Morgunblaðið - 10.11.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudaginn 10. nóv.1935.
Reyívjavíkurbrjef,
9. nóvember.
Matthíasar-hátíðin.
Á morgun heldur íslenska
þjóðin hátíðlegt 100 ára afmæli
Matthíasar Jochumssonar, þjóð
skáldsins ástsæla, sem um ára-
tugi auðgaði andlegt líf íslend-
inga, með ljóðum sínum og
andagift. Sem söng ástríki, yl
og lífsfögnuð í þjóð sína, í svo
ríkum mæli, að hans verður
minst, sem íturmenni í andlegu
lífi voru, meðan íslensk tunga
er töluð.
1 hvert sinn, sem þjóð vor
getur einbeint huga sínum til
þess, að votta slíkum mönnum
þakkir, og halda minningu
þeirra í heiðri, birtir yfir þjóð-
lífi voru um stund.
Á afmælisdegi skáldsins fyrir
17 árum lægði ófriðaróveðrinu
í álfunni. Vopnahljesdaginn
bar upp á afmæli hans.
Hjer úti á Islandi þótti þetta
merkileg hending. Á tyllidegi
þessa ástríkasta, friðsælasta,
góðviljaðasta og drenglyndasta
Islendings, snjeru ófriðarþjóð-
irnar frá villu síns vegar.
trti um heim er þessi dagur
helgaður minningu friðarins.
Fisksalan.
„Columbus" og „Katla“ eru
bæði á förum með fullfermi,
ca. 2600 tonn, en auk þess hef-
ir S. í. F. í undirbúningi leigu á
tveim öðrum skipum. Fer fisk-
ur þessi nálega allur til Spánar.
Söluhorfur í Portúgal eru
enn í mikilli óvissu, sökum
framferðis Norðmanna. Á ítal-
íu er ekki ennþá leyst úr á-
greiningnum um innflutnings-
leyfin, en búist við því, að þaö
verði nú á næstunni. Söluhoriur
eru þar því mjög óvissar.
í Grikklandi standa yfir
samningar um það, hvort við
fáum innflutningsleyfi eða
ekki.
Þrátt fyrir um 12 þús. tonn-
um minni afla í ár en í fyrra,
voru fiskbirgðirnar ca. 2000
tonnum meiri um síðastliðin
mánaðamót en á sama tíma í
fyrra. Má því búast við, að fisk
birgðir verði meiri um næst-
komandi áramót en síðastliðin.
Þingið.
Úrræðaleysi stjórnarflokk-
anna á Alþingi verður augljós-
ara með hverjum degi. Fjár-
veitinganefnd hjakkar í sama
fari viku eftir viku, með Jónas
Jónsson sem formann enda
ekki við öðru að býast, þar
sem slíkur fjármálaglópur á í
hlut.
En þegar til annara mála
kemur, er snerta atvinnuvegi
þjóðarinnar, er ekki annað
uppi á teningnum hjá stjórnar-
liðinu en fálm og kák.
Kartöflueinokun og garð-
yrkjuskóli er það, sem bændum
er boðið upp á. Garðyrkjuskóli
útaf fyrir sig, kann að gera
gagn. En almenningur í land-
inu fær ekki af honum skjót
not. Ef stjórnarflokkar hefðu
ráðdeild og manndáð til þess
að vinna að aukinni garðrækt,
væri vissulega hægt að finna
skjótvirkari ráð, og það ríkis-
sjóði að kostnaðarlausu. Því
svo mikið er lagt af mörkum
úr ríkissjóði til þes3 að upp-
fræða bændur og leiðbeina
þeim í starfi þeirra.
Pappírsmiljónin.
Til handa útgerðinni hefir
landsstjórnin fundið svonefnda
„pappírsmiljón", lánsheimild
frá síðasta þingi, í fiskiveiða
sjóð, sem á að styðja markaðs-
leit og fjölbreytni í fiskverkun
og þess háttar.
