeim í skóla hjer og komið
þeim á stofn. Fyrir bragðið hef-
ir, í fyrsta lagi, margur ungur og
gervilegur fengið fræðslu og
þroska, er hann að öðrum kosti
hefði farið á mis við. í öðru lagi
þessi aðalkepni (competition
proper) sje í rauninni sama sem
úrslitakepnin, þó aðeins sex bestu
mennirnir fái aukastökk og auka-
köst. Þeir menn, sem ná þessum
lágmarksskilyrðum, eru því allir
mjög hæfir keppendur. — Undan-
skilin þessum skilyrðum eru:
Sleggjukast, og hástökk og spjót-
kast kvenna.
Til marks um það, hve erfið
þessi lágmarksskilyrði eru, skulu
hjer tilfærðar nokkrar tölur frá
þessum greinum á síðustu tveim
Olympíuleikum. Á leikunum í
Los Angeles keptu 14 menn í há-
stökki. Af þeim komust 8 hærra
en 1.85 m.; hinir komust þetta,
en ekki hærra. í Amsterdam
keptu 35 í hástökki, en aðeins 10
komust 1.85 m. eða hærra. í lang-
stökki keptu 12 menn í Los An-
geles. Af þeim stukku 6 bestu
keppendur lengra én 7 m., 2
stukku á milli 6 og 7 m.; hinir
voru undir 6 m. í Amsterdam
voru menn jafnari; afrek ljeleg-
asta kepp. var 6.16 m., en aí 41
kepp. stukku aðeins 14 lengra en
7 m. 1 þrístökki keptu 15 í Los
Angeles. Af þeim stukku 11
lengra en 14 m.; afrek ljelegasta
kepp. var 13.28 m. í Amsterdam
keptu 24. Af þeim fóru 13 lengra
en 14 m.-, afrek ljelegasta kepp.
var 12.49 m. í stangarstökki
keptu 8 í Los Angeles. Af þeim
fóru 6 hærra en 3.80 m.; annar
hinna komst ekki byrjunarhæð-
ina. 1 Amsterdam keptu 20. Af
þeim stukku 8 kepp. 3,80 m. og
hærra. 4 komust ekki byrjunar-
hæðina, 3,30 m., og 3 komust
hana, en eltki hærra. í spjótkasti
keptu í Los Angeles 13 menn. Af
þeim köstuðu 9 kepp. léngra en
60 m.; 2 köstuðu aðeins rúma
40 m. í Amsterdam, keptu 28. Af
þeim köstuðu 10 lengra en 60
m. Aðeins 1 kastaði styttra en 50
m. 1 kringlukasti keptu í Los
Angeles 18 m. Af þeim köstuðu
fylgja samvist og sambúð ung-
linga, sveina og meyja, miklir
kostir ,er síst má gera of lítið úr.
Má þó enginn hafa þá trölla-
trú á heimavistum, að þær sníði
nokkru sinni burt allar misfell-
ur í framkomu og fari. Slíkt hepn
ast þeim vitanlega aldrei, ekki
fremur en tekst að lækna alla
sjúkdóma á spítölum.
En unglingar kunna margir
vel við sig í margmenninu og
sambýlinu, þó að slíkt sje mis-
jafnt eftir hvers eins eðlisfari og
uppeldi. Líf æskunnar verður að
jafnaði glaðara í fjölmenni en fá-
menni. Þar er og allmjög ráðin
bót á feilni og fælni í mörgu
ungu brjósti. Þar eru á ýmsa
lund smáhöggnar af þeim hömlur,
sem áður stóðu þeim fyrir vel-
líðan og heilbrigðum þrifum.
Þeir gerast þar margir öruggari
og frjálsmannlegri í fasi og fram-
ferði, liprari og liðlegri á marga
lund.
