Morgunblaðið - 15.01.1936, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 15- jan. 1936,
Ný regulgerð um fiskútflutning
torveldar mjög fisksöluna.
Frá Georg Gíslasyni í Vestmannaeyjum hefir
Morgunblaðinu borist eftirfarandi grein, til birt-
ingar, út af reglugerð sem gefin hefir verið út um
útflutning á kassafiski.
í reglugerð þessari er svo gerbreytt um ýmsa
tiihögun á útflutningi þessum frá því sem verið hef-
ir, að fiskútflytjendur verða fyrir mjög tilfinnan-
legu tjóni, ef þeir eru skyldaðir til að framfylgja
ákvæðum reglugerðarinnar um stærð og gerð kass-
anna o. fl. Auk þess telja þeir vafasamt hvort ákvæði
reglugerðarinnar sjem til bóta frá þeim venjum sem
ríkt hafa í þessu efni, og kaupendur erlendis hafa
fyllilega sætt sig við.
Á þe'ssum tímum, ])egai- fjöldi
manna heldur að öll heimsins
mein verði bætt með ströngum
lagaákvæðum og reglugerðum, er
ekki óeðlilegt, að ú.t komi re'glu-
gerðir eins og sú, sem birtist í
Lögbirtingablaðinu 21. nóvember
s. 1. um útflutning á ísuðum, nýj-
um fiski í kössum.
Hefir reglugerð þessi eflaust
verið sett til þess, að hafa áhrif á
útflytjendur um að vanda ísfisk
þann, sem fluttur er út í kössum
og gera hann þannig verðmeiri, ef
unt væri. Er sú viðleitni virðingar
verð og ber að Hárma það þegar
slíkar reglugerðir geta ekki náð
tilgangi sínum, vegna þess að þá
eru þær verri e'n engar. Virðist
mjer nefnd reglugerð þannig úr
garðí gerð, að ókostir hennar sjeu
miklu fleiri en kostir.
Um nokkur undanfarin ár, hefi
jeg að staðaldri flutt út ísaðan
fisk í kössum til Englands og hefi
því eins mikla reynslu í þeim
efnum eins og flestir aðrir,x sem
sem nú flytja út fisk til á þann
hátt.
Je'g þykist því með nokkrum
rjetti geta dæmt um hvað sje
heppilegt í nefndri reglugerð og
hvað ekki.
1. gr. mælir svo fyrir, að ekki
megi fíytja út ísaðan fisk í köss-
um, nema að hann hafi áður veTið
metinn útflutningshæfur af fiski-
matsmanni. Ekki munu þeir yfir-
leitt hafa meiri þekkingu í þeim
efnum en aðrir t. d. ullarmats-
menn,. svo ólíkt er mat á nýjum
fiski og söltuðum.
En segjum nú svo, að hæfir
meUn verði látnir meta fiskinn,
hvers virði er þá þetta mat? Fisk-
inn verður að meta um leið og
hann er pakkaður. En það er ekki
einhlítt, að fiskurinn sje góður þá,
það verður einnig að vera vel frá
honum gengið í kassana og kass-
amir síðan geymdir á hæfum stað
og ekki of lengi. En um það er
ekkert ákvæði og er því matið
einskis virðr.
Þá eru útflutningshafnirnar að
eins 3 og veit jeg ekki hvað veld-
ur. Jeg skil ekki hvers vegna ver-
stöðvar eins og t. d. Keflavík og
Akranes hafa verri skiiyrði til út-
flutnings á góðum ísuðum fiski í
# i
kössum, en t. d. Reykjavík. Hitt i
væri meiri ásta;ða til, að leyfa j
ekki útflutning á fiski í kössum ;
frá öðrum stöðum en þeim, sem
hafa aðstöðu til þess, að láta
pakka fiskinum glænýjum upp úr
bátunum.
