Morgunblaðið - 22.01.1936, Page 6

Morgunblaðið - 22.01.1936, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ ' '.ivaík'-. GJÍ Fráfall Bretakonungs. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hann komst svo að orði um Georg’ V., að hann hefði verið einn þeirra, sem aldrei þreytt- u«t á að vinna að friði, og betra samkomulagi milli þjóðanna. Samúðarskeyti hafa borist 8to að segja úr hverju ríki ver- aldar. Þjóðarsorg i Bretlandi. í Bretlandi hefir fráfall kon- ongs algerlega sett svip sinn á daginn í dag. Kappleikar og íþróttaiðkanir falla hvarvetna niður, skemtistaðir allir eru lok aðir, og jafnvel engir hljóm- leikar á gildaskálum. 1 London var dóms- og rjett- arsölum lokað,sömuIeiðis kaup- köllum um land alt. Hirðsorg i 9 mánuði. Hinn nýi konungur mælti svo fyrir í dag, að í tilefni af frá- íalli konungs skyldi haldin hirðsorg í 9 mánuði, og bauð, að til þess skyldi tekið tillit í klæðaburði: Fullkomin hirðsorg í sex mánuði, til 21. júlí, en fyrst 21. október skyldi hirðlífið falla í sínar venju Iegu skorður. (Breska útvarpið minnir á það, að þó að fyrirmæli þessi gildi aðeins fyrir hirðina, þá sje það, venja, að almenningur taki tillit til þeirra í klæðaburði •ínum.) »The most beloved«. lýðhylli er konungur hefði átt að fagna meðal þegna sinna fjær og nær, er best og greinilegast kom fram, vjð þ^tíðahöld þau hin miklu í fyrra, er hann átti 25 ára ríkis- stjórnarafraæli. Lýsti hann mann- kostum Georg V. frábærri um- önnun hans fyrir velferð þegna sinna, árvekni hans, starfsþreki og hinni frábæru skyldurækni og trygglyndi. Síð^sta daginn sem hann lifði, sagði J forsætisráðherrann, þegar sjúkdómúr hans hafði heltekið hann, svo Ifiann hafði ekki meðvit- und nema endrum og eins, spurði hann, þegár hann vaknaði til með- vitundar, um ástandið í Breta- veldi. ' Ráðherrk lýsti því, hve mjög menn hefðu óttast um líf konungs. Hvað eftir annað hefði hann ver- ið fársjúkur. Menn undruðust hvemig þrek hans entist við ha- tíðahöíd ríkisstjórnarafmælisins. Síðar var sem hann hefði hug- boð um, að hann ætti ekki langt eftir ólifað. En hann tók því með sömu staðfestu og öðru í lífinu. í endalok ræðu sinnar mintist ráðherra hins unga konungs, Edwards VIII., sem nú tæki við ábyrgðarmestu stöðu, sem hvíldi á hei^ðfjn nokkurs dauðleg^ manns. Breska þjóðin þekti mannkosti, dugm§ óg skyldurækni hans og vænti þvj ,hins best af honum. En mestan styrk í framtíðinni myndi hann ha£a af hinu glæsilega for- dæmi föð«r síns. Lárviðarskáldið breska, John Masefield, hefir ort kvæði í til- •fni af fráfalli konungs, og flutti það sjálfur í breska út- ▼arpið í dag. Síðustu hendingarnar í kvæði lárviðarskáldsins voru á þessa leið: „He was most royal of all royal kings, Most thoughtful for the meanest in his state, The best, the greatest, and the most beloved“. ;(Hann var konunglegastur aílra konunga, nærgætnastur allra við þá umkomulausustu í ríki hans, bestur, mestur, og ▼insælastur). Ræða Baldwins, FRAMH. AF ANNARI SlÐU. Lýsti hann m. a. hinni einlægu SKEMTUN REYKJAHÆL- IS SJÚKLINGA. FRAMHÍ AF ÞRIÐJU SlÐU. lestí^ $!l þess að auka og bæta bókak^gt 5 safnsins hafa sjúkling- ar því tekið það ráð að halda skemtun og hafa bestu listamenn bælfg^þl^Jofað aðstoð sinni. Það