Samt er ekki því að leyna, að
heimavistarnemar búa við nokkru
minna sjálfræði og frjálsræði
heldur en þeir nemendur, sem í
bænum búa, og margir ungling-
ar njóta í föðurgarði, hvort sem
er í kaupstað eða sveit. í fjöl-
býli og þjettbýli er meiri þörf á
umsjón með unglingum, heldur en
11 kepp. léngra en 44 m., 2 voru
undir 37 m., —- styst 34.36. í Am-
sterdam keptu 34. Af þeim köst-
uðu aðeins 7 lengra en 44 m., 12
köstviðu styttra en 40 m. og 3
neðan við 35 m. I kúluvarpi
keptu í Los Angeles 15 menn.
Af þeim vörp'uðu 8 kepp. lengra
en 14.50 m. Aðeins 1 var undir
13 m. — 11.21 m. 1 Amsterdam
kepptu 22. Af þeim vörpuðu 7
kepp. lengra en 14.50, 8 vörpuðu
milli 12 og 13 m.; afrek ljelegasta
kepp. var 11.33 m.
Nægir þetta til að sýna, hve há.
þessi afreksskilyrði eru og líkind-
in fyrir því, að þeir, sem þessi af-
rek vinna, sjeu í raun og veru £
úrslitakepninni, en ekki eins og
ætla hefði mátt eftir orðalagi þess
ara skilmála, að aðrir en þeir
teldust ekki keppendur.
En þessar tölur sýna líka ým-
islegt fleira. Þær sýna, að olym-
pisk kepni er talsvert ójafnari en
kappléikar á venjulegum leik-
mótum; þótt afrek fræknustu
keppendanna sjeu undursamleg
og í liæsta afreksflokki, þá eru
afrek sumra keppenda mjög í
meðallagi, eða jafnvel undir því.
Orsakast það af því, á hve mis-
munandi þroskastigi, íþróttalega,
þjóðir þær standa, sem keppa í
leikunum — og stundum líka af
slysni einstakra keppenda. Sam-
anburður á tölunum sýnir enn-
fremur, að ekki er mikill mis-
munur á meðalafreki á leikunum
í Amsterdam og Los Angeles, þótt
4 ár sjeu á milli. Má þetta virð-
ast nokkuð einkennilegt, þegar
þess er gætt, að vegna kostnaðar
við ferðalagið voru færri — og
þá að líkindum betri — keppend-
ur sendir á Los Angelesleikana
en hina. Er því nokkur ástæða til
að ætla, að afrek manna á leik-
unum í Berlín að ári, verði ekki
öllu liærri að meðalafreki en síð-
ustu leika, þar sem víst er, að
fleiri — og þá líka misjafnari —-
í fábýli og strjálbýli. Það stafar
af því, að löngum er „misjafn
sauður í mörgu fje“, og einkum
af því, að sumir ósiðir eru næm-
ir sjúkdómar.
Einstakur nemandi getur t. d.
breytt heilum skóla í drykkju-
bæli, ef ekki er rönd við reist.
Sökum slíkrar sýkingarhættu
verður stundum eigi komist hjá
að víkja nemanda úr skóla fyrir
drykkjuskap. Er slíkt þó oftast
neyðarúrræði, eftir því sem til
hagar á voru landi. Hjer vantar
uppeldishæli, þar sem uppeldis-
fræðingar, sálsýkifræðingar og
aðrír sálufróðir störfuðu saman
að sálubót og siðabót á ungling-
um með óheillavænlegum venjum,
and-fjelagslegum tilhneigingum
og hættulegum ástríðum.
í stúdentaskóla er ærið að
starfa. Þar vinst ekki tími til að
sinna slíkum einstaklingum, sem
þörf er á, jafnvel þó að kostur
væri þar á kunnáttu til slíks, sem
sjaldnast er þó raunin á. Því er
oss þörf á uppeldisstöð, er tekur
við gallaðri æsku, sem haldin er
ýmiskonar óráðvendni, stelsýki,
drykkfeldni og ýmsum ódygðum.
Þá er berkla verður vart í
unglingi, skilja foreldrar eða
vandamenn, að þar þarf skjótra
atgerða við, og eru óðfúsir á að