Morgunblaðið - 18.01.1936, Side 4
MORGUNBLAÐIÐ
4
'fmim
Laugardaginn 18. jan. 1936.
ólafur Thors flettir ofan af
hræsnaranum.
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
ild. Allur þingheimur vissi að
þetta var ekki rjett, heldur hitt,
að þegar Jónas Jónsson gat
elcki fengið fylgi samherja
sinna tii svívirðinga og róg-
burðar um andstæðingana, þá
misti hann allan áhuga fyrir
málinu, blátt áfram vegna þess,
að þaS var níðið um andstæð-
ingana en ekki vemd landhelg-
innar sem kveikt hafði áhuga
hans.
Nú hefir það slys hent Jónas
Jónsson, að okkur, sem þessu
hjeldum fram, hefir bæst nýr
Jiðsmaður, og sá liðsmaður er
ekki aðeins samherji Jónasar
Jónssonar, heldur og herra
hans og yfirboðari, sjálfur for-
, sætisráðherrann.
Hermann Jónasson hefir gert
Jónasi Jónssyni þann grikk, að
fyrirskipa eftirlit með loftskeyt
um, og það eftirlit hefir leitt í
ljós misnotkun loftskeyta í
þágu landhelgisveiða. Og þetta
gerir Hermann Jónasson sam-
kvæmt þeirri lagaheimild sem
við Sjálfstæðismenn hvað eftir
annað bentum Jónasi Jónssyni
á, en hann ljet sem ógiJd væri.
Mjer vitanlega hefir enginn
borið brigður á, að forsætisráð-
herra standi fyllilega á grund-
velli laganna í þessu máli, og
jafnvel ekki Jónas Jónsson hef-
ir þorað svo mikið sem að
ympra á því. En með þessu hef-
ir þá Hermann Jónasson hjálp-
að okkur Sjálfstæðismönnum til
þess að sanna fyrir allri þjóð-
inni það tvent, að „ömmu“-frum
varpið flutti Jónas Jónsson að-
eins til að fá tækifæri til að
svívirða útvegsmenn og að Jón-
ás Jónsson hefir í 5 ár vanrækt
að hagnýta sjer gildandi laga-
HraðrHun.
Get tekið nokkra nemendur nú
þegar. Sími 2296, aðeins kl. 3—4.
HELGl TRYGGVASON.
Appelsinur
ódýrar,
504 stk. í kassa.
Sig. Þ. Skjaldberg.
(Heildsalan).
ákvæði til verndar landhelg-
inni og þarmeð sannað, að
hann hafði sterka löngun
til að ófrægja mennina, en
enga löngun til að vernda
landhelgina. Og eftir þessa
harðleikni Hermanns Jónasson-
ar, neyðist Jónas Jónsson til að
játa, að í þessu hneykslismáli
hefir hann alveg snúið við orð-
um Páls postula. Hermann Jón-
asson hefir sýnt þjóðinni innri
mann Jónasar Jónssonar, og þá
geta nú fiskimenn hjer auð-
veldlega lesið þessi kjörorð af-
brotamannsins: „Hið illa sem
jeg vildi, gat jeg ekki. En hið
góða sem jeg gat, vildi jeg
ekkii“, og eftir þetta verður vað-
all Jónasar Jónssonar um þetta
mál, skoðaður sem fjörbrot
fanga Hermanns Jónassonar,
sem almenningur kennir í
brjósti um, en tekur auðvitað
ekkert mark á. Og það skilur
auðvitað hver maður, að þegar
Hermann Jónasson nú fer að
gefa út bráðabirgðalög um þessi
efni, eftir að hann sjálfur er
búinn að sanna gildandi laga-
ákvæði er fullnægja þörfinni,
þá er það bara svona einsog
smyrsl sem hver brjóstgóður
fangavörður ber á viðjasár
bandingja sinna.
Það er einsog óheppnin sæki
fastar og fastar á þennan ó-
gæfusama einstakling í íslensku
stjórnmálalífi. Enginn fæst til
að leggja honum lið nema Sig-
fús frá Höfnum, sem hælir hon-
um fyrir peninga, og það er
einsog hann megi ekki nokkurt
spor stíga, án þess að eiga á
hættu að hnjóta um Hermann
Jónasson. Hann langaði ofboðs-
lega til að verða forsætisráð-
herra. Það strandaði á því, að
enginn vildi hann, en Hermann
vildu þeir allir. Hann langaði
sjúklega til að ljúga æruna af
andstæðingum sínum „bera
þeim á brýn mútur, eiðrof, föð-
urlandssvik, alveg út- í bláinn“,
en Hermann Jónasson taldi að
rjett væri að slíkir „siðlausir
öfgamenn fái að sitja í fang-
elsi nokkra mánuði fyrir að
Ijúga vísvitandi upp á trúnað-
armenn þjóðarinnar" og nú loks
talar Hermann Jónasson í
þriðja sinn, og segir þjóðinni
frá því, að alt hjal Jónasar
Jónssonar í landhelgismálunum
sje hræsni og skynhelgi. Þar
með færir Hermann Jónasson
nýja sönnun fyrir sannleiks-
gildi þessara orða Arnórs Sig-
urjónssonar: „Jónasi Jónssyni
hefir í mörg ár ekkert dottið í
hug annað en þaS, hvernig
hann eigi aS gera öSrum bölv-
un“, orðanna sem munu lifa
lengur en Jónas Jónsson, ekki
af því að Arnór Sigurjónsson
sagði þau, og ekki af því að
Hermann Jónasson sannaði
þau, heldur af því að þau eru
eigi aðeins smellin og góð lýs-
ing á Jónasi Jónssyni, heldur
og alveg tæmandi frásögn um
alla hans stjórnmálastarfsemi.
