Morgunblaðið - 22.01.1936, Side 7

Morgunblaðið - 22.01.1936, Side 7
Miðvikudaginn 22. jan. 1936. MORGUNBLAÐIÐ Qagbók. I. O. O. F. 1171226. Spilakvöld. Veðrið í gær: N- og NA-átt um alt land, víða allhvöss. Bjartviðri sunnanlands en snjókoma á N- og A-landi. Veður er mildara en. að undanförnu, hiti um frostmark austanlands og jafnvel 2 st. yfir frostmark á SA-landi en á N- og V-landi er 1—3 st. frost. Yfir Norðursjónum er djúp lægð en hæð yfir N-Grænlandi. Ný lægð <er yfir vestanverðu Atlantshafi en hefir naumast áhrif á veður hjer á landi á morgun. Veðurútlit í Bvík í dag: N- kaldi. Bjartviðri. Hjónaefni. Fyrir nokkru opin- beruðu trúlofun sína frk. Aðal- heiður Guðmundsdóttir og Gísli Skiili Jakobsson, Þingholtsstr. 11. Eimskip. Gullfoss fór frá Kaup- mannahöfn í morgun. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss fer hjeðan kl. 10 í kvöld til Vestfjarða og kringum land. Dettifoss er í Beykjavík. Lagarfoss var á Norð- firði í gærmorgun. Selfoss er í Leith. Veðráttan segir frá því að sein- ast hafi verið hirt af engjum í haust 2. sept. til 13. október (16 stöðvar), að meðaltali 25. sept- -ember og er það sama dag og 5 úra meðaltal áður. Kúm var byrjað fflð gefa frá 14. sept. til 14. októ- ber (24 stöðvar) og er meðaltalið 2. okt., eða 5 dögum síðar en sein- fflsta 5 ára meðaltal, en að meðal- tali voru kýr um þessar stöðvar teknar á inngjöf 11. október, eða sama dag- og 5 ára meðaltal. Svo fór um sjóferð þá. Síðastlið- inn sunnudag boðuðu þingmenn Arnesinga til fundar í Grafningi; skyldi þetta vera einskonar leiðar þing eða þingmálafundur. Var farið með mikilli leynd með fund- arboðið, því að ætlunin var að stofna Framsóknarfjelag í lok fundarins. Þegar komið var að fúndartímanum, var þar mættur Bjarni á Laugarvatni og 8 á- heyrendur. En þegar til kom, að stofna skyldi fjelagið, urðu þeir aðeins fjórir, sem vildu taka þátt 3 þeim fjelagsskap. Eigi veit blað- ið, hvort fjelagið hefir verið stofnað, en hafi svo verið, hefir liðið passað í þriggja manna stjórn, einn í varastjórn, en eng- inn óbreyttur liðsmaður. Músíkklúbburinn. Vegna þess •að ekki er enn útgert um dvalar- leyfi hljómsveitarinnar á Hótel Island, verður að fresta konsert- inum, sem átti að halda í kvöld, en fjelagsmenn eru beðnir að snúa Sjer til Hljóðfærahússins og K. Viðar viðvíkjandi nánari upplýs- ingum. Kristileg samkoma verður hald- in í Betaníu í kvöld kl. 8V2- — Ræðumenn: Eric Ericson frá Sví- þjóð og Jónas Jakobsson. Söng- ur og Idjóðfærasláttur. Heiðursmerki. Forseti Austur- ríkis hefir sæmt Július Schopka, ræðismann Austurríkismanna á ís- landi, riddarakrossi 1. stigs aust- urrísku orðunnar (Ritterkreuz 1. Klasse des Österreieliisehen Verdienstordens). Sænsku háskólafyrirlestrarnir. Fyrirlestraflokkunum um sænska skáldið Verner v. Heidenstam er íiú lokið. Fil. lie. Áke Ohlmarks mun liefja nýjan flokk fyrir- lestra um miðjan febrúar. Næsti fyrirlestur hans um samanburðar- trúfræði verður annað kvöld kl. 6,15. Lyra kom til Bergen á mánu- dagskvöld kh 10. Ungfrú Anna Jónsdóttir í Hafn- arfirði hefir óskað þess getið, að í auglýsingu hennar í blaðinu í gær hafi átt að standa „15-myndir“ í stað: 15-Fóto. K. F. U. M. Almenn æskulýðs- samkoma verður haldin í kvöld kl. 8%• Stud. theol. Ástráður Sigursteindórsson talar, söngur og samspil. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Anglia. Vegna fráfalls Breta- konungs verður fundi Anglia, sem átti að vera fimtudaginn 23. þ. m., frestað til fimtudagsins 13. febrúar. Dánarfregn. Ragnhildur Thorla- cíus, dóttir Ólafs Thorlacíus lækn- is, andaðist nýlega að Vífilsstöð- um eftir langa og þunga legu. — Jarðarför hennar fer fram í dag og hefst með minningarathöfn á heimili foreldranna, Mímisveg 8, kl. 1. Fyrir 60 árum. Veðráttufar ágætt um alt Norðurland fram yf- ir nýár. Óvíða nokkur skepna á gjöf nema kýrnar. Aflabrögð voru þar hin bestu í vetur og haust, einkum við Húnaflóa. 1 Miðfirði komnir 16—18 hundraða hlutir fyrir jól, frá því um rjettir. Við Eyjafjörð var landburður af haf- síld þegar janúarpóstur fór. Fisk- afli í verstöðvum sunnanvert Breiðafjarðar varð 2—400 á ver- tíðinni. í suðurlandsverstöðvun- um vita menn nú hvergi til fiskj- ar. Er nú farið að verða hjer all- hart manna á milli. (fsafold 4. febr. 1876). Nýr togari. Þeir Guðmundur Jónsson, áður skipstjóri á Skalla- grími og Geir Sigurðsson skip- stjóri, hafa fest kaup á togara í Boulogne sur Meer í Frakklandi. Dánarfregnir. Nýlátin er Arn- þrúður Guðmundsdóttir Hallgils- stöðum, kona á áttræðisaldri og Jón Bjamason, Fjallaseli, maður á áttræðisaldri. (FÚ). Stjettarfjelag barnakennara í Reykjavík átti 5 ára afmæli í gær. Stofnendur voru um 60, en nú eru í fjelaginu um 90 kennarar. Á þessum árum hefir það í sam- bandi við Samband ísleúskra barnakennara beitt sjer fyrir ýms- um málum, sem kennarastjett og barnaskóla varðar, og þá auðvitað sjerstaklega barnaskólana í R^ykjavík. Sálarrannsóknafjelagið heldur aðalfund sinn í Varðarhúsinu í kvöld kl. 8%. Að aðalfundarstörf- um loknum flytur síra Jón Auð- uns erindi, sem heitir: „í ein- rúmi“. Skákþing Reykjavíkur hefst á þriðjudaginn kemur í Oddfjelaga- húsinu kl. 8%. Þátttakendur eiga að hafa gefið sig fram við Tafl- fjelag Reykjavíkur, ekki síðar en á mánudag. Dettifoss fer hjeðan á föstudag- inn í hraðferð vestur og norður. Esja fer í hringferð vestur um land á föstudagskvöld kl. 9. Hafnarfjörður. Vakningarsam- komur miðvikud., fimtud. og föstud. kl. 8i/2 e. h. hjá Hjálp- ræðishernum. Allir velkomnir. Iðnaðarmannafjelagið í Reykja- vík heldur fund í kvöld kl. 8y^. Verður ])ar meðal annars rætt um útgáfu Tímaritsins. Jarðarför Aðalheiðar Sigríðar, dóttur Kolbeins Þorsteinssonar skipstjóra, fer fram í dag og hefst með húskveðju á Hverfisgötu 43, kl. 1. Brúarfoss fer hjeðan í kvöld kl. 10 til Breiðafjarðar, Vestfjarða og þaðan austur um land til Reykjavíkur. Búist er við að skip- ið fari hjeðan beint til London 7.—10. febrúar. Frá Skattstofunni. — Athygli manna skal vakin á því, að frest- urinn til að skila framtölum er bráðum á enda. Einnig er því beint til allra þeirra, sem ætla sjer að fá aðstoð skattstofunnar við að telja fram, að gera það sem fyrst, með því að síðustu daga framtalsfrestsins er aðsóknin venjulega svo mikil, að dráttur hlýtur að verða á afgreiðslu og veldur jafnt framteljendum sem skattstofunni óþægindum. M. A.