í annari grein eru fyrirmæli um
stærð og gerð kassamna. Um he'il-
kassana er það að segja, að þeir
eru varla nógu stórir fyrir hið
ákveðna fiskmagn, ef hæfilega er
ísað, að vetrinum til. En að sum-
arlagi eru þeir alls ekki nógu
stórir og auk þess væru þeir hent-
ugri, ef þeir væru lítið eitt dýpri
og víðari. Hjer í Vestmannaeyj-
um hafa flestir kosið, að hafa
stærri kassa, að sumrinu til, til
þess að geta ísað betur. Er það
einkennilegt, að reglugerð, sem 4
að verða til þess, að bæta fiskinn
sem útflutningsvöru, skuli banna
mönnum að láta eins mikinn ís á
hann og þeir, sem reynsluna hafa,
telja nauðsynlegt til þess, aC
verja hann skemdum í flutning-
um.
Hálfkassarnir auka ekki aðeins
útflutningskostnaðinn að miklum
mun, sennilega 30—40%, heldur
geyma þeir svo miklu ver, að jeg
hygg að fáir munu reyna, að
flytja út kola í þeim að sumar-
lagi, nema einu sinni.
Ákvæðin um efnið í kössunum
eru sum góð, sum óþörf en miða
flest að því, að gera kassana dýr-
ari en nú e'r og mátti þó síst við
því. Að krefjast þess, að hafa
plægð borð í göflum og hliðum er
að krefjast þess, að auka um-
búðakostnað, að óþörfu. Það niæl-
ir með því að- hafa plægð borð í
loki, að ekki rennur úr efri köss-
um í neðri, þegar þeim er staflað,
e'n er ekki nauðsynlegt, þegar not-
aður er smjörpappír innan í kass-
ana, eins og hjer er gert alment.
Þessa mun heldur ekki vera
krafist til þess, að gera kassana
þjettari, því að sama grein ge'rir
ráð fyrir, að bora 4 göt á gafla
kassanna fyrir kaðalhanka. Þeir
eru mesta ólán og lítils annars
nýtir en þess, að eyða peningum
áð óþörfu.
Ákvæðin í 3. gr. um ákveðna
vigt í kassana, er mjög æskileg
og til stórra bóta. Að binda það
við 8 „stone', var þó ekki nauð-
synle'gt. Sje jeg ekki neitt á móti
því, að útflytjendur megi einnig
senda sex eða 10 „stone“ að á-
kveðnum tegundum, þegar kaup-
endur óska, aðeins að þess sje
gætt að rjett vigt standi á hverj-
um kassa. En þetta er eðlileg af-
leiðing af ákvörðuninni um eina
og sömu stærð af kössum, sem
taka meir en 4 „stone“.
Ákvæðið í 4. gr. um að hafa ís-
lagið „að mun þykkra“ undir fisk-
inum en ofan á, tel jeg misráðið.
Það gerir maður því aðe'ins, að
nauðsyn sje og því verði við
komið, að bæta ís ofan á kassana
áður en þeir eru sendir. En að því
atriði kem jeg seinna. Ástæðan
til þess, að jeg tel að íslagið of-
an á megi síst ve'ra minna en
undir er sú, að í meðförum leitar
ísinn til botnsins þegar þess er
gætt, að láta kassana standa
rjetta.
Með hinni ófullkomnu aðstöðu
til útflutnings á kassafiski, fer
ekki hjá því, að ísinn renni á leið-
inni til Englands. Jeg te'l það því
kost, ef svo mikill ís er ofan á í
kössunum, að ávalt geti runnið
0 gr. heitt (ískalt) vatn á fiskin-
um á leiðinni. Er það ólíkt betra
en að nokkur hluti fiskjarins
standi upp ilr ísnum og loft það,
sem bræðir ísinn, leiki um fisk-
inn.
5. gr. mælir svo fyrir, að hrogn,
kola og ýsu, smærri en 0,5 kg.
megi eingöngu flytja út í hálf-
kössum. Verður aukakostnaður
ve'gna þessa mjög mikill. En hvað
vinst þá við það? Sennilega ekk-
ert. ísinn rennur miklu fyr í hólf-
uðum kössum en óhólfuðum. En
þetta er þó nauðsynlegt fyrir
hrogn ef þau eru látin laus í
kassana.
