Morgunblaðið - 07.01.1936, Síða 5
l>riðjiidaginn 7. jan. 1936.
MORGUNBLAPIÐ
5
1
Sigríður
Þorkelssdóttir
Hún var fædd 14. okt. 1867 að
Auðnum á Yatnsleysuströnd og
ólst upp þar syðra, uns liún gift-
Ist upp í Borgarfjörð Magnúsi
■Jónssyni að Possakoti í Andakíl.
Hún andaðist á Landakotsspítala
8. nóv. síðastliðinn, eftir langvar-
andi sjúkdóm.
Æviferill þessarar merkiskonu
er að vísu ekki frábrugðinn lífs-
baráttu margra annara íslenskra
kvenna.'Ung stóð hún uppi með
tvær hendur tómar, er hún misti
rnann sinn frá fjórum börnum,
öllum í ómegð, sem hún vann svo
fyrir og kom til manns. Má nærri
geta, að það verk hefir ekki ver-
að ljett. Jeg kyntist e'kki Sigríði
fyr en á efri árum hennar, er hún
fyrir eigin dugnað og ráðdeild,
•>og með aðstoð barna sinna, og
þess manns, sem hún bjó með síð-
ustu 30 árin, Þorsteins Jónssonar,
frá Heiðarbæ í Þingvallasveit,
var við svo sæmileg efni, að hún
var frekar veitandi en þurfandi.
Sjaldan eða aldrei heyrði jeg
hana minnast á liina erfiðu lífs-
baráttu, sem hún hafði orðið að
heyja, en hitt vissi jeg, að hún
var hennar vel minnug og það á
þann veg, sem best sæmir góðum
manni. Hún bar hvorki gremju eða
•beiskju til örlaganna, sem höfðu
leikið hana liart unga, nje til
mannanna, heldur hafði lífsreyrasl-
an veitt henni dýpri samúð og
skilning en alment gerist með öll-
um þeim, sem bágt eiga, og e'in-
lægan vilja til að hjálpa þeim.
Mjer var vel kunnugt um, live
margir, sem þurfandi voru, áttu
-athvarf lijá henni, sumir til lang-
frama, og að hve mörgum liún í
kyrþey vjek ýmsu því, sem þá
vanhagaði mest um.
Sigríður hafði góða lieilsu að
telja mátti, þangað til fyrir nær-
fe'lt tveim árum, að hún kendi
sjúkdóms þess, krabbameins, er
dró liana lolrs til dauða. Hún var
Æ.ðsópsmikil og gjörvileg, og starfs
kona svo mikil, að henni fjell
aldrei verk úr hendi. Og þótt hún
hefði lengst af ævinnar „áhyggj-
ur og umsvif fyrir mörgu“, hafði
henni unnist tími til að afla sjer
mikils fróðleiks í þjóðlegum fræð-
und, og á efri árum sínum fylgdist
hxin furðu ve’l með nýjungum í
Sslenskum bókmentum og hafði
yndi af að ræða um það efni. Hún
var ágætum gáfum gædd, einkum
var dómgreindin skörp. Skoðan-
ir hennar voru jafnan lausar við
bfgar og hleypidóma en bygðar á
persónulegri reynslu og íhugun.
Að hverju, sem talið barst, var
skilningur hennar á mönnum og
málefnum altaf undra-glöggur og
rjettsýnn. Og skoðunum sínum
he'lt hún fram, ef því var að skifta,
með festu og einurð við hvern
sem í hlut átti. Hún var glaðlynd
og jafnlynd, vinföst og trygglynd
með afbrigðum og leið henni best
er hún hafði sem flesta góðvini
sem oftast hjá sjer. Munu nú
margir sakna heimilis hennar og
hinna mörgu ánægjustunda hjá
henni.
Sigríður var einlæg trúkona, en
laus við alt ofstæki og allar
kreddur, hvort sem þær báru ný
eða gömul nöfn. Það sem mjer
virtist einkenna trúarlíf kennar
var ekki guðhræðslan, heldur
traustið til guðs og trúin á hið
góða í mannlegu eðli. Hinu góða
vildi hún alstaðar hjálpa til sig-
urs.
