Morgunblaðið - 23.10.1935, Qupperneq 7
MOKGUNtíLAtílÐ
7
Miðvikudaginn 23. okt. 1935,
Búið gerfiblóm úr
Dennison kreppappír.
Fullkominn leiðarvísir og alt
efni, sniðið niður ' í rjettar
stærðir, tilbúið í blómin. Hvert
sett kostar aðeins 1 kr. auk
burðargjalds. 5 sett burðar-
gjaldsfrítt. Pantið eftir núm-
eri. Skrifið nafn og lieimilis-
fang greinilega.
Nr. 4 Efni í 12 stórar jólastjörn-
ur með blöðum.
Nr. 5 — -18 miðlungsstórar
jólastjörnur.
Nr. 7 — i 18 blómsturlengjur
í rauðu oggrænu.
Nr. 8 — -18 blómsturlengjur
með haustlitum.
Nr. 10 — -12 Páskaliljur.
Nr. 12 — - 36 Hvítasunnulilj-
ur.
Nr. 13 — - 20 Kvisti Bauna-
blóma.
Nr. 14 — - 6 Nellikkur.
Nr. 15 — - 6 Rauðar rósir.
Nr. 16 — - 6 Ljósrauðar rósir
OTTO LUNDQUIST
KRONPRINSENSGADE 8,
KÖBENHAVN K.
Sendið mjer:
Nafn: ....
Adressa:
Erfitt skrifstofustarf, allan
daginn, hefir engin áhrif á
hana. Nýtur skemtana
kvöldsins og komin til síns
starfa að morgni, ljett og
kát og full af starfsfjöri.
Þetta er því að þakka að
hún neytir hollrar fæðu og
viðhefur nauðsynlegt hrein-
læti.
Þjer getið einnig orðið þessa
þreks aðnjótandi, með því
að neyta All-Brans.
All-Bran þarf enga suðu, er
hest með mjólk eða rjóma,
og fæst í öllum matvöru-
verslunum.
Daglega fæst
nýtt fiskfars og kjötfars,
reykt hangibjúgu, bæjarins
bestu miðdagspylsur, áleo-g-
allskonar, epli (Delicious),
vínber (Golden Royal) og
m. m. fl.
Alt sent heim.
Sanngjarnt verð.
MilnersbúD,
Laugavegi 48. Sími: 1505.
Lifur, hjörtu
og svið.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarsöíg 2. Sími 4131.
Lifur og björtu
KLEIN,
Baldursgötu 14.
Sími 3073.
20 sfldarnet,
með tilheyrandi köðlum og
belgjum eru til sölu.
Upplýsingar í síma 2830.
Bifreiöarslys
Blönduósi í gær. F. Ú.
1 gær um kl. 16 valt vörubif-
reiðin H.Ú. 28, frá Flögu í Vatns-
dal, miðja vegu milli Hjaltabakka
og Blönduóss.
Bifreiðin laskaðist talsvert, en
bifreiðarstjórinn og farþegar 5 að
tölu hlutu engin veruleg meiðsl.
Byrjað var að rökkva og all-
mikil snjókoma svo illa sást fyr-
ir veginum, og er það talið orsök
slyssins.
Dagbók.
Veðrið (þriðjud. kl. 17): All-
djúp lægðarmiðja skamt SV af
Reykjanesi og virðist vera á
fremur hægri hreyfingu austur
eftir. Hún véldur nú fremur
hægri SA-átt um alt land og 5—
7 st. hita. Rigning er með allri S-
og SA-ströndinni en víðast úr-
komulaust norðan lands. Á morg-
un mun vindstaðan verða hærri
á A eða NA. Á milli íslands og
Skotlands er S-kaldi en hægviðri
á Norðursjónum.
Veðurútlit í Rvík í dag: A-
kaldi. Úrkomulítið.
Ásbjörn Sveinsson, Berjanesi
undir Eyjafjöllum andaðist að
heimili sínu þann 18. þ. m. Hann
hafði undanfarin ár dvalið þar
eystra, og síðast hjá syni sínum
Óskari.
Verslunarskólinn. — Nemendur
framhaldsdeildar og máladeildar
(námskeiða) komi í skólann í
kvöld kl. 8.
50 ára er 1 dag Kristinn Árna-
son, Bragagötu 30.
Veðráttan í ágúst. Tíðarfar var
votviðrasamt og víðast óhagstætt
fyrir heyskap. Úrkoman .var mik-
il, 76% umfram meðallag, tiltölu-
lega mest vestan lands. Suðvest-
anátt var tíðust, og veðurhæð
fyrir' neðan meðallag, 11. ágúst
snjóaði í fjöll norðan lands. Þó
mát.ti kalla hlýtt, 1° fyrir ofan
meðallag á öllu landinu. Hæstur
hiti mældist í Fagradal 22,8°.
