Morgunblaðið - 15.01.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.01.1936, Blaðsíða 3
ÍÍðvikudaginn 15- jan. 1936. MOkGUNBLAÐIÐ Stórvægilegar ákvarðanir framundan. KHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS I Ítalíu. Stórfáð fasista kemur *aman þ. 18. þ. m. 1 Englandi. Ákvörðun um kolaverk- fallið verður tekin þ. 24. b. m. Breska þingið kemur ®arnan 4. febr. í Genf. Þjóðabandalagið kemur •anxan þ. 20. þ. m. tH þess taka ákvarðanir um út- flutningsbann á olíu til It- alíu. Páll. Laval vill styðja ÞjóðabandalagiD - og Mussolini! Þingkosningar í Frakklandi i mars. London, 14. janúar. [^AVAL gerði grein fyrir þeirri stefnu, *ertl hann ætlar að í Genf þ. 20. þ. 5^*» á fundi frönsku rík- **stjórnarinnar í dag. ,Stefna Lavals verður að styðja Þjóða- ba,ndalagið í hvívetna, jafnframt 'halda á- tilraunum til þess leiða Abyssiníudeil- til lykta með frið- Samlegu samkomulagi. Sú mikilvæga ákvörðun ^ar tekin á fundi ríkis- stjórnarinnar, að almennar bingkosningar skuli fara fvam í marsmánuði n.k., fyvri kosningin þ. 22. mars °8 hin síðari þ. 29. sama mánaðar. (United Press. — FB.). ^AUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. I ráði er að hef ja útgáfu nor- raens tímarits, til þess að ^Ha norræna menningu. Fregn þessi er birt í „Ber- ^gske Tidende“ í Khöfn. Ritið á að skrifast á ev- rópeisku stórmáli og flytja greinar um norræna menn- íslenskt skip brotlegt Ejnn maður í vi við refsiaðgerðirnar gegn Itölum? Skipið stöðvað í Danmörku. Gufuskipið Katla kom í gær til Danmerkur á heimleið frá ítalíu. Hafði skipið tekið þar phosphat- áburðarfarm, sem átti að fara til dansks áburðarfirma. Þegar til Árósa kom var skipið stöðvað og fekk ekki að skipa upp farminum, vegna þess að hann væri frá ítalíu. Skipstjóri mótmælti þessu og kvaðst geta sannað að áburðurinn væri af svissneskum uppruna, þótt honum væri afskipað frá ítalskri höfn. Hefir skipið sett sig í samband við skrifstofu áburðarfjelagsins í Kaupmannahöfn og er búist við að farminum fáist skipað á land. Samkvæmt fregn frá Kalund- borg til F. Ú. er búist við að ut- anríkisráðherra Dana, Munch, muni gera fyrirspum um þetta til Genf. Eigendur Kötlu er h.f. Eim- skipafjelag Reykjavíkur og eru framkvæmdastjórar þess Faaberg og Jakobsson. Morgunblaðið náði í gærkvöldi tali af hr. Theodor Jakobssyni og spurði hann um atburð þenna. Skýrði hann blaðinu svo frá: — Skipið var leigt fyrir milli- göngu danska konsúlsins í Genúa, sem einnig er skipamiðlari, undir áburð frá Genúa til Árósa og Ála- borgar, og var ábyrgst að varan væri af svissne'skum uppruna. 1 dag barst okkur skeyti frá skip- stjóranum. um að losun befði ver- ið stöðvuð í Árósum vegna refsi- aðgerðanna gagnvart ítalíu. Við símuðum svo skipstjóran- um að hann skyldi halda fram sínum rjetti, þar sem bjer væri um að ræða vöru, sem ekki væri ítölsk og báðum bann, ef ekki liðkaðist til um málið, að snúa sjer tafarlaust til sendiherra okk- ar í Kaupmannahöfn og sendum jafnframt sendiherranum skeyti, þar sem við skýrðum honum frá málavöxtum og'báðum um aðstoð hans. ingarbaráttu. Páll. Breskir fhaldsmenn ráðast