Jeg lie'fi margs að minnast um
þessa gömlu, góðu konu, en mig
þrýtur nú orð að þaklta vináttu
hennar og velgerðir til mín. Þeg-
ar jeg kom vinfár unglingur til
Reykjavíkur, bar mig að heimili
hennar og dvaldist jeg á því
fimm vetur. Naut jeg þar allrar
umönnunar og nærgætni sem í
föðurhúsum væri. Og jeg veit, að
allir hinir mörgu, sem kyntust
henni og nutu ráða hennar,
og vináttu, gestrisni hennar og
skemtunar í viðræðum, munu
minnast hennar sem einnar hinn-
ar mannkostabestu og þrekmestu
konu, sem þeir hafa þekfc.
Hún misti eldri dóttur sína 17
ára gamla, og var það þyngsta
áfallið, sem hún mætti á lífsleið
sinni, efr börn hennar, sem eru á
lífi, eru þessi: Sigríður Magnús-
dóttir, frú í Reykjavík, Þorkell
Magnússon sjómaður í Hafnar-
firði og Jón Magnússon skáld.
S. J. Á.
Guðný Jónsdóttir
í Hlíðarhúsum.
Hún andaðist að heimili sínu
sunnudaginn 29. des. s. 1., eftir
langvarandi vanheilsu.
Guðný sál., sem venjulega var
nefnd af kunningjum sínum:
Guðný í Hlíðarhúsum, var komin
af hinum elstu og me'rkustu reyk-
víkingaættum í báða ættliði.
Ilún var fædd, uppalin, og bjó
allan sinn aldur í Hlíðarhúsum í
Yesturbænum, þó að hús það, er
hún lengst af bjó í, nú Vestur-
gata 27, væri reist á nokkuð öðr-
um stað en hinir gömlu bæir
stóðu. f Hlíðarhúsum hafði og ætt.
hennar bviið lengi mann fram af
manni.
Hún fæddist 16. des. 1866, og
var dóttir hjónanna Jóns Ólafs-
sonar formanns og útgerðarmanns,
er var alkunnur merkis- og dugn-
aðarmaður, á sinni tíð, og konu
lians Elínar Magnúsdóttur.
Árið 1899 giftist hún eftirlif-
andi manni sínum, Jóhannesi
Hjartarsyni þá skipstjóra, og síðar
ve'rkstjóra hjá Eiijjskipaf jelagi
íslands, og er hann öllum Reyk-
víkingum og mörgum fleirum að
góðu kunnur.
Ekki varð þeim hjónum barna
auðið, en þau tóku í fóstur Ástu,
dóttur Jóns heitins Þórðarsonar
skipstjóra.í Reylrjavík og Vigdísar
Magnúsdóttur; er hún gift Bjarna
Asgeirssyni alþm. á Reykjum.
Guðný var einbirni, og hlaut
hún hið besta uppeldi, bæði til
munns og handa, eftir því sem
þá var kostur, e'nda bar hún þess
vott alla æfi að þar liafði farið
saman gott upplag og gott upp-
eldi.
Hún átti mestan hluta æfinnar
við megna vanheilsu að stríða, en
með frábærum viljastyrk og sí-
vakandi umhyggju í smáu og
stóru, skapaði hún heimili, sem
var til sannrar fyrirmyndar í öll-
um greinum.
Hún sótti ekki að jafnaði eftir
kunningsskap annara, en þeim
sem hún battst vináttuböndum,
sýndi hún órjúfandi trygð og um-
önnun.
Þannig tengdist hún ósjálfrátt
trygðarböndum öllu besta vina-
fólki foreldra sinna, fjær og nær,
og sleit þau aldrei að.fyrra bragði.
Yar af þeim ástæðum oft gest-
kvæmt og fjölment á heimili henn-
ar, því að hinir mörgu vinir, sem
hún eignaðist þannig og búsettir
voru utan Reykjavíkur, fundu að
þeir áttu hjá henni annað heimili,
þar sem þeir voru velkomnir. Og
margir voru þeir kunningjar henn
ar, er ekki fundu annan dvalar-
stað betri bömum sínum, er þau
vildu koma til náms í höfuðstaðn-
um. Munu allir þeir, er þar dvöldu
lengur eða skeTnur, minnast Giað-
nýjar sálugu og heimilis hennar
með þakklæti og virðingu.
