Morgunblaðið - 22.01.1936, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
MiðvikucFagmn 22. jan. 1936".
Jíaiijt&íícijiMZ
Skíðahúfur fást í Aðalstræti
9 C í hattasaumastofu Þóru
Brynjólfdóttur.
Flautukatlar fást í Breið-
fjörðsbúð.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
Björnsson, Lækjartorgi.
Sel gull. Kaupi gull. Sigur-
þór Jónsson, Hafnarstræti 4.
Kaupi ísl. frímerki, hæsta
verði. Gísli Sigurbjörnsson,
Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.)
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
‘Hirvtv&'
ísafold 22. sept. 1894 birtist
svohljóðandi smágrein — und-
ir fyrirsögninni „Listileg leiðtoga-
menska“:
Er það ekki lystileg leiðtoga-
menska fyrir lýðinn, piltar, sem
samanstendur ekki af öðru en
durgshátt og þjösnaskap, öfund og
rógi við sjer meiri menn, í liausa-
víxlum á rjettu og röngu, sönnu
og ósönnu, ef um vild eða óvild er
að tefla, hagsmuni eða óhag, í
fleðulátum við höfðaf jöldann, í
því skyni að hafa hylli hans og
fje, og ekki síður við höfðingja,
sje af því hagsmuna von, í dindil-
mensku aftaní skrílskrumurum; í
aula- og andhælisskap, amlóða-
hætti og steinblindni á hvað eina
sem til þjóðþrifa horfir; í sjer-
gæðingsskap og sjerplægni, rolu-
hætti og rangsýni?“
Gluggahreinsun. Upplýsingar
í síma 1781.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Áma B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Matur og kaffi með sann-
gjörnu verði í Café Svanur við
Barónsstíg.
A gamlárskvöld síðastliðið bar
•*"*■ það til í kaupstað einum hjer
á landi að hús eitt var mannlaust,
því alt heimilisfólkið var í boði.
Er fólkið kom heim að húsinu
um nóttina voru þar nokkrir
ntfcjin í' áflogum úti fy.rir.
Við nánari athugum kom það í
ljós, að brotist hafði verið inn um
kjallaraglugga í húsinu.
í kjallaranum höfðu þeir, sem
innbrotið frömdu fundið allstórt
ílát sem fult var af hvítöli. Var
ílátið svo stórt, að það komst
.með engu móti út um gluggann.
Þá höfðu þessir óboðnu gestir
fundið í kjallaranum 10 metra
langa garðslöngu. Yildu þeir ó-
gjarnan verða af ölinu. Settu þeir
slönguna í ölið og lögðu hana svo
út urn gluggaopið og niður fyrir
húsið.
. Settust þeir þar að drykkju, með
þeim hætti, að þeir sugu ölið upp
í sig- út um gluggann.
Er þeir höfðu fundið hve þetta
gekk greiðlega buðu þeir fleirum
til sín, til þess að verða þessara
ölfanga aðnjótandi.
En er fjölgaði við gamlárs-
drykkju þessa. urðu þeir fjelagar
ósáttir, því allir vildu samtímis
komast að slöngunni, en eigi gat
nema einn drukkið í einu.
Og af því stöfuðu áflogin.
TWÍ ikils er það um vert fyrir
■*■ sölu á allskonar vörum hvern
ig umbúðirnar eru. T. d. hefir öl-
bruggari sagt frá því, hvernig
miðarnir á ölfloskum þurfi að vera
mismunandi eftir þvi, livar á að
selja ölið.
Á ölflöskunum til Spánar og
Suður-Ameríku þurfa að vera
myndir úr þjóðlífinu. En ef ölið
á að seljast í Englandi þurfa mið-
arnir að vera sem líkastir banka-
seðlum. Handa Afríkumönnum
þarf ölflöskumiða með kvenmanns
myndum.
Fyrir Dani, segir sami maður,
þurfa miðarnir að vera í rauðum
eða grænuin lit, því þeir litir eru
Dönum geðþekkir.
*
Cú skoðun hefir komið fram
meðal kennara, að kenslu í
almennum brotum mætti leggja
niður, vegna þess, að í daglegu
lífi manna sje svo að segja ein-
göngu reiknað með tugabrotum
nú orðið, og nám í hinum svo-
nefnda almenna brotareikningi því
óþarfa fyrirhöfn.
í því sambandi er rjett að rifja
upp hve tugabrotin eru gömul í
hettunni.
