Morgunblaðið - 17.03.1936, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 17. mars 193(L
'Brennuvaigar
vaða uppi
á Spáni.
ifsóknir á hend-
l ur kaþólskum
{ og fascistum.
|! — ' '
London 16. mars. FU.
ylÐSVEGAR að af
Spáni koma nú fregn
rr um, að tilraunir hafi
verið gerðar til þess að
cveikja í húsum ka-
áólskra stofnana, og
>laðaskrifstofum Naz-
lsta.
1 Barcelona var gerð
tilraun til þess að
kveikja í skrifstofum fas
cistablaðs, og úr ýmsum
tþðrum borgum hefir
frjest um svipaðar árás-
ir á kaþólskar stofnanir.
Róstur á þingi.
Berlín 16. mars. FÚ
Spánska ríkisþingiS kom sam-
, an í gær til fyrsta fundar síns.
ÖÞegar forseti þingfundarins
neitaði í fundarlok að láta
‘hrópa: ,,Lifi lýðveldið", tóku
;:»ósíalistar og kommúnistar að
iéyngja alþjóðasönginn og hrópa
l?Lifi Sovjet-Rússland“.
G.s. Island
fer miðvikudaginn 18. þ. m.,
kl. 6 síðd. til ísafjarðar,
Siglufjarðar, Akureyrar. —
Þaðan sömu leið til baka.
Farþegar sæki farseðla
í dag.
. Fylgibrjef yfir vörur komi
í dag.
SKipaafgr. Jes Zimsen
Tryggvagötu. Sími 3025.
Nemendahljómleikar í Gamla Bíó.
—*T————
Nemendur Tónlistaskólans haída nú, eins og undanfama vetur
nemendatónleika í Gamla Bíó. Verða tónleikarnir tveir, sem Tón-
listaskólinn stendur fyrir. Þeir fyrri fara fram annað kvöld, en þeir
síðari miðvikudaginn í næstu viku. Bes.tu nemendur skólans leika á
tónleikunum. Eru þeir 9 að tölu og auk þess strengjahljómsveit.
Tónleikamir verða fjölbreyttir að vandia. Verður leikið fjórhent
á píanó, einleikur, leikið á tvö píanó og auk þess strengjahljómsveit.
íhJÍ I j
Afli í Keflavík
20% minni en á
sama tima í fyrra.
Keflavík á mánud.
Afli í Keflavík og Njarðvík-
um var 15. mars 4255 skip-
pund,
er það 20% minna en á
sama tíma í fyrra,
en 22% minna en á sama tíma
1934.
Menn hjer eru orðnir áfar
vondaufir um að vertíð þessi
geti orðið meðalvertíð hvað afla
snertir, þar sem nú dregur úr
aflamagni með hverjum degi
sem róið er.
Allir bátar voru á sjó í dag
og öfluðu 2—6 skpd.
Á sama tíma í fyrra var
meðal afli 12—16 skpd. í róðri.
Flutningaskipið Grana, var
hjer í gær og í dag og tók 1297
pakka af Portúgalsfiski fyrir
S. í. F. til útflutnings frá út-
vegsbændum LGrindavík, JHöfn-
um, Garði og Keflavík.
Skipið er nú fulfermt og fer
í kvöld áleiðis til Portúgals,
eftir að hafa tekið kol í Reykja
vík.
Enskur togari kom hingað í
dag með slasaðan mann.
1280 íbúar í Keflavík.
Samkvæmt nýafstöðnu mann-
tali í Keflavíkurhreppi, eru íbú
ar nú 1280, en voru 1180 á
sama tíma í fyrra.
Sv.
dr. Schacht.
