Morgunblaðið - 17.03.1936, Side 7
f»riðjudaginn 17. mars 1936.
MORGUNtíLAÐIÐ
Tveggja ára drengur
breonist á heitu
vatniogdeyr.
Pyrir skömmu vildi það slys til
■4 Búlandsnesi, að tveggja ára
drengur helti yfir sig sjóðandi
vatni úr potti, er hann seildist til
á eldavjel. Skaðbrendist hann og
andaðist fáum dögum síðar.
Drengurinn var sonur hjónanna
Svanborgar og Jóhanns Bremnes.
(PÚ.)
i: Dagbók.
í, I. O. O. F. = Ob. 1 P = 1173178V4
-q, Veðrið í gær: Norðan við Vest-
fírði e'r alldjúp lægð, sem hreyfist
auatur eftir og veldur SV ? og V-
átt um alt land. Austanlands ér
vindur hægúr og veður þurt, en
veðurhæð alt að 5-—6 vindstíg
vestanlands með skúrum eða
alyddujeljum. Hiti er frá 2—6 st.
'Vindur mun ganga meira til ve'st-
nrs, og líklega nær N-átt sjer á
imorgun á Vestfjörðum, og kólna
mun í veðri, einkum norðaustan
•ng vestanlands.
Veðurútlit í Rvik í dag: Stinn-
ingskaldi á V. Efaveður.
Snorri Þorvaldsson á Karlsstöð-
xun er fjell af hestbaki um miðjan
fyrra mánuð og höfuðbrotnaði,
sem fyr er getið, er nú á góðum
batavegi, og telur hjeraðslæknir
hann úr allri hættu. (FÚ.).
Búhaðarnámskeið hefír verið
haldið 3 undanfama daga í Eyrar-
hfeppi í Norður-ísaf jarðarsýslu,
stóð það tvo daga í skólahúsinu í
Skutulfirði og einn dag í Hnífsdal.
Flestir búendur hreppsins sóttu
námskeiðið. (FÚ.).
, Yfirlýsing. Vegna þess að blöð
þæjarins hafa dregið nafn mitt
inn í frásagnir sínar um húsrann-
sókn þá, er fram fór hjá Þjóðern-
íssinnum skal jeg geta þess, að jeg
kom þarna að sem hlutlaus áhorf-
^ndi. Je'g er hvorki þstjórn flokks
íns nje neinn ráðamaður þar, e'kki
einu sinni skrifstofumaður eins
og eitt blaðanna gefur í skyn. —
Mjer er því ókunnugt um alla
starfsemi flokks Þjóðernissinna,
hoðsbrjef seln annað og ætla ekki
að skifta mjer af því. — Reykja-
vík, 15. mars 1936. Axel Dahl-
mann.
Við horfum á lífið heitir bók
sem nýskeð er komin út. Eru það
[Grænmetið
er komið.
Verslunin Visir.
Nýreykl
hangikföt.
Allskonar grænmeti,
ísl. rófur og kartöflur.
Kjötbúðin Herðubreið
Hafnarstræti 18. Sími 1575.
smásögur eftir Jón Aðils og heita:
Oður lífsins, Hann Jón, Það var
sagt, Við horfum á lífið, - Máttur
minninganna, Þrír dagar úr lífi
símamanns og Til hafs.
f Hafnarfirði heldur O. Frenning
samkomu í Góðtemplarahúsinu í
kvöld kl. 8. Allir velkomnir.
Farþegar með E.s. Goðafoss til
vestur og norðurlandsins: Ingi-
björg Jóhannsdóttir, Ragnar Guð-
mundsson Stefán Pálsson, Eiríkur
Þorsteinsson, Jónas Magniisson,
Jóhann Bárðaron, Jónas Tómas-
son, Matthías Sveinsson, Valgarð
Blöndal, Jón Jónsson, Haraldur
Júlíusson, Hallgrímur Jónsson,
Jón Bergsson og fl. og fl.
