Morgunblaðið - 14.11.1935, Side 7
Fimtudaginn 14. nóv. 1935.
MORG UNBLAÐIÐ
7
Markaður fyrlr fslenskar afurðir
I Þýskalandi hefir ekki
verið notaður sem skyldi.
----- ^
Frá umræðum á Alþingi.
Tvo undanfarna daga hafa
staðið yfir í neðri deild Al-
þingis umræður um frum-
varp ríkisstjórnarinnar um
íhlutun um sölu og útflutn-
ing á ýmsum íslenskum vör-
um, og er þetta staðfesting
á bráðabirgðalögum um
sama efni, sem sett voru
síðastliðið vor.
Samkvæmt þessum bráðabirgða-
lögum má enginn flytja út á er-
lendan markað ákveðnar vöruteg-
undir, nema að til komi leyfi
atvinnumálaráðherra. Má segja, að
tæplega verði komist af án ein-
hverra lagaákvæða í þessu efni,
vegna hverskonar hafta í markaðs
löndum vorum.
Umræðurnar á Alþingi snerust
þessvegna ekki um stefnu frum-
varpsins, heldur um framkvæmd
málsins, og einkum að því er
snertir viðskiftin við Þýskaland.
f því sambandi var það upplýst,
að hægt hefir verið að fá í Þýska-
landi miklu hærra verð fyrir ýms-
ar afurðir okkar en nokkursstað-
ar annarsstaðar. Má þar til nefna
ísfisk og síldarmjöl, ull og gærur
o. fl.
Af hendi sjávarútve'gsmanna
töluðu þeir Jóhann Jósefsson og
Ólafur Thors.
Sýndi Jóhann fram á, að keypt
hefði verið miklu minna af ýms-
um nauðsynjavörum frá Þýska-
landi, en hægt hefði verið, ef
innflutningsnefnd hefði verið á
verði í þeim efnum.
En afleiðingar þess hefðu s’vo
aftur orðið þær, að íslenskir fram
helming framleiðslunnar á ull og
gærum.
Benti Jón á þá örðugleika sem
bændur ættu nú við að stríða, og
hver áhrif það mundi hafa, ef
bændum væri meinað, ofan á alt
annað, að nota besta erlenda mark-
aðinn, sem fáanlegur væri.
Spurði hann ríkisstjórnina,
hvort hún væri við því búin, að
sjá þeim bændum borgið, sem yrðu
að gefast upp, sökum þess að af-
urðaverðið svaraði ekki til fram-
leiðslukostnaðarins.
Ennfremur benti Jón á það, að
á síðastliðnum vetri, hefði ríkis-
stjórnin og Alþingi samþykt að
leggja fram alt að 150 þús. kr.
til þeSs að bæta upp kjötverðið.
Það skyti því býsna skökku við
að nokkrum mánuðum síðar, hefði
ríkisstjórnin tekið þær ákvarð-
anir, er hefðu að líkindum svift
bændur helmingi hærri upphæð
en styrknum nam, ef til fram-
kvæmda hefði komið.
Hannes Jónsson tók í streng
með Jóni á Reynistað og urðu
harðar deilur milli hans og fjár-
málaráðherra.
Þótti Hannesi ráðherrann vera
me'stur í munninum, en lítill fyrir
sjer, er að því kæmi að verða
framleiðslunni í landinu að liði.
Allir þessir menn gerðu
þá skýlausu og eindregnu
kröfu til stjórnarinnar, að
þess yrði gætt, að hlutur
framleiðenda yrði ekki fyrir
borð borinn.
! * * *
leiðendur hefðu farið á mis við
besta markaðinn, sem fáanlegur
var fyrir vörur þeirra.,
En Ólafur Thors sýndi fram á,
hver áhrif það hefði á hag fram-
leiðendq ef stöðvuð væri sala á
framleiðsluvörum, af þe'irri ástæðu
einni, að verðlag aðkeyptrar vöru
í markaðslandinu væri hærra en
hægt væri að fá annarsstaðar.
Afleiðingin af þessu yrði sú
fyrir framleiðandann — þar sem
umráð gjaldeyrisins eru af hon-
um tekin — að hann nýtur ekki
þess hagstæða markaðs sem fyrir
hendi er, og verkaði þetta því
fyrir hann á sama hátt og gengis-
hækkun.
Af liálfu bænda töluðu þeir Jón
á Reynistað og Hannes Jónsson.
Jón á Reynistað benti fyrst og
fremst á, að samkvæmt skýrslu
atvinnumálaráðherra, hefði það
verið ákveðið er lögin voru sett,
að bændur yrðu að mestu leyti
útilokaðir frá því að njóta þýska
markaðsins, þótt vehðlag- þar á
ýmsum landbúnaðarafurðum, svo
sem ull og gærum, væri miklu
hærra en annarsstaðar. En af
sjerstökum ófyrirsjáanlegum á-
stæðum, hefði þessi fyrirætlun
breyst, svo að nú væri leyfður
útflutnihguT til Þýskalands á nál.
52 jijóðir munu
svara orðsend-
inpu Itala.
