Morgunblaðið - 22.01.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.01.1936, Blaðsíða 5
JMTðvikudaginn 22. jan. 1936. MORGUNBLAÐIÐ KONUNGUR BRETA, GEORG V Hann rjeði ríkjum í 25 ár og var ástsæll og mikils virtur. (Q.EORG V., konungur Stóra- Bretlands og írlands, og . samveldisríkjanna, og keisari í Indlandi, er látinn. Nýr kon- ungur tekur við breska heims- veldinu. Georg V. talaði síðast til þegna sinna síðastl. jóladag. Hann hvarf þá úr samkvæmi nánustu vandamanna sinna í Sandringhamhöllinni í annað herbergi, þar sem útvarpshljóð- nemi beið hans, og ávarpaði með stuttri ræðu „bresku fjöl- skylduna“, þegna sína í breska heimsveldinu. Þetta var í síðasta sinn sem hinir konunghollu Bretar heyrðu konung sinn, föður bresku fjölskyldunnar. Miðvikudaginn 15. janúar veiktist hann af lungnakvefi og þótti brátt sýnt, að dagar hans væru taldir. Hjartað var bilað. Breska útvarpið stöðvaði allar útsendingar sínar síðari hluta dags í fyrradag og var þá til- kynt að líf konungs væri að fjara út. Var síðan tilkynt í út- varpinu um líðan konungs á stundarfjórðungsfresti, en á undan tilkynningunum var klukkum í Big Ben í London hringt. Beðið var fyrir konungi »um gjörvalt breska heimsveldið.! Úr því klukkan var orðin $1/2 um kvöldið voru tilkynningar breska útvarpsins altaf eins: The Kings life moves peace- fully to its close. Klukkan tæplega 11 andaðist Georg V., tæplega sjötugur að aldri. * Lát konungs hefir lostið bresku þjóðina harmi. Bretar elskuðu konung sinn og kon- ungshollusta þeirra er hrein og falslaus, enda viðbrugðið. Georg V. var konungur Breta í rúml. 25 ár. Hann tók við ríkjum 6. jan. 1910. Georg var næst-elsti sonur Edward VII. Elsti sonur Ed- wards, Albert Victor, hertogi ; af Clarence, Ijest árið 1892 og stóð Georg þá næstur til ríkis- erfða. ! Árið 1893 gekk hann að. eiga Mary prinsessu af Teck. j Árið 1901 er Edward faðir hans tók við ríkjum fekk hann titilinn prinsinn af Wales. Og 1910 tók hann við ríkjum. * Georg V. varð brátt ástsæll af þjóð sinni. Á stríðsárunum hvatti hann til samheldni m. a. með því að ferðast um meðal þegna sinna. Kom hann þá í margar verksmiðjur víða um landið og sótti heim mörg sjúkrahús. Son sinn Edward, sendi hann til Frakklands í her- þjónustu og sjálfur fór hann • oft til vígstöðvanna. Ástsældir konungs fóru sífelt vaxandi. Hann var ekki glæsi- menni nje neinn afburða vit- maður, en atorkusamur, ákveð- inn og skýr. Þessa kosti mat þjóð hans mikils. Smekkur kon- ungs var einnig þjóðlegur. — Hann var t. d. ákafur frí- merkjasafnari og átti fullkomn asta frímerkjasafn í heimi. Ástsæld konungs kom skýrt í Ijós, er hann lá þungt haldinn af lungnakvefi mánuðum sam- an í lok árs 1928, og framan af ári 1929. Öll breska þjóðin, já, alt breska heimsveldið, stóð þá við sjúkrabeð hans og fyldgist áhyggjufult með öllum breyt- ingum í veikindum hans. * Þegnum Georgs V. gafst síð- asta tækifærið til að votta kon- ungi sínum og drottningu hans hollustu á stórkostlegan hátt s.l. vor . Þá voru liðin 25 ár frá því að þau tóku við ríkjum. E. t. v. hefir aldrei komið greinilegar fram en þá, hversu sönn orð konungs voru, er hann mælti nú um jólin, er hann ávarpaði breska heims- veldið sem eina stóra fjöl- skyldu, sem vildi lifa í friði við alla, en í ófriði við enga. Georg V. var faðir þessarar