Morgunblaðið - 23.01.1936, Side 4

Morgunblaðið - 23.01.1936, Side 4
4 M OHGU’NBLAÐIÐ Fimtudaginn 23. jan. 1936. Þriðja grein dr. Guðm. Finnbogasonar: Inníendur markaður. 1 tveimur undanförnum grein- um hefir aðeins verið drepið á nokkur atriði, er snerta þrjá fyrstu liði bjargráðanna, og ætti öllum að vera ljóst, hve margþætt og .vandasöm verk- efni felast í þeim og að ekki verður úr þeim leyst, nema með samvinnu bestu manna, er vjer eigum völ á. Vjer verðum ef- laust ávalt að framleiða tiltölu- lega mikið fyrir erlendan mark- að til að geta keypt það, sem 'vjer þykjumst ekki mega án vera, en engin tök eru á að framleiða í landinu sjálfu, og hins vegar eru skuldirnar við önnur lönd orðnar evo ægilegar, að vextir og afborganir af þeim verða Iengi þungur baggi, hvernig sem að er farið. En aðalbjargráðin ættu þó að verða fólgin í því, sem talið var undir 4. lið: að reyna að framleiða alt, sem svarar kostnaði að framleiða fyrir innlendan mark- að og lifa sem mest af innlend- um afurðum. Kostir fjölbreyttrar framleiðslu. Aðalatriðið er þá að gera sjer Ijóst, að þetta á ekki að teljast neyðarúrræði eða kreppuráð- stöfun, heldur markmið, sem þjóðin setur sjer af ráðnum hug og fullum skilningi á því, að með því fæst fyrst verulegt sjálfstæði og að það er grund- völlur undir fjölhliða menning- ar þrosk^. Meðan þjóðin verður flest að kaupa af öðrum þjóðum fyrir fáar og að miklu leyti óunnar vörur, fer hún á mis við það fje og þá atvinnu, sem fengist með því að vinna úr hráefnunum innanlands og selja vöruna full- komna. Og meðan atvinnulífið er fábreytt, nýtur fjölbreytnin í gáfum þjóðarinnar sín ekki. Þegar um fáar atvinnugreinar er að velja, verða margir að stunda atvinnu, sem þeir eru ekki hneigðir fyrir, en það spill- ir ánægjunni, sem fnenn geta haft og eiga að hafa af starfi sínu, og menn fá ekki þann þroska, sem þeir þrá og eiga að ná. Til að framleiða hrávörur, eða Iítt unnar vörur, þarf til- tölulega litla þekkingu, en því fleira, sem unnið er úr hrávör- unum og því meira, sem það er vandað, því meiri þekkingu og leikni þarf til þess. Með aukn- um iðnaði blómgast jafnan vís- indi, hugvit og leikni. Athugum verslunar- skýrslurnar. Ef vjer tökum verslunar- skýrslur vorar og gáum að, hvað vjer flytjum inn af út- lendum vörum, streyma ótal spurningar að oss. Fyrsta spurn- ingin um hvern innfluttan hlut ætti að vera þessi: Er hann nauðsynlegur? Ef sú verður raunin á, kemur hin næsta? Mundi það vera hægt og svara kostnaði að gera slíkan hlut NOKKRAR HUGLEIÐINGAR OG TILLOGUR UM LANDSMÁL. eða annan jafngóðan úr ís- lenskum efnum? Og þá kemur spurningin um það, hvað land- ið og sjórinn umhverfis það fela í skauti sínu og hvað gera mætti úr því. Til þess að svara því, þarf oft nýja vísindalega þekkingu og rannsókn. — Frá verslunarskýrslunum beinum vjer þá rannsakandi augum að náttúrunni umhverfis oss og því, sem hún býður. I stað þess að gína við hverri útlendri vöru hugsunarlaust eins og gráðugir þorskar við beitunni. verðum vjer að hugsandi mönn- um og ótal verkefni fæðast. — Hversvegna ættum vjer að senda út óunnin efni og kaupa þau svo aftur dýrum dómum, unnin af öðrum? Hvers vegna sækjum vjer vatn yfir um ána? Fyrst er auðvitað að líta á það, sem vjer kaupum frá út- löndum til að fullnægja frum- þörfum lífsins: til fæðis, klæðn- aðar, húsa og húsbúnaðar. Lítum fyrst á fæðið. — Þar kemur ekki aðeins til greina efnahagssjónarmiðið, heldur og heilbrigðin. Dungal um fæðið. ,,Menn eru nú alment að fá augun opin fyrir því, hversu stórkostlegt velferðaratriði það sje mannkyninu, að næring þess sje heppilega valin, að heilsa hverrar þjóðar er að miklu leyti undir því komin, hve vit- urlega hún nærist, og að fæðí barnanna ræður ekki aðeins líkamsvextinum, heldur einnig að miklu leyti hreysti þess fyr- ir framtíðina", segir prófessor Níels P. Dungal í bók sinni ,,Um næringu og næringarsjúk- dóma“, sem kom út í fyrra og fylgir „Árbók Háskóla lslands“ Þessa bók ættu sem flestir að lesa. Einn kaflinn er um mann- eldi á íslandi, og segir