má því telja víst, að bæjar- bú|^ ,^i^|nenni á skemtunina og geri tvent í senn, a,ð skemta sjer og’siaiðiíL að því að Reykjahælis^ sjúmmg® geti aukið nokkuð við bókkpáfh sitt. ^afnið er nú svo fjelaust, að það gefur tæplega haldið þeim bókum við, sena jþað á nú, hvað þá keypt nýj^. ^n ef bæjarbúar sýna skemtuninni í kvöld góðan hug, getur það orðið til að auka ánægju sttííujir# imargra sjúklinga á Reykjahæli á ókomnum árum. Skemtunin er í Iðnó og hefst kl. Sþk ' h " ‘ €2 Vegna jarðarfarar — -.«*— ^— r—: • ' w, • h* verður skriísfofum voram ».'úP-rr lokað i dag frá kl. 12-4 e.h. H.f. Allianec. Hestamannafjelagið Fðkar Ireldur fund á Hótel Heklu, föstud. 24. þ. m., kl. 8!/2 síðd. FUNDAREFNI: Hagabeilarmáli?! og nýfl vallarslðeði. Slysavarnir og björguuarskútur. Reynsla Norðmanna. f haust fór ungur sjómaður, Geir Jón Helgason hjeðan til Nor- egs til þess *ð kynna sjer starf björgunarskúta þar. Fór hann þetta að tilhlutan Slysavarnafje- lagsins og var 6 vikna tíma á tveimur björgnnarskútum. Var önnur fyrir Austurlandinu, segl- skúta 30 smál. sem hjet „Hambur- sund“, en hitt var 40 smál. vjel- skúta frá Bergen og hjet „Frithjof Wiese“. Norðmenn hafa 25 björg- unarskútur víðsvegar með strönd- um fram, og eru 11 þeirra með 40- 90 hestafla hjálparvjel. Hafa þær mismunandi stór svæði til yfir- ferðar, eftir árstíðum og veiði- skap. „Frithjof Wiese“ er önn- ur fullkomnasta björgnnarskútan þar, en skútan, sem er í ráði að kaupa hjer og hafa í Faxaflóa, verður mikið stærri og með alt að því helmingi öflugri vjel. Holter, forstj. Slysavarnafjelags Norðmanna. Á skútunum érn fjórir menn, skiþstjóri, stýrimaður og tveir hásetar; skiftast hásetar á að mat- reiða, sína vikuna hvor. En fram- vegis á að vera 5 manna áhöfn á stærri skútunum, Kapt. Holter, forstjóri „Norsk Selskab for Skibbrudnes Redn- ing“ sýndi Geir Jóni kvikmynd af björgunarstarfsemi á sjó og landi. Hefir hún verið sýnd víðs- vegar um Noreg, og verið mesta tekjulind fjelagsins. Bauðst Holter til þess að koma með hana hingað og sýna hana til ágóða fyrir Slysavamafjelagið. Nú er Geir Jón Helgsaon ný- lega kominn heim aftur og hefir Morgunblaðið hitt hann að máli og beðið hann að segja frá slysa- varnastarfsemi Norðmanna. — Jeg verð fyrst að geta þess með þakklæti, að Holter fram- kvæmdastjóri gerði alt sem í hans valdi stóð til þess að árangur far- ar minnar yrði sem bestnr, og gaf hann mjer fúslega allar upp- lýsingar um björgunarstarfsemi Norðmanna. Slysavarnafjelag þeirra (Norsk Selskab til skibbrudnes Redning) var stofnað árið 1891 og tveimur árum seinna eignaðist það þrjár fyrstu björgunarskútumar, „Colin Archer“, „Langesund“ og „Tor- denskjold“, Á þessum 44 árum, sem liðin eru síðan fjelagið var stofnað, hefir það eignast 41 ’ björgunarskútu, og af þeim hafa 16 skútur verið gjafir frá einstök- uín mönnum eða fjelögum. Þrjár skútur fjelagsins hafa farist, þar af ein með allri áhöfn, og er það eini mannskaðinn, sem fjelagið hefir orðið fyrir. Ellefu skútur hefir það seit, vegna þess, að þær voru gamlar og of litlar, því að eftir því sem útvegurinn eykst eru gerðar meiri kröfur til fje- lagsins um betri og vandaðri skip. Nú á fjelagið 27 björgunarskútur (þar af eru tvær til vara, ef eitt- hvert