Morgunblaðið - 22.01.1936, Side 4

Morgunblaðið - 22.01.1936, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudag inn 22. j an. 1936, KVEMDJOÐIN OG HEIMILIM HAILE SELASSIE HEFIR ÁHRIF Á TÍSKUNA, Tískufrjettaritari Morgunblaðsins í London segir frá vetrar og vortískunni og klæða- burði tískukvenna í heimsborginni. NÖKKRAR LÍFSREGLUR. London, janúar 1936. Tískuvaldarnir eru nú þegar farnir að sýna ýmsar nýjungar, sem gefa manni hugboð um, hvers vænta má af vortískunni. Hún virðist eiga að verða með enn kvenlegri svip en verið hef- ir, og hugmyndirnar í kvöld- kjólana eru margar sóttar til hinna leyndardómsfullu Aust— urlanda. * Þannig er t. d. svartur flau- elskjóll allur sveipaður dauf- grábláu ,,tylli“, og annar, Ijós- bleikur þykksilkikjóll hjúpaður svörtum kniplingum. tíðkast. Álita mál er, hvernig þeirri tísku verður tekið. T. v.: Samkvæmiskjóll úr vel- our. T. h.: samkvæmisblússa úr satin og svart velourpils. Klæðnaðir („dragtir") verða auðvitað hæsta tíska í vor, eru þær meðsjerstaklega ungmeyja legu sniði. Sama er að segja um kápurnar og líkjast sumar þeirra all-mjög kjólum í snið- inu. * Vortískan færir með sjer ýmsar sniðugar hugmyndir. Eina kápu sá jeg um daginn. Mátti snúa henni við í fljótu brágði, og var hún þá öðruvísi á litinn og með öðru sniði en áður. * Annars ber stöðugt eitthvað nýtt fyrir augu á sviði vetrar- tískunnar. * Nýjustu hattarnir frá TAL- BOT eru úr svörtu flaueli, með slöri úr blárauðu ullargarni, er nær niður fyrir nef. * Orðrómur berst um það að svartir brúðarkjólar fari nú að * Við ýms hátíðleg tækifæri sjer maður mikið af fríðu kven- fólki í fallegum fötum. Ein af vinsælustu tískudöm- um borgarinnar vakti mikla eft irtekt um daginn á ,,Savoy“. Kjóllinn hennar var eftirlíking af skikkjum Haile Selassie. Var hann mjög óbrotinn, úr svörtu flaueli, en með löngum og víðum, snjóhvítum ermum, er dreifðar voru smáblómum. Lady Paget sýndi fegurð sína, klædd bláum þykksilki- kjól (frá ALIX), með tveggja metra breiðri ,,chiffon“-slæðu, er hafa mátti eftir vild, hjúp- aða um höfuð, herðar, eða sem slóða.. Gyltir skór, með lágum og ferhyrndum hælum, settu sinn svip á skartið. * Leikkonan Gertrude Lawr- ence kom með þá nýjung að festa þykka gullkeðju í slóðann á kjól sínum og halda honum þannig uppi í dansinum. # Fólki þykir nóg um að rsjá h'versu flegnir sumir samkvæm- iskjólamir eru. Stúlkurnar frá ■ ,,Renaissance“-tímunum myndu ' jafnvel roðna við tilhugsunina. Jeg sá t. d. unga stúlku um daginn, sem var í hárauð- um kjól, og voru það að eins fiskbein, seih hjeldu bolnum uppi. Hlýrabönd voru engin. * Að lokum mætti geta þess að kínverska sýningin í BURLING- TON HOUSE hefir haft tölu- verð áhrif á Lundúnatískuna. MOLYNEUX hefir sýnt ,cock- tail‘-kjóla, með kínversku letri, ísaumaða kínverskum munstr- um, og SCHIAPARELLI sníður belti sín, töskur og hanska eftir kínverskum fyrirmyndum. „MáHur söngsinsM. Myndin er af Grace Moore í mjög skrautlegum klæðum, er hún ber í nýjustu kvikmynd sinni, „Máttur söngsins." — L onandi kemur sú mynd hingað áður en lýkur, svo að bíó- gestir fái sem oftast að hlusta á hinn updurfagra og hríf- andi söng „næturgalans“. Friðun kvenþjóðarinnar Norskur rithöfundur með frum- legar tillögur. Vitið bið — — að hægt er að stoppa í smárifur á fötum með löngum hárum. Stoppið sjest lítið og endist vel. S*eró í pottinn gerir blæfagr- an þvottinn. ORSKUR rithöfundur, And- ers Stilloff, hefir nýlega lokið við að semja leikrit, sem hann nefnir „Ricarda“ og sem fjallar um unga stúlku, eins og nafnið bendir til. Þegar leikritið kom á bóka- markaðinn átti blaðamaður frá Aftenposten tal við skáldið og spurði hann meðal annars um .