Við Vestmannaeyingar erum
komnir það le'ngra, en höfundar
reglugerðarinnar, að við látum
þau alls ekki laus í kassa. í þess-
stað látum við 1 til 4 ,,stone“ í
þar til gerða poka, eftir því sem
viðskiftamenn okkar óska. Breið-
um síðan sem best iir pokunum í
kassana og ísum. Verða hrognin
þá hrein og þokkale'g og engin
óhreinindi á þeim ilr ísnum, ef
hann hefir runnið. Með þessu fyr-
irkomulagi er milligerð óþörf og
einnig má nota heilkassa, sem
er að miklum mun ódýrara.
Jeg fór til London í haust, til
þess að ræða við umboðsmann
minn þar, hvort jeg gæti nokkuð
bætt um fisk minn og hrogn eða
fyrirkomulag um pökkun á því
frá því, sem nú væri. Spurði jeg
hann þá meðal annars hvort jeg
ætti ekki að breyta um framveg-
is og senda hrognin í hálfkössum.
Svaraði hann því hiklaust, að það
væri alveg ástæðulaust, ef það
væri ribkkuð dýrara. Jeg gæti ekki
búist við það hærra verði, að það
borgaði sig, því að hrogn mín
hefðu ávalt komið þangað í ágætu
ásigkomulagi í heilkössunum.
í 7. grein er ákvæði um að rnála
skuli á lok kassanna orðin: „This
side up“. Jeg veit ekki hvort
þeir, sem vinna að framskipun og
hleðslu, skilja þetta betur, þó 4
ensku sje', en ef á kassalokunum
er einkenni útflytjanda og önnur
merki, sem aldrei verða sett á
botninn. En aðalatriðið er, að
kassarnir snúi rjett meðan þeir
eru geymdir hjer og í skipunum
á leiðinni út.
8.—10. gr. fjalla um flokkun
fiskjarins eftir stærðum. Flokkun
sú, sem krafist er, á ekki við nema
um skarkola. Og ef henni verður
fylgt um allar kolategundir or-
sakar það, að bátar verða oft að
geyma slatta í mörgum kössum
til næsta róðurs. Fer þá e'ftir at-
vikum hvort sjómönnum verður
nokkuð úr þeim kola. Hefir verið
venja hjer, að gera sjer peninga
úr öllum kola, sem hægt hefir veT-
ið* og pakka samdægurs afgöng-
um af hve'rri tegund saman í
kassa og merkja þá eftir því.
Má segja það um þykkvalúru,
langlúru og öfugkjöftu, að slík
flokkun, sem hjer er farið fram
á, er óþörf og oft svo erfið í
framkvæmdinni, ekki síður en á
lúðu, sem engrar flokkunar er
krafist á.
Flokkunin á ýsu, að hafa í sama
flokki fisk frá 1000—2250 gr. e'r
ekki heldur heppileg. Þar sem
grauta verður saman miklu af
þerri ýsu, sem flutt er tit frá Vest-
mannaeyjum, þ. e. a. s. „big“,
„small“ og „mediun“, stærðum sem
áreiðanlega er vert að aðskilja,
en sem reglugerðin gerir alls ekki
ráð fyrir.
1 11. gr. er lagt fyrir að bakið
á ýsu og þorski skuli snúa upp,
svo að vatn standi ekki í kviðar-
holi fisksins. En á kola má kviðar-
holið snúa upp og getui' þó vatn
einnig staðið í því, þó minni hætta
sje. Þá er svo fyrir mælt, að láta
hvíta borð kolans snúa upp, einn-
ig á öfugkjöftu. Þó óska ýmsir
kaupendur að kola sje raðað þann-
ig í kassana, að saman liggi hvítt
borð og hvítt og svart borð og
svart.