Landsbankanefnd. Á fundi í
sameinuðu þingi í gær voru kosn-
ir 5 aðal meún og 5 til vara í
Landsbankanefndina. Þessir voru
kosnir aðalmenn: Jakob Möller,
Sigurður Kristjánsson, Páll Her-
mannsson, Sigurjón Á. Ólafsson
og Finnur Jónsson. Varamenn:
Garðar Þorseinsson, Thor Thors,
Hannes Jónsson dýralæknir, Sig-
urður Ólafsson gjaldkeri Sjó-
mannafjel. Rvíkur og Emil Jóns-
son/ Landsbankanefndin he'lt fund
síðdegis í gær, en frestaði kosn-
ingum þeim, er fram áttu að fara.
Nefndin kemur saman aftur inn-
an skams.
Eimskip. Gullfoss var á ísafirði
í gærmorgun. Goðafoss fór vestur
og porður í gærkvöldi. Dettifoss
kom til Hamborgar í gærmorgun.
Brúarfoss var væntanlegur til
Leith í nótt. Lagarfoss er væntan-
legur til Reykjavíkur seinnipart-
inn í dag. Selfoss er í Reykjavík.
Polyfotamyndstofa Jóns Kaldal,
sem áður var á Laugaveg 3, er
nú flutt á Laugaveg 11.
Frá Álasundi kemur fregn um
það, að þaðan úr borginni muni
mörg skip vera gerð út á þorsk-
veiðar við ísland í vetur. Er 16
manna áhöfn á hverju skipi. Tvö
skip eru þegar farin af stað til
íslands, og ráðgert að önnur leggi
af stað á sunnud'ag. (FÚ.).
í dag, 17. mars, klukkan 15.50
til 16.20 (ísl. tími) verður útvarp-
að frá Kalundborg erindi, sem
prófessor Guðbrandur Jónsson
flytur, og nefnir „Island, hið fagra
land“. (FÚ.).
Nýir kaupendur að Morgunblað-
inu fá blaðið ókejrpis til næstkom-
andi mánaðamóta.
Dánarfregn. Karl Sigurjónsson
frá Ljósavatni, gamall glímu-
kappi, ljest í gærmorgun á Akur-
eyri úr hjartabilun. Hann he'fir
verið kirkjugarðsvörður þar.
Alt Heidelberg verður leikið í
Iðnó í kvöld, og er það 15. sýning
leiksins. Var leikurinn sýndur s.l.
sunnudag fyrir fullu húsi og mikl-
um fögnuði áheyrenda. Hafa sýn-
ingarnar smámsaman tekið á sig
meiri festu og leikni í höndum ný-
liðanna.
Rangæingafjelagið heldur skemti
fund í Oddfellowliúsinu (salnum
niðri), fimtudagskvöldið 19. þ. m.,
kl. Sþó síðd. Til skemtunar verð-
ur: Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri flytur erindi. Upplestur, þar
á meðal gamlar bændavísur úr
Fljótshlíðinni. Karlakór Rang-
æinga syngur. Eftir fundinn vetð-
ur spilað á spil og dansað til kl. 1.
Stjórn fjelagsins væntir þess, að
Rangæingar fjölmenni á fundinn
og að þeir sem ekki eru fjelags-
menn enn, gerist fjelagsmeún á
fundinum.
Veiðiskapur. Frjettaritari Morg-
unblaðsins á Akureyri símar, að
nokkur stútungs- og ísu-afli sje
á Hjalteyri. Hrognkelsaveiði er
byrjuð í Eyjafirði og Skjálfanda.
Lyra kom til Bergen kl. 7 í
gærmorgun.
Farsóttatilfelli í febrúar á öllu
landinu: Kverkabólga 421. Kvef-
sótt 272. Barnaveiki 25. Barnsfar-
arsótt 2. Gigtsótt 9. Taugaveiki 2.
Iðrakvef 150. Inflúensa 9- Misling-
ar 4. Kveflungnabólga 24. Taksótt
26. Skarlatssótt 10. Kighósti 27.
Heimakoma 2. Þrimlasótt 3. Kossa
geit 1. Stingsótt 5. Mænusótt 12.
Munnangur 14. Hlaupabóla 41.