Sjávarhitinn var 0,3° yfir meðal-
lag.
Tryggvi gamli fór í gærmorgun
áleiðis til Englands með 1000
körfur eigin afla og 800 körfur,
sem skipið tók úr Baldri. Baldur
er nú hættur veiðum í bili.
Ver kom frá Austfjöi’ðum í gær.
Dronning Alexandrine fór frá
Færéyjum í gærdag kl. 2 e. h.
Heimir, söngmálablað, hefir nú
hafið göngu sína og er Samband
íslenskra karlakóra útgefandi, en
Páll ísólfsson ritstjóri. Áður gáfu
xeir Sigfús Einarsson og Friðrik
Bjarnason út samnefnt söngmála-
rit, en það hætti að koma út eft-
ir þrjix ár, og hefir S. í. K. fengið
nafnið á þetta nýja tímarit lijá
þeim. 1 fyrsta heftinxx er frásögn
Sigfúss Einarssonar um söngmót
í Ósló og Stokkhólmi 1935, „Vor-
morgun“, lag eftir Sigurð Þórð-
arson við ljóð eftir Kjartan Ól-
afsson, grein um tónskáldin
Scliútz, Hándel og Bach, Tónlist
og gildi hennar, eftir Þórð Krist-
leifsson o. m. fl. í Sambandi ís-
lenskra karlakóra eru 14 fjelög
með 433 nxeðlimum.
Hjúskapur, Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni, ungfrú Alma Tynes frá
Siglufirði og stud. med. Einar
Thoroddsen.
Verslunarmannafjelag Reykja-
víkur heldur fund kl. 8% í kvöld
í Kaupþingssalnum. Þar flytur
Sigurður Kristjánsson alþingis-
maður erindi.
Tískusýningu helt versl. Gull-
foss að Hótel Borg í fyrrakvöld.
Var hvert sæti í húsinu fullskip-
að og var hrifningin almexm.
Sökum þess að margir viðskifta-
vinir versl. komust ekki að þetta
kvöld, verður sýningin endurtek-
in í kvöld. Verður hennar nánar
getið síðar hjer í blaðinu.
Heimatrúboð leikmanna, Hafn-
arfii’ði, Linnetsstíg 2: Samkoma
í kvöld kl. 8. — Hverfisgötu 50:
Samkoma annað kvöld kl. 8. —
Allir velkomnir.
Valsmenn. í kvöld kl. 8V2 verð-
ur þýska knattspyrnumýndin sýnd
á vegum Vals í húsi K. F. U. M.
ásamt nokkrum öðrum íþrótta-
kvikmyndum sem í. S. í. hefir
látið taka. • Enginn Valsmaður má
setja sig úr færi um að sjá hina
ágætu þýsku knattspyrnukenslu-
mynd.
Hjúskapur. Síðastliðinn laugar-
dag vorxx gefin saman í hjóna-
band af síra Árna Sigurðssyni,
ungfrú Vilborg Karelsdóttir og
Sigurður Jónsson frá Haulragili.
Heimili þeirra er að Óðinsgötu
18 C.
Minning Einars Helgasonar. —
Eftir ósk aðstandenda hafa menn
þeir, sem vildu minnast Einars
Helgasonar garðyrkjnstjóra, lagt
peninga í sjerstakan sjóð, í stað
þess að kaupa blóm, kransa eða
minningarkort. Sjóð þessum á að
verja til styrktar garðyrkju-
nemum, og hefir stjórn Búnað-
arfjelagsins hann undir hendi. 1
gær höfðu þegar safnast í sjóðinn
um 1300 krónur, en gjafir voru
þá enn að streyma til hans.
Sænsku háskólafyrirlestrarnir.
Næsti fyrirlestur verður fluttur
í kvöld: „Den svenska stormakts-
tidens kulturella och litterá'ra
liv“.
Aldarminning Matth. Jochums-
sonar. Á fúúdi Kirkjuráðsins 21.
þ. m. var samþykt að beina þeim
tilimehnii t.il allra sóknarpresta
landsins, að ininixást aldarafmæl-
is síra Matthíasar Jochumssonar
í kirkjum sínum 10. nóv. næstk.
og næstu messxxdaga, þar sem
kirkjur eru fleiri en ein í presta-
kalli. Hefir kirkjuráðið þegar til-
kynt þetta öllum próf-östum lands-
ins símleiðis ög falið þeim að
birta það sóknarprestunum. (Tilk.
frá kirkjuráði. — FB.).
Frá Akureyri. — Einkaskeyti
til Morguixblaðsins í gær. —
Gullfoss fór hjeðan í dag. Slcipið
tók hjer 90 hesta til útflutnings.
