Morgunblaðið - 17.03.1936, Page 2
y
MORÖUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 17. mars 1936.
Árrakur, Reykjavík.
Rltatjtrar: Jðn KJartansson,
t* Valtýr Stefánsson.
Rftstjðm og afgrelSsla:
Austurstræti S. — Siml 1600.
Aug-iysinsastjðrl: E. Hafbergr.
AuKlýslngaskrifstofa:
Austurstrætl 17. — Sfml Í700.
Helmasfmar:
Jðn KJartansson, nr. S742
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Aml Óla, nr. 2046.
H. Hafberg-, nr. 2770.
Áskrlftagjald: kr. 2.00 á mánuBi.
í lausasölu: 10 aura elD takitf.
20 aura meC Lesbök.
,ÍJÍ .IB.T ■ . , ' .
Nasabláslur
'ijj:
nazislanua.
Iisnf^ír útlit er á, að flokkur-
ixin^sem kennV sig við íslenskt
þjóðerni, fari veg allrar ver-
.ald/y* hvað úr hverju. Má um
það sygja, að farið hafi fje
betra. Þeir fáu vitibomu menn,
?senj upphaflega Ijetu glæpast á
þessu flokksskrípi, eru flestir
eða allir skildir víð hann fyrir
í:uit og alt. Eftir er fátt nema
þess háttar fólk, sem enginn
sæmilegur stjórnmálaflokkur
vílí v’ita af innan sinna vje-
D'ánda, samskonar dreggjar eins
og þær sem annars íenda í kom-
inunístahópnum.
jr.f' \. , r , ,
Og þótt þessir tveir flokkar
sjeu á öndverðum meiði, þá er
margt ákaflega skylt í ‘ fari
þeirra og framkomu. — Báðir
prfcfdika byltingu og einræði,
háðir heimta bióð, báðir eru
* \. " ■ «3'
, jafn óvandir að heimildum,
tiám seilast til erlendra fyrir-
um stefnu og starfsað-
ferðir. Þannig mætast öfgaraar
i ís^enskum stjórnmálum.
Þjóðernistilfinng nazistastrák-
.,í^nna lýsir sjer helst í því, að
þ^ir flækjast um göturnar við
og^viði nazistaskyrtum. En það
ér fjarri því að Þjóðverjar gang
ist upp við það apaspil.
mSÞýskur mentamaður, er var
hjer á ferð í fyrrasumar, gaf
íslensku nazistunum þann vitn-
Ígþ^rð, að þeir hefðu snapað
jjippi alt það versta úr þýska
nazismanum, en ekki komið
auga á neitt af því, sem gefur
0^tefnunni gildi. Svona leit þýski
nazistinn á eftirhermur hinna
jlj LLJi- 31-
íslensku ,,flokksbræðra“ sinna.
Islensku nazistamir vekja at-
hygli, á sjer á þann hátt einan,
að mönnum hlyti að renna til
rifja, ef þeir væri ekki sokknir
.Ifyrirlitningu meðal allra hugs-
andi,/. manna. Oflátungsháttur-
inn og ræfilsskapurinn vega þar
:. salt. Þeir eru sífelt að blaðra
um bardaga, en flýja eins og
rottuy í holur sínar, ef nokkrir
rauðliðasnápar ráðast inn á
fund þeirra.
Dómsmálaráðherrann er við
og við að slá sig til riddara
á þessum vesalingum, eins og
eitthvert mark væri takandi á
stóryrðum þeirra. Hitt væri þó
ekki síður nauðsynlegt, að
skygnast um í herbúðum 9. nóv-
ember-mannanna. Þeir hafa
ekki einungis haft í hótunum,
heldur líka framkvæmt þær.
Sá ráðherra, sem náðar slíka
menn, samtímis því, að hann
gerir hið mesta veður úr nasa-
blæstri nazistanna, sýnir að alt
annað vakir fyrir honum en að
lögin gengi jafnt yfir alla.
ÞJOÐABAN DALAGSRÁÐIÐ
MISSKILDI SVAR HITLERS!
„Við fyrsta tækifæri“ en ekki „undir eins“
Schacht.
Verður gengi
ríkismarksins
felt?
Orðrómur um að
að Schacht verði
látinn fara.
Stýfingarmaður
í staðinn.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
TT>. ARÁTTAN um
^ gengi ríkismarksins
hefir blossað upp að
nýju.
Skeyti frá Berlín til
„Berlingske Tidende“
hermir að alment sje
óttast að formælendum
gengisskerðingar muni
takast að flæma dr.
Schaeht úr ráðherraem-
bætti. Þessari frjett er
þó mótmælt í Berlínarút
varpinu.
Er óttast að í stað dr. Schacht
verði skipaður dr. Ernst Wage-
mann, sem um nokkurt skeið
hefir hvatt eindregið til gengis-
skerðingar.
Er um það rætt að gengi
ríkismarksins verði felt um
30%.
Wagemann.
— Wagemann . er formæl.
andi þeirrar stefnu, sem berst
fyrir viðskiftalegu sjálfstæði
Þjóðverja, þ. e. að Þjóðverjar
verði sjálfum sjer nógir; óháð-
ir erlendum markaði. Wage-
mann er prófessor í hagfræði
við Berlínarháskólann.
Flandin hótaði að
fara til Parísar.
Frakkar heimta „ábyrgðir“
af Bretum.
Skiftar skoðanir í Bretlandi.
H
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS.
ITLER kveðst reiðubúinn að senda fulltrúa á
fund Þjóðabandalagsráðsins, ef ----
1) fulltrúanum verði veitt sömu rjettindi og öðr-
um fulltrúum ráðsins.
2) ráðið taki fyrir samningaboð Hitlers UNDIR
EINS.
Flandin lýsti því yfir undir eins, að hann
myndi fara heim til Parísar, ef samningaboð Hitl-
ers yrðu tekin fyrir, áður en Þjóðabandalagsráðið
hefði tekið ákvörðun um samningsrof Þjóðverja
og áður en herliðið væri horfið á brott úr Rínar-
hjeruðunum.
En síðar í dag, var gefið í skyn, að Þjóða-
bandalagsráðið hefði misskilið svar Hitl-
ers. Embættismaður í þýska utanríkis-
málaráðuneytinu hefir upplýst að í svari
Hitlers sje notað orðið „ALSBALD“, en
það þýði ekki „UNDIR EINS“, heldur
„VIÐ FYRSTA TÆKIFÆRI“.
Þjóðabandalagsráðið kemur saman á lokaðan
fund á morgun og mun þá taka afstöðu til svars
Hitlers.
En alment er sú skoð-
un að festa rætur að
Frakkar sjeu horfnir
frá refsiaðgerðum og
muni sætta sig við að
gerður verði nýr og auk-
inn Locarnosamningur.
Hefír þessi skoðun eflst við
það, að lögfræðingar Þjóða-
bandalagsins munu vera þeirrar
FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU.
Frjettir í stuttu máli.
ÞjóDverjar hafa 36.500 manna
her I RínarbygDum!
Sendiherra Þjóðverja tilkynti
Eden á laugardagskvöld, að í
Rínarhjeruðunum væru nú alls
•36,500 hermenn, að meðtöldu
lögregluliði því, sem fyrir var.
Þegar að þessu væri gætt, að
á Rínarsvæðinu byggi einn-
fimti allrar þýsku þjóðarinnar,
og að svæðið myndaði einn-
áttunda hluta alls landsvæðis
Þýskalands, yrði þegar sjeð, að
hjer væri mjög auðvirðilegan
liðsafla að ræða, og gæti engin
hætta af honum stafað. Hann
gæti alls ekki talist annað en
tákn þess, að Þjóðverjar telji
sig hafa rjett til fullkominna
umráða á þessu svæði sem öðr-
um í Þýskalandi. (FÚ).
*
Hitler á að tala í Frankfurt
í dag. Hafði verið undirbúin
stórkostleg hersýning, í sam-
bandi við væntanlega komu
hans, en í frjett frá Frankfurt
í gær, er sagt, að hersýningin
muni ekki verða haldin, og sje
það gert í tilhliðrunarskyni við
sjónarmið Frakka. (FÚ).
*
Hitler flutti ræðu í Míinchen
á laugardagskvöldið, eins og
skoðunar, að Þjóðabandalagið
Frakkar
vondaufir.
KHÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Skeyti frá París hermir,
að Frakkar sjeu vondaprir.
Þeir óttast að árangur
Lundúnafundarins verði ekki
annar en sá, að í stað af-
vopnaða svæðsins, sem veitti
frönsku austurlandamærun-
um öryggi, komi aðeins lítils-
verðar pappírssamþyktir.
Páll.
sje ekki rjettur aðili til að refsa
Þjóðverjum fyrir samningsrof
þeirra, þareð Þjóðverjar hafa
ekki farið með ófriði.
Ef beita eigi refsiaðgerðum
gegn Þjóðverjum, þá sje það
málefni, sem komi engum við
nema aðilum Locamosáttmál-
ans. (Bretum, Frökkum, Belg-
um og ítölum).
Nýjar „ábyrgðir“.
En Frakkar vita, að refsiáð-
gerðir studdar af Locarnoað-
ilunum einum muni ekki bera
tilætlaðan árangur. Þess vegna
leggja Frakkar nú aðaláhersl-
una á að fá sem víðtækastar
ábyrgðir frá Bretum fyrir ör-
yggi austurlandamæra sinna.
En margir áhrifamiklir Bret-
ar vara við því, að Bretland
taki á sínar herðar fleiri skuld-
bindingar í Evrópu. Breska
stjórnin virðist klofin í þessu
efni.
Tvær stefnur.
Stefnurnar eru tvær, önnur
með Þjóðverjum og hin með
Frökkum.
Með þýsku stefnunni hefir rit-
að J. Garvin utanríkismálarit-
stjóri „The Observer“. En með
frönsku stefnunni Winston
Churchill.
Garvin segir: Við verðum að
semja við Þjóðverja, og
skapa nýjan og rjettlátan frið
argrundvöll. Að öðrum kosti
vofir yfir ægileg styrjöld.
Churchill segir aftur á móti, að
ómögulegt sje að varðveita
friðinn, ef samningsrof Þjóð-
verja verði ekki stöðvuð. Það
sem um er að ræða, sje ann-
að hvort nazistiskt einveldi,
eða Þjóðabandalagið, villi-
menska eða menning. Páll.
ráð hafði verið gert fyrir. Var
þar samankominn ógurlegur
mannfjöldi, og var beðið eftir
Hitler í hálfa aðra klukku-
stund, í miklum kulda. Ræða
hans var að efni til mjög svip-
uð þeirri, er hann flutti í Karls-
ruhe á fimtudagskvöldið. (FÚ)