álit hans á nútímakonunni. Svar hans var á þessa leið: — Mjer finst órjettlátt að ungar stúlkur sjeu settar til vinnu svo fljótt sem unt er, jeg María Rúmeníudrotning sem hjúkrunarkona. María Rúmeníudrotning hef- ir unnið með lífi og sál að vildi heldur að stofnað yrði hjúkrunar- og líknarstörfum. nokkurskonar friðland fyrirjí stríðinu á Balkanskaga 1913 ungar stúlkur þar sem þærjtók hún þegar mikinn þátt í því væru algerlega friðhelgar(!) og j að hjálpa sjúkum og særðum, þar sem þær gætu þroskast oglog segir hún svo frá í endur- Unga frúin notar aðeins Peró dafnað andlega og líkamlega áhyggjulausar með öllu. Sorgir og áhyggjur koma ætíð nógu snemma. — Og mjer finst grátlega heimskulegt að ætlast til af minningum sínum að það hafi orðið tímamót í lífi sínu, er hún sá hina sjúku hermenn, er þjáð- ust af kóleru. Hún var skelfd yfir þeim hörmungum, sem hún sá, en á- ungri stúlku að hún sje í senn,: fyltist jafnframt brennandi eiginkoona, móðir og barn- huga á því að geta linað þján- fóstra — og þess utan „eitt ingar þeirra og gert eitthvert hvað á skrifstofu“ — þetta er gagn, fórnað sjer fyrir land og menningarsnauð villimenska. þjóð. Farið vel með heilsuna. Gott heilsufar er besta líf- tryggingin og ef maður vill láta sjer líða'vel, verður maður að berjast á móti öllu, sem veitir veikindunum byr. Forðist óhreint og þungt loft. Maður getur ekki veitt vatni yfir lungun, en maður veitir lofti í þau. Maður vill ekki láta óhreint vatn í magann, því þá að fylla lungun með óhreinu lofti? Lofið sólinni að skína inn um gluggana. Sólin lætur að vísu rósirnar í veggtjöldum og ábreiðum fölna, en um leið lætur hún þær blómstra á kinnum barna og fullorðinna. Er það síðar- nefnda ekki tilvinnandi, þó að það verði á kostnað hins? Hafið opna glugga. Opinn gluggi er skemtilegri en opin gröf. Fólk væri áreið- anlega miklu heilsubetra og langlífara, ef það vendi sig á að hafa opna glugga sína og anda djúpt og reglulega. Það er fleira fólk sem deyr af loft- leysi en fæðuskorti. f>að er ósiður að eta milli máltíða. Borðið ekki milli máltíða. Þrjár máltíðir á dag nægja. Melting- arfærin verða einhvern tíma að ,fá frí“, annars verða þau lúin og slitin. Verið í góðu skapi yfir matnum! Máltíðin á að vera einskonar skemtun fyrir þann, sem mat- ast, ef maturinn á að meltast vel. Þú skalt því ekki vera í vondu skapi, hryggur eða reið- ur, meðan þú borðar, það skað- ar meltinguna. Tyggið matinn vel, og varist of mikið krydd- meti. Tennurnar eru til þess að tyggja með þeim, og matinn á að tyggja vel og rækilega. Kryddið ekki matinn um of, það skaðar slímhúð maga og þarma og eykur á starf nýr- anna. Allar húsmæður ættu að kunna að búa til mat þannig, að hann sje góður og lystugur, án þess að vera of kryddaður. Það er óþarfi að drekka vatn um leið og etið er, og enginn ætti að drekka með munninn fullan af mat. Aftur á móti er gott að drekka eitt glas af' vatni á fastandi maga á morgn- ana, og eins á kvöldin, áður en gengið er til hvíldar. Besti lífgjafinn. Að ganga hratt og hraustlega er ágæt líkamsæfing — en svefninn er besti lífgjafinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.