Morgunblaðið - 14.11.1935, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ
gfflBllMHWl*f MBBkJliWTS
Fimtudagmn 14. nóv. 1935.
Áí
Baldwin foringi íhaldsmanna.
Þingkosningar fara fram
í Stóra-Bretlandi í dag.
Enska parlamentið var rofið
nm miðjan október. Um leið var
ákveðið að kosningar skyldu fara
fram þ. 14. nóvember.
*
Þingið, sem var rofið um miðj-
an okt. var kosið í októbe'r 1931.
Þá böfðu sósíalistar sitið við
TÖld í tvö ár. Á þessum tveim ár-
um höfðu þeir komið fjárhag
hreska ríkisins í algjört öng-
þveiti.
* Tekjuhalli á fjárlögum var
stórfeldur. Atvinnuleysi var meira
en nokkru sinni fyr. Og að lok-
um varð að leysa sterlingspundið
frá gullinu. Sósíalistum hafði
þannig jafnvel tekist að grafa
traust undan konungi alls gjald-
eyris í heiminum. Þeir höfðu á
tveim árum komið fjármálum
Bre'ta á kaldan klaka.
*
Þjóðstjórn tók við af sósíalist-
um. Langsterkasti flokkurinn í
þjóðstjórninni var íhaldsflokkur-
inn.
Þegar só’síalistar skiluðu enska
ríkinu í hendur þjóðstjórninni,
var útlit svart og ástand hörmu-
legt.
„Utanríkisverslunin minkaði
hröðum skrefum. Greiðslujöfn-
uðurinn breyttist stórum okkur í
óhag. Inn á við lagðist þungt á
þjóðina tekjuhallinn á fjárlögum
og vantraustið í viðskiftalífinu;
traust vort erlendis hafði fengið
þungt áfail. Vjer gátum ekki selt
vörur okkar erle'ndis og vöru-
verð var lágt. Viðskiftaframtak
var þess vegna dauft. Að lokum
gátum við ekki lengur staðið á
móti þessum þunga. í september
urðum við að hverfa frá gullinn-
lausn sterlingspundsins“.
Þannig var dómur Breta 1931.
*
I október fengu sósíalistar þung
an dóm hjá bresku þjóðinni. 50
sósíalistum skilaði þjóðin aftur
inn í þingið., 250 sem voru á þingi
fram til 1931, tróð liún undir
fótum.
Stuðningsmenn þjóðstjórnarinn,
ar og fyrst og fremst íhaldsmenn,
runnu þann glæsile'gasta sigur, sem
:getur um í þingræðissögu Eng-
lendinga.
* •
Þegar breska parlamentið var
Tofið þ. 25. okt. síðastl. höfðu
stuðningsmenn þjóðstjómárinnar
504 þingsæti.
Stjórnarandstöðuflokkarnir áttu
sameiginlega yfir 99 þingsætum
að ráða.
#
Af 504 þingmönnum þjóð-
Þingkosningar íara fram
I Englantii í dag.
Búisf við glæsilegum
sigri Þjóðsfjórn-
arinnar.
stjórnarinnar voru 451 íhalds-
þingmenn.
Skifting þingsæta í parlament-
inu var að öðru leyti sem hjer
segir:
Ihaldsmenn 451
Frjálslyndir (þjóðstj.) 37
Verkalýðsfl. (þjóðstj.) 13
Nationalir 2
Óháðir 1
í Þjóðstjórnin undirbjó jarðveg-
| inn fyrir stórfeldri vaxtalækkun.
Peningar urðu ódýrir og um leið
^færðist nýtt fjör í viðskiftalífið.
Viðskiftatraustið fór vaxandi.
Og í stað þess að láta undan síga
fyrir þunga viðskiftakreppunnar
tókst Bretum fyrstum allra þjóða
að hrista hann af sjer. Nú reisiíl
breska ijónið makkann hátt,
reiðubúið til nýrra stórræða.