Ristill 7. 1 Reykjavík voru far-
sóttatilfellin samtals 752, á Suður-
landi 282, á Vesturlandi 370, á
Austurlandi 102. Samtals á öllu
landinu 1666. Af barnaveikistil-
fellunum voru 19 á Vesturlandi,
5 á Norðurlandi og 1 á Suðurlasdi.
Inflúensutilftllin voru öll á
Austurlandi. Mislingatilfellin voru
á Vesturlandi. Af skarlatssóttar-
tilfellunum voru 4 í Reykjavík, en
6 á Norðurlandi. Kíghóstatilfelli
voru engin í Reykjavík eða á Suð-
ur landi, en 8 á Vesturlandi, 16 á
Norðurlandi og 3 á Austurlandi.
Landlæknisskrifstofan. (FB.).
Utvarpið:
Þriðjudagur 17. mars.
7,45 Morgunleikfimi.
8,00 Enskukensla. |
8,25 Dönskukensla.
10,00 Veðurfregnir.
12,00 Háde'gisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Þingfrjettir.
19,45 Frjettir.
20,15 Erindi: Bandaríkjaför, IV
(Ásgeir Ásgeirsson alþingism.).
20,40 Symfóníu-hljómleikar: Beet-
hoven: a) Fiðlusónata í C-dúr;
b) Sónata appassionata; c) Tríó
í B-dúr, Op. 97, nr. 7.
(Dagskrá lokið um kl. 22,30).
Hornafjörður, (sunnud.) 30 vjel
bátar eru nú komnir til Horna-
fjarðar og 2 væntanlegir í dag.
Lítið hefir verið róið undanfarið
og afli mjög tregur. Mikið veidd-
ist af loðnu í firðinum og öfluðu
flestir bátar dável í dag.
Stella frá Norðfirði liggur á
höfninni og kaupir ýsu. (FÚ.)
*
Kommúnistablað eitt í Stokk-
hólmi skýrði frá því nýlega, að
í Bolinden-námunum( sem eru
gullnámur), sje jafnframt mik-
ið unnið af arsenic. Þóttist blað-
ið vita til þess, að eitur þetta
væri selt í stórum stíl til Þýska-
lands, og notað þar til eitur-
gasframleiðslu. Nú hefir það
verið upplýst, af stjórnendum
námunnar, að jafnframt gull-
vinslunni, komi þarna mikið af
arsenic, og með því, að ekkert
sjerstakt sje við það að gera,
hafi það verið sett í stóra járn-
benta steinsteypugeyma. Hins-
vegar neitar stjórn námunnar
því algerlega, að nokkuð af ar-
senic hafi verið selt til Þýska-
lands. (FÚ).
Jeg segi ýkkur satt, börnin góð,
að þið getið ekki lært Náttúrur
fræði að neinu gagni, nema þið
hafið við hendina Dýramyndimar
hans Árna Friðrikssonar.
SJÁLFVIR KT
ÞVOTTAEFNI
'Oskadlegt. ' Klórlaust
6jörir þvottinn
mjallhvltann án
þess að hann sje
nuddaður eða
b I e i k j a ð u r.
f. •
sr?
OC
urinnar. ■
- -* ■ ■ • .iIVi
BeUusild
Fyrsta flokks BEITUSÍLD til sölu.
Upplýsingar gefur
KARYEL JÓNSSON,
Klapparstíg 25. Sími 2443.
■ ............... ■
Fyrirliggjandi:
lái
Haframjöl, fínt og gróft.
Hrísgr jón. **
Sig. Þ. Skjaldberg.
(Heilsalan).
sBarnabolfar
Verð 0,85 — 1,00 — 1,50 — 1,75 — 2,00 — 4,50 — 5,50 —
6,50 — 7,50 r— 9,00 stk. Öll börn þurfa að eignast
bolta fyrir -vorið.
‘K.Einarsson & Bfðvnsion.
Bankastræti 11.
Búseigeúdur.
~ rrrmnm
Látið ekki gusta lengur inn með hurðum og
gluggum. Við þjettum þá fullkomlega með
málmþjettilistum, sem hafa þrotlaust fjað-
urmagn. Leitið nánari upplýsinga.
-r.r-Aír V"3íeAcÁ
Trjesmiðjan Fjölnlr,
við Bröttugötu.
Sími 2336’.