Ekki var það að skapi he'nnar
að blanda sjer í mál, er hún
taldi sjer óviðkomandi, endu leit-
aði hún aldrei á aðra að fyrra
bragði. En hún var hreinlynd og
sagði hispurslaust álit sitt ef því
var að skifta, hvort sem betur
líkaði eða ver; og hitt Ijet hún
ekki afsldftalaust ef einhver vildi
beita liana eða vini hennar ójöfn-
uði. Enda munu fáir hafa freistað
þess, er til hennar þektu.
Guðný sáluga var gæfusöm kona.
Að vísu var heilsuleysið henni
þungbært og skygði oft á gleði
lífsins. En þar hlotnaðist henni
sú mikla bót við böli, að eignast
hinn ágætasta mann, er bar hana
á höndum sjcl’ í þeim erfiðleikum,
eftir því sem í mannlegu valdi
stóð, með óbilandi þreki, ástúð og
nærgætni.
Guðný var líka mikil kona og
sjaldgæf. Skapfestu liennar og
trygð, reglusemi og myndarskao
í hvívetna, mun lengi minst af
öllum, sem hana þektu.
Blessuð sje minning hennar.
Vinur .
Fyriirliggf andi:
Appelsfnur Valenda
JÞY -'
do. Navel.
Vfinber. Lankur.
Eggert Krist|áns3on & Co.
Sími 1400.
ÁÆTLUN
H.í. Eimskipatjelags
Islands fyrir 1936.
Siglingum skipanna
er hagað líkt og
undanfarið.
Avaxtasett
6 manna kr. 3.75.
6.75,
Do. 12 manna kr,
Sliálasett 5 stk.
Skálasett 6 stk.
Matskeiðar frá
Gaflar frá
Teskeiðar ifrá
4.ÖÖ
5.50
20 anrom
20 aurum
10 aurum
Gullfoss verður í förum milli
Kaupmannahafnar, Leith,
Reykjavíkur og Akureyrar.
Brúarfoss verður í förum
milli Kaupmannahafnar, Leith,
Reykjavíkur og Vestfjarða.
Lagarfoss verður í förum
frá Kaupmannahöfn og Leith
til Austur- og Norðurlandsins.
Goðafoss verður í förum frá
Hamborg og Hull til Reykja-
víkur og Akureyrar.
Dettifoss verður einnig í för-
um frá Hamborg og Hull til
Reykjavíkur og Akureyrar.
Selfoss verður í förum frá
Antwerpen og London til
Reykjavíkur.
Burtfarardagar skipanna eru,
mestan hluta ársins, sem hjer
segir:
Frá Kaupmannahöfn annan-
hvern laugardag.
Frá Leith annanhvern þriðju-
dag.
Frá Hamborg annanhvern
laugardag.
Frá Hull annanhvern þriðju- íand 1.
dag. FerSir frá Reykjavík til Anl-
Frá Reykjavík til útlanda werpen: 10.
vikulega ýmist þriðjudaga 'eða FerSir frá Reykjavík til Lon-
miðvikudaga. don: 2.
Frá Reykjavík til Akureyrar HraðferSir frá Reykjavík til
þrisvar í mánuði ýmist þriðju- Akureyrar: 32.
daga eða miðvikudaga. | FerSir frá Reykjavík til Vest-
FerSir frá Kaupmannahöfn: fjarSa og BreiSaf jarSar: 12.
samtals 29. FerSir frá útlöndum: samtals
Þar af til Reykjavíkur með 63.
viðkomu í Leith 21. FerSir til útlanda: samt. 60.
K. Einarsson
& Bjðrnsson.
! Til Austur- og Norðurlands-
,ins 8.
FerSir frá Hamborg til
Reykjavíkur með viðkomu í
; Hull samtals 22.
Ferðir frá Antwerpen: sam-
tals 11, með viðkomu í London
10; með viðkomu í Kaupmantia-
höfn 1.
Ferðir frá London með við-
komu í Leifth: 2.
i Ferðir frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar: samtals 21.
i Þar af beint 1.
Með viðkomu í Leith 17.
Með viðkomu í Antwerpen 1.
Með viðkomuá Austfjörðum 2
Ferðir frá Reykjavík til
Hamborgar með viðkomu i
Hull: samtals 21.
Þar af vestur og norður utn