London, 13. nóv. FB.
Að því er United Press hefir
fregnað í dag ætlar breska ríkis-
stjórnin sjer ekki að svara mót-
mælaorðsendingu ítölsku ríkis-
stjórnarinnar upp á eigin spýtur,
heldur leggja það til, að öll þau
52 ríki, sem samþykt hafa að taka
þátt í refsiaðgerðunum og tekið
hafa á sig þá ábyrgð, sem af því
leiðir, svari ítölsku stjórninni sam
eiginlega.
, ..
Sfefria Breta
óbreytt.
Oslo, 13. nýv. FB.
Símskeyti frá London herma, að
engin breyting verði á utanríkis-
málastefnu" bresku stjórnarinnar
vegna móthiælaorðsendinga ítölsku
ríkisstjórnarinnar út af re'fsiað-
unum.
Austurríkis-
menn snúa baki
við ItOlum!
Þeir ætla að taka þátt
í refsiaðgerðum.
—*--
Austurríkismenn hafa
nú tekið hreina afstöðu
með Þjóðabandalaginu
gegn ftölum.
Hefir utanríkismálaháðherra
Austurríkis (samkvæmt fregn
frá London til FÚ) tilkynt að
Austurríki muni banna út-
flutning á hráefnum til iðnaðar
til Italíu, en hinsvegar sje Aust-
urríkismönnum ókleift að
leggja bann við flutningi ,frá
Ítalíu.
Fregn þessi vekur mikla at-
hygli. Við atkvæðagreiðsluna
um refsiaðgerðirnar í Genf í
október, greiddi fulltrúi Aust-
urríkismanna ekki atkvæði og
var það talið vottur þess hve
náið vináttusamband væri milli
Austurríkis og ítalíu.
Nú virðist hins vegar,
sem Austurríkismenn
meti meir vináttu við
einhverja aðra þjóð
(Þjóðverja?) eða þjóðir
- en vináttu ftala.
Vonbrigði
i Iialiu.
• _______
Ákvörðun Austurríkis hefir
komið ítölum mjög á óvart, og
valdið þeim sárum vonbrigðum.
Þeir höfðu vænst þess, að
austurríska stjórnin yrSi enn
vingjarnlegri í garS Italíu en
nokkru sinni fyr, meS auknum
völdum Stahrembergs fursta.
Hollendingar halda
Colijn vara við
naziimanum.
Ainsterdam, 13. nóv. FB.
Forvextir hafa verið lækk-
aðir um 1(4% í 3(4%.
Ilaag, 13. nóv. FB.'
Colijn forsætisráðherra hefir
haldið ræðu;í neðri deild þingsins
og endurtók þar, að stjórnin væri
fast.ráðin í, að leggja aldrei út í
það, að fella gyllini í verði af
frjálsum vilja.
Colijn aðvaraði þjóðina við hætt
unni af nazismanum.
Ef þingið og stjórnin hætti að
vinna saman mundi þjóðin í hættu
stödd vegna nazismans.
K. F. U. M. Munið eftir bæna-
samkomunni í kvöld, síra Bjarhi
Jónsson leiðir.
Frá Þingeyri.
Úr rjefi 10. nóv.
Saumanámskeið stendur yfir
hjer, hófst 15. okt. og endar í
lok þessa mánaðar. Forgöngu
hafði Kvenfjel. Von og rjeðí
forstöðukonu, ungfrú Gyðu
Árnadóttur frá Brekku, sem
dvalið hefir í Reykjavík und-
anfarin ár, við nám 1 saumum
o. fl. Nemendur á námskeiðinu
eru 22 stúlkur, er þar „sitja og
sauma“ frá morgni til kvölds í
bamaskólahúsinu.
Barnaskólinn á Þingeyri var
settur 15. okt. I honum eru nú
tsgplega 60 börn. Þá tók til
starfa 19. okt. s.l. kvöldskóli,
er starfar í barnaskólanum, 4
tíma á dag, nemendur eru 14
og forstöðumaður er síra Sig-
urður Gíslason, er hefir einn á
hendi alla kensluna.
Kirkjuhátíð til minningar um
Matthías Jochumsson, var hald-
in í dag (10. nóv.) í Þingeyrar-
kirkju. Sr. Sigurður Gíslason
flutti erindi, er hann nefndi:
Andinn frá Sigurhæðum, og las
upp nokkur af ljóðum skálds-
ins. Kirkjukórinn, undir stjórn
Baldurs Sigurjónssonar, söng 7
lög við ljóð eftir þjóðskáldið
þ. á. m. hið nýja, fagra lag,
Jónasar Tómassonar á Isafirði
við: Ó, faðir gjör mig lítið ljós,
en þetta lag vekur hvarvetna
hina mestu eftirtekt.
Dagbók.
I.O. O.F. 5= 11711141 P/2 =
Veðrið í gær: Skamt fj rir sunn-
an ísland er djúp lægð, í em ve’ld-
ur A- og NA-átt nm alt land, og
er vindur víða hvass. Á SA-landi
er talsverð rigning en úrkomu-
laust annarstaðar og hiti frá 3—8
st., mestur á Akureyri. Lægðin
mun þokast NA-eftir og valda
NA-átt um alt land næsta sólar-
hring.