að Baldwin. London, 14. jan. FÚ. THALDSMENN í Ross-Crom 1 arty kjördæminu hafa ritað Baldwin forsætisráðherra brjef, og atyrt hann fyrir að veita stuðning sinn manni, sem íhalds menn ekki geti greitt atkvæði þ. e. Malcolm Mac Donald. Telja þeir, að heppilegra hefði verið, að stjórnin hefði veitt Randolph Churchill stuðn- ing sinn. Miðlar Leopold konungur málum? KHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBL AÐSINS. Leopold Belgakonungur kom tvisvar til London í des- ember. Konungurinn ferðaðist und ir dulnefni, en sendiherra- skrifstofa Belga í London Iýsti yfir því að konungurinn væri að leita læknisráða hjá enskum sjerfræðingii. Á síðara ferðalagi Leo- polds bar svo við, að sjer- fræðingurinn, sem tilnefndur var, var ekki staddur í Lond- on. — Syatir Leopolds Belgakon- ungs er gift Umberto krón- prins ftala. Hefir því alment verið talið að ítalska kon- ungsf jölskyldan hafi beðið Leopold konung, að vinna að því öllum árum, að Mussolini verði bo'ðnir viðunandi frið- arskilmálar. Frá því að friðartillögur Lavals og Hoare voru lagðar í gröfina hefir hvað eftir ann- að gosið upp kvittur um það, að Belgar myndu gerast flutn ingsmenn nýrra friðartil- lagna. Lundúnaferðalög Leo- polds konungs hafa styrkt þenna grun. Fregnir þessar hafa jafn- óðum verið bornar til baka, en kunnir frjettaritarar í París og London fullyrða, að nýjar friðartillögur, sem fara í þá átt, að Þjóðabandalag- inu, en þó fyrst og fremst ftölum, Bretum og Frökkum, verði falið að ryðja menning- unni braut í Abyssiníu, verði bomar fram, áður en fundur Þjóðabandalagsins verður haldinn 20. þ. m. Páll. játar á sig njósnara- starfsemi fyrir breska togara. _.J í gærkvöldi játaði ólafur Þórðarson umboðssali, Áust- urstræti 17, að hafa í sam- ráði við Pjetur ólafsson, sjómann og Stefán Stephen- sen kaupm., sent breskum togurum dulmálsskeyti um ferðir varðskipanna hjer við land. Jónatan Hallvarðsson, lögreglu- fulltrúi helt í gær áfram rjettar- höldum í njósnarstarfsemi ís- lenskra manna um ferðir varð- skipanna til að aðvara breskæ togara um ferðir þeirra. Rjettarhöldin hófust kl. 1% í gærdag og stóðu yfir þangað til kl. 10 í gærkvöldi. Fyrir rjettinum mættu þrír menn. Höfðu tveir þeirra verið yfirheyrðir áður, þeir Stefán Stephensen og Pjetur Ólafsson. Þriðji maðurinn var Ólafur Þórð- arson. ^ í fyrri rjettarhöldunum v bar Pjetur það að hann hefði hætt skeytasendingum til breskra togara laiist eftir miðjan desem- bermánuð s. 1. é . Reyndist það vera rjett,U að hann hafði hætt að senda skeyti úr sínu símanúmeri, en í þess stað hafði Ólafur Þórðarson, sent skeytin, fyr- ir hann úr sínn símanúmeri og með öðru dulmáli. Þegar Ólafur frjetti um máls sóknina um daginn, reif hann : sundur bók þá, sem dulmálslyk- illinn var í. Brendi hann helm- ingnum, en skilaði Pjetri Ólafs- syni hinum helmingi bókarinnar. Geymdi Pjetur þann helming í kjallaranum í húsi sínu og sagði ! til hennar í gær. »í i Maðnrinn sem sór. Bálfararfjelagið tilkynnir: SNEMMA á árinu sem leið sótti Bálfarafjelag íslands til Bæjarráðs Reykjavíkur nm lóð undir bálstofu 1 höfuðstaðnum. Á fundi 