Morgunblaðið - 17.01.1936, Page 7

Morgunblaðið - 17.01.1936, Page 7
 MORGUNBLAÐIÐ Kanpmenn! Fjáreigendafjelag Reykjavfkur í samráði við Búnaðarfjelag íslands heldur ærsýningu fyrir meðlimi srína, sunnudaginn 19. þ. m. kl. 3 e. h. í húsum Sláturfjelags Suður- lands. Sýningin er aðeins fyrir skuldlausa meðlimi og aðra, sem greiða íjelagsgjöld fyrir árið 1936. Ráðunautur Búnaðarfjelags íslands mæt- ir á sýningnnni. — Þrenn verðlaun verða veitt. STJÓRNIN. ]örð til sölu. pr~->Á.9.* — -• * -t*** * .*••'** w '** ’ < Jörðin Drumboddsstaðir (hálflendan) í Biskupstung- irm fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Túnið er girt, að mestu sljett og gefur af sjer um 250 hesta. Áveitu- land 30 hektarar. Landið er alt girt með 9260 metra langri gaddavírsgirðingu. Útihús: Fjós, steinsteypt fyrir 7 kýr. Hesthús fyrir 20 hross- Fjárhús fyrir 320 fjár. Heyhlöður Jyrir 700 hesta. Steypt safnþró og votheysþró. Baðstofa ný, ásamt timburhúsi með miðstöðvarhitun. Semja ber við MAGNÚS KJARAN, Reykjavík. ffláðarendi jt* *. r ■ - rið Laufásveg verður til sölu á næsta vori, með erfðafestu- landi, Vatnsmýrarblettur XIV. Skifti fyrir húseign í bænum getur komið til greina- Upplýsingar gefur eigandinn. Guðjón Guðlaugsson. Sími 3833. Canadian Overtones heitir haekl- ingur eftir Watson Krik Connell, sem Morgunblaðinu hefir verið sendur. Br þar sagt frá skáldum ýmissa þjóða, búsettum í Kanada °g þýðingar á ensku af kvæðum þeirra. Elui íslensku skáldin þar fremst, 15 að tölu: Sigurb jörn Jóhannsson og dóttir hans Jako- bína Johnson, Stephan G., Krist- inn Stefánsson, Jón Runólfsson, Jónas A. Sigurðsson, Jóhann Magnús Bjarnason, Sigurður Júl. Jóhannesson, Magnús Markússon, Gísli Jónsson, Guttormur J. Gutt- ’ormsson, Þorsteinn Þ. Þorsteins- son, Binar Páll Jónsson, Jóhannes H. Húnfjörð og Sverrir Eiríksson Björnsson. Þá koma næst 5 Svíar, einn Norðmaður, þrír Ungverjar, einn^Grikki og 17 alþýðuskáld frá Ukraine. Knattspyrnufj elagið Valur held- ur aðaldansleik sinn að Hótel Borg, laugardaginn 1. febrúar n. k. þar sem fjelagið er 25 ára á þessu ári, verður mjög vcl vandað til hans og hefst hann með sam- eiginlegu borðhaldi kl 8% Til skemtunar verðut’: Binsöngur, danssýning og upplestur. Áskrift- arlistar og aðgöngumiðar eru hjá Hólmgeir Jónssyni, Kiddabúð, Þórsgötu 14, Gísla Kærneste'd c.o. Jes Zimsen, járnvörudeild, Hans Petersen, Bankastr. — Menn eru beðnir að tilkynna þáttöku sína sem allra fyrst. (A.). Germania, fjelag þýskumælandi manna hje'r í bæ, minnist hálf- sjötugsafmælis þýska ríkisins með dansleik, sem haldinn verður laugardaginn 18. þ. m., kl. 9 að kvöldi í Oddfellowhúsinu. Eru þann dag liðin nákvæmlega 65 ár, síðan Otto von Bismarck fursti stofnaði þýska keisaraveld- ið í Versailles og Vilhjálmur I. Prússakonungur var kosinn þýsk- ur keisari. Er þessa dags minst með hátíðahöldum um gdrvalt Þýskaland. — Aðalræðuna við skemtun Germania heldur Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður, sem er einn af stofnendum fje- lagsins Germania og heiðursfje- lagi þess.Einar Markan söngvari syngur lög eftir Schubert, Wagn- er og Liszt. — Fjelagsmenn og gestir þeirra eru ámintir um að vitja aðgöngumiða sinna sem fyrst. 