FRAMH. AF ANNARI SfÐU.
dr. Hjalmar Schacht hefir
verið einvaldur í viðskiftamál-
um Þjóðverja frá því skömmu
eftir að nazistar brutust til
valda. Schacht átti drýgstan
þátt í því að stöðva gengishrun-
ið í Þýskalandi árið 1923. Hann
varð ríkisbankastjóri um það
leyti. Þegar Young samþyktin
var gerð, um skaðabótagreiðsl-
ur Þjóðverja 1928, varð dr.
Schacht að láta af embætti
vegna andstöðu sinnar við
þessa samþykt.
Þegar Hitler tók við völdum
leitaði hann til dr. Schachts til
þess að veita ríkisbankanum
forstöðu. Með því tókst Hitler
að afla rikismarkinu trausts.
Síðar var dr. Schacht gerður
að atvinnu- og viðskiftamála-
ráðherra og gerðist hann þá
einvaldur í öllum búskaparmál-
um Þjóðverja. Er hann talinn
hafa mest völd, næst Hitler.
dr. Schacht er einasti Þjóð-
verjinn, sem hefir þorað að
hreyfa gagnrýni við gerðum
nazistaforingja, eins og t. d.
dr. Göbbels.
iMMUuiiMiiMiiiiiiiiiiiiiiiHiiimmiiiitmimiiiiimiMiiuuaiMUT
Á skíðum í rign-
ingu og súld.
f) rátt fyrir rigningu komu
* 39 karlmenn og 2 stúlk-
ur með skíði sín um borð í
Laxfoss á sunnudagsmorg-
un.
Dálítil alda var en enginn varð
sjóveikur á leiðinni inn í Hval-
fjörð.
Þar var etinn morgnnverður um
borð og tóku menn rækilega til
matar síns. En þegar farið var í
land hafði fjölgað um einn á
leiðinni, því nú voru 42 í hópnum.
Varð nú að ganga nm 3 km. upp
á Þrándarstaðafjall og hera skíð-
in, því að þar var alt autt. Þar
uppi var sótsvört þoka og var nú
fastlega skorað á alla að halda
hópinn. Voru fjórir forystumenn
sem gengu á undan með áttavita,
kort og úr í höndum. Rann svo
saman í þokunni loft og láð, að
fólkinu sem á eftir kom sýndist
þeir svífa í lausu lofti.
Var nú rent sjer 5 km. niður
Kjöl, allir í hóp. Var þó sfansað
öðru hvoru til að telja hópinn.
Til Stíflisdals var komið kl. 2^4
og voru menn þá heldur en e'kki
matlystugir og höfðu þó haft mik-
ið nesti með sjer. Má bre'gða því
við hvað veitingar voru góðar og
fljó.tt framreiddar í Stíflisdal, og
var heldur e*n ekki glatt á hjalla
í kring um horðin. Kvaðst enginn
iðrast fararinnar þótt veðrið væri
svona leiðinlegf. Sumum fanst
það ævintýri.
Svo var nú öslað í vatni yfir
ísinn á Stíflisdalsvatni og yfir á
Þingvallaveginn, þar sem bilarnir
biðu. En þó var komið við á
Svanastöðum til að fá sjer hress-
ingu. Matarlystin var mikil og
góð og sagði einn í hópnum að
hann hefði etið 9 máftíðir á leið-
inni!
Alt gekk ágætlega og ekki voru
menn þreyttari en svo, að Slegið
var í dans að skilnaði á tröðinni
fyrir framan Hótel Borg.
Auk þessarar skíðaferðar fóru
fjelagar úr öðrum fjelögum víða
í nærliggjandi fjöll og skíðabrekk-
ur. Með Val og Ármann fóru um
100 manns, og með Skátum, í. R.
og K. R. um 150 manns.
Upp á Hellisheiði fóru um helg-
ina 20 stórir hílar fullir af Skíða-
fjelagsfólki. Skifti fólkið sjer og
fór sumt í Jósepsdal og á Bláfjall,
sumt á Skálafell og sumt í Insta-
dal. Skíðafæri var heldur þungt,
en nógur snjór og veður sæmilegt.