höf- undur þar meðal annars: ,,Af því, sem hjer hefir verið sagt um manneldi á Islandi á liðnum tímum, er auðsætt, að fæði landsmanna hefir um langan aldur verið mjög ein- hæft og að ýmsu leyti óheppi- legt. En þótt fæðið hafi verið einhæft og ófullkomið og oft af svo skornum skamti, að fólkið hefir hrunið niður úr hungri, þá hefir þó ávalt borið mikið á viðleitni til að neyta þeirrar næringar, sem menn þurftu, eins og lýsisneysla (bræðingur), skyrát, sýru- drykkja, matreiðsla ýmsra jurta, svo sem skarfakáls, hvanna, fíflalaufa o. fl. ber vott um. Mjólkurneyslan hefir ávalt verið mikil, þegar ástæð- ur leyfðu, og á mjólkinni hafa landsbúar lengst af getað hald- ið lífinu í sjer meðan hana þraut ekki. Og ekki er hægt að segja annað en að hún hafi yf- irleitt verið vel notuð. Með því að búa til skyr og geyma það eru dýrmætustu eggjahvítuefn- in, sem eru í ostefninu (case- in), varðveitt, sömuleiðis kalk- ið, og með því að geyma mys- una, láta hana súrna, drekka hana og sjóða í henni .kjöt og slátur, hafa menn varðveitt C- fjörvið eftir föngum, það fjörv- ið, sem óhætt er að segja, að landsmenn hafi yfirleitt van- hagað mest um. Sláturgerðin verður að telj- ast sjerlega heppileg ráðstöf- un til að afla sjer ýmsra hinna verðmætustu næringarefna, svo sem A-fjörvis, járns og mikils- verðra eggjahvítuefna, og ekki hefir það spilt til, að það var geymt í súr. Yfirleitt er því tæplega hægt að segja annað, en þjóðin hafi á umliðnum öld- um komist sæmilega frá að velja næringu sína, miðað við þá örðugleika, sem hún hefir haft við að stríða fram yfir flestar aðrar þjóðir að þessu leyti“. / Höf. víkur að hinni miklu breytingu, sem orðið hefir á liðnaðarháttum vorum í seinni tíð, og segir: „Áður fyr lifðu landsmenn aðallega á því, sem landið gaf af sér, kjöti, fiski, mjólk og mjóikurafurðum, fjalla- og fjörugrösum, en tiltölulega lít- ið var flutt inn í landið af mat- vöru. Skúli Magnússon landfó- geti fárast yfir því, hve mikið sje á hans tíma flutt inn í land- ið af korni. Segir, að 1625 hafi innflutningur á mjöli, brauði og grjónum alls numið 5445 tunn- um, 1630 ekki nema 5048 tn. og 1732—1743 muni hann hafa verið hjer um bil 8000 tn. á ári, en 1766 hafi hann komist hæst, upp í 14000 tn. Þetta er þó ekki mikið samanborið við innflutninginn nú, sem 1928 nam á sömu vörutegundum (að frádregnum mais og höfrum, sem fara til skepnufóðurs) 13960 þús. kg. eða nálægt 65000 tunnum. Að vísu hefir fólkinu fjölgað um rúman helm ing síðan 1766, en hækkunin er mikil samt. Við þetta bætist nú 2000 þús. kg. af sykri og sykur- vörum, sem áður fyr þektist varla, svo að af þessu má nokk- uð marka, hve mikið kolvetna- neyslan hefir aukist, þar sem korn og sykur er flutt inn sem svarar 160 kg. á mann á ári móti 36 kg. á mann fyrir 200 árum síðan. Kolvetnaneyslan hefir eftir þessu næstum því fimmfaldast. Um leið og af- koma almennings hefir batnað, hefir sulturinn að mestu leyti [horfið a.m.k samanborið viðþað sem áður var, svo að öll matar- tekja hefir aukist, en kolvetna- neyslan hefir aukist hlutfalls- lega miklu meira en neysla eggjahvítu og fitu, sem ómögu- legt er að gefa upp í tölum, en sem eftir öllum frásögnum að dæma hefir verið neytt eins mikið og líklega mun meira áð- ur, en nú“. „Samanborið við þá næringu, sem þjóðin hafði áður en þessi breyting varð, er þessi kolvetna- neysla að ýmsu leyti til hins verra. Kofnið er fátækara að A- og D-fjörvi, ennfremur að kalki, en mjólkin, skyrið og osturinn, sem auk þéss er miklu betri eggjahvítunæring en korn ið. Þar við bætist það, að Vá allrar kornvöru, sem nú er flutt inn, er hveitimjöl, sem hefir þann galla fram yfir aðrar mjöltegundir, að skorta B- fjörvi. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er hveitimjölið ekki heppileg fæða, þótt það sje góður orkugjafi. Ef það verður verulegur þáttur í daglegu fæði, er frekar hætt við að skortur kunni að verða á nauðsynlegum næringarefnum, svo sem fjörv- um og kalki, svo að sjerstakrar aðgæslu þarf við, þar sem hveitimjöls er mikið neytt. En víst er um það, að fæðu þjóð- arinnar væri betur borgið með því, að hún minkaði við sig hveitiskaup og drægi ekki ein- ungis úr kökuneyslunni, sem orðin er að gegndarlausum á- vana hjer, að jeg ekki segi ó- sið, heldur líka úr hveitibrauðs- framleiðslu, sem mætti vera miklu minni, jafnvel, mörgum sinnum minni en hún er nú, án þess að manneldið biði nokkurn hnekki, nema síður væri“. Ef vjer þannig frá sjónarmiði heilsufræðinnar höfum að sumu leyti breytt um til hins verra með því að lifa minna á inn- lendum afurðum en áður, þá væri það fávíslegt að halda á- fram á sömu braut, sjerstaklega þegar efnahagsnauðsyn býður oss líka að lifa sem mest á inn- lendum afurðum. Það er enn órannsakað mál, hvort aukning berklaveiki, tannveiki og fleiri kvilla stend- ur ekki að einhverju leyti í sambandi við breytinguna, sem orðið hefir á mataræði þjóðar- innar síðustu hálfa öld. Ef svo er, hefir hún orðið oss dýr. F æðisr annsókn. Annars er kominn tími til að rannsaka um land alt fæði manna í öllum stjettum, til að ganga úr skugga um, hvar vjer stöndum í þeim efnum. Með slíkri rannsókn mundum vjer fá allgóða vitneskju um það, hvernig þjóðin ver því fje, sem gengur til fæðis, hvort hún lifir skynsamlega frá sjónarmiði hagfræðinnar og heilbrigðis- fræðinnar. En hvað sem því líður, þá er hægt að vita nokkurn veginn, hve mikið er framleitt af mat- vöru í landinu, hve mikið er út- flutt af henni og hve mikils landsmenn því neyta af henni sjálfir. Matseðill fyrir þjóðina. Á þeim grundvelli mætti gera í stórum dráttum skynsamlegan matseðil eða mataráætlun fyrir þjóðina, eftir þeirri meginreglu, að hún hefði nóg af hollu og notalegu fæði, er gert væri, að svo miklu leyti sem unt er, af innlendum efnum. Til þess að gera slíka áætlun, ætti að skipa nefnd, og sætu í henni bestu heilsufræðingar og hagfræðingar vorir og þær kon- ur, er best eru að sjer um alt, er snertir matargerð og matar- æði þjóðarinnar. Þegar áætlun- in væri tilbúin, væri hún höfð fyrir leiðarvísi, þegar ákveðinn væri innflutningur á erlendum matvælum. Aðferðin yrði sú, að vjer ásettum oss að minka er- knd matvörukaup að sama skapi sem framleidd væri í land inu matvara, er komið gæti í stað hinnar erlendu. En til þess að kenna mönnum að lifa í-samræmi við þessa fyr- irætlun, væri samin matreiðslu- bók fyrir almenning. Hún væri miðuð við það að lifa sem mest á heimafengnum efnum og gerð eftir bestu þekkingu, sem nær- ingarfræðin og matargerðarlist- in geta" í tje látið, en jafnframt höfð hliðsjón af öllu því, sem skynsamlegt hefir verið í mann- eldi voru og matarmeðferð á liðnum tímum. Þessi bók yrði að vera samin af mikilli list og henni útbýtt ókeypis til allra heimila á landinu. Jafnframt yrðu sendir út farandkennarar í matargerð og meðferð matar, til að sýna listina í verki, og auðvitað yrði kenslu í matar- gerð í barnaskólum og hús- mæðraskólum hagað eftir þess- ari nýju stefnu. Læknarnir legð ust allir á eitt að hvetja menn, hver í sínu hjeraði, til að fylgja þessum hollu lifnaðarháttum og loks yrðu þeir prjedikaðir seint og snemma í útvarpinu! Innfluttar matvörur. Lítum svo í Verslunarskýrsl- urnar og athugum innflutning á matvöru. Árið 1933 voru flutt inn „matvæli úr dýraríkinu“ fyrir samtals kr. 214299. Sá innflutningur mun nú að vísu hafa minkað tvö síðustu árin, og hver sem.les þennan kafla í skýrslunum, mun sjá, að engin nauðsyn er að flytja neitt inn á þeim lið, nema ef vera skyldi sardínur og humar til smekk- bætis, fyrir nokkrar þúsundir króna. Af öllu hinu má fram- leiða gægð í landinu sjálfu. Af kornvörum höfum vjer það ár flutt inn fyrir kr. 3.123.- 069, þar af hveitimjöl fyrir kr. 1.099.817. Auðsætt er, að á þeim lið getum vjer sparað mikið fje, með því að auka garðyrkjuna stórum, sjerstaklega kartöflu- rækt, og ef til vill með nokk- urri kornyrkju. Garðávexti og aldini höfum vjer sama ár flutt inn fyrir kr. 1.396.446. Þar af eru rótaará- vextir og grænmeti fyrir kr. 439.629. Kartöflur voru fluttar FRAMH. Á FIMTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.