óhapp skyldi koma fyrir) og 32 björgunarstöðvar í landi, víðsvegar með ströndum fram. Kapt. Holter sagði við mig: — Norðmenn þurfa að eignast miklu fleiri björgunarskútur með vjel og nýtísku björgunartækjum, svo að við getum slegið öflugri varðhring en nú um Noregsstrend- ur. Þetta verður, því að mönnum er farið að skiljast, að það er of seint að koma til hjálpar, þegar skip er strandað. Besta hjálpin er sú að forða bátum og skipum við slysum og bjarga mannslífum úr yfirvofandi háska. Árið 1934 björguðu skútur vorar 8 bátum með 20 manns og fram að þeim tíma höfðu þær dregið til hafna 1351 bát með 3320 mönnum, og ér óvíst bve margir þeirra hefði bjargast af eigin ramleik, því að flestir bátarnir voru með bilaða vjel, eða höfðu flækt línu um skrúfuna. Jeg skal geta þe'ss enn fremur, sagði Ilolter, að nýjasta björgun- arskútan „Frithjof Wiese“, sem byrjaði starfsemi sína um miðjan október 1935, hafði um miðjan desember dregið til hafna rúm- lega 160 báta sem vom í sjávar- háska. Og á árinu sem leið björg- uðu skútnr vorar og björgunar- stöðvar í landi 44 mönnum frá druknun. Auk þessa hafa björgunarskút- umar bjargað óbeinlínis lífi fjölda manna, með því að flytja sjúlinga frá afskektum stöðum til sjúkra- húsa, og flytja lækna og Ijósmæð- ur til afskektra eýja. En auk alls þessa hafa björgun- arskútnrnar sparað útgerðar- mönnum og vátryggingarfjelög- um ótöld hundrað þúsunda króna. — Hvernig lýst yður á norsku björgunarskúturnar ? spyr blaðið Geir Jón. Haldið þjer að þær mundu vera við vort hæfi? — Ekki held jeg það, nema hvað nýustu skúturnar áhrærir. Hjer horfir nokkuð öðru vísi við en í Norégi, þar sem eyjaklasinn er ,og bátar eiga skamt að kom- ast í vör. Hjer í Faxaflóa eru óvíða nokkur afdrep fyrir báta, og þess vegna verður björgunar- skútan í Flóanum að vera stærri, traustari og betur út búin að öllu leyti heldur én títt er um björg- unarskútur. Og þegar við höfum eignast slíka björgunarskútu, þá er jeg viss um það, að menn verða undrandi út af því hvers vegna bún skyldi ekki hafa verið keypt fyrir mörgum árum. Og jég er þess fullviss, að þá koma fleiri skútur á eftir. Miðvikudaginn 22. jan. 1936. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið á skrifstofu lögmannsins í Arnar- hváli, föstudaginn 24. þ. m., jkl. 2 e. h. og verða þar seldar úti- standandi skuldir úr dánarbúi H. O. Andersen, klæðskera, ca. 30 þús. krónur að nafnverði. Greiðsla fari fram við hamars- högg. Lögmaðurinn í Reykjavík. 15 slk. Appelsínur 1 krónu. Pálsbúð, Gretlisgötu 46, símt 4671. Bankabygg. Bygggrjón, Bæki-grjón, Semulegrjón, Hvítar, brúnar, gular og grænar BAUNIR fást í Bamadiskar 1,00 Barnakönnur 0,50 Barnabollar 1,00 Barnabollapör áletruð 1,25 Barnaskálar 0,85 Bamaboltar 0,85 Barnaskóflur 0,60 Barnalitakassar 0,35 Barnaskeiðar 0,20 Barnaflautur 0,25 Barnaleikföng ýmiskonar o. m. fleira fyrir böm. K. Einarsson & Björnsson, Bankastræti 11. Llfuir og hjörla» Gott saltkjöt. Kjötbúðin Herðubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. Atvinnurekendur! Jeg er duglegur og ábyggi- legur og óska eftir fastri at- vinnu. Reynið mig og jeg skal sína að jeg dugi. Tilboð merkt: „Staða“, sendist A. S. í.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.