-kvartettinn ætlar að halda söngskemtun annað kvöld (fimtu- dag) kl. 7,15 í Nýja Bíó. Ágóð- inn af söngskemtuninni rennur til brunafólksins í Keflavík. Þessi söngskemtun verður ekki endur-' tekin. Aðgöngumiðar fást hjá Katrínu Viðar og bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Mæðrastyrksnefndin hefir upp- lýsingaskrifstofu sína opna á mánud. og fimtud. kl. 8—10 síðd. í Þingholtsstræti 18, niðri. Landsímastöðvar. Símaskráin er nýlega komin út. Eru þar venju- legar leiðbeiningar fyrir talsíma- notendur landsímans, gjaldskrá fyrir talsímanotendur utan Reykja víkur og Hafnarfjarðar og gjald- skrá fyrir talsímanotendur í Reykjavík og Hafnarfirði, skrá um bæi í sveitum, sem hafa síma og bæi sem má senda útvarps- skeyti til o. m. fl. Þá er skrá um landsímastöðvarnar og eru þær 481 að tölu og skrá um einkastöðv- ar, 4 að tölu. En á meðan síma- skráin var í prentun, bættust við 6 nýar landsímastöðvar í Fáskrúðs fjarðarhreppi (3. fl. stöðvar), tvær á Eyri, hinar á Fagraeyri, Hafnarnesi, Sævarenda og Vík. Kona slasast. í fyrrinótt slas- aðist kona, Kristín Tryggvadóttir, Lokastíg 11. Kom hún heim til sín skömmu eftir miðnætti og hrap- aði í stiganum á leið inn til sín. Kristín var flutt á Landsspítal- ann. Hafði hún meiðst talsvert á höfði. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar: Starfsfólk Reykjavíkur- hafnar 85 kr., starfsfólk hjá Jes Zimsen og H. í. S. 98 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinhar, Stefán A. Pálsson. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar við Skúlagötu, gengt Sænska frystihúsinu, tekur á móti gjöfum til starfseminnar alla virka daga kl. 10—12 f. h. og kl. 1—6 e. h. Sími 1490. Útvarpið: Miðvikudagur 22. janúar. 8.00 íslenskukensla. 8.25 Þýskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.30 Erindi: 1 Miklumýrum, I (Árni G. Eylands ráðunautur). 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Danslög. 19.40 Auglýsingar. 19.45 Frjettir. 20.15 Erindi: Yfirlit um árið 1935 (Ilaraldur Guðmundsson at- vinnumálaráðherra). 20.40 Hljómplötur: Schuberts-lög. 21.05 Erindi: Nýjar framleiðslu- greinar, II. (Árni Friðriksson, náttúi’ufræðingur). 21.30 Hljómsveit útvárpsins (dr. Mixa): a) Beethoven: Andante cantabile, með tilbrigðuafi (D- dúr); b) Haydn: Serenade; c) Mendelssohn: Intermezzo); d) Boccherini: Menuett. 21.55 Hljómplötur; Nxitímatónlist (Debussy, Bartók, Stravinsky). ___________________ fj Búð. Búð með tveim bakheiberg(um > .n Jt á Laugavegi, tii leigu, ódýr. « Strax, eða frá næstu mánaða- mótum. Uppl. i sfima 2534. §ykur. Sig. Þ. Skjaldberg. (Heildsalan). Tilkymiiiig. Að gefnu tilefni eru fiskút- flytjendur og skipaeigendur varaðir við að flytja út fisk án fyrirfram fengins leyfis Fiski- málanefndar. Fiskimálanefnd. \ andaður og duglegur piltur, 16—18 ára, getur fengið að læra bakaraiðn í nágrenni Reykjavíkur. Piltur, sem hefir unnið áður í bakaríi, 1—2 ár gengur fyrir. Umsóknir sendist A. S- í., merkt: „Bakaranemi“. Timburrerslun P. W. Jacobsen & Sffin. Stofnuð 1824. Símnefni: Granfuru — Carl-Lundarade, Köbenhavn C. Selur tlmbur í atnrrl og amaarri aendingnm frá Kaup- mannahöfn. — Eik til akfpaamiBa. — F.innig btQa akipafarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við íaland f meir en 80 ár. Fyrirliggjandi: Huframjöl, Hrísgrjón, Kandis Flórsykur. Eggert Kristiánsson & Co. Sími 1400. Ný bók! Sögur handa börnum og unglingum V. safnað hefir sr. Friðrik Hallgrímsson. • Verð kr.“2.50. ,‘Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Ansturbæjar, B. S. E., Laugaveg 34

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.