Morgunblaðið - 17.01.1936, Blaðsíða 3
Föstudaginn 17. jan. 1936.
MOKGUNBLAÐIÐ
Sveinn Ingvarsson kærður lyrir nafnafals.
Frekari sönnur á
landhelgisþjófnaði
breskra togara.
rjJETTARHÖLD út af dul-
málsskeytum til breskra
togara heldur áfram.
í gær mætti fyrir rjettinum Páll
Sigfússon, en hann hefir verið
fiskiskipstjóri á breska togaranuxn
Lincolnshire, Berkshire og „Vin-
ur“, sem öll eru eign Markham
Cook & Co. í Grimsby.
Páll játaði að hann vissi til að
Berkshire og Lincolnshire hefðu
veitt 1 landhelgi á meðan hann
var á þeim, sem fiskieftirlitsmað-
ur — Fishing inspector — en
neitaði hinsvegar að hafa átt
nokkurn þátt í því sjálfur.
Þegar hann var spurður hvaða
skýringu hann gæfi á því að dul-
málsskeytin úr landi væru stíl-
uð á nafn hans gat hann ekki gef-
ið neinar upþlýsingar um það.
Hinsvegar kvaðst hann hafa
fengið og sent konu sinni skeyti á
dulmáli, sem þau hefðu haft sín
á milli, en að þau skeyti hefðu
ekkert fjallað um ferðir varð-
skipanna. Dulmálslykil þeirra
hjóna kvaðst hann hafa 'eyðilegt
eftir að mál þetta kom upp og
hafi það verið ge'rt í fljótfæmi.
Páll rjeðist á togarann „Vinur“
á þriðja jóladag s. 1. og kom í
land af honum fyrir nokkr-
um dögum. Þvertók hann
fyrir að það skip hefði fengið
bendingar úr landi um ferðir
varðskipanna og eins að það skip
hefði veitt í landhelgi á meðan
hann var þar um borð.
Páll kvaðst hafa ve*rið með
nokkrum enskum skipstjóram á
togurum þeim sem fyr greinir, en
mundi ekki nöfn þeirra allra.
Einn þeirra var íslendingur, Jóa-
kim Jóakimsson að nafni, sem öðl-
ast hafði breskan borgararjett.
Jóakim ljest í þeirri för skipa-
ins, sem Páll var með.
Kona deyr
í sjúkraflutningi.
Akranesi í gær. P. U.
Oddný Sigurðardóttir, hús-
íreyja að Stóra-Botni við Hval-
fjörð, Ijest snögglega 14. þ. m. j
Prjettaritari F. Ú. á Akrane'si
skýrir frá eftir heimildum hjer-
aðslæknis, að átt hafi að flytja
hana til uppskurðar vegna inn-
vortis meinsemdar, en vegna snjóa
þurfti að bera hana tvær bæjar-
leiðir í sjúkrakörfu.
Á þeirri leið var komið að ,
Þyrli og leið henni þá vel eftir at-
vikum, en er komið var að Sandi
— næsta bæ — var hún örend í
sjúkrakörfunni. Telur hjeraðs- j
læknir banamein hennar hafa ver-
ið hjartabilun.
K. R. Glímuæfing verður hjá
. og II. fl. í kvöld kl. 9^2- Á æf-
igunni fer fram bændaglíma.
Sveinn kallaður fyrir lögreglurjett,
Alþýðxiblaðið birti 11. þ. m.
grein um verðlag og vörugæði
hjá Bifreiðaeinkasölu ríkisins og
bygðist greinin á samtali við for-
stjóra fyrirtækisins, Svein Ingv-
arsson.
| Segir Alþýðublaðið að það hafi
snúið sjer til hans „til að fá sem
gleggstar hugmyndir um skvald-
urs árásir Gísla Sveinssonar á
Bifreiðaeinkasöluna við síðustu
eldhúsumræður í útvarpið, og
jórtri íhaldsblaðanna á skvaldri
hans“.
j Porstjórinn lýsir í greininni
ýmsu því sem hann te'lur Bifreiða-
einkasölunni til gildis, er hann
óspar á að nota -tölur og saman-
burð við aðrar verslanir hvað
verðlag snertir.. Til þess að sanna
mál sitt enn betur, lætur forstjór-
inn fylgja tvö vottorð, um ágæti
einkasöluvaranna, frá þremur bíl-
stjórum.
1 Pyrra vottorðið er undirritað af
Friðleifi P. Priðrikssyni, setn
flestir bílstjórar munu kannast
við frá því í Verkfallinu Um jólin.
Hitt er undirritað af tveim mönn-
um, þeim Bjarna Einarssyni, bif-1
reiðarstjóra og Gunnari Ólafssyni
bifreiðarstjóra, sem nú vinnur hjá
Bifreiðaeinkasölunni.