Þessa lánsheimilid hafa
stjórnarflokkarnir nú tekið upp
og prentað að nýju með feitu
letri í Alþýðublaðinu. Nú á öllu
að vera borgið. Stjórnin hamp-
ar heimild þessari, og ætlar
að telja einföldum fylgismönn-
um trú um, að nú sje greitt
úr erfiðleikum útgerðarinnar.
Þetta gerir sama stjórn, sem
undirgengist hefir það við er-
lenda lánardrottna, að skuld-
binda sig til þess að taka engin
erlend lán! Finna menn ekki
flærðina og alvöruleysið í svona
skrípalátum?
Ósamkomulagið.
Eftir því, sem vandræðin
vaxa í stjórnarherbúðunum,
vex ósamkomulagið milli stjórn
arflokkanna.
Frá því núverandi stjórnar-
samsteypa var gerð sumarið
1934, hafa sósíalistar verið
nokkurn veginn einráðir hús-
bændur á heimilinu, er hafa
óspart gefið Framsóknarráð-
herrum fyrirskipanir um hvað
gera skuli.
En þeim er þetta ekki nóg
engur. Þeir kvarta sáran und-
an því, að þurfa að basla með
piltinn Eystein, sem fjármála-
ráðherra, óreyndan, vankunn-
andi ungling á þessum erfið-
eika tímum. Um Hermann
tala þeir minna, enda er Her-
manns að litlu getið í seinni
tíð. Hefir honum aukist sú lífs-
reynsla síðasta ár, að hann sjer,
að honum hentar best að láta
sem minst á sjer bera. Nema
hvað hann er að halda í þing-
inu við og við, marklausar og
vitlausar ræður, sem flokks-
menn hans bera kinnroða fyrir,
sem eðlilegt er.
Svo ljeleg er sambúðin orðin
milli stjórnarflokkanna í þing-
inu, að þeir hafa oftar en einu
sinni lent 1 einskonar salta-
brauðsleik með frumvörp sín,
og hrópað hver upp í annan
„saltabrauð fyrir mig“, því báð-
ir hafa viljað hafa heiðurinn
fyrir sinn flokk af frambornum
frumvörpum. Útkoman hefir
orðið sú, að tvö frumvörp hafa
komið samtímis sitt frá hvorum
flokki, um sama efni.
Þegar Framsókn flytur t. d.
„heimild“ til að setja á stofn
kartöflueinkasölu, þá flytja só-
síalistar um að kartöflueinka-
sala „skuli“ sett á stofn. Og
frumvarp um garðyrkjuskóla
kom frá báðum, þ. e. a. s., þar
var Jón Baldvinsson á undan
Hermanni, og kvartaði Her-
mann yfir, að Jón skyldi þar
hafa hlaupið fram fyrir sig.
því ekki sjö dagana sæla í sam-
búðinni við Alþýðuflokkinn.
Eru Kratar farnir að gefa
Blossi.
En mestur blossinn hefir orð-
ið milli stjórnarflokkanna út af
því, að sósíalistar ráku skjól-
stæðing Jónasar Jónssonar frá
síldarverksmið j unni.
Aumingja Framsókn gamla á
henni líkan vitnisburð og Há-
kon sá, sem umgetur í kvæð-
inu um Jörund, gaf sinni kerl-
ingu að hún væri bæði „gigt-
veik og sein og gölluð að fleiru
en því“.
Hákon þessi hafði það ánn-
ars upp úr krafsinu, að Jör-
undur ljet hann hafa „uppbót-
arkvenmann“ í bólið til sín.
En vísast er að kratarnir verði
að sætta sig við að rekkja á-
fram með sinni kerlingu, þótt
ekki sje unaðssemdunum fyrir
að fara. Þeir eru þektir að því,
kratar, að una illa einlífinu til
lengdar.
„Raunverulega hörmulegt“.
Þessi bági heimilisbragur
hefir haft ill áhrif á hjúin, svo
sem oft vill verða. Einkum ber
vesalings niðursetningurinn, er
á að gæta þess, að Tímagimb-
illinn fái daglega að koma út
og jarma, sig hörmulega yfir
ástandinu. Þessi garmur hafði
víða flækst og þóttist hafa
himin höndum tekið þegar hon-
um var holað niður í volgt
bælið eftir hrossakjötssvindlar-
ann.