fjölskyldu. Georg V. konungur, var í augum þegna sinna sú þunga- miðja, sem var hafin upp yfir sjerhagsmuni stjetta og flokka. Sem maður var hann elskað- ur og virtur fyrir störf sín, al- vörugefni og mannkosti. Þess vegna grætur breska heimsveldið iát hans. # Hin síðari ár er talið að meir hafi gætt áhrifa frá konungi í breksum stjórnmálum, en í upp hafi ríkisstjórnar hans. Tvisvar mistókst konungi að miðla málum. Hið síðara skiftið var, er hann reyndi sumarið 1914 að koma á sættum milli Breta og íra. Hið fyrra gerðist 1910, er hann ætlaði að koma á sættum í stjórnarskrárdeil- unni. Hvorttveggja málamiðl- unartilraunirnar mistókust. Á stríðsárunum gætti áhrifa konungs meir, og vann hann þá að því sleitulaust að halda uppi einingu bresku þjóðarinn- ar.— En meiriháttar áhrifa frá konungi gætti fyrst 1931, er glundroði var kominn á fjárhag breska ríkisins og nauðsyn bar til þess, að þjóðstjórn yrði mynduð. Það var þá, sem Eng- land hvarf frá gullinnlausn seðla sinna, í fyrsta skifti á friðartímum, og var það gert m. a. að ráðum konungs. Georg V. konungur gat nú síðastl. ár., sjeð ávöxt þessarar Þrfár mysíilir aí konungi. Nýleg mynd af konungi. f riddaraklæðum lífvarðarliðsins. .ovg'mtWabtð með morgunkaffinu Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Hrlngið^í síma 1600 og [gerist kaupendnr Nokkur falleg Silfurrefa- Höggmynd af konungi og listamaðurinn. ráðstöfunar. — Velmegun ríkir nú í Englandi, meiri en nokk- urs staðar annarsstaðar. # Af börnum Georgs konungs og Mary drotningar, er ein dóttir, Mary, nú gift og fjórir synir: Edward, prins af Wales, Albert hertogi af York, Her- bert hertogi af Gloucester og Georg hertogi af Kent. — Eru allir kvæntir nema ríkiserfing- inn Edward, prinsinn af Wales, nú Edward VIII. skinn, til sýnis og sölu í Matardeildinni, Hafnarstræti 5. r og vfxlspor Japana. Vegurinn til bolvunar. "pITT vígslspor og úti er um þjóðina“, sagði flotamálaráðherra Japana, er hann var að verja fjárlaga- áætlunina um útgjöld til hers 0£ flota. Útgjöldin nema 62 milj. sterlingspundum. Kvíði lians er eðlilegur. Árið 1922—’23 nam kostnaður af lier og flota 604,000,000 jen. Árið 1932—’33 nam hann 648 milj. jen. Nú er liann 1.059.000.000 je'n. Skýringin á þessari aukningu er auðsæ. i Ltgjöld til flotans minkuðu þegar Japanir skrifuðu undir ! Whasingtonsamninginn 1922, nm takmörkun víghúnaðar á sjó. Þeg- ar -Japanir sögðu upp samningn- eun síðastl. ár fóru útgjöldin að aukast. En þá fyrst keyrði um þverbak, er Japanir rjeðust inn í Manshuriu. Og eftir því sem Japanir he'ldu lengra inn í. Kína, iþeim mun meir uxu hernaðarút- gjöldin og þeim mun veikari varð sú von, að hægt yrði að venda seglum fyrst um sinn. Vandi Japana er ekki fyrst og l fremst í því fólginn að forðást víxlspor í framtíðinni, lieldur miklu fremur í því að hverta af l>eirri braut víxlspora, sem þeir ;hafa gengið á undanfarin ár. j Útgjöld Japana til vígbúnaðar 1 varða veginn til bölvunar fyrir Japana sjálfa og þær þjóðir sem þeir lenda í höggi við. Þessar þjóðir eru fyrst og fremst Kín-' verjar og Rússar. Rússar munu á þc'ssu ári verja 19% af iitgjöldum ríkisins -|il landvarna. Upphæðin er 14,8 milj- arðar rúbla. Síðastliðið ár vörðu þeir 8 miljörðum rvibla til hers og flota, eða 10% af ríkisútgjöldun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.