Veðurútlit í Rvík í dag: All-
hvass NA eða N. Úrkomulaust.
Nýjir kaupendur að Morgunblað-
inu fá blaðið ókeypis til næstu
mánaðamóta.
Krjstniboðsfjelag kvenna heldur
fund í dag.
Þórólíur kom af veiðum í gær
með 1200 körfur fiskjar og fór
samdægurs áleiðis til Enj lands.
Esja kom úr. strandferð gær.
E.s. Hekla kom kl. 7 í gær-
kvéldi frá útlöndum.
ísfisksölur. Hilmir seldi ísfisk
*
í Grimsby í gær, 1064 vættir, fyrir
744 st.pd. Max Pemberton seldi
einnig á sama stað í gær, 799 vætt,
ir fyrir 1059 st.pd.
Sveinn Guðmundsson, járnsmið-
ur í Hamri er fimtugur í dag.
Gestir í bænum. Friðrik Arn-
bjömsson bóndi á Ósi í Miðfirði,
Eggert Levy, og Þorsteinn Ein-
arsson, Reykjum í Hrútafirði og
Jón Guðmundsson hreppstjóri,
Garði í Þist.ilfirði.
Heimdallur. Fjelag ungra Sjálf-
stæðismanna, heldur fund annað
kvöld í Varðarhúsinu. Jón Pálma-
son alþmgisniaður hefur umræð-
ur, síðan verða fjelagsmál rædd.
Allir Sjálfstæðismenn eru vel-
komnir á fundinn.
Eimskip. Gullfoss er á leið til
Vestmannaeyja frá Leith. Goða-
foss er í Hull. Brúarfoss er á leið
til Leitb frá Ve'stmannaeyjum.
Dettifoss er á ísafirði. Lagarfoss
Hreinar
Ijereftstuskur
kaupir
ísafoldarprentsmiðja h. f.
Bitijið um
er í Leitli. Selfoss er á leið til
Stockhólms frá Vestmannaeyjum.
Danska þingið var sett í gær
með venjulegum hætti, og ýmsum
stjórnarfrumvörpum útbýtt meðal
þingmanna. (FU.).
Gunnar Gunnarsson skáld he'fir
verið ráðinn til þess að flytja 30
fyrirlestra í Þýskalandi, Sviss og
í Austurríki. Eiga fyrirlestrar
hans að f jalla um ísland og íslensk
málefni. Fyrsta erindið flytur
hann í Lubeek í dag, þvínæst í
Hamborg á föstudaginn, síðan í
Berlín, Dresden Miinchen og fleiri
þýskum borgum. Þá fer bann til
Bern, og flytur þar erindi, og í
fleiri svissneskum borgum; og
loks til Vín, og flytur e'riudi þar;
og í fleiri borgum í Austur-
ríki. Það er Norræna fjelagið í
Liibeck, sem hefir ráðið Gunnar
Gunnarsson til þessarar farar, og
sjeð um undirbúning fyrirlestr-
anna. (FÚ.).
Próf. van Hamel heldur háskóla
fyrirlestur í kvöld, efni: „Magn
í manninum“. Hin mesta kyngi
líkamans er fólgin í auganu. í
sögum og þjóðsögnum draga
mCnn belg á höfuð galdramanna
til þess að svifta þá vopnum. —
Sögnin um auga Óðins, sem var
veðsett í brunni Mímis, eT bygð á
þeirri skoðun, að augað er sjer-
staklega næmt fyrir ábrif að utan,
og liafi það sjeð of mikið af því,
sem okkur er hulið, verður að
missa það. Hárið er í nánu sam-
bandi við ótömdu náttúruna og er
tröllslegt, nema það verði skorið.
Hrákinn bindur, blóðir sameinar.
Merkilegt eT það, sem menn húgsa
sjer við matinn. Þeir, sem neyta
sama matarins, stofna lífsfjelag.
Hinsvegar eykur sá magn sitt, sem
varnar við mat. Árangurinn er
sá sami og þegar menn kveljast
af eldi eða kulda. Um það bera
Hávamál og Grímnismál ótvírætt
vitni.
Hjónaefni. Nýle'ga opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Svanlaug
Guðmundsdóttir, Hörpugötu 24 og
Ólafur Þorsteinsson, Njálsgötu 17.
Útvarpið:
Fimtudagnr 14. nóvember.
10,00 Veðurfregnir.
12,00 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfrjettir.
20.15 Erindi: Járn og stál, II
(Bjarni Jósefsson efnafræðing-
ur).
20,40 Útvar.pshljómsveitin (Þór.
Guðm.) : Kaflar úr óperettunni
„Fögur er veröldin“ eftir Lehár.
21,05 Lesin dagskrá næstu viku.
21.15 Erindi: Veðráttan í október
(Jón Eyþórsson).
21,30 Hljómplötur: Lög við ís-
le'nska texta.