Flutningaskipið Columbus er að
losa kol til verslunar Ragnars
Ólafssonar. — Kn.
Hallgrímskirkja í Saurbæ. Á-
heit frá lconu kr. 5,00. — Kærar
þakkir. — Einár Thorlacius.
Verðlaunasamkepni þýska aka-
demisins. Þann 8. apríl 1935 voru
100 ár liðin síðan hinn þýski
vísindafrömuður Wilhelm von
Humboldt andaðist. 1 tilefni af
því liefir hið þýslta akademi í
Munchen ákveðið, að veita ár-
lega „Humboldts-orðu“ útlending-
um þeim, sem sýna sjerstakan
áhuga fyrir þýskunámi og semja
verðlaunaritgerð á þýsku um efni,
sem akademiið ákveður. Hverju
landi eru ætlaðar þrjár orður,
sem höfundum bestu ritgerðanna
verða veittar. Auk þess fær böf-
undur bestu ritgerðarinnar styrk
að upphæð 125 mörk, sem svarar
til helmings kostnaðar við sumar-
námskeið akademisins. Þátttaka
er heimil öllum útlendingum, sem
ekki tala þýsku sem móðurmál, en
þó einkum skólanemendum, stúd-
entum og þátttakendum í öllum
þýskunámskeiðum. Fyrir árið
1936 hefir foi’seti akademisins á-
kveðið efni í ritgerðir sem hjer
segir: l)Hvaða þýðingu hafa
kenningar J. G. Herders fyrir
framþróun þjóðar minnar? 2)
Hvaða gagn hefi jeg af þýsku-
kunnáttu minni irnian starfs míns
og utan? 3) Hvernig haga jeg
ferðalagi mínu um Þýskaland, ef
nxjer verða gefin 200 mörk til
þess? — Ritgerðir þessar eiga
ekki að vefa 'tengri en 4 bl. og
helst vjelritáðar. Þær á að senda
fyrir 15. mars 1936 til „Deutsche
Akademié, Maximilianeum, Mún-
chen 8“. Auk nafns og heimilis-
fangs á höfundurinn að tilgreina
skólann, háskólann eða námskeið-
ið þar sem hann hefir lært þýsku.
Úrslit samkepninhar verða tilkynt
8. apríl 1936. Nánari upplýsing-
ar gefur fxdltjúj akademisins: Dr.
Max Keil, Austxxrstræti 20, Rvík.
(Tilk. frá fjLxlltrúa D. A. á ís-
landi. — FB).
Silfurbrúðkaup eiga í dag Guð-
rún Eiríksdóttir og’ Eiríkur Ei-
ríksson, Framnesveg 3. Ennfrem-
ur Ólafía Eiríksdóttir og Þor-
steinn Jónsson, Hverfisgötu 104.
Verkfall sveina í húsgagna-
smíði hefir nú staðið í 6 vikur.
Samningaumleitanir byrja senni-
lega kl. 2 í dag.
Friðrik Þorsteinsson formaður
Meistarafjelags húsgagnasmiða,
hefir sent Mbl. til birtingar svar-
grein til Jóns A. Pjeturssonar,
en hún varð sökum rúmleysis að
bíða til morguns.
Útvarpið:
Miðvikudagur 23. október.
10,00 Veðurfregnir.
12,00 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfrjettir.
19,45 Frjettir.
20,15 Erindi: Um búnaðarmál, IH
(Sigurður Sigurðsson, f. búnað-
armálastjóri).
20,40 Hljómplötur: Liszt-tónleik-
ar.
21,05 Erindi: ’ Vandamál fjöl-
skyldna á^ ‘íítúrlungaöld, II
(Éjörn SigföWdtí magister).
21,30 Hljómsvext utvarpsins (Dr.
Mixa): a) Grleg: 2 nordische
ÁVeisen, op. ‘63: l)inx Volkston;
2) Kuhreigén und Bauerntanz;
b) Robert Fuchs: 1) Romanse;
2) Finale alla Zingarese.
21,55 Hljómplötur.
Lifur,
Hjörlu,
Nýru,
Svið.
Símar 1834-1636.
Kjðtbúðin Borg.
LEITIÐ
upplýsinga um brunatryggingar og
ÞÁ MUNUÐ ÞJER
komast að raun um,
að bestu. kjörin
FINNA
menn hjá
Nordisk
Brandforsikring A.s.
VESTURGÖTU 7.
Sími: 3569. PósthólfrwlOlJ.
Reykhúsið, Gsettisgötu
50,B, sími 4407, tekur á móti
kjöti og- öðru til re'ýkingar
eins og að undanförpu, með
sanng’jörnu verði. ! mrr
Hjalti Lýðsson.