Morgunblaðið - 17.03.1936, Side 3
Þriðjudaginn 17. mars 1936.
MOESUNBLADIÐ
3
Alþinili,
Landssmiðjan.
Henni er trygð einokunaraðstaöa á allri
smíðavinnu ríkisstofnana og fyrirtækja,
sem njóta ríkisstyrks.
Frumvarp sósíalista um lands
smiðju var til 3. umræðu í neðri
deild í gær.
Eins og skýrt hefir verið frá
áður hjer í blaðinu, er með
frumvarpi þessu stefnt að full-
kominni einokun á allri smíða-
. Tinnu ríkisstofnana og fyrir-
«tækja, sem njóta ríkisstyrks.
Er svo fyrir mælt í frumvarp-
inu, að landssmiðjan skuli ein
annast alla smíði fyrir þá starf-
rækslu, sem ríkis hefir með
höndum og stofnanir ríkisins.
Ennfremur segir í frumvarp-
inu, að ríkisstjórnin geti fyrir-
skipað, að þær stofnanir, sem
njóta ríkisstyrks skuli eingöngu
skifta við landssmiðjuna um þá
smíði, sem þær þurfa að gera
innanlands, „enda sje um sam-
bærilegt verð og vinnubrögð við
aðrar samskonar smiðjur að
ræða“, eins og segir í frumvarp-
inu.
Ekki má bjóða
verkið út!
Yið 2. umræðu þessa máls í
neðri deild vöktu Sjálfstæðis-
menn máls á því, að til þess að
fá úr því skorið, að um væri að
ræða sambærilegt verð hjá
landssmiðjunni og öðrum smið-
jum, yrði að hafa þá reglu að
bjóða verkið út og gefa öðrum
smiðjum kost á að bjóða í
verkið.
Emil Jónsson, sem hafði aðal-
lega orð fyrir rauðu fylkingunni
í þessu máli, gat þess við 2.
umræðu málsins, að meiningin
væri sú, að láta bjóða verkin
út, enda væri ekki unt á annan
hátt að fá úr þessu skorið.
Jak. Möller tók Emil á orð-
inu og boðaði breytingartillögu
um þetta við 3. umr. málsins.
Nú við 3. umr. kom svo brtt.
frá Jak. Möller þess efnis, að
sannað skyldi með útboði,' að
„verð og vinnubrögð" lands-
smiðjunnar stæði eigi að baki
annara smiðja. Samkv. tillögu
Jak. M. skyldi jafnan bjóða
verk út, ,,ef forstöðumaður
hlutaðeigandi fyrirtækja eða
stofnana æskir þess“, eins og
sagði í brtt. Jakobs.
En nú sá Emil öll tormerki
á að samþykkja þetta. Sagði að
forstöðumenn fyrirtækjanna
gætu verið miður velviljaðir
landssmiðjunni. Einnig sagði
7 hann, að einkasmiðjur gætu
undirboðið landssmiðjuna og
skift hallanum af verkinu milli
sín!
Flutti því Emil nýja brtt., þar
sem ráðherra er heimilað að
láta fram fara útboð, þegar um
meiriháttar viðgerð er að ræða.
Jak. Möller sýndi nú fram á
óheilindi E.J. í þessu máli. Við
2. umr. hefði hann talið sjálf-
sagt að bjóða öll meiriháttar
verk út, en nú væri þetta að
eins orðin heimild til ráðherra,
þess sama ráðherra, sem ætti
að dæma um þetta. Og furð-
anlegur væri sá ótti Emils, að
einkasmiðjur myndu undirbjóða
verkin hjá ríkisstofnunum og
skifta milli sín hallanum. Ef
einkasmiðjur gerðu slíkt, væri
það ríkið, sem kæmi til að
græða á því; en tapið lenti á
einkasmiðjunum. Einkennileg
þessi umhyggja, sem sósíalistar
bæru alt í einu fyrir einkafyrir-
tækjum!
En þótt tillaga Jakobs væri
sjálfsögð, snerist öll hersing
rauðliða á móti, nema Bj. Ásg.,
sem sat hjá. Tillagan var feld
með 16:13 atkv., en brtt. Emils
samþykt og frumvarpið. afgreitt
til efri deildar.
Bárðdælingar heylaus-
ir á sumarmálum.
AKUltEYRI, MÁNUDAG.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS.
Harðindi haldast enn um
alt Norðurland.
Bárðdælingar vona að hey sín
endist fram til sumarmála, en þá
verður líka örhola fyrir þeim.
Vegna ófærðar geta þeir e'kki
dregið neitt að sjer, og eldiviða-
skortur er orðinn á mörgum hæjr
um. Kn.
Nislingar
í bæmim.
Eltt tllfelll
i gœr.| St í
TV/ff islinga varð vart hjer í
A bænum í gærkveldi.
Veiktist einn maður og var
hann fluttur á Sóttvarnar-
húsið.
Maður þessi hefir ekki svo vit-
að sje haft nein sambönd við þann
eina mislingasjúkling sem veikst
hefir hjer í bænum í vetur.
Er því algjörlega á huldu hvernig
hann hefir sýkst.
Maður þessi er bifreiðarstjóri
hjá Sig. Skjaldberg kaupmanni á
Laugaveg 49.
Sex mislingatilfelli í
Sandgerði.
1 gærdag voru 3 mislingasjúkl-
ingar frá Sandgerði fluttir hingað
til bæjarins á Sóttvarnarhúsið.
1 dag verða aðrir þrír sjúkling-
ar sóttir þangað suður til ein-
angrunar á Sóttvarnarhúsinu hjer.
Mislingar hafa borist til Sand-
gerðis með manninum sem kom
hingað frá Bíldudal og sýktist
þar af mislingum.
Verklýðsforingi
í Bandaríkjunum.
„Dagsbrún" heimtar
10 bús. krúnur í sekt.
Myndin sýnir foringja verklýðsfjelaganna í Bandaríkjunum; AVilliam
Green. — Verkfalli lyftumanna er nú lokið. Þeir sem ætla upp á 102
hæð í Empere State Building, geta nú farið í lyftunni aftur!
Sorglegf
slys.
5 ára drengur
biður bana af
byssuskoti.
ÍSAFIRÐI, MÁNUDAG.
17 imm ára drengur, Guðni
*- Sigurðsson, Hælavík,
Sljettuhreppi, beið bana af
skotsári 10. þ. m.
Þetta atvikaðist með þeim hætti,
að hlaðin byssa hafði verið skilin
eftir í ógáti, frammi í bænum, þar
sem drengurinn var að leika sjer,
ásamt 8 ára dreng, Kjartani Sig-
mundssyni að nafni.
Kjartan tók byssuna, sem hann
vissi ekki að var hlaðin, miðaði
henni á Guðna. Reið þá skotið af
og hljóp í kvið Guðna litla. —
Lifði hann aðeins sólarhring eftir
skotið við mikil harmkvæli.
Arngr.
lnnbrot í „ísbjörninn"
Aðfaranótt sunnudagsins s. 1.
var hrotist inn í tvo skúra, sem
eru áfastir við íshúsið „ísbjöm-
inn“ við Skothúsveg.
Brotist viar inn í hestbús sem er
í öðrum skúrnum, en þar var ekk-
ert fjemætt að finna.
Innbrotsþjófurinn sprengdi
þarna vatnspípu svo flæddi í hest-
húsið og einnig heyhlöðuna, sem
er í sambandi við það.
Skemdir urðu töluverðar á hey-
mu.
1 hinum skúrnnm hefir Hjörtur
Sandholt járnsmíðaverkstæði, var
stolið þaðan verkfærum.
Einnig var gerð tilraun til að
brjótast inn í íshúsið sjálft.
Siguríregnir
Itala ýktar?
London 16. mars. FÚ.
C TJÓRN Abyssiníu
^ hefir sent út ítarlega
tilkynningu. Fullyrðir
hún bar, að herir þeirra
Ras Kassa og Ras Sey-
oum sjeu ósakaðir, eftir
afarsnarpar orustur í
Tembienhjeraðinu, og
hafist þeir nú við í Tak-
asse-dalnum.
Þá er sagt, að orsökin
til þess, að Italir náðu
Amba Alagi, hafi verið
sú, að Ras Mulugeta
misskildi fyrirskipanir,
og sótti öfnga leið að
með her sinn.
Sjö ítalskar flugvjelar gerðu
loftárás á Quoram kl. 7.30 ár-
degis í dag.
Pr. — Fundur Þjóðabanda-
lagsráðsins, sem taka átti á-
kvörðun um olíurefsiaðgerðirn-
ar fór í hönd, er ítalir birtu
fregnimar um gjörsamlega eyði
leggingu abyssinska hersins á
norðurvígstöðvunum. Það var
því álit margra, að frjettir þess-
ar væri tilbúningur, og þeim
ætlað að ægja Þjóðabandalags-
fulltrúunum.
Fregnin hjer að ofan ber með
sjer að rjett hafi verið til getið.
En annars eru „tilkynningar“
bæði Itala og Abyssiníumanna
ónákvæmar og lítt á þær að
treysta. Báðum þykir sinn fugl
fagur.
M
Kröfur Dagsbrúnar|
rT erðardómurinn í -£>o#g-
deilunni kom saman kl.
3 síðdegis í gær.
Þar voru lagðar fram kröfur
verklýðsfjelaganna, sem etu í að-
alatriðum þessar:
1. Að gerðardómurinn vi'si mál-
inu frá sjer, með því að ei^í’ sje
um að ræða brot á samtíin’gtmih.
2. Að firmað Höjgaafd &
Schultz verði dæmt til að gréiða
allan kosthað gerðardómsins.
3. Að firmað HöjgaaráP9^Ss
Schnltz verði dæmt til að greiöa
10 þús. króna sekt í verkfallssjoð
Dagsbrúnar fyrir óþarfa þrætu.
Báðir málsaðilar fehgu frest í
gær, þangað til í dag. Kl. 6,,síð-
degis í dag kemur gerðardómur-
inn aftur saman.
' no
Er svo til ætlast, að málflutningi
geti orðið lokið í, kvöld og málið
lagt í dóm.
Færeyskt fiskískip
kemurmeð lík tveggja
sjómanna sem dóu úr
mislingum um borð.
p æreyska seglskipið „Iæut-
A enant Vedrines“ kom
hingað í gærdag með lik
tveggja skipsmanna, sem dóu
úr mislingum um borð í skip-
inu í fyrradag.
Skipið fór frá Færeyjum 17.
febrúar og hefir verið að veiðum
fyrir sunnan land. 'OÍ.d
Fjórir skipsmenn veiktust úr
mislingum. Náðu tveir 'þfeíhra
fullri heilsu aftur, en tveii* ljét-
ust í fyrradag eing og fyf gremir.
. Eftir að mennirnir dóu fór skfp-
ið fyrst, til Vestmann’aeyja, J en
hætti við að láta lík mannanna
þar á land og helt hingað til
Reykjavíkur. 'tfde*
Munu líkin verða send til Fter-
eyja með fyrstu skipsférð feem
fellur þangað.
Skipið liggur hjer á ytri höfn-
inni, en skipshöfnin verðút" :éin-
angruð fyrst nm sinn. fífxr
Heilbrigðisnefnd hefir ákveð-
ið að fyrst um sinn skuli fara fram
læknisskoðun á öllum skipuöi, sem
hingað koma frá Færeyjum.
Mislingar hafa verið landlægir
í Færeyjum síðan í snmár. Kom
einn sjúklingur hingað í smnar,
en hann var einangraður og tókst
þá að hefta útbreiðslu veikirmar
hjer.'
Norski flugmaðurinn Riiser-
Larsen kapteinn, skýrir frá því
nýlega, í blöðum, að norska
flugfjelagið telji vafalaust, að
Pan-American Airways byrji
flugferðir sínar til íslands og
norðurálfunnar í ár. (FÚ).