504
Verklýðsflokkurinn 57
í. L. P. (Maxton) 3
Frjálslyndir (H. Samue'l) 22
Frjálslyndir, óháðir 12
Óháðir 5
Ihaldsmenn, óháðir 4
Þingforseti og 2 varaforsetarS
Auð sæti 5
615
*
Atkvæðamagn þjóðstjórnar-
manna og stjórnarandstæðinga
skiftist þannig:
Þjóðstjórnarflokkarnir fengu
14.178.725 atkv.
Stjórnarandstæðingar fengu
6.860.925 atkv.
*
Þjóðstjórnin, sem tók við af.
sósíalistum árið 1931, varð farsæl
í störfum sínum.
Á fyrsta ári gat hún Ijett
þyngstu byrðum kreppunnar af
bresku þjóðinni.
,v_
Skipulagi var komið á fjármá-
in undir öruggri stjórn íhalds-
mannsins Neville Chamberlain og
með þungum en jöfnum byrðum
á allar stjettir þjóðfje'lagsins.
Mr. Eden.
Með tollúm var fjölgað at-
vinnuskilyrðum í landinu og
skipulagi komið á greiðslujöfn-
uðinn; hinn stríði f járstraumur
út úr landinu var stöðvaður.
Sir Herbert Samuel,
foringi frjálslynda flokksins.
Þjóðstjórnin er því örugg með
sigur í kosningunum í dag.
Sósíalistar telja jafnvel sjálfir
að hún muni fá a. m. k. 150
þingsæta meirihluta.
*
Sósíalistar hafa þó barist af
mikilli elju gegn þjóðstjórninni.
í þessari baráttu hafa þeir geng-
ið fram með stórum og miklum
loforðum. Það minsta er að þeir
telja sig þess umkomna að ljetta
af atvinnuleysinu í Bretlandi í
einu vetfangi.
Þjóðnýting er hinsv. stærsta
stefnuskráatriði sósíalista. Þjóð-
nýta á: banka, kolaiðnaðinn, járn-
og stáliðnaðinn, rafmagnsiðnað-
inn og samgöngur innanlands.
*
Breska þjóðin mun í dag sýna
að hún er ekki ginkeypt fyrir
þjóðnýtingu sósíalista.
Ósigur þeirra verður mikill,
raunar ekki eins mikill og 1931,
en þó hrapallegur fyrir flokk,
sem verið hefir í 5 ár í ábyrgð-
arlausri andstöðu.
*
Lloyd George ræðst með miklu
offorsi á bresku þjóðstjórnina.
Gamli maðurinn þóttist síðastl.
ár hafa fundið upp „Kína-lífs-
e'lixirin“ gegn atvinnuleysinu í
Bretlandi.
Atvinnuleysingjar í Bretlandi
eru ennþá rúml. 1,9 miljónir. Síð-
an 1931 hefir þeim þó fækkað um
tæ])a miljón.
Þrátt fyrir hið gífurlega at-
vinnuleysi, hefir þó tala starf-
andi verkamanna aldrei verið
jafnhá og nú. Kemur fólksfjölg-
unin hjer til greina.
Neville Chamberlaiin.
Lloyd George1 ætlar að þurka
út atvinnuleysið með einu penna-
striki, eins og sósíalistar.
„Stjórnin verður að taka
250.000.000 miljón sterlingspund
(5 miljarða króna) að láni og
veita þessu lánsfje út í atvinnu-
lífið“.
Þetta er program öldungsins
David Lloyd Georg. Það á að
gifta atvinnuleysingjana og pen-
ingana, sem liggja ónotaðir, eins
og Lloyd George hefir sjálfur
komist að orði.
*
Lloyd Ge'orge hefir sett á lagg-
irnar svonefnt „Council of Ac-
tion“.
Þetta „framkvæmdaráð" hefir
sent þingmannaefnum allra flokka
fyrirspurn um það, hvort þeir
vilji styðja stefnuskrá Lloyd
George.