2. jan. s.l. varð Bæjarráðið góðfúslega við þessari málaleit- un, og hjet fjelaginu byggingar- lóð í Sunnuhvolstúni. En þessi staður er, af sjerfróðum mönnum, talinn vel fallinn fyrir bálstofu. Nú, þegar lóðin er fengin, er hægt að áætla og teikna hina fyr- irhuguðu bálstofu, og gerir stjórn Bálfarafjelagsins sjer því vonir um, að verulegur skriður fari að komast á byggingarmálið. (Tilk, frá stjóm Bálfarafjel. Isl. —FB). „Maðurinn sem sór“ er nú kom- inn á það stig, að hann heldur að alt, sem hann skrifar í blöð um menn og málefni sje sannleikan- um samkvæmt. Þessa skoðun hefir hann fengið við það að ritstjórar þe'ssa blaðs fengu nýlega dóm í meiðyrðar- máli, sem hann höfðaði gegn þeim í sambandi við eiðinn fræga í máli Sigurðar Kristinssonar, forstjóra S. í. S. En þannig stendur sem sje á þessu máli, að ritstjórar Morgun- blaðsins skeyttu því alls ekki, Ijetu sem það væri ekki til. Hinsve'gar var ætlunin sú, að grafa til botns í máli Sigurðar Kristinssonar. Þessvegna var á sínum tíma ákveðið, að áfrýja því ináli og ráðstafanir gerðar til yfir- gripsmikilla vitnaleiðslú í málinu. En á meðan undirbúningurinn undir vitnaleiðsluna stóð' ' sem hæst, fjell aðalvitnið, Tryggvi Þórhallsson bankastjóri frá. Og þar sem það þótti ekki viðeig- andi, að fara að róta upp í þessu máli, að Tryggva Þórhallssyni látnum, ákvað ritstjórn Morgun- blaðsins að láta málið niður falla. En meiðyrðamál „mannsins sdm sór“ stóð í beinu sambandi við aðalmálið, mál SÍg. Kristinssonar. Vafalaust befir það verið happ fyrir „manninn sem sór“, að ekki varð neitt úr framhaldsvitna- leiðslu í máli Sig. Kristinssonar. En hitt eru auðvitað aðeins draumórar, ef hann .heldur að úrslit meiðyrðamálsins geri hreint fyrir hans dyrum. Italir eru að gefast upp! Kalundborg, 14. jan. FÚ. TTALIR eru hvern dag að kom- *■ ast í meiri og meiri erfið- leika í Abyssiníu. Regnið gerir hersveitunum örðugt að hörfa til baka, og sumstaðar eru mýr- ar að baki, sem hvert einasta farartæki sekkur í. Ef ekki kem ur bráðlega liðstyrkur, má bú- ast við, að ftalir verði að gefast upp. 1 dag er barist með allmiklu mannfalli á báðar hliðar, í nánd við Makale. Það hefir frjest núna, að í orustunni við Amba Alagi rjett fyrir jólin hafi Vittorio Mussó- lini komist í hann mjög krapp- an. Var skotið á flugvjel hans, og lenti skotið í vjelbyssu og eyðilagði hana. Flugvjel hans skemdist einnig, svo að hann komst með naumindum á burtu. Verkfallsmenn I Eyjum banna að afhenda olíu í landi til báta. Einnig leggja þeir blátt b^nn við af- hending beitusíldar. Verkfallsmemi fundu upp á því í dag, að banna að afhenda olíu í landi til báta; einnig bönn- uðu þeir að afhenda bátum beitu- síld. Mega aðeins trillubátar, sem fiska fyrir bæinn fá olíu og beitu, aðrir ekki. Er líkast því, sem verkfalls- menn álíti, að trillubátar sjeu rjettu skipin til þess að fara á sjóinn í janúarmánuði! Skyldi þe'ssi ráðstöfun vera gerð til ör- yggis sjómönnunum? Annars hefir ekkert gerst í verkfallinu. Stóð til, að fundur yrði í sjómannafjelaginu í kvöld, en hann fórst fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.