75 ára varð í gær frú Halldóra Loftsdóttir, Hallveigarstíg 10. Hjónaefni. Nýlega hafa opin berað trúlofun sína Ingibjörg Sig- rún Guðnadóttir, Rauðarárstíg 13 og Einar Þórir Steindórsson, Bergþórugötu 51. Stjóm „Fram“ hefir beðið þess getið, að hún hafi ekki vitað til þess að neinu hafi verið hnuplað frá skautafólki á Austurvelli. Hefir hún leitað sjer upplýsinga um það tilfelli,. sem Mbl. vitnaði í og komist að raun um að það muni hafa átt sjer stað á Tjörn- inni. Eins og áður er getið var Mbl. skýrt svo frá að þeSsi þjófn- aður hafi átt sjer stað á Austur- velli, en það skiftir í raun og veru minstu máli á hvorum staðn- um slíkt hefir komið fyrir, aðal- atriðið er, að hnupl hefir átt sjer stað og fyrir slíkt verður að taka hvar sem það er. Ólafur kom frá Englandi í gær. Otur kom af veiðum í gærmorg- i^n með 1600 körfur fiskjar. Kjartan Bjarnason, sem hefir verið settur lögregluþjónn frá því í nóvember 19327 var á bæj- arstjórnarfundi í gær skipaður í stöðuna. Fyrirliggjlandi: Hafram)öl, Hrisgrjón, Kandís Flórsykur. Eggert Kristldnsaon & Co. Sími 1400. N^bók! Sögur handa börnum og unglingum V. safnað hefir sr. Friðrik Hallgrimsson. Verð kr."2.5Ö. ‘Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og BókabúS Austurbæjar, B. S. E., Langaveg 84. »4 Þelr f jelagsmenn 'Trjcsmiðafjelagi Reybjavíknr, sem ætla sjer að sækja um styrk úr tryggingasjóði fjela<gsins fyrir árið 1935, sendi nmsóknir sínar til formanns fjelagins, Valdemars Runólfssonar, Mímisveg 2, fyrir 25. jan. 1936. STJÓRNIN. 12-15 hesta rafmagnsmotor fyrir Reykjavíknrspennu óskast til kaups. Vegamálaskrifstofan. Drummer, breski togarinn, sem var í Slippnum til viðgerðar, er farinn aftur á veiðar. Skallagrímur fór á veiðar í gær- kvöldi. Kolaskip var væntanlegt hingað í nótt með farm til nokkurra út- gerðarmanná. Edda fór hjeðan í gærkvöldi til Austfjarða til að taka fisk til útflutnings. Hótel Vík. Bæjarstjórn sam- þykti í gær einum rómi að mæla með umsókn Theodórs Johnsou, Hotel Vík, um leyfi til gistihús- halds. Framfærslunefnd. Á hæjar- stjórnarfundi í gær var kosin 5 manna framfærslunefnd, samkv. hinum nýju framfærslulögum. — Þessir voru kosnir í nefndina: Bjarni BeHediktsson, Guðm. Ás- björnsson, Jakob Möller, Arngrím- ur Kristjánsson og Laufey Valdi- marsdóttir. Bragi kom af veiðum í gær með 2100 körfur fiskjar. Skipið fór á- leiðis til Englands í gær. ísfisksala. Garðar seldi afla sinn í Hull í gær, 2065 vættir fyr- ir 1483 stpd. Útvarpið: Föstudagur 17. janúar. ■ 8,00 íslenskukensla. | 8,25 Þýskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Háde'gisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur: Danslög. 119,45 Frjettir. 20,15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. 1 Gíslason). 20,30 Kvöldvaka: a) Pjetur G. Guðmundsson: Ur hjeraðssögu Borgarfjarðar; h) Einar H. Kvaran: Úr fornsögum; c) Vig- fús Guðmundsson frá Engey: Búskapur Skálholtsbiskupa. — Bnnfremur söuglög. Árið 1935 settu bresk skip 19.852.858 vættir af nýjum og ísuðum fiski á land í Bretlandi, og nam verðmæti aflans 15.307.767 ; Sterlingspundum. Árið 1934 !,varð aflinn 18.628.420 vættir, og verðmæti hans 15.503.895 1 sterlingspund. (FtJ.).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.