Fræðimenn á sviði stærðfræð-
innar eru noltkurnvegin sammála
um að höfundur tugabrotareikn-
upp tugabrotareikninginn. Iíann
verkfræðingurinn, Simon Stevin.
Liðin eru 350 ár síðan hann fann
upp tugabrotsreikninginn. Hann
var maður hagsýnn og lagði kapp
á, að gera stærðfræðina þannig
úr garði, að hún gæti komið að
sem bestum notum fyrir alþýðu
manna.
iTÍCJUýtvruvujcw
Saumastofan, Hafnarstræth
22 (yfir ,,Irma“), saumarr.
Dömukjóla, barnafatnað og
drengjaföt. Einnig ljereftasaumj
allskonar og undirföt, Zig zag..
Tekur mál og sníðir.
BorðiS í Ingólfsstræti 16 —
sími 1858.
Nýja þvottahúsið, Grettis—
götu 46, hefir síma 4898.
Nýir kaupendur að Morgun-
blaðinu fá blaðið ókeypis til
næstkomandi mánaðamóta.
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Best að auglýsa í Morgunblaðinu,
Munið Pemanent í Venus,.
Austurstræti 5. Ábyrgð tekin A
öllu hári.
Dömuklippingarnar í Kirkju-
stræti 10 eru unnar af æfðum
fagmanni. Sími 1697.
2303 er símanúmerið í Búr-
inu, Laugaveg 26.
„Freia“-fiskmeti (fars, boll-
ur og búðingur), er viðurkent
fyrir gæði, hvað það er ljúf-
fengt og holt. Fæst á eftirfar-
andi stöðum: Laufásveg 2, og
Laugaveg 22 b, (Pöntunarsími
4745). — Búðum S'láturfjelags
Suðurlands, Versl. Lögberg. —
Einnig eru ,,Freia“-fiskibolIur
seldar í flestum útsölubúðumi
Mjólkursamsölunnar.
Slysavarnaf jelagið, skrifstofa
Hafnarhúsinu við Geirsgötu.
Seld minningarkort, tekið mótí
gjöfum, áheitum, árstillögum:
m. m.
aaéi
Allir Reykvíkingar lesa a-uglýsingar Morgunblaðsins.
Fimm menn um miljón. 16.
skrift, koma hingað á markaðinn frá meginland-
inu, og þá erum við laglega staddir".
„Þetta er leiðinda ástand“.
„Það er ótrúlegt“, mælti Sir Matthew. ,,En sann-
leikurinn er sá, að faðir þinn var alla tíma afar
hræddur um að aðrir kynnu að komast að því,
hvemig framleiðslan færi fram. Hann vissi að
njósnarar voru alls staðar. Þeir urðu oft á vegi
okkar, en við rákum þá jafnharðan af höndum
okkar. Við urðum að gera allar mögulegar var-
úðarráðstafanir. Margskonar verkaskifting er höfð
í framleiðslunni. Þannig hefir hver maður sitt verk
að vinna. Einn býr t. d. til eina vissa blöndu. Hann
veit ekkert nánar um hana, nje í hvaða sambandi
hún stendur við aðrar efnasamsetningar vörunn-
ar. Og þannig gengur það koll af kolli. Með slíkum
varúðarráðstöfunum tókst föður þínum ávalt að
varna því, að óviðkomandi mönnum tækist að
kynnast framleiðsluhætti verksmiðjanna“.
Dutley sat þögull um stund með hendur í vösum
og starði fram undan sér. Svo rétti hann alt í einu
úr sjer, kveikti sjer í vindling og sagði: „Segið
mjer nánar frá innbrotinu. Jeg hefi lítið heyrt um
það. Hefir nokkur verið tekinn fastur?“
„Nei. Frá sjónarmiði lögreglunnar er málið
mjög viðsjárvert. Þeir voru fimm um innbrotið.
Þeir hafa hlotið að- vera á verksmiðjunni allan
daginn. Það hefir verið auðvelt fyrir þá að Ieyna
sjer innan um alt verkafólkið, sextán til seytján
þúsund manns. Stuttu eftir miðnætti, rjett eftir
að næturvörðurinn hafði gengið fyrstu eftirlits-
ferð sína um verksmiðjurnar, komu þeir inn á
einkaskrifstofuna og fóru að reyna að opna pen-
ingaskápinn".
„Bíðið við“, tók Dutley fram í fyrir honum. —
„Hverrig komust þeir inn á skrifstofuna?"