Og svo fór alt í bál og brand.
„Það er í senni ótrúlega og
raunverulega hörmulegra en
flest önnur pólitísk fyrirbrigði
undanfarið“, snögtir garmur-
inn, þegar hann endar frásögn
sína af því að Jóni Gunnars-
syni væri vikið úr forstjóra-
stöðu við síldarverksmiðjur rík-
isins.
Jón hafði komist að starfi
sínu vegna náinna vinsemda við
Hriflu-Jónas, og brottvikningin
sýnir, að Kratarnir eru farnir
að hundsa, gamla manninn eins
og hvert annað aflóga skar.
Þormóði gefin ráðning.
Kratarnir gefa Jóni þessurn
þýsna slakan vitnisburð, telja
hann meinvankaðan, og að öllu
óhæfan til að gegna ábyrgðar-
miklu starfi. Þeir eru meira
að segja svo öskuvondir, að
þeir ganga í skrokk á Þormóði
Eyjólfssyni fyrir það eitt, að
hann hefir verið að bera í bæti-
fláka fyrir Jón þenna. Gefa
þeir í skyn, að ekki sje vel
hreint síldarmjölið í pokanum
hjá Þormóði, og telja honum
vísast að hafa sig hægán.
Segja þeir það sitja illa á
Þormóði að gerast siðameist-
ari yfir öðrum. „Það situr síst
á Þ. E. að vera að brigsla
verkamönnum um drykkju-
skap“, segir Alþýðublaðið. Og
auk þess telja þeir, að Þormóð-
ur hafi svo litla stjórn á skaps-
munum sínum, að hann viti
stundum ekkert hvað fram fer.
Tíma-gimbillinn.
Já, það er ekki að undra þótt
gimbilfóstri Tímablaðsins beri
sig illa, enda stendur þetta
ræksni með útskælt og kámugt
smettið.
„Það er raunverulega hörmu-
legt“.
En það ,raunverulega hörmu-
legasta“ af öllu saman er, að
„svo raunverulega hörmulega"
er orðið ástatt um gamla mann-
inn frá Hriflu, að hann verð-
ur að þola það bótalaust, að
„raunverulega hörmulega“ ó-
iiiiiiiiiiiiiiiuniHiiiiiiiiiiiiiiiHiiimuiiimniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiuiiiminiiiuiiiiiiiii
...........................
PARIS FIIR SALES.
11 Rue de la Douane, PARIS Xe.
;(Vörugeym§la).
Blárefaskinn.
París er miðdepill skinnasölu heimsins.
Seljið skinn yðar þar sem verðið er hæst.
Umboðsmaður vor teku>* á móti skinnum 10.—18.
nóv. n. k. í Hafnarstræti 15, Reykjavík. Útborgun 50%
eftir áætluðu verði. Uppgjör 15 dögum eftir söludag. —
í Borgarnesi tekur bókhaldari Halldór Sigurðsson á móti
skinnum.
Nóvember—desember er besta salan. Sendið því
skinn yðar sem fyrst í póstböggli, beint til vor, eða
umboðsmanns vors,
lir. Einar Fareslveit,
Hvammstanga.
IIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII lllllllllll III lllll IIIII lllllll III llllll IIIIII1111111111111111111111111111111II IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII.IIIIHIIIIHim
lllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllinilllllHIHUIIII
Kaupmenn og kaupfjelög.
ið aftur.
Rjúpur
kaupum við hæsta verðl.
Eggert Kristidnsson & Co
Sími 1400.
V öggubvæði
úr sjónleiknum „Piltur og stúlka“, eftir Emil
Thoroddsen, er komið út. — Verð kr. 2.00.
Bókaverilun Sigfúsar Eyniundssonar
og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugaveg 84,
hæfum
stöðu.
manni sje vikið úr.
„Gimbill eftir götu rann
hvergi sína móður fann,
sárt jarmaði hann“.
EKVÖLD
Börn kl. 6.
Fullorðnir kl. 8.
HJÁLPRÆÐISHERINN
ZIKKA WONG — Aðg. 0,25