„Yottorð" þeirra hljóðar svo:
„Að gefnu tilefni vottum við
undiri'itaðir, sem höfum átt bif-
reiðina RE. 736, og ekið hefir
verið með Pirelli hjólbörðum
síðan 18. júlí s.l., að vegalengd
9273 km., að hjólbarðarnir virð-
ast alveg óslitnir e*nn sem komið
er, og má því vænta mjög góðr-
ar endingar á þeim; jafnframt
viljum við taka fram, að bif-
reiðinni Jiefir verið ekið mjög
mikið á vondum vegum á þeim
tíma, t. d. 5 sinnum austur að
Geysi, svo og margar ferðir í
Ármíssýslu og víðar.
Reykjavík, 10. jan. 1936.
(Sign.) Bjami Einarsson.
(Sign.) Gunnar Ólafsson.
Þetta „vottorð“ kom af-
arflatt upp á Bjarna Ein-
arsson, því hann hafði aldrei
heyrt þess getið, eða sjeð
fyr en það birtist í Alþýðu-
blaðinu.
Bjarni náði tali af Sveini Ingv-
arssyni forstjóra og spurði hann
að því, hvað slíkt ætti að þýða, að
taka þannig nafn sitt í heimildar-
leysi og fór fram á við Svein að
hann birti þegar í næsta tölu-
blaði Alþýðublaðsins yfirlýsingu
um að nafn hans hefði ekki átt að
standa undir fyrnefndu vottorði
í Alþýðublaðinu.
Sveinn Ingvarsson lofaði Bjarna
Einarssyni að hann skyldi gefa
þetta og átti sú yfirlýsing að
koma í Alþýðublaðinu á þriðju-
dag, en hún er ókomin enn.
Bjarni varð nú vondaufur um
að hann myndi ná rjetti sínum
,á þenna hátt og þegar hvert tölu-
biaðið á fætur öðru kom íit af Al-
þýðublaðinu, án þess að yfirlýs-
ingin kæmi frá Sveini sá hann sig
tilneyddan til að kæra þetta fyr-
ir lögreglustjóra. Segir Bjárni í
kærunni, að nafn sitt hafi verið
falsað á fyrnefnt vottorð Sveins
Ingvarssonar og fer fram á að lög-
reglurannsókn fari fram í mál-
inu.
Blaðið hefir spurt lögreglustjóra
hvort rannsókn væri hafin í máli
þe'ssu, en hann sagði að Sveinn
Ingvarsson væri lasinn þessa dag-
ana, en að hann yrði kallaður fyr-
ir rjett svo fljótt sem hann kæmi
á skrifstofu sína aftur. Pæst þá
úr því skorið, hvernig í þessu máli
liggur.
Varðarfundur var haldinn í
gærkvöldi. Sigurður Kristjánsson
rakti þar í stórum dráttum vinnu-
brögð þingsins og tálaði þvínæst
um meðferð ríkisvaldsins á síldar-
útvegsmönnum, Mun S. Kr. skrifa
ítarlega um þessi mál innan
skamms lijer í blaðinu. Þá gaf
Ólafur Thors einkar fróðlega
skýrslu um utanríkismál og drap
á ýmislegt í því sambandi, sem
vakti alveg sjerstaka athygli
fundarmanna. Pundurinn var all-
ve'I sóttúr og fór hið besta fram.
JóhannesJóhannesson
fyrv. bæfarfógefi
sjölugur.
•anniinniiiiiHiiiniiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiMiiiicNniiiiimii
Jóhannes Jóhannesson.
I I
llllllll IIIIIHIIIIIIIIIIIII Ul III1111111111111111111111II111111111111111111111
í dag á Jóhannes Jóhannes-
son fyrverandi bæjarfógeti sjö-
tugsafmæli.
Margir verða þeir, fjær og
nær, sem senda hinu sjötuga
prúðmenni hugheilar hamingju-
: óskir, því Jóhannes bæjarfógeti
hefir í öllu sínu langa embætt-
isstarfi verið maður vinsæll með
afbrigðum.
Hin síðari ár hefir hann kos-
ið að láta af flestum þeim opin-
beru störfum er á honum höfðu
hvílt um langt skeið.
Aldrei hefir honum verið um
það gefið, að berast mikið á. Þá
áratugi sem hann átti sæti á
Alþingi var hann jafnan meðal
þeirra manna, sem unnu mest
að þingstörfum utan þingsal-
anna, fáorður, en gagnorður,
þegar hann tók til máls.
Sama yfirlætisleysið einkendi
embættisstörf hans alla tíð. Með
drengskap og prúðmannlegri
festu vann hann embættisstörf
sín.