„Þeim hefir ekki verið skotaskuld úr því, að út-
vega sjer eftirlíkingu af lyklunum, þar sem ritarar
og skrifstofustúlkur eru yfir hundrað að tölu. Það
er enginn vafi á því, að þeir hefðu náð í það, sem
þeir ætluðu sjer og komist út, án þess að nokkur
yrði þeirra var, ef Rentoul gamli hefði ekki verið
að vinna á rannsóknastofu sinni. Hann hefir líklega
heyrt til þeirra. En í stað þess að hringja bjöllunni
strax og gera aðvart, hefir hann álpast niður,
beint í fasið á þeim. Það var það versta sem fyrir
gat komið. Hann var eini maðurinn, sem kunni
alla aðferðina upp á sínar tíu fingur“.
„Var ekki annar maður drepinn, en hann?
„Jú, einn næturvörðurinn, sem varð á vegi
þeirra, þegar þeir voru á leiðinni út. Hann fanst
skotinn rjett hjá bjöllunni“.
„Þetta er skrítið“, sagði Dutley hugsandi á svip.
„Maður getur ekki annað en furðað sig á, hvers-
konar menn hafi staðið fyrir þessu. Innbrot, framið
með hjálp sjerfróðra manna, og tveir menn drepn-
ir — fyrir einn einasta pappírsstranga“.
„Pappírsstranga." endurtók Sir Metthew móðg-
aður. „Þetta var sannarlega mikill fengur tveggja
miljóna virði. Okkur hefir þjófnaÖurinn þegar
kostað hálfa miljón, og mun kosta okkur alt, sem
við eigum til, ef við finnum ekki ráð“.
Dutley sat mjög hugsi um stund. Sir Matthew
var að veita því fyrir sjer, hvort hann hefði í raun
og veru heila á bak við þetta freknótta enni, eða,
hvort hann væri aðeins niðursokkinn í draumóra.
,,Nei“, sagði hann alt í einu. „Jeg sel ekki hluta-
brjefin. Jeg á hvort sem er álitlega upphæð, fyrir
utan þau. Aftur á móti þætti mjer gaman að reyna
að finna uppskriftina".
Sir Matthew brosti hæðnislega. „Þú ert ef til vill
búinn að gleyma að öll lögreglan í Yorkshire og
Scotland Yard hafa haft málið til meðferðar síð-
ustu fjóra mánuði?“
„Ónei, en það er einmitt sú staðreynd, sem
kemur mjer á þá skoðun, að eitthvað sje bogið
við aðferð þeirra, að þeim hafi ef til vill sjest yfir'
eitthvað“.
Sir Matthew myndaði varirnar, til þses að segja
eitthvað, en hætti við í miðju kafi. Hann vorkendi
piltinum, en fanst ástæðulaust að særa hann. —
„Jæja, ef þú finnur manninn með skjölin, treysti
jeg þjer til þqgs að sjá um að við fáum fyrsta til-
boð hans. Hvaðan við eigum að taka fje til þess
að greiða fyrir skjölin veit jeg ekki, en hitt veit
jeg, að við verðum að kaupa þau“.
„Jeg veit ekki“, sagði Dutley rólega. „Mjer finst
.öfugstreymi í því, að kaupa það, sem maður á
sjálfur. Jeg kysi heldur að fá skjölin á annað
hátt“.
Sir Matthew brosti vorkunnlátur á svip og
sagði:
„Þessir leiðangrar þínir hafa víst sljóvgað þig?“
„Má vera. En engu að síður.-----------Eruð þjer
á verksmiðjunni alla næstu viku?“
„Já, það geturðu reitt þig á“.
„Þá kem jeg og tala við yður einhvern daginn
um ellefu fyrir hádegi“.
„Er þjer alvara, að þú ætlir að koma til Leeds?“
spurði Sir Matthew og ætlaði ekki að trúa sínum
eigin eyrum.
Dutley lávarður brosti. Hann var ekki lengur
sljór á svip. Hann var einsog maður sem tekið
hefir ákvörðun og ætlar sjer að halda henni til
streitu. „Jeg kem þangað“, sagði hann. „Til þess
að líta sjónarsviðið með eigin augum“.
Littlu síðar sátu þrír menn — Harrison lög-
reglumaður, Bridgemann yfirlögregluþjónn og
Dutley — í skrifstofu Harrisons á Scotland Yard.
„Við höfum ekki beinlínis sýnt glæsilega frammi-
stöðu í þessu máli“, sagði Bridgeman afsakandi.
„Jeg var í Yorkshire fyrir nokkrum dögum og átti
tal við Sir Matthew Parkinson. Hann var ekki