12. gr. fyrirskipar, að hafi fisk-
urinn staðið lengur en 2 sólar-
hringa áður en hann er fluttur á
skipsfjöl, þá skuli opna kassana
og bæta ís í þá, ef með þarf. Þetta
getur þýtt það, að e'f póstskip
fara á eftir áætlun, sem ekki er
óalgéngt, þá getur þurft að skifta
um lok á öllum þeim kössum,
sem búið er að ganga frá. En það
er mikilsvert atriði í geymslunni,
að kassarnir sjeu ve'l negldir
strax og óvíð* er aðstaða til þess
að hafa þá óneglda eða lítið, til
síðustu stundar. Lokin eru negld
það mikið, ef duga skal, að þau
verða vart tekin af aftur svo lít-
ið skemd, að forsvaranlegt sje að
nota þau aftur.
Þá er tímabilið 2 sólarhringar
út í loftið. Það feT alveg eftir því
hvernig kassarnir eru geymdir.
Ef þe'ir eru geymdir í hæfilegum
kulda, rýrnar ísinn ekki það mik-
ið, að nokkur ástæða sje til þess,
að bæta ís á þá, þótt þeir sje
geymdir í viku eða leúgur. Það
er hægt að geyma kassana utan
kælirúms 4—5 daga, ef vel er
frá þeim gengið, án þess að nokk-
ur ástæða sje til þess að bæta ís
í þá áður en þeir e*ru sendir og
hefi jeg oft gert það að vetrar-
lagi.
Það er með þetta atriði eins og
svo mörg önnur í þessari reglu-
gerð, að „greindur nærri ge'tur en
reyndur veit þó betúr“. Og það er
ekki rjett, að binda hendur
manna, með ónauðsynlegum á-
kvæðum, sem eru líkleg að veýða
til þess eins ,að draga úr útflutn-
ingi landsmanna.
Reglugerð þessi mun aldrei ná
tilgangi sínum í því formi, sem
hún nú er. ísfiskur er sú vara, sem
ekki er hægt að selja eftir mati
hjer og fer verð hans ævinlega
eftir útliti hans á þeim markaði,
sem hann er seldur. Besta aðhald-
ið um góða verkun er það, að
sendandinn á alt á hættu ef fisk-
urinn kemur ekki út í góðu á-
standi.
Jeg er sannfærður um það, að
miklu heppilegra hefði verið, að í
þeim verstöðvum, sem senda út
fisk í kössum, hefði ve'rið maður,
sem reynslu hefði í þessum efnum,
sem hefði leiðbeint mönnum um
pökkun, flokkun og geymslu á ís-
fiski, en að neyða menn til þess,
að nota óheppilega flokkun, og
í sumum tilfellum alls óþarfa, og
að nota kassastærðir, sem áreiðan-
lega munu reynast lítt hæfar.
Það er vonandi, að hlutaðeig-
endur athugi hvort reglugeTð
þessi þarfnist ekki endurskoðun-
ar áður en hún kemur til fram-
kvæmda. Því að mjer kæmi ekki
á óvart, þó að hún væi'i samin af
mönnum, sem litla eða enga prakt.
iska reynslu hafa í þessum éfnum.
Georg Gíslason.
Næsta ferð Sameinaða verður
sem hjer segir:
G.s. Island
Frá Kaupmannaliöfn 4. febr.
— Leith ‘ 7. —
— Thorshavn 9. —
— Vestmannaeyjum 11. —
í Réykjavík 11. —
Frá Reykjavík 13. —
— fsafirði 14. —
— Siglufirði 15. —
á Akureyri 15. —
Frá Akureyri 17. —
— Siglufirði 17. —
— Isafirði 18. —
í Reykjavík 19. —-
Frá Reykjavík 20. —
— Vestmannaeyjum 21. —
— Thorshavn 22. —
—- Leith 25. —
í Kaupmannahöfn 28. —
Skipaafgr. Jes Zimsen
Tryggvagötu. Sími 3025.
það besta fáanlega.
Þurkaðir og nýir ávextir í fjöl-
breyttu úrvali.
Jóhannes Jóhannsson,
Grundarstíg 2. Sími 4131.