Sfmim er 3416.
TIl söln
íbúðarhús með áfastri sölubúð er
til sölu nú þegar með góðum skil-
máíum. Hús tekin í umboðssölu.
Hefi kaupendur að góðum
húseignum.
St. Gunnlaugsson,
lögfræðingur.
Barónsstíg 43. Sími 3859.
Trylta Hertogafrúin. 6 fyrstu
heftin ókeypis fyrir nýja kaupend-
ur að Vikuritinu. — Sími 4169.
Spaðsaltað
Dilkakjöt
í heilum og hálfum
tunnum hjá
KR. Ó. SKAGFJÖRÐ.
Sími 3647.
íslensk frímerki keypt
hæsta verði.
Bókaverslun
Þór. B. Þorlákssonar
Bankastræti 11.
tmrniMHiiitimfinMiiiuMniiiumummiiiiiiminminiiTOwi
EGGERT CLAES8EN
hæstar j ettarmálaflntningsmaBrir.
Skrifstofa: Oddfellowhúsið,
Vonarstræti 10.
(Inngangur nm austurdyr).
Allskonar kjöt, pylsur,
fars og álegg.
Kjötverslun
Kjarlans Mftlner.
Leifsgötu 32.
Fylgist með tímanum
og líftryggið yður í
Andvöbu.
Lækjartorgi 1. Sími 4250.
Þingfrjettir
útvarpsins.
Þingsályktunartillaga
í Sameinuðu þingi.
—
Gísli Sveinsson flytur I sam-
einuðu þingi svohljóðandi þings-
ályktunartillögu:
„Alþingi ályktar að verða við
ósk útvarpsstjórnar um, að þing-
ið taki í sínar hendur flutning
þingfrjetta í útvarpi, og sje for-
setum falið að ráða nu þegáe
mann til þess að gegna þvi
starfi“.
Eins og skýr hefir verið frá
hjer í blaðinu, hefir staðið yfir
deila milli útvarpsstjóra og for-
seta þingsins nm flntning þing-
frjetta útvarpsins. Utvarpsstjóri
vildi láta þingið annast flutning
frjettanna, e'n forsetar neituðu.
ýmsir þingmenn voru óánægðir yf-
ir neitun forseta ög var það til
þess, að málið var tekið npp a5
nýju.
Samkomulag náðist þó ekk^
sem mun stafa af því, að rauð-
skjótta liðið í stjórnarherbúðun-
um vill ekki missa frjettaþul
þann, sem nú e*r.
Norðmenn senda við-
skiftafulltrúa til
Suður-Ameríku.
Aukið f|e 111
markaðsleKa.
Oslo 16. mars.
NORÐMENN ætla að
senda viðskiftamála
fulltrúa til Suður-Ame-
ríku.
Stórþingið samþykti síðastlið-
inn laugardag einróma tillögur
utanríkismálaráðuneytisins um
auknar fjárveitingar til utan-
ríkismálanna.
Koht utanríkismálaráðh. ljet
í ljós gleði sína yfir því, að
utanríkismálanefnd hefði lagt
áherslu á að nauðsynlegt væri
að styrkja utanríkismálanefnd-
ina.
Kvað hann utanríkismála-
ráðuneytið hafa með höndum
áform um að senda viðskifta-
málafulltrúa til Suður-Ameríku.
(NRP—FB).
Samkvæmt símskeyti frá
New York til Aftenposten, hef-
ir Sonja Henie skrifað undir
samning um að sýna listir sín-
ar á fimm sýningum í New
York og Chicago. Á hún að fá
100.000 dollara fyrir allar sýn-
ingarnar.
(NRP—FB).
*
Norska blaðið Aftenposten skýr-
ir frá því, að heyrst hafi að þýska
stjórnin hafi í hyggju að koma á
ríkiseinkasölu me'ð innflutta
norska síld og nýjan norskau
fisk. (FTJ.).