Ólafur Thors;
Uppreisn gegn Haiie Selassie!
Nasibou bíður
Italanna
í Jijiga.
Þegar Ras Hailu ætlaði
að steypa keisar-
anum af stóli.
Með 75 þúsnnd
manna lier.
Nasibou hershöfðingi hefir
aðalstöðvar sínar í Jijiga.
ítalir birtu þá fregn fyrir all-
löngu, að Nasibou væri fallinn.
Fregnin er röng. Frjettaritari
Reuters dvaldi vikutíma í Jijiga
í lok desember. Skýrir hann
svo frá, að Nasibou hafi 75 þús.
manna her, sem eigi að verja
Harrar.
Reuterfrjettaritarinn var við-
staddur máltíð hjá hermönnun-
um. Segir hann að hermennirn-
ir hafi nærst á maísgrjónum og
vatni og hafi þrifist vel.
Abyssiníumenn voru í upp-
hafi hræddir við flugvjelar It-
ala. Þeir höfðu flestir aldrei
sjeð flugvjelar fyr.
En nú hefir þeim tekist að
skjóta niður nokkrar flugvjelar
og auk þess hafa þeir lært að
leita hælis fyrir loftárásum. Nú
líta þeir nánast með fyrirlitn-
ingu á flugvjelar.
Um eitt skeið virtust flug-
vjelarnar ætla að drepa kjark
í hermönnunum.
Svo fór þó ekki. Nasibou lýsti
því yfir við frjettaritarann að
hann væri vongóður um sigur.
„Tíminn er okkar megin“,
sagði hann, ,og sú staðreynd,
að óvinum okkar hefir ekkert
orðið ágengt fyrstu tvo mánuði
ófriðarins talar sínu máli“.
Oigan um Ras Hailu er svipuð
' ævintýrasögunum frá mið-
öldunum, en gerist þó fyrir að-
eins þrem árum.
• Ras Hailu var einhver auðug-
asti maðurinn í Abyssiníu. Hanh
rje'ði yfir stóru landflæmi efnað-
ist á þrælasölu og þrælkun þegna
sinna. Brátt lenti í illdeilum með
honum og Haile Selassie, og Ras
Hailu ákvað að steypa keisaran-
um af stóli og vinna um leið bug
á öllum vestrænum menningar-
áhrifum.;
Áform hans var einfalt. Hann
ætlaði að frelsa Lidj Yassu, son
Meneliks keisara og rjettborinn
til ríkja í Abyssiníu, úr fangelsinu
í Fichte, þar sem hann var í haldi
Ras Kassa. ;
Ras Kassa helt með alt sitt lið
til Addis Abeba, til þess að taka
þátt í hátíðahöldunum, er ríkis-
erfingi Abyssiníumanna kvæntist.
Þetta gerðist fyrir þrem árum.
Á meðan Ras Kassa var fjar-
verandi helt Ras Hailu með her
sinn til Fichte. Tókst honum að
leysa Lidj Yassu úr dýflissunni,
með því móti, að klæða hann í
kvenmannsflíkur.
Síðan heldu uppreisnarforingj-
arnir til Addis Abeba. En hrað-
boðar frá Fichte höfðu flutt tíð-
indin til Ras Kassa á undan upp-
re'isnarmönnunum og Ras Kassa,
sem átti líf sitt að veði, ef Lidj
Yassu kæmist undan, rjeðist undir
Ódýr fiskur
fæst í Fiskbúðinni, Flosaporti, Klapparstíg 8.
Ný ýsa 15 aura !/2 kg., stútungur 10 aura !/2 kg.
SÍMI 23 0 7.
Nasibou hershöfðingi.
eins með her sinn á móti upp-
reisnarmönnum.
Þrem dögum síðar var uppreisn
in kæfð.
Þegar uppreisnarmenn sáu
hvehsu .vonlaus barátta þeirra var
hlupu þeir undan merkjum og
gengu í lið ,með Ras Kassa. Upp-
reisnarforingjarnir stóðu uppi
einir og eftir langan eltingaleik
tókst að handsama þá.
Sakamáladómstóll var skipaður
og tuttugu uppreisnarnianna voru
dæmdir til dauða. Ras Hailu var
einnig dæmdur til dauða, en kdis-
arinn sýndi honum náð og breytti
dómnum í æfilangt fangelsi á
fangelsiseyjunni, hinni hræðulegu,
á Zwai-vatni. Synir Ras Hailu voru
reknir í útlegð, og eigur konungs-
ins gerðar upptækar, nema banka-
innstæður hans, sem geýmdar eru
í svissneskum banka og eru sagð-
ar nema meiru en miljón sterlings
pundum.
*
Synir Ras Hailu hafa nú reynt
að stofna til nýrrar uppreisnar
að því er hermir í einkaskeyti til
Morgunblaðsins í gær.
Samkvæmt ske'ytum hefir Ras
IJailu verið tekinn til Addis Abe-
ba og drepinn þar með eitri.
Synirnir hafa dregið saman lið
til hefnda og hafa borið hærra
hlut fram til þessa.
Best að auglýsa
í íTlorgunblaðinu.
Hautakjöt,
Svínakjöt og
Hangikjötið góða.
Lítið eitt eftir.
VersluDÍn
Kjöt & Fiskur.
Símar 3828 og 4764.