Morgunblaðið - 17.03.1936, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 17. mars 1936.
KVENDJÓÐIN OQ MEIMILIN
* ^
£ Swyriiiig: |
| Hirðið vel fæturna. |
Öll vellíðan er undir því
komin að fæturnir sje vel hirt-
ir og heilbrigðir, og því er sjálf-
sagt að gæta þess, að þeir fái
jafnan góða hirðu og ræstingu.
Það er vitað, að skórnir mega
hvorki vera of stórir nje litlir
á fótinn, og það sama er að
segja um sokkana. Ber að skifta
um sokka að minsta kosti þriðja
eða fjórða hvem dag, og eins
er gott að skifta oft um skó.
Á kvöldin er gott að taka
heita fótlaug, þvo fæturna úr
volgu saltvatni og nudda síðan
fæturna með mjúku smyrsli eða
olíu. Jafnframt er gott að rjetta
vel úr fætinum, beygja hann
til og sveigja, og strjúka nokkr-
um sinnum upp eftir öklunum
og tánum. Ef þykkildi hefir
myndast undir ylinni eða tán-
um, er það nuddað burt með
votum pimpsteini, áður en fæt-
urnir eru þurkaðir. Með því, að
ná jafnan strax burtu þannig
húðþykkildum, má koma í veg
fyrir hin svo kölluðu líkþom.
Myndist þau þrátt fyrir svona
daglega hirðingu, er það ó-
hentugum skófatnaði að kenna
eða sokkum. Sjeu fætumir
gjarnir á að verða aumir, ber
að nudda þá vel með grófu
handklæði eftir hverja fótlaug.
Aðeins nokkur orð um negl-
urnar: Þær má engan veginn
vanrækja, því að þær eru venju
lega vangæfar, og þurfa ná-
kvæmrar hirðu við. Meðan fót-
urinn enn er votur eftir fót-
laugina, er naglaskinninu þrýst
vel upp, svo að hálfmánarnir
komi í ljós, dautt skinn tekið
burtu og hreinsað vel undan
nöglum. Síðan eru þær kliptar.
Munið umfram alt að klippa
þær ávalt beint fyrir, en ekki
í odd, svo að þær grói ekki inn
í holdið. Komi það samt sem
áður fyrir, er gott að troða litl-
um baðmullarhnoðra með
mjúku smyrsli inn undir nögl-
ina. Inngrónar neglur koma af
því, að skórinn þrýstir um of
að nöglunum og verða þær oft
óeðlilega þykkar. Verður þá að
skafa þær varlega með beittum
hníf.
Það er góður siður að láta
fótalækni athuga fætuma við
og við, því að inngróin nögl eða
líkþorn getur valdið miklum
•sársauka, og getur orðið svo ill-
kynjað að maður fær sjálfur
lítið að gert.
Guðrún Sigurðardóttir.
Hulda Sveinbjömsdóttir.
—
Síðastliðinn laugardag út-
skrifuðust tveir fyrstu kvenrak-
arar íslands, þær frú Hulda
Sveinbjörnsdóttir og ungfrú
Guðrún Sigurðardóttir.
Frjettaritari frá Morgunblað-
inu hitti frú Huldu í gær í rak-
arastofunni í Hafnarstræti 8,
þar sem hún stóð í hvítum
kyrtli, önnum kafin við að sápa
inn.
— Hvernig er að vera rak-
ari?, spyrjum vjer.
— Eins og þjer sjáið, svarar
frú Hulda brosandi, um leið og
hún þurkar löðrið af höndunum
og býst til þess að taka hið
flugbeitta vopn sjer í hönd.
— Jeg kann prýðisvel við
mig.
— Og finst þetta vopn skemti
legt?
— Rakhnífurinn? Já, þetta
er ágætt verkfæri. Jeg geri líka
margt annað en raka, bætir
frú Hulda við. —- Jeg hefi með
höndum herra- og dömuklipp-
ingar, legg hár og gef andlits-
böð. Jeg er bæði hárskeri og
rakari að iðn.
hafa unnið með það fyrir aug-
um að taka sveinspróf, en ein-
hverjar fleiri stúlkur munu
vinna á rakar^stofum hjer í
bænum.
— Er starfið ekki þreytandi?
— Jú, stundum er þreytandi
að standa við vinnuna allan
daginn, sjerstaklega höfum við
mikið að gera um helgar —en
það kemst upp í vana.
Frú Hulda hefir lokið við
raksturinn og maðurinn
stendur á fætur, auðsjáanlega
harðánægður með meðferðina.
Vjer notum tækifærið og spyrj-
um.
— Hvernig finst yður að
hafa kvenrakara?
— Fyrirtak, er svarið. — Frú
Hulda fær viðurkennandi augng
tillit. — Ágætt. Kvenhöndin er
mjúk og lipur, bætir hann við
um leið og hann fer út úr dyr-
unum. — Kem aftur á morgun.
Adieu!
Blessuð bðrnin
— Hvað tók það yður langan
tíma að verða útlærður rakari?
— Fjögur ár. Jeg hefi líka
verið svo heppin að hafa ágæt-
an kennara, Elías Jóhannesson,
rakara, sem hefir reynst mjer
mjög vel. Jeg hefi allan tím-
ann verið lærlingur hjá honum.
Auk þess var jeg jafnframt tvo
vetur í Iðnskólanum, því að við
verðum að hafa lokið Iðnskóla-
prófi áður en við fáum sveins-
brjef, sem útlærður rakari og
hárskeri.
— Þjer eruð fyrsti kvenrak-
ari á íslandi?
— Já, eða rjettara sagt, ann-
ar fyrsti, við útskrifuðumst
tvær núna. Hin var ungfrú Guð-
rún Sigurðardóttir, sem vinnur
á rakarastofunni hjá föður sín-
um, Sigurði Ólafssyni, rakara.
— Eruð þið þær einu, sem
hafið lagt fyrir ykkur þessa
iðn?
— Við erum þær einu, sem
Hann var fjögurra ára gamall
og spurði og spurði allan liðlang-
an daginn. Loks þraut mömmu
hans þolinmæði og sagði andvarp-
■ andi: — Ef þú kemur með fleiri
spurningar, hátta jeg þig strax of-
•an í rúm.
En hann gat ekki stilt sig um
að spyrja — og móðirin gerði al-
vöru úr hótuninni.
En þegar hún sat ein inni í stofu
sinni, fór hana að iðra þess hve
hún hafði verið harðbrjósta við
litla snáðann. Hún læddist upp í
svefnherbergið. Hann var glað-
vakandi — hún laut niður að
honum og sagði, með þýðlegri
röddu: Þú mátt gjarna spyrja
mig einnar spurningar enn, áður
en þú ferð að sofa.
Hann var ekki seinn á sjer.
— Mamma, sagði hann og var
mikið niðri fyrir. — Hvað getur
kisa hrækt langt út í loftið?
ASeins stúlkubörn.
í smábænum Prinsheim í Sax-
landi hafa eingöngu fæðst
stúlkubörn á síðustu sex árum,
en ekki eitt einasta sveinbam.
Þykir íbúum vel til fallið að
skýra bæinn að nýju og kalla
hann „Prinsessuheim", í stað
Prinsheim.
Nýtísku ullarefni,
kápur, dragtir og
útikjólar. CHIC.
Rómantísk brúðarklæði.
Því verður ekki neitað, að
maður kemst í gott skap við að
sjá unga og hamingjusama
brúður í hvítum og fögrum
brúðarklæðum.
Og þegar við lítum svona
rómantískar brúðir, eins og
myndin sýnir, komumst við að
þeirri niðurstöðu, að rómantík
lifir enn á vorum tímum.
Enn er brúðarkjóllinn hafð-
ur hvítur, þó að tískufrömuðir
stórborganna hafi reynt að
gera tilraun til þess að færa
ljósbleika eða ljósbláa brúðar-
kjólinn í tísku.
Hin brosandi brúður á efri
myndinni er í hvítum silki-
crepe kjól. Ermarnar eru lang-
ar og afar víðar. Framan í
hálsmálinu ber hún hvít, lif-
andi blóm. Brúðarslörið er úr
sama efni og kjóllinn, með
geislabaugssniði, sett murtu og
gulleplablómum.
Brúðurin á neðri myndinni
hefir slörið með alveg nýju
sniði. Því er sveipað aftur fyr-
ir háls og látið falla niður frá
hálsmáli. Um höfuðið hefir hún
blómsveig úr hvítum rósum.
Brúðarvöndurinn er lika úr
hvítum rósum;
Kjóllinn er hjúpaður utan
um brúðurina í lausum felling-
um og er með slóða. Ermarnar
eru víðar og teknar saman um
úlníið með teygjubandi.
Frúin: Þessi föt eru bráðónýt
og þjer til skammar. Jeg fleygi
þeim.
Hann: Ertu vitlaus, það eru föt-
in, sem jeg er altaf í á flokks-
fundum og þingmálafundum.
Myrna Loy gefur
góð ráð.
Hin þekta kvikmyndaleik-
kona Myrna Loy hefir í viðtali
við dagblað eitt gefið konum
Myrna Loy.
góð ráð um það, hvernig þær
eigi að fara að því að gera
hjónaband sitt hamingjusamt.
Ráð hennar eru svohljóðandi:
Vertu ekki smeyk við þá Ijós-
hærðu, sem lítur mann þinn
hýru auga. Vertu yfirlætislaus
og láttu sem þjer finnist ekkert
til hennar koma, því að ljós-
hærðar stúlkur þola ekki að
litið sje niður á þær, eða fram
hjá þeim gengið.
Settu ekki morgunskóna
mannsins þíns þannig, að hann
hrasi um þá.
Maldaðu aldrei • í móann,
þegar hann fer að tala um í-
þróttir eða stjórnmál. Þó að þú
hafir gott vit á hvorutveggja,
verður hann særður, ef þú ert
ekki á hans máli í þessum efn-
um.
Talaðu aldrei um tengda-
mömmu. Láttu manninn þinn
um umræðuefnið.
•Það er kannske rjett að taka
það fram, að Myrna Loy hefir
aldrei gifst.
Sofið
Ahyggfn-
lausf.
P E R O
þvær
fyrir yður
á
nóttunni
F I X
sjálfvirkt
þvottaefni
þvær tanið
yðar meðan
þjer sofið og
hvílist. —