Stuðningsmönnum Lloyd Ge->
orge er síðan falið að kjósa enga
menn aðra á þing, en þá, sem
styðja stefnuskrána.
•Jf
Foringi frjálslynda flokksins e'r
Herbert Samuel. Kosningabarátta
frjálslynda flokksins snýst um
Þjóðabandalagið og frjálsa versl-
un.
Nýtur Ilerbert Samuel góðs
álits í Englandi, en fylgi sliberala
er lítið.
Sir Herbert Samuel hefir lagt
fyrir flokksmenn sína að kjósa
á þing þá menn, sem svara spurn-
ingum Lloyd George jákvætt, þar,
sem frjálslýndir hafa enga menn
í kjöri.
*
Þjóðstjórnin, undir forustu í-
haldsmannsins Baldwins, og með
stuðningi Mac Donalds og John
Simon, gefur í dag bresku þjóð-
inni tækifæri til að kveða upp
dóm um viðreisnarstarf ( undan-
farinna 5 ára.
Þjóðstjórnin getur bent á far-
inn veg, hina auknu velmegun,
aukna vinnu og eflt viðskiftalíf.
Þjóðstjórnin getur spurt bresku
þjóðina: Yiljið þið að haldið verði
áfram á sömu braut, e'ða viljið þið
fá aftur rústir og stjó'rnleysi
sósíalismans.
*
Þjóðstjórnin gengur einnig
til kosninga um utanríkismálin.
Stærsta málið á því sviði er
Abyssiniudeilan. Hefir breska
stjornin tekið öfluga afstöðu
með Þjóðabandalaginu og friði í
þessari deilu.
í þessu máli fylgir breska þjóð-
in þjóðstjórninni næstum óskift.
*
Breska þjóðin mun einnig
stvðja áform bresku stjórnarinn-
ar um það, að efla vígbúnað Breta.
Hún mun styðja þá afstöðu,
sem Anthony Eden hefir lýst á
þá leið: „að það nái ekki nokk-
urri átt, að krefjast þess í einu
orðinu, að breska stjórnin veiti
Þjóðabandalaginu öflugan stuðn-
ing til þess að varðveita sameig-
inlegt öryggi þjóðanna, en í hinu
orðinu að taka af henni ráðin og
banna henni að vígbúast, til þess
að geta veitt Þjóðabandalaginu
þenna stuðning.
*
Þeir, seúi voru í Stóra-Bret-
landi fyrir kosningarnar 1931,
muna eftir myndskilti, sem þjóð-
stjórnin ljet festa upp á hús-
veggi og háar súlur. Myndskiltið
var af hungruðum og voluðum
atvinnuleysingja, sem rjetti fram
hendina og hað: Hjálpið mjer,
til þess að jeg geti fengið vinnu.
Kjósið þjóðstjórnina.
Sama myndskilti ofurlítið
breytt, blasir nú enn á ný við
ve'gfarendum í Stóra-Bretlandi.
Nú er það sami maðurinn, glað-
legur og hraustlegur í bragði,
sem rjettir fram hendina og bið-
ur: Hjálpið mjer til þess að
halda atvinnu minni. Kjósið þjóð-
stjórnina.
Og breska þjóðin mun í dag
hjálpa verkamönnum til þess að
halda atvinnu sinni og til þess að
halda áfram viðreisnarstarfinu
upp af rústum sósíalismans.
Þjóðstjórnin á sigurinn vísan.
Pr.
16 gerðir — mismun-
andi harðar.
BokUfaiaH
Lækjargötu 2.
Sími 3736.
■niiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiw
laníj fjölbreyft-
asta og‘fáreiðan-
legasta frfetta-
blaðið.
Nýir kaupendur fá blaðið
ókeypis til næstkomandi
mánaðamóta.
Hringið í síma 1600
og gerist Kaupendur.
HvmNiiiiMiiiHniniim
uiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiimiiuiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiia