Morgunblaðið - 06.03.1936, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ
Fostudagmn 6. mars 1936.
Samsalan i hendur m|ólkarfrainleiðeiida!
Kröfur Brúarlandsfundarins.
,,Á undanförnum árum hafa mjólkurframleiðendur, þeir er mjólk
seijá á mjólkurmarkaði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, barisf fyrir
þvi að áett yrðu lög um sölu mjólkur og mjólkurafurða í þeim tilgangi:
a. Að tækka dreifingarkostnað mjólkurinnar með því að hafa eina
sameiginlega sölumiðstöð fyrir alla mjólk og mjólkurvörur, seldar
á þessum stöðum.
Ir Áð lækka reksturskostnað búanna með því að skipuleggja vinnsl-
una, þ. e. skifta verkum milli biianna, láta eitt bú annast geril-
sneyðingu, annað ostagerð, þriðja smjör- og skyrgerð, fjórða nið-
, ursuðu mjólkur o. s. frv.
c. Þau mjólkurbú er næst voru sölustað, áttu að sitja fyrir neyslu-
mjólkurmarkaðinum, en til þess að gera þau mjólkurbúin, ei* fjær
liggja sölustað, en áður höfðu selt nokkuð af mjólk sinni á mark-
aði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, skaðlaus (sama átti að gilda
annarsstaðar á landinu, þar sem það átti við), var ákveðið að
’leggja tif, að greitt yrði gjald af hverjum seldum mjólkurlítra og
lágt í sjóð eT nefndist verðjöfnunarsjóður, í því skyni að halda
fjærliggjandi búum skaðlausum fyrir missi þeirrar nýmjólkursölu
er þau höfðu haft á neyslustað.
Samkvæmt lögum nr. 1 frá 7. janúar 1935 var mynduð samsala
tá| ^ð framkvæma þá hugsjón mjólkurframleiðenda er hjer hefir verið
lýs.t. Var í upphafi ljóst, að nokkrir gallar voru á lögunum, sem þó
ekki hefðu þurft að koma að sök, df framkvæmd laganna hefði verið
í þeim anda er í öndverðu ríkti meðal framleiðenda þeirra er óskuðu
eftir að lög þessi yrðu seftt.
Fundarmenn telja, að þær vonir bænda, sem tengdar voru við
sútning mjólkurlaganna, hafi algerlega brugðist, og telur fundurinn
*ð það stafi aðallega af sleifarlagi og hfutdrægni við framkvæmd
laganna. í sjálfum lögunum fólst mögule'iki til þess að svifta fram-
feiðendur umráðarjetti yfir sölu mjólkur og mjólkurafurða. Var sá
moguleiki notaður og að dómi fundarmanna til stórtjóns fyrir alla
framleiðendur á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar,
en þó sjerstaklega þá er neyslumjólkina selja. Alt til þess tíma hefir
framleiðendum verið neitað um að fara með þessi mál, þrátt fyrir
ítrekaðar kröfur 6 aðilja af 7, þeirra eT rjett eiga samkvæmt mjólkur-
Ipgunum til að, annást sölu og dreifingu mjólkur.
K; Með framkvæmd laganna hefir verið skapað mjög mikið ósam-
ræáai milii aðilja innan verðjöfnunarsvæðisins, og á þann hátt lögð
tálbeita fyrir vissan hluta verðjöfnunarsvæðisins til stórkostlegrar
aukningar framleiðslu á mjólkurvörum, sem fyr e*n varir hlýtur að
koina þeim sjálfum í koll eigi síður en öðrum mjólkurframleiðendum.
‘ Þá hefir og að dómi fundarins ekkert verið gert til þeSs að
skiþuleggja framleiðslu úrvinsluvaranna.
tlt frá þessum forsendum samþykkir fundurinn eftirfarandi til-
lögur:
„.Fundur mjólkurframleiðenda í Kjósax- og Gullbringusýslu,
ilafnarfirði og Reykjavík, skorar á Alþingi sem nú situr, að breyta
lögnm nr. 1 frá 7. janúar 1935 þannig, að Samband mjólkurframleið-
enda fái nú þegar í sínar hendur stjórn Samsölunnar í Reykjavík, og
að Mjólkursölunefnd hafi engan íhlutunarrjett um verslunarstarfsemi
Samsölunnar.
Ennfremur telur fundurinn sjálfsagt:
a. Að ákvörðun útsöluverðs mjólkur og mjólkurvara sje eingöngu í
höndum framleiðenda.
b. Að yfirstjórn mjólkurmálanna sje í höndum landsnefndar, skip-
aðri fulltrúum mjólkurbúa víðsvegar af landinu á sama hátt og
tíðkast í nágrannalöndum vorum, þar sem mjólkursala er skipu-
lögð.
c. Að sú landsnefnd hafi eftirfarandi verksvið:
1. Að ákveða verðjöfnunarsvæðin.
2. Ákvörðun verðjöfnunargjaldsins og yfirumsjón með innheimtu
þess, en falið getur hún innheimtuna stjórnum mjólkurbúa eða
hverjum öðrum, er hún telur best henta.
3. Að hafa yfirumsjón með verðjöfnunarsjóðum og ákveða upp-
bætur úr þeim.
4. Að hafa eftirlit með því að gætt sje fyllstu hagsýni og sparn-
aðar í rekstri mjólkurbúanna, og getur nefndin takmarkað verð-
uppbótina til þeirra búa, sem hún telur hafa óhæfilega háan
rekstrarkostnað.
5. Að bafa eftirlit með því, að mjólkurafurðir verði ekki fluttar
milli verðj öfnunarsvæða að nauðsynjalausu, eða til landsins
nema brýn nauðsyn beri til.“
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
skipulagningu á mjólkursölu al-
ment.
Jónas Kr. játaði, að höfuðógæfa
Samsölunnar hjer hefði verið, að
pólitík komst inn í málið.
Þá sagði Jónas Kr. að hann
byggist við að }>að yrði ofan á í1
nefndinni, sem nú væri að end-
urskoða mjólkurlögin, að bændur
fengju þá ósk sína uppfylta, að
fá stjórn Samsölunnar í sínar
hendur.
Hvatning.
Olafur Bjarnason í Brautarholti
skýrði frá störfum sínum í laga-
nefndinni, endurskoðunarnefnd-
inni og mjólkursölunefnd. Hann
kvaðst ætla að standa og falla með
þeirri kröfu, að bændur fengju
málin afhent í sínar hendur.
Þá hjéldu og skeleggar ræður,
þeir Kolbeinn í Kollafirði, Þor-
valdur í Arnarbæli, Björn hrepp-
stjóri í Grafarhölti, Einar Ólafs-
son í Lækjarhvammi, Ólafur Run-
ólfsson Hafnarfirði, Guðm. Guð-
mundsson, Ne'sjrtm, Ólafur .Jóns-
son, Keldum, o. fl., og hvöttu allir
bændur, að standa einhuga og
samtaka um þetta stærsta velferð-
armál þeirra.
Vantraust á meirihluta
Mjólku r sölunef nd ar.
Yar nú gengið til atkvæða ttm
tillögur þær, er Eyjólfur Jóhanns-
son lýsti í framsögu sinni og birt-
ar eru á öðrum stað í blaðinu.'
Voru tillögurnar ásamt greinar-
igerðinni samþyktar með atkvæð
,um allra fundarmanna gegn tveim-
ur. Lýsti annar þeirra, fríi Sig-
ríður Sigurðardóttir Bjargi yfir
iþví, að he'nnar mótatkvæði bæri
að skilja þannig, að hún vildi eng-
in mjólkurlög hafa.
Á fundinum kom fram svohljóð-
andi tillaga, sem var samþykt í
einu hljóði:
„Að gefnu tilefni Iýsir
fundurinn fullkomnu van-
trausti og óþökk á þann
meirihluta Mjólkursölunefnd
ar, sem ráðið hefir fram-
kvæmdum mjólkurlaganna á
síðastliðnu ári“.
Énnfreömr saihþykti fundurinn
í einu lilj. eftirfarandi tillögu:
„Út af þeirri samþykt Mjólkur-
sölunefndar, að rekstrarhagnaði
Samsölunnar skuli varið til upp-
bótar á vinsluvörum búanna, mót-
mælir fundurixm þeirri samþykt
sem ólöglegri og alrangri, þar sem
Samsalan hefir vörurnar aðeins í
umboðssöl,u“.
Átján rnanna fram-
kvæmdanefnd.
Áð síðustu var af fundarboð-
endum borin upp og samþykt í
éinu hljóði eftirfarandi tillaga:
„Fundurinn ákveður að
kjósa 18 manna nefnd og 2
til vara, og gefur fundurinn
nefndinni fyrir sitt leyti fult
og ótakmarkað umboð til
þess að standa fyrir hags-
munamálum fundarmanna í
sambandi við löggjöf um
mjólkurmál og framkvæmd
hennar, enda skuldbinda
fundarmenn sig til þess að
hlíta fyrirmælum nefndar-
innar“.
Þessir voru kosnir í uefndina:
Björn Ólafs Mýrarhúsum, Eyjólfur
Jóhannsson, Björp Birnir Grafar-
holti, Stefán Jópsson Eyvindarstöð
um, Magnús Þorláksson Blikja-
stððum, Stefán Þorláksson Reykj-
árhlíð, Ellert Eggertsson Meðal-
felli, Kolbeinn Högnason Kolla-
firði, Lorentz Thorg Korpúlfsstöð-
nm, Einar ólafsson Lækjar-
hvammi, Georg Jónsson Reynistað,
Kristófer Grímsson Sogahlíð, Geir
Gunnlaugsson Eskihlíð, Gestur
Guðmundsson Reykjahlíð, Gísli
Gunnarsson Hafnarfirði, Gísli Sig-
urgeirsson Selskarði, Þorst. Björns
son Hafnarfirði og Þorv. Þorvarðs
son Hafnarfirði. Varamenn: Jóh.
J. Reykdal, yngri, Iíafnarfirði og
Guðm. Þ. Magnússon Hafnarfirði.
Fundurinn stóð látlaust til kl.
um 7 og höfðu þá alls verið fluttar
43 ræður.
Fór fundurinn hið besta fram og
kom það enn grdnilega í ljós, hve
,einhuga og samtaka bændur eru í
mjólkurmálinn.
Senn er hver síðastur.
Þegar við byrjuðum á appel-
sínuhraðsölunni, gat okkur
varla órað fyrir hversu gífur-
leg salan yrði. Birgðir okkar
eru nú langt konmar, þó get-
um við minsta kosti lofað
hinu lága verði
í dag og á morgun.
(UIÍbIÆMÍ.
Alþjóðamál og málleysur. Fyrir
nokkrum árum gaf Menningar-
jóður út þessa bók. Nú hefir hinn
rægi sænski rithöfundur, málfræð
ngur og mailnfræðingur, Rolf
jNordenstreng, ritað langa og
Jnjög ýtarlega ritlýsingu í febrú-
'arhefti Svenska Esperanto-
'Tidningen La Espero um bók
þeksa. Rekur hann nákvæmlega
lefni bókarinnar frá upphafi til
enda, ræðir mörg atriði á ýmsa
j vegu, og lýkur á bókina miklu
lofsorði. Endar hánn hína snjöllu
ritlýsingu sína með svofeldum orð-
um : „Þetta yfirlit er engin lýsing
á hintím fjöruga, hrífandi rithætti
höfundarins. Hann er í sannleika
x.iikill stílisti, gáfaður og vel að
sjer. Og ef yfirleitt nokkur bók
um þetta efni getur eitthvað á-
unnið, þá ættu íslendingar að snú-
ast hópum saman tií fylgis við
eperántismann“. Þess má geta, að
Rolf Nordenstreng le's og ritar
íslensku: fullum fetum.
Skákþing íslendinga hefst í
Varðarhúsinu kl. 8 annað kvöld.
lAllir keppendur eiga að hafa gef-
ið sig fram við Skáksambands-
stjórnina fyrir kl. 5 í dag.
IIIMIIIIIIIIIIIIIIIIMMilllllHllNHMIIiMtlf HIIIIIIIIIIIIIMIIHIIflMIUh'
íslensk frímerki keypt
hæsta verði.
Bókaverslun
Þór. B. Þorlókisonar
Bankastræti 11.
MnilllllllllMIIMHIMIMIIHIIIIIMHIMHIHIMIIMIIIHIIIIIIimiHnHV
„DettiIoss»
fer á mánudagskvöld (9. mars)
um Vestmanna.eyjar til Hnll ogr
Ilamborgar.
Farseðlar óskast sóttir fyrir há-
degi sama dag.
Vval*
XP'
KAFFl
nýbrent
<*fí
malað.
auiRimsdí
Harðfiskur
hreinasta afbragð.
lunin Vfsir.
Orð úr viðskiftamáli
-tr ómissandi hverjum þeim
■r kunna vill íslenskt versl
unarmál.
Nokkur eintök fást á af-
greislu Morgunblaðsins,
Árni Friðriksson.
Dýramyndir
handa skólum. Atlas með 302 myndurn
Bókin er gefin út að tilhlutun fræðslu-
málastjórnar. Er nauðsynleg handa öllum
scm stunda nám. Kostar í bandi kr. 5.50.