Þannig er sú mynd sem sam-
tíðarmenn hans geyma af hon-
um.
Þar sem blöðin eru
ekki frjáls.
Oslo, 16. janúar.
Dómur er fallinn í rjettin-
um í Wismar í Mecklenburg-
Schwerin yfir dönskum stýri-
manni, Peter Friberg að
nafni, en hann hafði verið á-
kærður fyrir að gefa þýskum
manni frjettablað, sem er
fjandsamlegt nazismanum.
Stýrimaðurinn var dæmdur
í 5 ára fangelsi.
(NRP. — FB.).
„Wait
and
66
Afstaða Breta
til olíukamasins.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TTL
MORGUNBLAÐSINS.
Hik Lavals virðist enn hafa
orðið ofjarl bresku stjómarinn-
ar og leitt til þess, að olíurefsi-
aðgerðunum verður frestað enn
um óákveðinn tíma.
Laval skírskotar stöðugt til
hættunnar, sem hann telur vofa
yfir frá Þýskalandi og vinnur
þannig gegn olíurefsiaðgerðun-
um.
Opinberlega er tilkynt í
London að stefna stjómarinnar,
um útflutningsbann á olíu til
Ítaiíu sje óbreytt.
Stjórnin bendir á, að ekki
geti verið um forustu Breta í
þessu máli að ræða, þar eð í
Þjóðabandalaginu sjeu fulltrú-
ar margra þjóða, og þess vegna
muni allar ákvarðanir verða
teknar sameiginlega.
PáU.
Olíumálið sett í nefnd.
London, 16. janúar.
Á fundi bresku ríkisstjórnar-
innar í gær varð það ofan á,
að Eden var falið að leggja það
til í átján manna nefndinni, að
skipuð væri undirnefnd sjer-
fróðra manna, til þess að íhuga
sjerstaklega bann við útflutn-
ingi olíu og bensíns til Ítalíu.
(United Press. — FB.).
Hvað býr
undir?
London, 16. ajn. FÚ.
TDALDWIN forsætisráðherra
Breta hefir fjóra daga
samfleytt setið á fundum með
hinni svonefndu landvarna-
nefnd ríkisins. En í henni eiga
sæti utanríkismálaráðherrann,
hermálaráðherrann, flugmála-
ráðherrann, og flotamálaráð-
herrann, og ýmsir fastir em-
bættismenn í þjónustu land-
hers, lofthers og flota.
Fjórða Rauða Kross
loftárás Itala!
14 manns
bíða bana.
KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
"þRJÁR ítalskar flug-
vjelar sveimuðu
heila klukkustund yfir
þorpinu Waldia ,110
km. norður af Dessie í
gaer, og vörpuðu sprengj
um yfir abyssinska
Rauða-Kross-stöð í þorp-
inu.
14 manns, konur og
gamalmenni, voru drep-
in: 35 manns særðust:
og tjöld, lyfjabirgðir og
hjúkrunargögn eyðilögð
ust.
Þetta er fjórða árásin sem
ítalskar flugvjelar gera á
Rauða-Kross á örskömmum
tíma og fara þau nú að gerast
tíð ,,misgrip“ ítölsku flugmann-
anna, sem Mussolini kallar svo.
í Waldia var geymslu-
stöð fyrir hjúkrunarvörur
og stjórnaði Burgoyne
major, breskur maður,
þessari stöð.
Burgoyne slapp ómeiddur
undan sprengjum ítala en
hjúkrunargögnin gjöreyðilögð-
ust.
Eldsprengjur Italanna kveiktu
í hreysum þorpsbúa og brann
meira en helmingur þorpsins til
ösku.
Páll.
Jóhann Þ. Jósefsson alþm. var
meðal farþega á Lyra í gær. Fer
hann á vegum ríkisstjórnarinnar
til Þýskalands, til þess að aimast
samningagerðir við þýsku stjóm-
ina um viðskiftamál ríkjanna.
Með Jóhanni við samningagerðina
verður að þessn sinni Óli Vil-
hjálmsson, framkvæmdastjóri í
Hamhorg.
Vaxandi
vígbúnaður
á sjó.
Naiminna Breta og
Bandaríkfamanna.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
M ORGUNBL AÐSINS.
Afleiðfng þess, að Japanir
gengu af flotamálaráðstefnunni
er talin muni verða sú, að
náin samvinna takist með
Bretum og Bandaríkjamönnum.
Búist er við því, að Banda-
ríkjamenn framkvæmi her-
skipabyggingaráform sín og
verði brátt öflugasta flota-
veldi í heimi.
Þá er talið að Bretar og
Bandaríkjamenn efli flota-
stöðvar sínar í Kyrrahafi.
Pán.